Danski pósturinn breytir um lit

Hin hefðbundnu og þekktu hjól póstburðarmanna í Danmörku verða brátt blá, en ekki gul.
Hin hefðbundnu og þekktu hjól póstburðarmanna í Danmörku verða brátt blá, en ekki gul.
Auglýsing

Fyrir um það bil ári gerði eitt dönsku dag­blað­anna könnun þar sem lands­menn voru beðnir að nefna tíu atriði sem ein­kenna Dan­mörku, landið og fólk­ið. Og, hvað það væri sem útlend­ingar tækju sér­stak­lega eftir þegar þeir heim­sæktu Dan­mörku. Einsog vænta mátti kenndi í svör­unum margra grasa. Næstum allir nefndu þjóð­fán­ann, Dannebr­og, en ann­ars var list­inn fjöl­breytt­ur. Reið­hjólin og rauðar pyls­ur, Amal­íu­borg og líf­verðir drottn­ing­ar, Carls­berg aug­lýs­ing­arn­ar, Strikið og Tívolí. Smur­brauð­ið, rúg­brauð með síld og kjöt­boll­urnar komust líka á blað ásamt mörgu öðru. Fáir nefndu klæðnað og útlit fólks, ef frá eru taldir líf­verðir Mar­grétar Þór­hildar og póst­ur­inn.  Þetta síð­ast­nefnda, póst­ur­inn eða rétt­ara sagt póst­burð­ar­fólkið end­aði inná „topp tíu“ list­anum og kom ýmsum á óvart. Danski póst­ur­inn, í rauðum jakka og á gulu reið­hjóli skipar mun rík­ari sess í hugum Dana en þeir sjálfir höfðu kannski gert sér grein fyr­ir. 

Saga pósts­ins og rauða lit­ar­ins, ásamt þeim gula, á sér langa sögu. Krist­ján IV, sem iðu­lega er kall­aður fram­kvæmda­kóng­ur­inn, stofn­aði póst­inn árið 1624. Rauði lit­ur­inn og sá guli voru, og eru, ríkj­andi í skjald­ar­merki Ald­in­borgar­anna (kon­ungs­ætt­ar­inn­ar) og póst­menn­irnir voru kon­ung­legir emb­ætt­is­menn. Það var þó ekki fyrr en um 1860 sem allt danskt póst­burð­ar­fólk klædd­ist rauða jakk­anum sem enn er við lýði. Síðar komu svo gulu reið­hjól­in. Þessi til­tekni rauði litur hefur svo sterka ímynd í hugum Dana að hann er kenndur við póst­inn, kall­ast póst­kass­a­r­auð­ur. Á póst­húsum og póst­af­greiðslu­stöðum hefur rauði lit­ur­inn verið mjög áber­andi. 

Á und­an­förnum árum hefur danska póst­þjón­ustan gengið í gegnum miklar breyt­ing­ar. Með til­komu inter­nets­ins hefur bréfa­send­ing­um, sem voru helsta tekju­lind pósts­ins, fækkað og eru nú aðeins brot af því sem áður var. Póst­ur­inn hefur reynt að mæta þessum breyt­ingum með marg­vís­legum hætti: ein­ungis fjögur eig­in­leg póst­hús eru nú í land­inu. Víð­ast hvar er póst­af­greiðsl­una að finna í versl­unum og sölu­turnum sem þó veita ein­ungis tak­mark­aða þjón­ustu. Í Dan­mörku, eins og víða um heim, hefur net­verslun auk­ist mjög á allra síð­ustu árum. Fjöld­inn allur af fyr­ir­tækjum sem ann­ast dreif­ingu á vörum, sem keyptar eru á net­inu, hefur sprottið upp. Póst­ur­inn hefur náð til sín umtals­verðum hluta þessa mark­að­ar. Það hefur þó ekki hrokkið til og póst­ur­inn átt í rekstr­ar­erf­ið­leik­um. Svipuð staða hefur verið uppi í nágranna­lönd­un­um. 

Auglýsing

Um mitt ár 2009 voru póst­þjón­ust­urnar í Dan­mörku og Sví­þjóð sam­ein­að­ar. Danska ríkið á 40% hlut og sænska ríkið 60%. Nýja fyr­ir­tækið fékk nafnið Post­Nord. 

Fyrst í stað voru sjá­an­legar breyt­ingar litl­ar. Sænski póst­ur­inn var áfram með sína gömlu liti, þar sem gult var ríkj­andi, og sá danski með sinn póst­kass­arauða lit og gulu reið­hjólin og bíl­ana. 

Fyrir nokkru gerð­ist svo það að til­kynnt var um breyt­ing­ar. Sænski póst­ur­inn ætl­aði að hætta með sinn gula ein­kenn­i­slit og taka upp nýja Post­Nord lit­inn. Sá er blár, milli­blár. Danski póst­ur­inn segir líka skilið við rauða og gula lit­inn og notar fram­vegis bláa lit­inn, sama lit og Sví­ar. Þetta ger­ist þó ekki á einni nóttu, breyt­ingin er enn sem komið er einkum sjá­an­leg á bíla­flota pósts­ins en ein­kenn­is­fatn­aður póst­burð­ar­fólks og lit­ur­inn á reið­hjól­unum breyt­ist smátt og smátt. Sama gildi um póst­af­greiðsl­urn­ar.

Og hvað með það?

Er nokkuð að þessu kynni nú ein­hver að spyrja. Er ekki eðli­legt að í þessum efnum verði breyt­ingar eins og á flestum öðrum svið­um? Miðað við við­brögð Dana við fréttum af „lita­breyt­ing­unni“ eru margir væg­ast sagt óánægðir með að rauðu og gulu lit­irnir hverfi. Þetta sé hluti af dönsku þjóð­ar­ein­kenni segja sum­ir. Af hverju mega lit­irnir ekki bara vera áfram þeir sömu og þeir hafa „alltaf“ verið segja aðr­ir.

For­svars­menn pósts­ins segja þessa breyt­ingu gerða til að sýna að nýtt fyr­ir­tæki sé komið til skjal­anna, Post­Nord. Þeir segj­ast líka skilja að þetta sé til­finn­inga­mál, þannig sé það ætíð þegar breyt­ingar verði.

Eitt mun þó ekki breyt­ast úr rauðu í blátt. Póst­kass­arnir verða áfram „póst­kass­arauð­ir“.

Póstkassarnir í Danmörku verða áfram rauðir. (Mynd: Wikipedia)

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiErlent
None