Hrottaleg árás á þjóðhátíðardegi Frakklands
Minnst 84 eru látnir eftir árás á fjölda manns í Nice í Frakklandi á þjóðhátíðardag Frakka, 14. júlí. Vöruflutningabíl var ekið á fjölda fólks þegar það fylgdist með flugeldasýningu.
Að minnsta kosti 84 fórust í árásinni í Nice í Frakklandi, þegar 31 árs gamall Frakki ók vöruflutningabíl inn í hóp fólks sem fagnaði Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka, á Promenade des Anglais-breiðgötunni í gærkvöldi. Fleiri eru slasaðir eftir árásina, margir alvarlega. Meðal þeirra látnu eru tíu börn. Þetta er í þriðja sinn á tveimur árum sem mannskæðar árásir eru gerðar á óbreytta borgara í Frakklandi.
Hér að neðan má sjá valdar ljósmyndir af eftirmálum árásarinnar.