Tíu staðreyndir um stóra markaðsmisnotkunarmál Kaupþings

Kaupþing
Auglýsing

1. Í máli sem kallað hefur verið stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál Kaup­þings, og tekið var fyrir í Hæsta­rétti Íslands í morg­un, eru níu fyrr­ver­andi starfs­menn Kaup­þings ákærð­ir. Þau níu sem voru ákærð eru Sig­­urður Ein­­ar­s­­son, fyrrum starf­andi stjórn­­­ar­­for­­maður Kaup­­þings, Hreiðar Már Sig­­urðs­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Kaup­­þings, Magnús Guð­­munds­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Kaup­­þings í Lúx­em­­borg, Ingólfur Helga­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Kaup­­þings á Íslandi, Bjarki Diego, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri útlána, Einar Pálmi Sig­­munds­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri eigin við­­skipta Kaup­­þings, Pétur Freyr Guð­mar­s­­son, fyrr­ver­andi starfs­­maður eigin við­­skipta, Birnir Sær Björns­­son, fyrr­ver­andi starfs­­maður eigin við­­skipta, og Björk Þór­­ar­ins­dótt­ir, sem sæti átti í lána­­nefnd Kaup­­þings. Björk er ákærð fyrir umboðs­svik í mál­inu, ekki mark­aðs­mis­notk­un. 

2. Í mál­inu er hinum ákærðu gefið að sök að hafa ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hluta­bréfa í Kaup­­þingi, frá hausti 2007 og fram að falli bank­ans haustið 2008, og aukið selj­an­­leika þeirra með „kerf­is­bundn­um“ og „stór­­felld­um“ kaup­um, eins og segir í ákæru, í krafti fjár­­hags­­legs styrks bank­ans. 

3. Stærð og umfang máls­ins á sér ekki hlið­­stæðu hér á landi. Aðal­­­með­­­ferð þess í hér­aðs­dómi Reykja­víkur tók 22 daga og yfir 50 manns voru kall­aðir til­­ ­­sem vitn­i á meðan að hún stóð yfir. Það liðu fimm vikur frá því að aðal­­­með­­­ferð­ í mál­inu lauk og þangað til að dómur fékkst. 

Auglýsing

4. Hér­aðs­dómur komst að þeirri nið­ur­stöðu 26. júní í fyrra að Hreiðar Már, Sig­urð­ur, Ingólf­ur, Einar Pálmi, Birnir Snær, Pétur Krist­inn og Bjarki væru sekir í mál­inu. Bjarki var ein­ungis dæmdur vegna ákæru fyrir umboðs­svik. Tveimur liður ákæru á hendur Magn­úsi var vísað frá en að öðru leyti var hann sýkn­aður af þeim sökum sem á hann voru born­­ar. Björk var sýknuð af ákærðu um umboðs­svik í mál­inu. 

5. Við aðal­­­með­­­ferð máls­ins fyrir hér­aði fór Björn Þor­­valds­­son, sak­­sókn­­ari hjá emb­ætti sér­­staks sak­­sókn­­ara (nú emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara) sem flutti mál­ið, fram á að refsiramm­inn fyrir mark­aðs­mis­­­not­k­un­­ar­brot yrði full­nýttur auk þess sem tekið yrði til­­lit til 72. greinar almennra hegn­ing­­ar­laga um aukna refs­ingu þegar hér­­að­­dómur myndi fella dóma yfir Hreið­­ari Má, Sig­­urði og Ingólfi. Það þýddi að emb­ætti sér­­staks sak­­sókn­­ara fór fram á að þeir myndu allir fá níu ára fang­els­is­­dóma.

6. Ingólfur Helga­son hlaut þyngstan dóm í mál­inu, fjög­urra og hálfs árs fang­elsi. Bjarki H. Diego hlaut tveggja og hálfs árs dóm, Einar Pálmi tveggja ára skil­orðs­bund­inn dóm og Birnir Sær og Pétur Krist­inn fengu báðir 18 mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm. Hreið­ari Má var ekki gerð frek­ari refs­ing í hér­aði í mál­inu, en hann afplánar nún þegar fimm og hálfs árs fang­els­is­dóm vegna Al Than­i-­máls­ins svo­kall­aða. Sig­urður Ein­ars­son fékk eins árs hegn­ing­ar­auka við þann fjög­urra ára dóm sem hann hlaut í Al Than­i-­mál­in­u. Dóm­­ur­inn í mál­inu er 96 blað­­síður að lengd.

7. Hreiðar Már og Magnús voru, líkt og áður sagði, báðir á meðal þeirra sem hlutu dóm í Hæsta­rétti Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða. Þeir eru báðir í afplánun á Vernd sem stend­ur. Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu er nú með það til athug­unar að taka það mál til skoð­un­ar. Þeir voru einnig dæmdir sekir í hér­aði í  svoköll­uðu Marp­­le-­­máli í októ­ber í fyrra. Hreiðar Már hlaut þá sex mán­aða auka­refs­ingu en Magnús var dæmdur í 18 mán­aða fang­elsi. Skúli Þor­­valds­­son var einnig dæmdur til sex mán­aða fang­els­is­vistar en Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­­­mála­­stjóri bank­ans, var sýknuð af ákæru í mál­inu. Hreiðar Már og Guðný Arna voru ákærð fyrir fjár­­­drátt og umboðs­­svik. Magnús var ákærður fyrir hlut­­deild í fjár­­drætti og umboðs­svikum og Skúli var ákærður fyrir hylm­ingu. Mál­inu var áfrýjað til Hæsta­réttar og bíður fyr­ir­töku þar. Hreiðar Már, Magnús og Sig­urður voru hins vegar allir sýkn­aðir í svoköll­uðu CLN-­málií Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í jan­ú­ar. Því mli hefur einnig verið áfrýjað til Hæsta­rétt­ar. 

8. Greint hefur verið frá því í fjöl­miðlum að fleiri hrun­mál séu í rann­sókn gagn­vart ein­stak­l­ingum sem þegar hafa hlotið dóma vegna ann­­arra hrun­­mála. Þar á meðal eru mál sem snúa að Kaup­­þingi og hluta þeirra sak­­born­inga sem þegar hafa hlotið dóma í Al Than­i-­­mál­inu fyrir Hæsta­rétti og stóra mark­aðs­mis­­­not­k­un­­ar­­mál­inu og Marp­­le-­­mál­inu í hér­­aðs­­dómi. Þá eru einnig mál til rann­­sóknar sem snúa að stjórn­­endum Glitnis og Lands­­bank­ans.

9.Verj­endur þriggja sak­born­inga, Hreið­ars Más, Sig­urðar og Magn­ús­ar,  kröfð­ust þess að tveir hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar, Þor­­geir Örlygs­­son og Ing­veldur Ein­­ar­s­dótt­ir, vikju sæti í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­inu þegar það yrði tekið fyrir í Hæsta­rétt­i. Þor­­geir vegna þess að sonur hans væri yfir­­lög­fræð­ingur Kaup­­þings ehf og hann hefði fjár­­hags­­lega hags­muni af því að sak­­fellt yrði í málum gegn fyrr­ver­andi stjórn­­endum og Ing­veldur vegna þess að sonur hennar hafi starfað fyrir emb­ætti sér­­staks sak­­sókn­­ara á árunum 2011 til 2013. Hæsti­réttur hafn­aði kröfu þeirra á mið­viku­dag.

10. Málið var tekið fyrir í Hæsta­rétti Íslands í morgun og þar end­ur­tók Björn Þor­láks­son sak­sókn­ari þá kröfu sína að refsiramm­inn yrði full­nýttur í mál­inu. Hann sagði, sam­kvæmt end­ur­sögn mbl.is, að sak­born­ingar í mál­inu hefðu haft aug­­ljós­an bein­an og óbein­an hag af hátt­­sem­inni vegna kaup­rétt­ar þeirra og him­in­hárra bón­us­greiðslna. Það hefði stuðlað að því að þeir voru til­­­bún­­ir að grípa til örþrifa­ráða til að halda uppi verði hluta­bréf­anna. Umboðs­svik­in og mark­aðs­mis­­­not­k­un­in hefðu átt þátt í að leiða bank­ann til glöt­un­ar og gera tjón kröf­u­hafa og sam­­fé­lags­ins verra. Þá væru brot­in for­­dæma­­laus hvaða varðar stærð þó dæmt hefði verið fyr­ir svipuð brot áður.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None