Milljarður síma seldur og allir fúlir?

Apple hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Fyrr í vikunni var iPhone 7 kynntur til leiks. Kjarninn fékk Þórarinn Stefánsson, framkvæmdastjóra Mobilitus, til að rýna í stöðu tæknirisans.

apple tim cook
Auglýsing

Apple kynnti í vik­unni nýjan iPho­ne, iPhone 7 - sem kemur í tveimur stærðum eins og iPhone 6.

iPhone 7 er umtals­vert hrað­virk­ari en fyrri símar Apple og með veru­lega betri mynd­gæði, bæði á skjá og í mynda­vél­um. Allt er hrað­virkara og fín­na, vinnslu­getan ræður við leikja­spilun á sama stigi og leikja­tölvur og sím­arnir þola meira hnjask og ryk en fyrr. Spurn­ingin „Hef­urðu farið í sturtu eftir að þú fékkst sím­ann?“, sem ein vin­kona mín fékk eftir að nýlegur iPhone bil­aði ætti ekki að heyr­ast aft­ur, því iPhone 7 þolir nú raka og bleytu. Fleiri litir sjást á skjánum og nem­inn í mynda­vél­unum er næm­ari fyrir birtu og lit­um. Instagram­sjálfur verða fal­legri fyrir vikið og heim­ur­inn betri.

iPhone 7+ er með auka­mynda­vél með 2x zoom-linsu sem gefur betri upp­lausn á aðdrætti allt að 10x, auk þess að vera notuð til að fín­stilla dýpt á venju­legum por­trett­um.

Auglýsing

Apple kynnti líka þráð­laus heyrn­ar­tól - og fjar­lægði í leið­inni innstung­una fyrir hefð­bundin heyrn­ar­tól. Ef menn vilja nota svo­leiðis þurfa þeir að nota milli­stykki yfir í lightn­ing-teng­ið, eða nota ný sem tengj­ast lightn­ing teng­inu beint. Og á árinu 2016 kynnir Apple til sög­unnar ster­íó, en iPhone 7 er nú búinn tveimur hátöl­urum og getur því spilað víð­óma tón­list. Upp­lagt til að hlusta á Bítl­ana á Apple Music.

Apple á gríð­ar­lega mikið undir því að þess­ari upp­færslu verði vel tekið enda hefur þeim verið legið á hálsi með að nýsköp­unin hafi ekki verið upp á marga fiska und­an­far­ið. Að minnsta kosti í tækni­press­unni. Í tekjum og hagn­aði hefur Apple hins vegar gengið betur en nokkrum öðrum síma­fram­leið­anda með 38% fram­legð af seldum sím­um, sem enn selj­ast í skips­förm­um.



Í vest­rænu tækni­press­unni var sussað á iPhone SE, litla bróð­ur­inn í iPhone fjöl­skyld­unni, en hann seld­ist samt eins og heitar lummur á mörgum mörk­uð­um, allt frá Kína til Bret­lands, þar sem hann varð vin­sæl­asti far­sím­inn á fyrri hluta árs­ins. Þeir sem keyptu hann voru mikið til nýir Apple not­endur sem margir hverjir völdu þennan síma umfram Android síma. Og kon­ur. Og annað fólk með litlar hend­ur. Og ég.

En þetta dugir ekki til. Ef maður fylgist með fréttum eru flestar fréttir af Apple nei­kvæð­ar. Apple frestar skatt­greiðslum í Banda­ríkj­unum með því að flytja ekki fúlgur fjár heim frá erlendum dótt­ur­fyr­ir­tækj­um. Evr­ópu­sam­bandið krefst þess nú að Írar hætti að veita Apple umsam­inn skatta­af­slátt og inn­heimti í snatri óeðli­lega fyr­ir­greiðslu fyrri ára. Það mál er sam­bæri­legt fyr­ir­greiðslu sem orku­frekur iðn­aður fær á Íslandi og getur því undið veru­lega upp á sig.

Notkun iPhone eig­enda á öpp­um, vefjum og öðrum gagna­þjón­ust­um, tón­list­ar­veit­um, víd­eó­þjón­ustum og versl­unum er enn mark­tækt meiri en not­endum Android síma, sem er merki­legt miðað við að miklu fleiri Android símar eru í umferð. Það skýrist að hluta til með tekjumun á milli not­end­anna, en stór hluti Android síma í umferð fæst frítt með grunn­á­skrift­inni. Það eru því enn meiri tekjur að hafa af því að búa til öpp og þjón­ustur fyrir iPhone not­end­ur, sem heldur áfram að styrkja tekju­streymi Apple.

Það var athygl­is­vert að fylgj­ast með kynn­ing­unni á iPhone 7 og Apple Watch upp­færsl­unni. Sér­stak­lega að fylgj­ast með mynd­mál­inu og fólk­inu sem sýnt var nota iPhone og úrið við leik og störf. Þar var mikil fjöl­breytni kyn­þátta og stór hluti þeirra sem sýndir voru voru asíu­bú­ar. Það sýnir glögg­lega hvert augu mark­aðs­deildar Apple bein­ast. Eins og önnur stór­fyr­ir­tæki beinir Apple nú helst sjónum að vax­andi mörk­uðum í Asíu og Suður Amer­íku ásamt örfáum Evr­ópu­löndum og Banda­ríkj­un­um. Sem er svo sem skilj­an­legt þegar litið er til þess að þangað er hægt að sækja nýja not­endur á meðan Banda­ríkin og Norður Evr­ópa eru mett­aðir mark­að­ir, amk hvað nýja not­endur varð­ar. Millj­arður iPhone síma hefur verið seld­ur, mikið til inn á þessa mark­aði.

Það má því búast við því að vöru­þró­unin fari að taka meira mið af vænt­ingum og þörfum ann­arra mark­aða en „okk­ar“. Apple er ekki eina fyr­ir­tækið sem stefnir í þessa átt, Net­flix hefur sagt efn­is­kaup sín taka mið af eft­ir­spurn utan Banda­ríkj­anna í sífellt meiri mæli og að gagna­söfnun um áhorf og notkun hafi þar mikil sjálf­krafa áhrif.

Ef það er rétt þá má búast við að sam­keppni Apple og Sam­sung herð­ist veru­lega þar sem Sam­sung er á heima­velli í sumum mörk­uðum Asíu. En ekki í þessum árs­fjórð­ungi. Meist­ara­heppnin er með Apple því það er erfitt að keppa við nýja iPhone útgáfu með inn­köll­uðum símum vegna sprengi­hættu. Þó að lík­urnar séu litlar á því að nýr Sam­sung sími springi í höndum not­enda er erfitt að ná sér á strik eftir þannig frétta­flutn­ing.

Þetta gæti því orðið mjög góður vetur fyrir Apple. Sama hvað þeir segja.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjori Mobilit­us.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None