Øresundsbron
Auglýsing

Ef nýjar, og að sumra mati bylt­ing­ar­kennd­ar, hug­myndir um fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu á Eyr­ar­sundi milli Kaup­manna­hafnar og Malmö ná fram að ganga verða til á sund­inu þrjár stórar eyj­ar, með þéttri byggð. Brýr og göng tengja eyj­arnar við borg­irnar tvær beggja vegna sunds­ins.

Þegar hug­myndir um brú yfir Eyr­ar­sund, milli Kaup­manna­hafnar og Malmö, heyrð­ust fyrst nefndar fyrir rúmum þrjá­tíu árum voru fáir sem trúðu að slík brú yrði nokkurn tíma að veru­leika. Að vísu hafði dönsk verk­fræði­stofa hannað brú­ar- og ganga­teng­ingu árið 1936 en það verk­efni var af ráða­mönnum kallað „stílæf­ing” og þar við sat, um margra ára skeið. 

Árið 1991 ákváðu dönsk og sænsk stjórn­völd að ráð­ast í það sem nefnt var Eyr­ar­sundsteng­ingin en hlaut síðar nafn­ið Eyr­ar­sunds­brúin. Bíla- og járn­brauta­brú. Nokkrum árum fyrr (1986) hafði danska þingið tekið ákvörðun um bygg­ingu brúar yfir Stóra­belti, milli Sjá­lands og Fjóns. Sú brú var tekin í notkun árið 1998 og gjör­breytti sam­göngum milli þess­ara tveggja eyja. Þar er inn­heimt brú­ar­gjald og miðað við nýj­ustu útreikn­inga verður brúin að fullu greidd árið 2029, hugs­an­lega fyrr. 

Auglýsing

Danir og Svíar ákváðu að sami háttur yrði hafður á varð­andi Eyr­ar­sunds­brúna, inn­heimt brú­ar­gjald. Til að leggja áherslu á að um sam­vinnu­verk­efni væri að ræða var fram­kvæmd­inni gefið nafn­ið Øresunds­bron, fyrsti staf­ur­inn danskur en bron end­ingin sænsk.

Brúin gjör­breytti sam­göng­unum

Eyr­ar­sunds­brúin var tekin í notkun 1. júlí 2000. Teng­ingin er tæp­lega 16 kíló­metra löng og er sam­bland brúar og ganga ásamt veg­teng­ingum við land beggja vegna sunds­ins. Við enda brú­ar­inn­ar, Dan­merk­ur­meg­in, sunnan við eyj­una Salt­hólmann, var gerð eyja, kölluð Pip­ar­hólm­inn. Hún tengir saman brúna og göngin sem eru næst Kastrup flug­velli. Á landi liggur járn­braut­in með­fram veg­inum en yfir sjálfa brúna undir brú­ar­dekk­inu. Ekki er ofmælt að til­koma brú­ar­innar hafi gjör­breytt sam­göngum yfir Eyr­ar­sund, umferðin er miklu meiri en ráð var fyrir gert. Árið 2015 fóru að jafn­aði 24 þús­und fólks­bílar um brúna á sól­ar­hring og um það bil 35 þús­und manns ferð­uð­ust þessa leið dag­lega með lest­um. Þá eru ótaldir vöru­flutn­ing­ar, um 22 þús­und tonn dag­lega á árinu 2015 með járn­braut­ar­lestum og um 1100 flutn­inga­bílar fóru um brúna á hverjum sól­ar­hring.

Verk­fræð­ingur skrifar grein

Árið 2007, sjö árum eftir að brúin var tekin í notkun skrif­aði danskur verk­fræð­ingur grein í dag­blað­ið Berl­ingske. Hann birti þar útreikn­inga og spár sem sýndu að innan tutt­ugu ára myndi járn­braut­ar­hluti brú­ar­innar ekki anna þörf­inni og bíla­um­ferðin yrði líka orðin mjög mik­il. Á sínum tíma brostu margir að þess­ari grein verk­fræð­ings­ins en ekki leng­ur. Járn­brautin nálg­ast nefni­lega óðum það sem á sér­fræð­inga­máli kall­ast „þol­mörk”. Áður­nefndur sér­fræð­ingur hvatti til þess í grein­inni í Berl­ingske að strax yrði haf­inn und­ir­bún­ingur nýrrar brúar yfir sund­ið. Þótt margir væru van­trú­aðir á útreikn­inga verk­fræð­ings­ins voru dönsk og sænsk sam­göngu­yf­ir­völd byrjuð að „hugsa mál­ið”. Ýmsar hug­myndir um vega­sam­band milli Dan­merkur og Sví­þjóðar hafa á síð­ustu árum komið fram, meðal ann­ars sú að tengja sam­an, með brú og göng­um, Hels­ingja­eyri og Hels­ingja­borg þar sem ferjur hafa haldið uppi sam­göngum í ára­tug­i. 

Hér má sjá kort sem sýnir hvernig svæðið gæti orðið.

Grea­ter Copen­hagen

Frank Jen­sen yf­ir­borg­ar­stjóri Kaup­manna­hafnar hefur síðan hann tók við emb­ætt­inu í árs­byrjun 2010 ein­beitt sér að fram­tíð­ar­skipu­lagi og þróun borg­ar­inn­ar. Og Eyr­ar­sunds­svæð­is­ins. Hann hefur lagt mikla áherslu á sam­starf við stjórn­völd á Skáni í Sví­þjóðog sagt að Kaup­mann­hafn­ar­svæð­ið, Malmö og Suð­ur­-­Skánn væru í raun eitt atvinnu­svæði og í hinum harða heimi sé sam­vinna Dana og Svía eina leiðin til að þetta svæði geti þró­ast og dafn­að. Á gömlu hafn­ar­svæð­unum í Kaup­manna­höfn, Norð­ur­höfn­inni og Suð­ur­höfn­inni og raunar víðar í borg­inni hafa hús með þús­undum íbúða hafa verið byggð á allra síð­ustu árum og veitir ekki af. Í hverjum mán­uði flytja um tólf hund­ruð manns til Kaup­manna­hafnar og sér­fræð­ingar spá því að ekki dragi úr þeim straumi á næstu árum. Bygg­inga­land borg­ar­innar er tak­markað og þess vegna hafa skipu­lags­yf­ir­völd og yfir­stjórn borg­ar­innar skoðað allar mögu­leg­ar, og kannski ómögu­leg­ar, leiðir til að mæta sívax­andi þörf fyrir hús­næð­i.  Handan sunds­ins, í Malmö, er tölu­vert atvinnu­leysi, öfugt við Kaup­manna­höfn og sömu­leiðis mik­ill skortur á hús­næði. Borg­ar­yf­ir­völd, og sveit­ar­stjórn­ar­menn á Skáni, hafa þess vegna mik­inn áhuga á auk­inni sam­vinnu og nán­ari atvinnu­tengsl­um, eins og það er kall­að, við Dani. Þótt Sví­arnir taki undir hug­myndir Franks Jen­sen um eitt atvinnu­svæði hugn­ast þeim ekki hug­myndir hans um að nefna svæðið „Grea­ter Copen­hagen”. Sví­arnir vilja tengja heitið Eyr­ar­sundi með ein­hverjum hætti. Frank Jen­sen segir að heim­ur­inn þekki Kaup­manna­höfn en hafi ekki minnstu hug­mynd um hvað og hvar þetta Eyr­ar­sund sé. „Gr­ea­ter Copen­hagen er rétta heit­ið,” segir yfir­borg­ar­stjóri Kaup­manna­hafn­ar. 

Á síð­ustu tveim ára­tugum hafa nokkrum sinnum verið haldnar hug­mynda­sam­keppnir um fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu Eyr­ar­sunds­svæð­is­ins. Nið­ur­stöður úr þeirri nýjust­u, IMAGINE open Skáne 2030, voru kynntar fyrir viku og þar vakti til­laga SWECA arki­tekta­stof­unnar mikla athygli.

Stóra planið

Til­laga SWECO, sem fékk fyrstu verð­laun í sam­keppn­inni, er rót­tæk­ari en allt sem áður hefur hefur verið nefnt í þessum efn­um. Svo rót­tæk að full­yrt er að dóm­nefnd­ar­menn hafi vart trúað sínum eigin augum þegar þeir sáu hug­myndir arki­tekt­anna. „Bylt­ing­ar­kennd” sagði einn dóm­nefnd­ar­manna.

Í stuttu máli ganga hug­mynd­ir SWECO útá að á Eyr­ar­sundi, á móts við Ama­ger, verði gerðar þrjár stórar eyjar og á þeim rísi tug­þús­undir húsa. Eyj­arnar teng­ist inn­byrðis og við Kaup­manna­höfn og Skán með brúm og göngum og til við­bót­ar Eyr­ar­sunds­brúnni komi þrjár nýjar teng­ingar yfir sund­ið. Efn­inu í eyj­arn­ar, sem sam­an­lagt yrðu svip­aðar á stærð og Ama­ger, tals­vert stærri en t.d. Þing­valla­vatn, yrði fengið úr Eyr­ar­sund­inu, líkt og gert var með Pip­ar­hólmann þeg­ar Eyr­ar­sunds­brúin var byggð.

Skýja­borgir eða raun­veru­leiki?

Iðu­lega er það svo þegar nýjar rót­tækar hug­myndir koma fram að margir telja þær skýja­borgir sem aldrei verði, eða geti orð­ið, að veru­leika. En sagan segir að margt af því sem fáir eða engir töldu ger­legt á sínum tíma er í dag sjálf­sagður hlut­ur. Hvort borgin á eyj­unum þremur á Eyr­ar­sundi verður að veru­leika verður tím­inn að leiða í ljós.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None