Knattspyrnumaðurinn sem vildi ekki spila

Carlos Kaiser fékk ótrúleg tækifæri á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Sérstaklega í ljósi þess að hann kunni ekkert í íþrótti. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér ævintýrið sem Kaiser bjó til um eigin tilbúnu hæfileika.

Kristinn Haukur Guðnason
Kaiser
Auglýsing

Árið 2011 birt­ist sjón­varps­við­tal á brasil­ísku stöð­inni Globo við fyrrum knatt­spyrnu­mann sem flestir höfðu gleymt. Ástæðan fyrir við­tal­inu var sú að allur hans fer­ill hafði verið eitt stórt plat. Hann hafði á ákaf­lega útsmog­inn en jafn­framt nokkuð aðdá­un­ar­verðan hátt náð að koma sér undan því að spila knatt­spyrnu allan sinn feril en þó fengið að njóta ávaxt­anna af því að vera atvinnu knatt­spyrnu­mað­ur. Þetta er sagan af Car­los Kaiser.

Ungur og efni­legur

Car­los Hen­rique Raposo er fæddur 2. apríl árið 1963 í bænum Rio Pardo í suð­ur­hluta Bras­il­íu. Hann ólst upp í fátækt og eins og margir ungir piltar ákvað hann að reyna fyrir sér í knatt­spyrn­unni. Bras­il­íu­menn urðu heims­meist­arar í knatt­spyrnu árið 1970, lið sem af mörgum er talið eitt það allra besta í sög­unni, og það hafði mikil áhrif unga drengi eins og Car­los. Fyrir þá var knatt­spyrnan leiðin út úr fátækra­hverf­un­um. Um 10 ára ald­ur­inn flutti Car­los norður til stór­borg­ar­innar Río de Jan­eiro og æfði með ung­linga­liði Bota­fogo sem var stór­veldi á þeim tíma, liðið sem bæði Garr­incha og Jairzinho höfðu spilað með. Hann þótti efni­legur og fór snemma yfir í annað stór­veldi frá Ríó-­borg, Fla­men­go, lið hins mikla Zico. Á þessum tíma fékk hann við­ur­nefnið sitt Kaiser eða keis­ar­inn. Sagan segir að það hafi verið vegna þess að hann hafi minnt á hinn þýska Franz Bec­ken­bauer á velli en mögu­legt er að hann hafi ein­fald­lega búið þetta við­ur­nefni til sjálf­ur.

Car­los Kaiser var í góðu lík­am­legu formi, mjög snöggur og spil­aði sem fram­herji. Önnur lið fóru að sína honum áhuga, jafn­vel lið utan land­stein­anna. Árið 1979, þegar hann var 16 ára, hitti hann útsend­ara mexíkóska 1. deildar liðs­ins Puebla F.C.. Hann fékk reynslu­samn­ing um að spila með aðal­liði félags­ins og flaug til Mexíkó. En þegar þangað var komið tók hins vegar alvara lífs­ins við. Kaiser æfði með lið­inu um stund og þá tóku þjálf­arar liðs­ins eftir nokkru – Hann var ein­fald­lega mjög lélegur knatt­spyrnu­mað­ur! Hann hafði enga bolta­tækni og engan leikskiln­ing. Eftir nokk­urra mán­aða dvöl í Mexíkó var Car­los Kaiser sendur heim án þess að hafa spilað svo mikið sem einn leik. Eftir þessa sneypu­för voru tveir kostir í boði fyrir hinn unga Kaiser. Ann­ars vegar að hætta knatt­spyrnu­iðkun og snúa sér að öðru. Hins vegar að æfa meira, bæta sig og reyna að kom­ast að hjá öðru liði. Kaiser ákvað þó að gera bæði, hann vildi vera atvinnu­knatt­spyrnu­maður sem ekki spil­aði knatt­spyrnu.

Auglýsing

Eins og allir aðrir knatt­spyrnu­menn þá kom ég úr fátækri fjöl­skyldu, en ég vildi verða stór, eiga mikið af pen­ingum svo ég gæti gefið fjöl­skyldu minni betri lífs­af­komu....ég vissi að besta leiðin til þess að láta það ger­ast var í gegnum knatt­spyrnu. Ég vildi verða knatt­spyrnu­maður án þess að þurfa að raun­veru­lega spila.

Úthugsað svindl

Þegar Car­los Kaiser sneri aftur til Ríó var hann dug­legur að stunda hið villta næt­ur­líf borg­ar­inn­ar. Hann hafði hafði tengsla­net eftir veru sína hjá Fla­mengo og nýtti sér það til að kynn­ast mörgum af þekkt­ustu knatt­spyrnu­mönnum lands­ins. Ein­hverjir voru eldri kemp­ur, svo sem Car­los Alberto Torres, heims­meist­ari frá 1970 og einn af bestu varn­ar­mönnum allra tíma. En flestir voru upp­renn­andi stjörn­ur, s.s. Rom­ario, Bebeto, Ricardo Rocha og Branco, sem áttu eftir að tryggja Bras­ilíu heims­meist­ara­tit­il­inn árið 1994. Kaiser var á heima­velli á næt­ur­klúbb­un­um. Hann var ein­stak­lega sjar­mer­andi og lað­aði bæði menn og konur að sér. Hann ving­að­ist einnig við fjöl­marga blaða­menn og það átti eftir að skipta miklu máli fyrir feril hans á kom­andi árum. 

En hvernig ætl­aði hann að fara að þessu, þ.e. að vera knatt­spyrnu­maður sem ekki spil­aði? Jú, hann nýtti sér tengslin á tvenns konar hátt til þess að fá samn­inga hjá félags­lið­um. Þegar leik­menn sem hann þekkti fengu samn­inga reyndu þeir að koma honum að á reynslu­samn­ing á sama tíma. Blaða­menn­irnir skáld­uðu svo upp lof­rullu um hann þannig að ímynd hans væri sterk. Í einni grein sem birt­ist skömmu eftir að Kaiser sneri aftur frá Mexíkó var því haldið fram að stjórn­völd þar í landi hafi reynt að fá hann til að skipta um rík­is­fang til að spila fyrir lands­lið­ið. Á móti gaf hann blaða­mönn­unum árit­aðar treyjur og ýmsa aðra muni. Leik­menn­irnir héldu einnig þess­ari ímynd á lofti þó að fæstir hefðu nokkurn tím­ann séð hann spila. For­svars­menn lið­anna sáu ekki ástæðu til að draga þetta í efa.

Þegar að Kaiser var kom­inn með fót­inn inn hjá ein­hverju liði og hafði skrifað undir reynslu­samn­ing þá sagð­ist hann ávallt ekki vera í nægi­legu leik­formi. Þetta þýddi að hann fékk nokkrar vikur eða jafn­vel mán­uði þar sem hann stund­aði ein­ungis þrekæf­ingar og þurfti því ekki að sýna fram á neina getu með knött­inn. Hann fékk samt góð laun og gat stundað næt­ur­lífið að vild. Sem atvinnu­knatt­spyrnu­maður fékk hann mikla athygli og kven­hygli. Þegar hann þurfti loks að sparka í bolta á æfingum þá tók við þriðji fasi svindls­ins. Sem fram­herji þá vildi hann fá langar send­ingar fram sem hann myndi hlaupa á eftir en þá lét hann sig falla í jörð­ina og greip um lær­ið. Þá laug hann því að vöðvi aftan í læri hefði rifnað og kveink­aði sér ógur­lega. Á níunda ára­tugnum höfðu íþrótta­læknar ekki yfir nægi­legri tækni að ráða til að sjá þetta. Seg­u­l­ómun­ar­tæki voru ekki til og því urðu þeir ein­fald­lega að taka hann trú­an­leg­an. Ef þeir vildu rann­saka Kaiser enn frekar hafði hann sam­band við tann­lækn­inn sinn sem sagði liðs­lækn­unum að  leik­mað­ur­inn væri með mikla rót­ar­sýk­ingu og gæti ekki spil­að. Yfir­leitt dugði „rifni vöðvinn“ samt til. Hann gat því setið út samn­ing­inn á meiðsla­list­anum og ekki gert hand­tak. Svo hófst leitin að næsta liði, eða þ.e.a.s. fórn­ar­lambi.

Lit­ríkur fer­ill

Fyrsta félagið sem Car­los Kaiser komst á samn­ing hjá eftir kom­una frá Mexíkó var hans gamla félag Bota­fogo. Þar gekk áætlun hans full­kom­lega eftir þar til læknir félags­ins, Ron­aldo Torres að nafni, komst í spil­ið. Kaiser gekk oft um með far­síma, tæki sem mjög fáir áttu á þessum tíma, og tal­aði stöðugt á ensku í hann. Hann sagð­ist vera að ræða við útsend­ara liða frá Englandi um áhuga þeirra á sér og mögu­leg félaga­skipti. Þetta vakti mikla aðdáun hjá öllum leik­mönnum og starfs­fólki Bota­fogo.....­nema Torres lækn­i. 

Hann var sá eini sem kunni ensku og hann átt­aði sig á því að Kaiser var bara að segja eitt­hvað bull í sím­ann og heyrði líka engan tala til baka í sím­an­um. Þegar Kaiser var í sturtu eitt sinn ákvað lækn­ir­inn athug­uli að rann­saka far­sím­ann. Þá kom í ljós að sím­inn var ein­ungis leik­fang. Eftir þetta atvik var Kaiser fljótur að forða sér frá Bota­fogo en hann var alls ekki af baki dott­inn í svindlinu og stað­ráð­inn í því að halda „ferl­in­um“ gang­and­i. 

Car­los Kaiser gekk vel að koma sér á samn­inga í Ríó de Jan­eiro. Þar þekkti hann alla og áður en yfir lauk hafði hann verið á samn­ing hjá öllum fjóru stóru liðum borg­ar­inn­ar, Bota­fogo, Fla­men­go, Flu­minense og Vasco da Gama. Hjá Vasco da Gama var hans helsta hlut­verk reyndar að hjálpa öðrum leik­manni að kom­ast yfir áfeng­is­vanda­mál. Auk þess­arra liða komst hann á samn­ing hjá tveimur minni liðum borg­ar­inn­ar, Bangu og Amer­ica. Árið 1986 fór hann yfir Atl­antsála til Evr­ópu. Þá fékk hann samn­ing hjá franska 2. deildar lið­inu Gazé­lec í Ajacci­o-­borg á eyj­unni Kor­sík­u.Eyja­skeggjar voru spenntir fyrir að fá brasil­ískan fram­herja til liðs­ins og fjöl­menntu á leik­vang­inn þegar sjálfur Car­los Kaiser var afhjúp­aður á opinni æfingu. Hann hafði ekki haft tíma til að hrinda sinni venju­legu svind­l-rútínu í gang og ótt­að­ist nú að valda áhorf­endum von­brigðum með afleitri knatt­tækni sinni. Hann greip því til þess ráðs að taka alla bolta á æfinga­svæð­inu og sparka þeim upp í stúku til áhorf­and­anna. Hann kall­aði til þeirra, þakk­aði þeim og kyssti Gazé­lec merkið á treyj­unni sinni. Áhorf­end­urnir tryllt­ust af fögn­uði yfir nýju hetj­unni sinni en nú voru engir boltar eftir til að sýna listir með. Sýn­ingin fólst því í hlaupa-og þrekæf­ingum sem hent­aði Car­los Kaiser mæta­vel. Fer­ill hans í Frakk­landi end­aði ári seinna líkt og hjá öðrum félög­um, hann spil­aði lítið sem ekk­ert og skor­aði ekki eitt ein­asta mark. Engu að síður fékk hann félaga sína hjá brasil­ísku press­unni til þessa að ljúga því að hann hefði spilað í 8 ár í Frakk­landi og verið aðal­marka­skor­ari Kor­síkuliðs­ins.

Kaiser gerði það að list­formi að koma sér undan því að spila knatt­spyrnu. Þegar að hann sneri heim frá Frakk­landi fékk hann samn­ing hjá Bangu í Ríó. Í blöð­uð­unum birt­ust fyr­ir­sagnir á borð við: „Bangu hefur fengið sinn kóng: Car­los Kaiser“. Eft­ir­vænt­ing­arnar voru miklar eftir allar hetju­sög­urnar frá Frakk­landi en Kaiser hélt áfram sinni rútínu, þ.e. fyrst að æfa án bolta og síðan að þykj­ast vera slas­að­ur. Engu að síður var hann val­inn í liðið í eitt skipti þó hann væri á meiðsla­lista. Þjálf­ar­inn full­viss­aði hann þó um það að hann yrði ekki lát­inn spila, þetta væri ein­ungis upp á punt. En Bangu lentu 2-0 undir og sár­vant­aði mark og því greip þjálf­ar­inn til þess að senda „stjörnu­fram­herj­ann“ inn á. Þá tók Kaiser eftir því að nokkur ung­menni í áhorf­enda­sk­ar­anum voru að hrópa ókvæð­is­orð að leik­mönnum Bangu. Hann stökk því á grind­verkið fyrir framan áhorf­end­urn­ar, öskr­aði og blótaði að þeim þar til dóm­ar­inn kom að og sýndi honum rauða spjald­ið...áður en hann kom inn á völl­inn. Þegar for­seti Bangu yfir­heyrði Kaiser um hvað honum hefði gengið til sagði Kaiser að ung­mennin hefðu beint níð­inu að for­set­anum sjálfum og Kaiser hefði þurft að verja heiður hans. Í stað samn­ings­rift­unar fékk Car­los Kaiser hálfs árs fram­leng­ingu á samn­ingi sínum fyrir vik­ið. 



Hvernig komst hann upp með þetta?

Eitt sein­asta liðið sem Car­los Kaiser var samn­ings­bund­inn hjá var banda­ríska liðið El Paso Sixs­hoot­ers, lið frá Texas sem spil­aði hálfat­vinnu­manna­deild sem nefnd­ist PDL. Það var í upp­hafi tíunda ára­tug­ar­ins, í þann mund sem ver­ald­ar­vef­ur­inn var að koma fram á sjón­ar­svið­ið. Áá þeim tíma­punkti ákvað Kaiser að hann gæti ekki haldið svindlinu gang­andi áfram. Hann var búinn að brenna flestar brýr að baki sér í Bras­ilíu og nú var kom­inn sá tími að hægt væri að „fletta honum upp“. Svindl Kaisers byggði fyrst og fremst á skorti á upp­lýs­ing­um. Þegar hann fékk samn­ing var það ein­ungis vegna ummæla ann­arra leik­manna og blaða­manna, ummæla sem hann stýrði alger­lega sjálf­ur. Á þessum tíma var erfitt að fá góðar og nákvæmar töl­fræði­upp­lýs­ingar um leik­menn eða vídjó­upp­tökur af þeim. Liðin höfðu ein­fald­lega ekki nægi­leg úrræði til að meta gæði leik­manna.

Car­los hik­aði heldur ekki við að ljúga til um feril sinn til að fá samn­inga. Til dæmis sagð­ist hann hafa spilað fyrir argent­ínska stór­veldið Independi­ente frá Buenos Aires. Hann sagð­ist hafa fengið þann samn­ing fyrir til­stilli góð­vinar síns Jorge Burruchaga, sem var lyk­il­maður hjá Independi­ente og síðar heims­meist­ari með argent­ínska lands­lið­inu. Ekki nóg með það, þá sagð­ist Kaiser einnig hafa verið lyk­il­maður hjá lið­inu þegar það vann Cup Liberta­dores (nokk­urs konar meist­ara­deild Suður Amer­íku)  árið 1984 og Heims­skjöld­inn gegn Liver­pool sama ár. Sá sem um er rætt heitir aftur á móti Car­los Enrique, argent­ínskur miðju­maður og leik­maður Independi­ente til margra ára. Car­los Kaiser þekkti ekki einu sinni Jorge Burruchaga og óvíst er hvort hann hafi nokkuð tím­ann komið til Argent­ínu. Á tímum ver­ald­ar­vefs­ins hefði Car­los Kaiser aldrei kom­ist upp með svo ósvífna lygi.

En svindl Kaisers var ekki ein­ungis byggt á lyg­unum heldur einnig per­sónu­töfrum hans. Hann hafði öfl­ugt tengsla­net og var var vin­sæll hjá liðs­fé­lögum sínum og sam­starfs­mönnum alla tíð. Hann gekk meira að segja svo langt að ráða vænd­is­konur handa þeim á ferða­lögum. Flestir liðs­fé­laga hans hafa þó sjálf­sagt vitað hversu lélegur leik­maður hann var. Einn af hans nán­ustu vin­um, varn­ar­mað­ur­inn og heims­meist­ar­inn Ricardo Rocha hafði þetta að segja um Kaiser: „Eina vanda­mál hans var bolt­inn. Hann var svo full­kom­inn fram­herji að hann skor­aði aldrei mark og gaf aldrei stoðsend­ingu. Hann sagð­ist svo alltaf vera meidd­ur. Þegar bolt­inn fór til vinstri fór hann til hægri og öfugt. Hann hafði enga hæfi­leika en hann var mjög, mjög góður mað­ur. Allir elsk­uðu hann.“

Það reynd­ist rétt hjá Rocha. Á ferli sem spann­aði 20 ár spil­aði Car­los Kaiser ein­ungis um 30 leiki þar sem hann kom yfir­leitt inn á á lokamín­út­un­um. Hann skor­aði ekki eitt ein­asta mark. Síðan þá hefur Kaiser unnið sem einka­þjálf­ari og hann er ekki plag­aður af eft­ir­sjá. Þvert á móti þá er hann nokkuð ánægður með sig. „Ég sé ekki eftir neinu. Félögin plata nú þegar svo marga leik­menn upp úr skón­um, ein­hver varð að vera hefnd­ar­eng­ill­inn,“ sagði Kaiser.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None