Glæpurinn við að skutla fólki

Atlögu Uber að Evrópu – og Íslandi – er hvergi nærri lokið. Fyrirtækið hefur snúið rótgrónum atvinnugreinum á hvolf með tækninýjungum, líkt og AirBnB. Hallgrímur Oddsson fjallar um anga deilihagkerfisins í skutli.

Uber og öðrum sambærilegum vefþjónustum um skutl hefur verið mætt af mikilli andstöðu meðal atvinnubílstjóra, bæði á Ísland og í Evrópu.
Uber og öðrum sambærilegum vefþjónustum um skutl hefur verið mætt af mikilli andstöðu meðal atvinnubílstjóra, bæði á Ísland og í Evrópu.
Auglýsing

Tvennt ein­kennir íslenskan leigu­bíla­mark­að:

1) Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa 560 atvinnu­bíl­stjórar leyfi til að keyra leigu­bíl. Það eru jafn margir bíl­stjórar og árið 2003, fyrir 13 árum síð­an. Á sama tíma­bili hefur íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fjölgað um 30 þús­und og erlendum ferða­mönnum hefur á árs­grund­velli fjölgað frá því að vera 320 þús­und í nærri 1,3 millj­ónir árið 2015. Miklar olíu­verðs­lækk­anir und­an­farin ár hafa engin áhrif haft á leigu­bílafar­gjöld á Íslandi, þrátt fyrir að vera stór útgjalda­liður í rekstri öku­tækja. Far­gjöldin hafa staðið í stað eða hækkað. Start­gjald er nú 660 krón­ur, tíma­gjaldið fyrir hverja klukku­stund er 8132 krónur (390 krónum hærra en um síð­ustu ára­mót) og kíló­metra­gjald er 248 krón­ur.

2) Reykja­vík er eina höf­uð­borg Norð­ur­land­anna þar sem þjón­usta fyr­ir­tæk­is­ins Uber er ekki aðgengi­leg. Þótt sagðar hafi verið fréttir af lík­legri komu Uber til Íslands í des­em­ber 2014, eftir að nægi­lega margar und­ir­skriftir söfn­uð­ust, og yfir­maður alþjóða­starf­semi félags­ins hafi lofað því að Uber myndi koma til Íslands, þá hefur hvorki heyrst né spurst af frek­ari áformum um langt skeið. Uber stendur fremst þeirra fyr­ir­tækja sem ger­breytt hafa leigu­bíla­þjón­ustu með tækninýj­ung­um.  

Þörf­ustu þjónar þjóð­ar­inn­ar?

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, hélt í mars síð­ast­liðnum eina áhuga­verð­ustu ræðu yfir­stand­andi þings. Undir liðnum „störf þings­ins“ sagði Ásmundur í pontu að leigu­bíl­stjórar séu þörf­ustu þjónar þjóð­ar­inn­ar, en nú sé sótt að þeim með ólög­legri starf­semi. Á Face­book megi finna hóp­inn „Skutl­ar­ar“ þar sem öku­menn bjóð­ist til að skutla öðrum gegn greiðslu. „Nú er sótt að þeim [leigu­bíl­stjórum, innsk. blm.] með ólög­legri, svartri starf­sem­i,“ sagði Ásmund­ur. Og ekki nóg með að þarna sé kom­inn svartur mark­aður með skutl, þá sé aug­lýstur bjór til sölu, beint úr skott­inu.

Auglýsing

Þing­mað­ur­inn skor­aði á lög­regl­una að gera eitt­hvað í mál­inu. Í sömu ræðu tal­aði hann einnig um Uber. „Eftir því sem ég hef best kynnt mér er mjög lág­skýjað yfir þeirri starf­semi allri hvar sem á hana er lit­ið, svo ekki sé meira sagt. Virðu­legi for­seti. Eigum við að horfa upp á slíka svarta starf­semi fyrir framan nefið á okk­ur? Er ekki nóg að við ætlum að fylla hér allar versl­anir af brenni­víni heldur er boðið upp á heim­send­ing­ar­þjón­ustu allar helgar fyrir fólk? Er það ekki orðið of mikið af því góða? Það vantar þá alla vega klak­ann og kókið ef þetta á að ganga upp,“ sagði hann.

Ásmundur Friðriksson þingmaður.Þótt Ásmundur hafi slegið á létta strengi í lok ræðu sinn­ar, þá var honum fúlasta alvara með inn­tak henn­ar. Einka­fram­tak­inu eru settar skorður í eins litlu sam­fé­lagi og Íslandi, sagði Ásmund­ur, og tal­aði fyrir því að standa vörð um núver­andi leigu­bíla­mark­að.

Ásmundur horfir á vanda­mál hags­muna­að­ila en lítur fram­hjá öllum mögu­legum lausnum, öðrum en boðum og bönn­um. En tækni eins aðgengi­leg og Face­book hefur ger­breytt grund­velli boða og banna. Ætli þing­heimur sér ekki að setja á fót meiri­háttar net­lög­reglu og eft­ir­lits­kerfi, þá er úti­lokað fyrir hann að berj­ast gegn skutlinu. Face­book-grúppan Skutl­arar hefur verið til lengi og henni til­heyra ríf­lega 27 þús­und manns. Hún tengir öku­menn og far­þega saman í gegnum net­ið, alveg eins og Uber nema á óskil­virk­ari hátt og án nokkurar aðkomu atvinnu­bíl­stjóra. Á meðan Uber eða sam­bæri­leg þjón­usta er ekki aðgengi­leg á Íslandi þá mun hóp­ur­inn Skutl­arar áfram vera til, í einu formi eða öðru.

Leigu­bíl­stjórar og stjórn­völd á móti

Aðrir sem talað hafa gegn auknu frjáls­ræði á íslenskum leigu­bíla­mark­aði eru for­svars­menn leigu­bíl­stjóra. Í umfjöllun Við­skipta­blaðs­ins um leigu­bíla­mark­að­inn í októ­ber 2014 sagði Sæmundur Krist­ján Sig­ur­laugs­son, fram­kvæmda­stjóri Hreyf­ils, að eng­inn skortur væri á leigu­bílum á Íslandi og að aukið frjáls­ræði myndi ekki aðeins hækka verð og draga úr gæðum þjón­ustu, heldur skapa kjör­inn vett­vang til að stunda eit­ur­lyfja­sölu og aðra glæpi. 

Þeir sem staðið hafa í leigu­bíla­röð í miðbæ Reykja­víkur að vetri til vita vel að skortur getur auð­veld­lega mynd­ast á íslenskum leigu­bíla­mark­aði. Um önnur ummæli fram­kvæmda­stjóra Hreyf­ils, þess fyr­ir­tækis sem mest á undir óbreyttu kerfi, er óþarfi að ræða frek­ar. Þau eru tóm þvæla og aðrir áhuga­verðri vinklar mik­il­væg­ari.

Afstaða íslenskra leigu­bíl­stjóra er nefni­lega ekki sér­-­ís­lensk. Uber hefur víða valdið usla, sér­stak­lega í Evr­ópu, og mætt mik­illi and­stöðu hefð­bund­inna leigu­bíl­stjóra. Þeir telja Uber veita ósann­gjarna sam­keppni og að fyr­ir­tækið snið­gangi lög og regl­ur. Hefð­bundnu leigu­bíl­stjór­arnir telja að bíl­stjórar Uber, sem eru verk­takar, þurfti ekki að upp­fylla sömu skil­yrði né greiða sömu skatta og gjöld.

Uber hefur mætt gríðarlegri andstöðu víða í Evrópu og hafa leigubílstjórar gripið til mótmælaaðgerða.

Og leigu­bíl­stjór­arnir hafa nokkuð til síns máls. Ákveðnar þjón­ustu­leiðir Uber hafa bein­línis brotið gegn lögum í Evr­ópu­lönd­um. Fyr­ir­tækið býður upp á mis­mun­andi þjón­ustu­leið­ir. Þær kall­ast nöfnum eins og Uber­POP, UberX, Uber­Pool og Uber­Black (þess má geta að UberX í Banda­ríkj­unum svipar mjög til Uber­POP í Evr­ópu). Uber­POP gerir hvaða öku­manni sem er kleift að finna far­þega í gegnum Uber app­ið, sækja hann og skutla á áfanga­stað. Greiðsla og leið­ar­vísun er öll í gegnum app­ið, eins og þeir þekkja sem notað hafa Uber á ferðum erlend­is. 

Uber­POP þjón­ustan hefur mælst illa fyrir hjá stjórn­völdum í Evr­ópu, svo það sé orðað pent, og verið dæmd ólög­leg af dóm­stólum í Þýska­landi, Frakk­landi, Belgíu og víð­ar. Fyr­ir­tækið hefur brugð­ist við og tekið þessa þjón­ustu­leið úr umferð sums staðar í Evr­ópu og jafn­vel látið sig hverfa úr ákveðnum borgum vegna mik­illar and­stöðu. Nið­ur­staða evr­ópsku dóm­stól­anna er sú að bíl­stjórar Uber þurfa til­skilin leyfi eins og hefð­bundnir leigu­bíl­stjór­ar. Hver sem er getur ekki skutlað hverjum sem er. 

Á móti hefur Uber eflt aðrar þjón­ustu­leið­ir. UberX þjón­ust­an, þrátt fyrir að vera nokkuð umdeild einnig, er enn víð­ast hvar aðgengi­leg í þeim rúm­lega 80 borgum Evr­ópu þar sem Uber er starf­rækrækt. UberX gerir enga kröfu um gæði bíl­anna en öku­menn þurfa til­skilin leyfi til atvinnu­rekst­urs og hafa gengið í gegnum skrán­ing­ar­ferli hjá Uber. Uber­Black er síðan nokk­urs konar upp­færsla af UberX. Þá er far­þeg­inn sóttur af snyrti­lega klæddum öku­manni á glæsi­bif­reið, og greiðir fyrir það hærra gjald. Uber­Pool er ódýr­ari útgáfan og leyfir öku­mann­inum að taka aðra far­þega upp í á meðan hann skutlar þeim fyrsta. Þessi þjón­usta hefur enn ekki rutt sér til rúms í sama mæli og UberX, enda nýrri og fram­úr­stefnu­legri, en gegnir lyk­il­hlut­verki í fram­tíð Uber. 

Dóms- og deilu­mál vegna Uber eru efni í langa grein og þótt staða fyr­ir­tæk­is­ins hvað þau varðar sé aðeins reifuð í þess­ari grein, með áherslu á Evr­ópu, þá er ætl­unin ekki að gera lítið úr stöð­unni. Dóms­mál sem Uber teng­ist eru fleiri en 170 tals­ins, sam­kvæmt yfir­lits­síðu á Wikipedia. Eitt grund­vall­ar-­deilu­mál snýr að því hvað Uber raun­veru­lega er. Fyr­ir­tækið telur sig nefni­lega ekki vera leigu­bíla­fyr­ir­tæki eða vinnu­veit­anda öku­manna, heldur tækni­fyr­ir­tæki sem býður upp á lausn þar sem öku­menn og far­þegar eru tengdir sam­an. 

Breyttar ferða­venjur með Uber

Þrátt fyrir erf­iða og kostn­að­ar­sama útrás hins banda­ríska fyr­ir­tækis Uber til Evr­ópu, með til­heyr­andi mót­mælum og lög­sókn­um, þá er atlög­unni í Evr­ópu hvergi nærri töp­uð. Nýlegt álit Fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, sem gefið var út í júní síð­ast­liðn­um, er jákvætt í garð Uber og fleiri fyr­ir­tækja á borð við Uber og Air­bnb, þ.e. fyr­ir­tæki sem á síð­ustu árum hafa snúið rót­grónum atvinnu­geirum á hvolf með tækninýj­ungum og við­skipta­mód­elum sem lög ná ekki utan um – deili­hag­kerf­ið. Er það skoðun Fram­kvæmda­stjórn­ar­innar að stjórn­völd í Evr­ópu eigi að forð­ast það í lengstu lög að banna starf­semi slíkra fyr­ir­tækja eða setja þeim of þröngar skorður. Slíkt gæti skaðað efna­hag Evr­ópu­ríkja, komið í veg fyrir fram­þróun og komið í veg fyrir að fram­sækin fyr­ir­tæki verði stofnuð innan ESB. Fyr­ir­tækin eigi þó ekki að fá að starfa til hliðar við hið hefð­bundna hag­kerfi, utan laga og reglna, þau verði að lúta reglum um starfs­manna­hald og skatt­greiðsl­ur. Á móti eigi þau heldur ekki endi­lega að falla undir gamla lag­ara­mma ákveð­inna atvinnu­geira, eins og t.d. lög um hót­el­rekstur eða leigu­bíla­starf­semi, nema fyr­ir­tækin eigi eign­irnar (t.d. hótel eða leigu­bíla) eða verð­leggi þjón­ust­una. Taka skal fram að álit Fram­kvæmda­stjórnar ESB er ráð­gef­andi en ekki bind­andi, en var engu að síður kær­komið hjá bæði Uber og Air­bnb.

Það er erfitt fyrir stjórn­völd í Evr­ópu að taka álit Fram­kvæmda­stjórn­ar­innar ekki alvar­lega. Fyr­ir­tækin sem um ræðir skapa gríð­ar­leg verð­mæti, til­komin vegna þess að þjón­ustan sjálf skapar verð­mæti fyrir not­end­urna og eykur hag­kvæmni. Það er ekki að ástæðu­lausu að Uber er í dag metið á 70 millj­arða doll­ara, hæst allra nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja. Uber er ekki ein­göngu ódýr­ara og þægi­legra fyrir far­þega. Það skapar bíl­stjór­unum tekjur af eigin öku­tækjum og leysir úr læð­ingi efna­hag­s­krafta sem voru áður ekki til stað­ar. 

Uber hefur náð gríðarlegum árangri sem nýsköpunarfyrirtæki og er nú metið á um 70 milljarða dollara.

Virð­is­mat Uber end­ur­speglar ekki aðeins hvað félagið gerir í dag, heldur miklu fremur hvað það getur boðið upp á fram­tíð­inni og hvað það getur leyst úr læð­ingi. Fyr­ir­tækið er leið­andi í breyttri sam­göngu­hegð­un, þar sem bættur hug- og tækni­bún­aður spilar lyk­il­hut­verk. Stærstu tækni­fyr­ir­tæki heims, þar á meðal Google og App­le, og stærstu bíla­fram­leið­end­urnir vinna að og und­ir­búa sig undir breytt umhverfi, þar sem einka­bíla­eign verður ger­breytt, sam­göngu­máti almenn­ings breyt­ist og bílar krefj­ast ekki lengur mennskra öku­manna. Í þess­ari bylt­ingu er Uber leið­andi, eins og sjá má í banda­rísku borg­inni Pitts­burgh. Frá og með 14. sept­em­ber 2016 eru sjálf­keyr­andi Uber leigu­bílar á götum Pitts­burgh. Þrátt fyrir að vera fjarri því full­komn­ir, þá eru bíl­arnir stórt skref í átt að stór­felldri fjölgun sjálf­keyr­andi bíla á næstu árum. 

Heimur Uber

Tíma­ritið the Economist fjall­aði nýlega um sterka stöðu Uber og breyt­ing­arnar framundan. Það er mat tíma­rits­ins að í dag búum við í heimi Uber, eða „Uberworld“. Þótt ekk­ert sé fast í hendi, þá sé fyr­ir­tækið í lyk­il­stöðu, starf­rækt í 425 borgum í 72 lönd­um. Strax í dag ýtir þjón­ustan undir breyttar ferða­venjur og minnk­andi eign­ar­hald á bílum í stórum borg­um. Kostn­aður við að nota Uber er tal­inn vera um 1,5 doll­arar á hverja keyrða mílu í Banda­ríkj­un­um. Kostn­aður við að reka bíl í New York borg er á sama tíma um 3 doll­arar á hverja mílu, eða tvö­falt hærri. Það getur því reynst ódýr­ara að fara allar sínar leiðir með Uber í stað þess að eiga eigin bíl.

Lækk­andi kostn­aður við að taka leigu­bíl, sem helst í hendur við bætta tækni og þjón­ustu á borð við Uber­Pool sam­hliða hag­kvæmni sjálf­keyr­andi bíla, mun að öllum lík­indum hafa veru­leg áhrif á ferða­venjur fólks. Það má spyrja hvers vegna Ísland ætti að standa utan þess­ara breyt­inga, eins og verið hefur til þessa. Þeir sem græða á óbreyttri leigu­bíla­þjón­ustu eru ekki íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins né ferða­menn. Íbúar munu að óbreyttu áfram not­ast við óhag­kvæm­asta ferða­mát­ann sem einka­bíll­inn er og fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu munu í enn frek­ari mæli skutla ferða­mönnum upp að hót­eldyrum eða hvert sem ferð­inni er heit­ið. Ferða­þjón­ust­fyr­ir­tækin sjá hag sinn ekki í að nýta leigu­bíla í Reykja­vík, þeir eru of dýr­ir. Almennir borg­arar hringja í vini og vanda­menn og biðja þá um að skutla sér, áður en þeir hringja á leigu­bíl. Leigu­bif­reiða­leyf­is­haf­arnir 560 græða ekki heldur á slíkri stöðu. Allir tapa á núver­andi ástandi.

Rétt eins og Net­flix hefur bætt þjón­ustu hefð­bund­inna sjón­varps­stöðva, þá hefur Uber bætt þjón­ustu hefð­bund­inna leigu­bíla­fyr­ir­tækja. Hreyf­ill er nú með sér­stakt app til að panta leigu­bíl. En það er ekki nóg, appið er tækni­lega ófull­komn­ara en Uber og tekur ekki á aft­ur­halds­samri lög­gjöf. Stjórn­völd eiga að sjá tæki­færin í sam­göngu­málum en ekki standa í vegi fyrir fram­förum, sem fel­ast í fleiri leyfum og betri tækni með Uber eða sam­bæri­legum fyr­ir­tækj­um. Slíkar breyt­ingar myndu styðja veru­lega við bætt almenn­ings­sam­göngu­kerfi og hag­kvæm­ari ferða­venj­ur.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None