Tíu staðreyndir um Guðna Th. Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson
Auglýsing

1. Guðni Thor­lacius Jóhann­es­son fædd­ist í Reykja­vík þann 26. júní 1968. Hann varð 48 ára dag­inn sem ljóst varð að hann yrði sjötti for­seti lýð­veld­is­ins. Hann er yngsti for­seti í sögu lands­ins og fyrsti nýi for­set­inn á þess­ari öld. Ólafur Ragnar Gríms­son var 53 ára gam­all þegar hann tók við emb­ætti árið 1996. Hann er nú 73 ára. 

2. Nýr for­seti tekur við emb­ætti við hátíð­lega athöfn sem hefst á Aust­ur­velli klukkan 15 í dag, mánu­dag­inn 1. ágúst. Athöfnin fær­ist síðan í Dóm­kirkj­una og þaðan í Alþing­is­hús­ið. Guðni vildi hafa athöfn­ina lát­laus­ari en hefur tíðkast fram til þessa, en til að mynda er ekki gerð krafa um að karl­menn klæð­ist kjól­föt­um, að konur séu í síð­kjólum né að fólk beri orð­ur.  

3. Guðni er kvæntur Elizu Reid og giftu þau sig árið 2004. Guðni og Eliza eiga saman fjögur börn, þau Duncan Tind, Don­ald Gunn­­ar, Sæþór Peter og Eddu Mar­gréti. Fjöl­­skyldan býr enn við Tjarn­­ar­­stíg á Sel­tjarn­­ar­­nesi, en þegar fram­kvæmdum er lokið á Bessa­stöðum í ágúst, flytj­ast þau búferl­um. Guðni á eina dótt­ur, Rut, úr fyrra hjóna­bandi sínu með Elínu Har­alds­dótt­ur. For­eldrar Guðna eru Mar­grét Thor­laci­us, kenn­­ari og blaða­­mað­­ur, og Jóhannes Sæmunds­­son, íþrótta­­kenn­­ari og íþrótta­­full­­trú­i. Jóhannes lést árið 1983. Guðni á tvo bræð­ur, þá Patrek og Jóhann­es. Þeir bræður ólust upp í Garða­bæ. 

Auglýsing

4. Guðni er mik­ill íþrótta­maður og hefur stundað íþróttir af ein­hverju tagi frá unga aldri. Faðir hans var mik­ils met­inn íþrótta­kenn­ari og bróðir hans, Patrekur Jóhann­es­son, er einn af best þekktu hand­bolta­köppum lands­ins. Guðni gaf það út í kosn­inga­bar­átt­unni, að myndi hann ná kjöri, ætl­aði hann að halda áfram að hjóla með börnin sín í skóla og leik­skóla eins og hann hefur gert und­an­farin ár. 

5. Guðni var hvað þekkt­astur fyrir sagn­fræði­störf sín áður en hann gaf kost á sér í for­seta­fram­boð. Hann hefur verið einn helsti álits­gjafi fjöl­miðla und­an­farin ár þegar kemur að umfjöllun um for­set­ann, for­seta­emb­ættið eða póli­tískt sam­hengi sög­unn­ar. Guðni er með dokt­ors­gráðu í sagn­fræði. Hann varð stúd­ent úr MR árið 1987. Síðan nam hann sagn­fræði við  Warwick háskóla í Englandi og tók meistara­gráðu í sagn­fræði í kjöl­farið við Háskóla Íslands árið 1997. Síðan fékk hann MSt-gráðu í sögu frá Oxford árið 1999 og varð síðan doktor í sagn­fræði árið 2003 frá Uni­versity of London. Guðni hefur verið kenn­­ari við Há­­­skóla Íslands, Há­­­skól­ann í Reykja­vík, Há­­­skól­ann á Bif­­­röst og Uni­versity of London. Síð­ast starf­aði hann sem dós­ent í sagn­fræði við Há­­­skóla Íslands. 

6. Guðni hefur skrifað fjölda fræð­i­­rita og greina í gegn um tíð­ina. Hann hefur skrifað sex bækur sem hafa verið gefnar út: Kári í jöt­un­móð. Saga Íslenskrar erfða­grein­ingar og Kára Stef­áns­sonar (1999), Völ­und­ar­hús valds­ins. Stjórn­ar­mynd­an­ir, stjórn­ar­slit og staða for­seta Íslands í emb­ætt­is­tíð Krist­jáns Eld­járns, 1968-1980 (2005), Óvinir rík­is­ins. Ógnir og innra öryggi í kalda stríð­inu á Íslandi (2006), Þorska­stríðin þrjú. Saga land­helg­is­máls­ins 1948-1976 (2006), Hrun­ið. Ísland á barmi gjald­þrots og upp­lausnar (2009) og Gunnar Thorodd­sen. Ævi­saga. (2010). 

7. Ein fræg­asta setn­ing sem látin var falla í kosn­inga­bar­átt­unni í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna var þegar Guðni og Davíð Odds­son mætt­ust í sjón­varps­þætt­inum Eyj­unni í lok maí. Davíð skaut föstum skotum að Guðna og sak­aði hann meðal ann­ars um að vilja koll­varpa stjórn­ar­skránni og reyna að hlaupa frá ákveðnum mál­u­m. 

„Þú segir hérna að þú viljir gera gagn­gera, rót­tæka end­ur­nýjum á stjórn­ar­skránni. Þú segir það vera vegna hruns­ins. Hvað hafði hrunið með stjórn­ar­skránna að ger­a?“ sagði Dav­íð. 

Guðni svar­aði um hæl: „Hefur þú enga sóma­kennd?“ 

Velta má fyrir sér hvort sagn­fræð­ing­ur­inn Guðni hafi fengið þar lánað hin frægu ummæli banda­ríska lög­fræð­ings­ins Jos­eph N. Walsh í rétt­ar­höld­unum árið 1954 þegar hann svar­aði fyrir ásak­anir um að hafa unnið fyrir komm­ún­ista: „Have you no sense of decency, sir?“ sagði Walsh við þing­mann­inn Jos­eph McCarthy. 

8. Fylgi Guðna sem for­seta­fram­bjóð­anda var óvenju­lega hátt í byrjun kosn­inga­bar­átt­unn­ar. Hann mæld­ist með tæp­lega 70 pró­senta fylgi í þremur könn­unum í röð, en eftir því sem leið á bar­átt­una jöfn­uð­ust hlut­föllin út. Halla Tóm­as­dóttir nálg­að­ist Guðna óðfluga, en hann sigr­aði kosn­ing­una með rúmum 39 pró­sentum atkvæða. Halla fékk um 28 pró­sent atkvæða. Kjör­sókn á land­inu öllu var 75,7 pró­sent. 185.390 greiddu atkvæði. Guðni sótti fylgi nokkuð jafnt yfir alla hópa; karla og kvenna, innan og utan höf­uð­borgar og til allra ald­urs­hópa. 

9. Guðni hefur náð að halda sig utan flokkapóli­tíkur allan sinn fer­il. Hann sagði opin­ber­lega í kosn­inga­bar­átt­unni að hann vilji að kosið verði til Alþingis í haust og á 48 ára afmæl­is­dag­inn sinn, morg­un­inn eftir for­seta­kosn­ing­arn­ar, sagði hann að kosn­ingar ráði mestu um hvernig fari með stjórn­ar­skránna. Í við­tali á RÚV sagði hann að for­seti tti að liðka fyrir að nið­ur­staða kom­ist í það mál. „Ég sagði það síð­ustu vikur að áform um beint lýð­ræði hugn­ist mér, áform um þjóð­ar­eign á auð­lind­um, áform um nátt­úru­vernd. Við ættum að geta náð ein­hverri sátt,“ sagði Guðni við RÚV

10. Guðni verður fyrsti for­seti lands­ins sem er ekki skráður í þjóð­kirkj­una. Guðni stendur utan trú­fé­laga, en hann var alinn upp í kaþ­ólskri trú. Hann skráði sig úr kirkj­unni árið 2013 í kjöl­far við­bragða kirkj­unnar við kyn­ferð­is­brotum innan veggja hennar víða um heim. Ein­ungis tveir í síð­ustu kosn­ingum voru ekki í þjóð­kirkj­unni; Guðni og Ást­þór Magn­ús­son. Biskup Íslands hefur sagt að henni þyki óeðli­legt að for­seti Íslands sé ekki skráður í þjóð­kirkj­una, en telur þó að það muni ekki verða vanda­mál. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None