Séð & Heyrt skandallinn í Danmörku

Átta einstaklingar hafa verið ákærðir í máli sem Danir kalla mesta fjölmiðlahneyksli í sögu landsins. Útgáfufyrirtækið Aller sætir einnig ákæru.

PF-Se-og-Hør-290414.jpg
Auglýsing

Í apríl 2014 sendi Ken B. Rasmus­sen, fyrr­ver­andi blaða­maður á viku­blað­inu Se & Hør, frá sér bók­ina „Li­vet, det for­band­ede”. Kvis­ast hafði að í bók­inni væri „eld­fimt efni” eins og það var orð­að. Dag­blaðið BT kynti undir þessum orðrómi í nokkrar vikur fyrir útkomu bók­ar­innar með því að fjalla um inni­hald henn­ar, sem blaðið sagði „safa­ríkt”.

 Þegar bókin „Li­vet, det for­band­ede” kom í versl­anir í lok apríl (2014) kom í ljós að BT hafði síður en svo ýkt í lýs­ingum sín­um. Inni­haldið var safa­ríkt í meira lag­i. 

Ken B. Rasmussen.Höf­und­ur­inn kallar bók­ina skáld­sögu. Í henni er lýst líf­inu og vinnu­brögð­unum á slúð­ur­blað­inu Set & Hørt. Engum sem til þekkja dylst að þrátt fyrir að bókin sé kölluð skáld­saga fjallar hún um fyrr­ver­andi vinnu­stað höf­und­ar, viku­blaðið Se & Hör. Því sem lýst hafði verið sem „eld­fimu” efni í bók­inni reynd­ust vera frá­sagnir af því að fyrr­ver­andi starfs­maður greiðslu­þjón­ustu­fyr­ir­tækis í Dan­mörku hefði látið blaða­mönnum Set & Hørt í té, gegn greiðslu, upp­lýs­ingar um greiðslu­korta­notkun fjöl­margra þekktra Dana, á árunum 2008 – 2011. Trún­að­ar­upp­lýs­ingar sem starfs­mað­ur­inn (sem ætíð er nefndur tys-tys kild­en, sus­s-suss heim­ild­in) hafði aðgang að vegna vinnu sinn­ar. 

Auglýsing

Lög­reglu­rann­sókn 

Skemmst er frá því að segja að bókin vakti strax geysi­mikla athygli. Lög­reglan hafði frá því að dag­blaðið BT greindi fyrst frá inni­haldi bók­ar­innar fylgst grannt með og þar á bæ hófst rann­sókn strax dag­inn eftir útkomu bók­ar­inn­ar. Útgáfu­fyr­ir­tækið All­er, eig­andi Se & Hør, hóf sama dag inn­an­húss­rann­sókn vegna máls­ins. Dönsk dag­blöð full­yrtu að mjög væri tekið að hitna undir nokkrum starfs­mönnum Se & Hør og all­margir fyrr­ver­andi starfs­menn blaðs­ins væru ekki alveg í rónni. Á dag­inn kom að þessar full­yrð­ingar reynd­ust rétt­ar.

Heim­send­ing­ar­þjón­usta Aller

Um mán­aða­mótin apríl – maí 2014 var mikið að gera í því sem nokkrir danskir miðlar kusu að kalla ”Heim­send­ing­ar­þjón­ustu All­er”. Útgáfu­fyr­ir­tækið sendi all­marga starfs­menn heim, í ótíma­bundið leyfi eins og for­stjóri útgáf­unnar orð­aði það í við­tali við DR, danska sjón­varp­ið. Útgáfa blaðs­ins stöðv­að­ist um tíma.

Bókin umdeilda.En það fækk­aði ekki ein­ungis starfs­fólk­inu á kontórnum hjá Se & Hør, lög­reglan lagði hald á fjöl­margar tölv­ur, síma og margs konar gögn hjá blað­inu. Úgáfu­fyr­ir­tækið vildi ekki una því að lög­regla legði hald á, og not­aði, gögn í eigu blaðs­ins og málið end­aði fyrir Hæsta­rétti Dan­merkur sem heim­il­aði notkun gagn­anna. 

Nokkrir fyrr­ver­andi stjórn­endur Se & Hør grun­aðir

Það reynd­ist ekki orðum aukið að margir fyrr­ver­andi stjórn­endur og starfs­menn Se & Hør hefðu ástæðu til að vera óró­leg­ir. 

Meðal þeirrar var Hen­rik Qvor­tr­up, sem á þessum tíma var helsti stjórn­mála­skýr­andi sjón­varps­stöðv­ar­innar TV2 og einn þekkt­asti frétta­haukur lands­ins, sagði upp strax eftir útkomu bók­ar­innar en hann var rit­stjóri Se & Hør á árunum 2001 – 2008. Það var í rit­stjóra­tíð hans sem kaup á hinum leyni­legu greiðslu­korta­upp­lýs­ingum hófust. Hen­rik Qvor­trup var strax eftir að bókin kom út settur á skrá grun­aðra hjá lög­regl­unni. Það gilti líka um Kim Henn­ingsen sem var rit­stjóri blaðs­ins á árunum 2009 – 2012 og sjö eða átta aðra sem unnið höfðu á blað­inu. Athygli vakti að meðal grun­aðra var Ken B. Rasmus­sen, höf­undur bók­ar­innar sem varð til þess að málið komst upp.

Tys-tys kild­en 

Lög­reglan vildi í upp­hafi ekki stað­festa að sus­s-suss heim­ildin sem svo er nefnd í bók­inni, væri í raun til. Ekki voru þó liðnir margir dagar af maí­mán­uði 2014 þegar tals­maður lög­reglu greindi frá því að sus­s-suss heim­ildin hefði gefið sig fram við lög­reglu. Um væri að ræða 45 ára karl­mann sem starfað hafði hjá greiðslu­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­inu PBS (heitir núna NETS) og hafði selt Se & Hør upp­lýs­ingar um korta­notkun þekktra Dana. Slíkar upp­lýs­ingar gerðu blað­inu kleift að fylgj­ast með (kort­leggja!) ferðir þessa fólks og senda blaða­menn til að elta fólk uppi og birta svo fréttir og myndir í blað­inu. Sus­s-suss heim­ildin hafði í að minnsta kosti 662 skipti, kannski miklu oft­ar, látið blað­inu í té slíkar upp­lýs­ing­ar. Fyrir þetta hafði hann fengið greiddar að minnsta kosti 430 þús­und krónur (tæpar 9 millj­ónir íslenskar) en hugs­an­lega mun meira.

Flókin rann­sókn sem teygir anga sína víða

Eins og áður sagði hófst rann­sókn máls­ins í byrjun maí fyrir rúmum tveimur árum. Hún reynd­ist mjög umfangs­mikil og ein­skorð­ast ekki við sus­s-suss heim­ild­ina og upp­lýs­ingar sem þaðan komu. Gögn sem lög­reglan hefur undir höndum benda til að Se & Hør hafi borgað starfs­manni SAS, starfs­fólki á Rík­is­spít­al­an­um, á Amali­en­borg (kon­ungs­höll­inn­i), starfs­fólki á Kastrup flug­velli og síð­ast en ekki síst ein­hverjum innan lög­regl­unnar fyrir upp­lýs­ingar af ýmsu tagi. Í jan­úar 2015 til­kynnti lög­reglan að rann­sókn yrði að mestu lokið í maí á þessu ári og þá hæfust mála­ferli. Þá voru tólf ein­stak­lingar á lista grun­aðra ásamt útgáfu­fyr­ir­tæk­inu Aller Media, eig­anda Se & Hør. 

Átta ein­stak­lingar ákærðir auk útgáfu­fyr­ir­tæk­is­ins

Fyrir nokkrum dög­um, nánar til­tekið 6. júlí, voru ákær­urnar gefnar út. Alls eru átta ein­stak­lingar ákærð­ir, meðal þeirra rit­stjór­arnir fyrr­ver­andi, Hen­rik Qvor­trup og Kim Henn­ings­en, bók­ar­höf­und­ur­inn Ken B. Rasmus­sen og sus­s-suss heim­ildin (nafnið hefur ekki verið gefið upp). Auk ein­stak­ling­anna átta, sem allir nema tveir hafa verið nafn­greind­ir, sætir útgáfu­fyr­ir­tækið Aller Media ákæru. Rétt­ar­höldin hefj­ast í sept­em­ber næst­kom­and­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None