„Kjósið mig“

Brátt verður kosið til Alþingis og stjórnmálamenn eru farnir að setja sig í slíkar stellingar. Loforðin spretta fram, sumir útiloka samstarf við tiltekna flokka og aðrir vilja samsama sig þeim sem njóta mikils fylgis. Kjarninn tók saman nokkur dæmi.

Kosningabarátta flokkanna er hafin. Eins og er bendir allt til þess að ellefu flokkar bjóði fram í næstu Alþingiskosningum.
Kosningabarátta flokkanna er hafin. Eins og er bendir allt til þess að ellefu flokkar bjóði fram í næstu Alþingiskosningum.
Auglýsing

Bar­áttan um Alþingi er haf­in. Kosn­ingar eru á næsta leiti þó að eng­inn viti nákvæm­lega hvenær þær verða. Um 50 mál bíða afgreiðslu þings­ins, sem kemur saman á mánu­dag. En ljóst er að flokk­arnir eru farnir að spýta í lóf­ana og marka sér sér­stöðu til að aðgreina sig frá öðrum í hinu óvenju­lega póli­tíska lands­lagi sem nú ríkir á land­inu.


Vel­ferð­ar­ráð­herr­ann Bjarni

Bjarni Benediktsson í garðinum sínum. (skjáskot af mbl.is)Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í við­tali við Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðs­ins um miðjan júlí að flokk­­ur­inn muni for­­gangs­raða stefn­u­­mál­um sín­um á næsta kjör­­tíma­bili, þar sem stór­auk­in áhersla verði lögð á bætta sam­­fé­lags­þjón­ustu, minni greiðslu­þátt­­töku sjúk­l­inga, efl­ingu Land­­spít­­al­ans og bætta heil­brigð­is­þjón­­ustu með stór­aukn­um fjár­­fram­lög­­um. Þar sagði Bjarni líka að nota beri „góð­ærið“ til að bæta út og hjálpa þeim sem minna mega sín. Þarna má segja að kveði við nýjan tón hjá for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem hingað til hefur lagt hvað mesta áherslu á lækkun skatta, nið­ur­greiðslu skulda rík­is­ins og efna­hags­stöð­ug­leika. 

Slags­mál Eyglóar og Bjarna 

Eygló Harðardóttir og Bjarni Benediktsson undirrita samkomulag um starfsendurhæfingarsjóði.Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, gagn­rýndi Bjarna harð­lega í kjöl­farið og sagði við RÚV að hún hefði stundum þurft að standa í slags­málum við hann sem fjár­mála­ráð­herra um fram­lög til vel­ferð­ar­mála. Sam­starfið við Sjálf­stæð­is­flokk­inn hafi ein­kennst af miklum átök­um. Þá skaut hún á Bjarna vegna við­tals­ins í Morg­un­blað­inu og sagði að það væri oft betra seint en aldrei að vilja setja aukna fjár­muni í heil­brigð­is­kerf­ið. 

Bjarni svar­aði um hæl og sagð­ist við Kjarn­ann ekki kann­ast við þessi átök milli flokk­anna sem Eygló lýsti. Það sama sagði Vig­dís Hauks­dótt­ir, sam­flokks­kona Eyglóar og for­maður fjár­laga­nefnd­ar.

Auglýsing

End­ur­koma Sig­mundar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Sigurlaug Pálsdóttir. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, til­kynnti flokks­mönnum sínum þann 25. júlí síð­ast­lið­inn að hann væri mættur aftur til leiks á velli stjórn­mál­anna. Sig­mundur sagði í bréfi til fram­sókn­ar­manna að hann njóti mik­ils stuðn­ings innan flokks­ins og fólk megi ekki láta það slá sig út af lag­inu þó að end­ur­koma hans muni vekja ofsa­fengin við­brögð í sam­fé­lag­inu. Hann sagð­ist ekki sjá neina ástæðu til þess að kjósa í haust. 

Úti­lok­un­ar­að­ferð­in 

Birgitta, Oddný og Katrín vilja ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum.  Í lok júlí stigu for­ystu­konur stærstu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna, Pírata, Vinstri grænna og  Sam­fylk­ing­ar, fram í Kjarn­anum og úti­lok­uðu allar sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn eftir næstu kosn­ing­ar. Þær sögðu að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vildi ekki kerf­is­breyt­ingar og Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG, sagði flokk­inn alltaf hafa ítrekað að vilja vinna til vinstri. 

For­ystu­menn Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar, þeir Bene­dikt Jóhann­es­son og Ótt­arr Proppé, vildu hins vegar ekki úti­loka sam­starf við neinn og sögðu við Kjarn­ann sama dag að sam­starf myndi byggja á mál­efn­um, ekki flokk­um.  

Frekj­urnar

Brynjar Níelsson sakaði stjórnarandstöðuna um óstjórnlega frekju. (mynd/Anton Brink)Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, sagði í vik­unni í pistli á Press­unni að for­svars­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar hafi sýnt af sér „óstjórn­lega frekju“ þegar þær úti­lok­uðu sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Þing­konur Sam­fylk­ing­ar, Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir og Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir, voru harð­orðar í garð Brynjars á Face­book í kjöl­far­ið: 

„O boj hvað hann er mikil risa­eðla! Eða ætti ég að segja „óstjórn­lega risa­eðlu­leg­ur?“ skrif­aði Sig­ríður Ingi­björg. Ólína skrif­aði: „Skyldi það vera til­viljun að karl­maður skuli nota orðið „frekja“ þegar hann ræðir um skoð­anir kvenna? Ónei.“ 

Össur Pírati

Össur Skarphéðinsson sagði í raun engan mun á Samfylkingu og Pírötum. (Mynd: Birgir Þór)Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar, sagði á X-inu í vik­unni að það væri í raun eng­inn munur á Pírötum og Sam­fylk­ing­unn­i. 

„Hver er sá mun­ur? Ef þið eruð að tala um afstöðu Birgittu Jóns­dóttur um að við skulum hafa örstutt kjör­tíma­bil, níu mán­uði, og kjósa þá um stjórn­ar­skrána þá er það þannig að ég tel það óraun­hæft. Ég tel að ef menn setja svona dag­setn­ingar þá verða þær að skot­spæni og stjórn­ar­and­staðan nýja mun gera sér far um að brjóta hana nið­ur,“ sagði Öss­ur. 

Erna Ýr Öldu­dóttir pírati sagði í kjöl­farið að Össur væri að reyna að tryggja fram­gang vinstri stefnu í land­inu með því að eigna sér Pírata og þeirra fylg­i. 



Nið­ur­greiðsla „Ólymp­íu­leikar í pop­u­l­is­ma“

Píratar vilja niðurgreiða allan tannlæknakostnað. (Mynd: Birgir Þór)

Píratar vilja nið­ur­greiða allar tann­lækn­ingar til lands­manna með sama hætti og aðra heil­brigð­is­þjón­ustu. Þetta gáfu þeir út í gær og var greint frá í fréttum Stöðvar 2. Sjúkra­trygg­ingar gera ráð fyrir að það gæti kostað um 11 millj­arða króna árlega. 

Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, gerði grín að hug­mynd­inni í kjöl­farið og spurði hvort Píratar vildu ekki nið­ur­greiða með­höndlun lík­þorns. Hann kall­aði málið „Ólymp­íu­leika í pop­u­l­isma og plebba­skap.“

Dag­setn­ing vopn fyrir stjórn­ar­and­stöð­una

Gunnar Bragi Sveinsson vill að Sigmundur Davíð komi aftur í baráttuna af fullum krafti. Gunnar Bragi Sveins­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, sagði á Rás 2 í morgun að hann vildi fá Sig­mund Davíð af krafti inn í bar­átt­una á ný til að leiða flokk­inn. „Ég er sann­færður um að hann verði for­mað­ur, enda sé ég engan annan sem ætlar að taka við eða getur tekið við.“ 

Varð­andi kom­andi kosn­ingar sagði Gunnar Bragi að það væri glapræði að ákveða kjör­dag strax.  „Um leið og dag­setn­ing kemur verður stjórn­ar­and­staðan komin með ákveðið vopn í hend­urn­ar,“ sagði hann og bætti við að stjórn­ar­and­staðan gæti þá farið að tefja mál með mál­þófi og koma í veg fyrir að mál kæmust í gegn. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None