Milljarður síma seldur og allir fúlir?

Apple hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Fyrr í vikunni var iPhone 7 kynntur til leiks. Kjarninn fékk Þórarinn Stefánsson, framkvæmdastjóra Mobilitus, til að rýna í stöðu tæknirisans.

apple tim cook
Auglýsing

Apple kynnti í vikunni nýjan iPhone, iPhone 7 - sem kemur í tveimur stærðum eins og iPhone 6.

iPhone 7 er umtalsvert hraðvirkari en fyrri símar Apple og með verulega betri myndgæði, bæði á skjá og í myndavélum. Allt er hraðvirkara og fínna, vinnslugetan ræður við leikjaspilun á sama stigi og leikjatölvur og símarnir þola meira hnjask og ryk en fyrr. Spurningin „Hefurðu farið í sturtu eftir að þú fékkst símann?“, sem ein vinkona mín fékk eftir að nýlegur iPhone bilaði ætti ekki að heyrast aftur, því iPhone 7 þolir nú raka og bleytu. Fleiri litir sjást á skjánum og neminn í myndavélunum er næmari fyrir birtu og litum. Instagramsjálfur verða fallegri fyrir vikið og heimurinn betri.

iPhone 7+ er með aukamyndavél með 2x zoom-linsu sem gefur betri upplausn á aðdrætti allt að 10x, auk þess að vera notuð til að fínstilla dýpt á venjulegum portrettum.

Auglýsing

Apple kynnti líka þráðlaus heyrnartól - og fjarlægði í leiðinni innstunguna fyrir hefðbundin heyrnartól. Ef menn vilja nota svoleiðis þurfa þeir að nota millistykki yfir í lightning-tengið, eða nota ný sem tengjast lightning tenginu beint. Og á árinu 2016 kynnir Apple til sögunnar steríó, en iPhone 7 er nú búinn tveimur hátölurum og getur því spilað víðóma tónlist. Upplagt til að hlusta á Bítlana á Apple Music.

Apple á gríðarlega mikið undir því að þessari uppfærslu verði vel tekið enda hefur þeim verið legið á hálsi með að nýsköpunin hafi ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Að minnsta kosti í tæknipressunni. Í tekjum og hagnaði hefur Apple hins vegar gengið betur en nokkrum öðrum símaframleiðanda með 38% framlegð af seldum símum, sem enn seljast í skipsförmum.


Í vestrænu tæknipressunni var sussað á iPhone SE, litla bróðurinn í iPhone fjölskyldunni, en hann seldist samt eins og heitar lummur á mörgum mörkuðum, allt frá Kína til Bretlands, þar sem hann varð vinsælasti farsíminn á fyrri hluta ársins. Þeir sem keyptu hann voru mikið til nýir Apple notendur sem margir hverjir völdu þennan síma umfram Android síma. Og konur. Og annað fólk með litlar hendur. Og ég.

En þetta dugir ekki til. Ef maður fylgist með fréttum eru flestar fréttir af Apple neikvæðar. Apple frestar skattgreiðslum í Bandaríkjunum með því að flytja ekki fúlgur fjár heim frá erlendum dótturfyrirtækjum. Evrópusambandið krefst þess nú að Írar hætti að veita Apple umsaminn skattaafslátt og innheimti í snatri óeðlilega fyrirgreiðslu fyrri ára. Það mál er sambærilegt fyrirgreiðslu sem orkufrekur iðnaður fær á Íslandi og getur því undið verulega upp á sig.

Notkun iPhone eigenda á öppum, vefjum og öðrum gagnaþjónustum, tónlistarveitum, vídeóþjónustum og verslunum er enn marktækt meiri en notendum Android síma, sem er merkilegt miðað við að miklu fleiri Android símar eru í umferð. Það skýrist að hluta til með tekjumun á milli notendanna, en stór hluti Android síma í umferð fæst frítt með grunnáskriftinni. Það eru því enn meiri tekjur að hafa af því að búa til öpp og þjónustur fyrir iPhone notendur, sem heldur áfram að styrkja tekjustreymi Apple.

Það var athyglisvert að fylgjast með kynningunni á iPhone 7 og Apple Watch uppfærslunni. Sérstaklega að fylgjast með myndmálinu og fólkinu sem sýnt var nota iPhone og úrið við leik og störf. Þar var mikil fjölbreytni kynþátta og stór hluti þeirra sem sýndir voru voru asíubúar. Það sýnir glögglega hvert augu markaðsdeildar Apple beinast. Eins og önnur stórfyrirtæki beinir Apple nú helst sjónum að vaxandi mörkuðum í Asíu og Suður Ameríku ásamt örfáum Evrópulöndum og Bandaríkjunum. Sem er svo sem skiljanlegt þegar litið er til þess að þangað er hægt að sækja nýja notendur á meðan Bandaríkin og Norður Evrópa eru mettaðir markaðir, amk hvað nýja notendur varðar. Milljarður iPhone síma hefur verið seldur, mikið til inn á þessa markaði.

Það má því búast við því að vöruþróunin fari að taka meira mið af væntingum og þörfum annarra markaða en „okkar“. Apple er ekki eina fyrirtækið sem stefnir í þessa átt, Netflix hefur sagt efniskaup sín taka mið af eftirspurn utan Bandaríkjanna í sífellt meiri mæli og að gagnasöfnun um áhorf og notkun hafi þar mikil sjálfkrafa áhrif.

Ef það er rétt þá má búast við að samkeppni Apple og Samsung herðist verulega þar sem Samsung er á heimavelli í sumum mörkuðum Asíu. En ekki í þessum ársfjórðungi. Meistaraheppnin er með Apple því það er erfitt að keppa við nýja iPhone útgáfu með innkölluðum símum vegna sprengihættu. Þó að líkurnar séu litlar á því að nýr Samsung sími springi í höndum notenda er erfitt að ná sér á strik eftir þannig fréttaflutning.

Þetta gæti því orðið mjög góður vetur fyrir Apple. Sama hvað þeir segja.

Höfundur er framkvæmdastjori Mobilitus.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None