Hér á eftir birtist svar í Staðreyndavaktinni. Svarið kemur frá staðreyndavakt Vísindavefsins, og má einnig finna á vef Vísindavefsins.
Upprunalega spurningin hljóðaði svona, frá Félagi eldri borgara: FEB vill spyrja fyrir hönd félagsmanna sinna hvort sú fullyrðing fjármála- og efnahagsráðherra um að „fyllilega“ hafi verið staðið við afnám allra skerðinga hjá eldri borgurum líkt og lofað var og kom fram í bréfi Bjarna til eldri borgara við lok kosningabaráttunnar árið 2013?
Spurningin vísaði því til nokkurra liða í bréfi Bjarna Benediktssonar frá 22. apríl 2013. Hér er að finna svar við einum lið í bréfinu; um tekjutengingu ellilífeyris.
Samkvæmt heimasíðu Tryggingarstofnunar hefur tekjutenging ellilífeyrisgreiðslna breyst með eftirfarandi hætti:
Með lögum nr. 86/2013 var frítekjumark atvinnutekna gagnvart tekjutryggingu og heimilisuppbót hækkað úr 40.000 krónum á mánuði í 109.600 krónur á mánuði.
Þann 1. janúar 2014 voru frítekjumörk vegna lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega gagnvart tekjutryggingu og heimilisuppbót hækkuð úr 15.800 krónur í 21.600 krónur á mánuði. Þá var skerðingarhlutfall tekna lækkað úr 45% í 38,35%. Samtímis var skerðingarhutfall heimilisuppbótar lækkað úr 13,26% í 11,30%.
Þann 1. janúar 2015 var frítekjumark lífeyristekna gagnvart tekjutryggingu og heimilisuppbót hækkað í 27.400 krónur á mánuði.
Þegar aðrar tekjur en atvinnutekjur og fjármagnstekjur að viðbættum atvinnutekjum og fjármagnstekjum, að frádregnum 8.220 krónum ná samtals 214.604 krónum á mánuði skerðist grunnlífeyrir frá Tryggingastofnun um 25% af tekjuupphæðinni. Sé ofangreint tekjuviðmið umfram 374.050 krónur á mánuði falla grunnlífeyrisgreiðslur niður.
Tryggingastofnun dregur breytingar sem hafa orðið á skerðingarhlutföllum og frítekjumörkum gagnvart ellilífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót saman með eftirfarandi hætti í tölvupóstsamskiptum við ritstjóra Staðreyndavaktarinnar:
Ellilífeyrir | Júní 2013 | Júlí 2013 | Janúar 2014 | Janúar 2015 |
---|---|---|---|---|
Skerðingarhlutfall | 25,00% | 25,00% | 25,00% | 25,00% |
Almennt frítekjumark | 214.602 | 214.602 | 214.602 | 214.602 |
Sértækt frítekjumark fjármagnstekna | 8.220 | 8.220 | 8.220 | 8.220 |
Tekjuskerðing vegna lífeyrissjóðstekna | Já | Nei | Nei | Nei |
Tekjutrygging | Júní 2013 | Júlí 2013 | Janúar 2014 | Janúar 2015 |
---|---|---|---|---|
Skerðingarhlutfall | 45,00% | 45,00% | 38,35% | 38,35% |
Sértækt frítekjumark lífeyrissjóðstekna | 15.800 | 15.800 | 21.600 | 27.400 |
Sértækt frítekjumark atvinnutekna | 40.000 | 109.600 | 109.600 | 109.600 |
Sértækt frítekjumark fjármagnstekna | 8.220 | 8.220 | 8.220 | 8.220 |
Heimilisuppbót | Júní 2013 | Júlí 2013 | Janúar 2014 | Janúar 2015 |
---|---|---|---|---|
Skerðingarhlutfall | 13,26% | 13,26% | 11,30% | 11,30% |
Sértækt frítekjumark lífeyrissjóðstekna | 15.800 | 15.800 | 21.600 | 27.400 |
Sértækt frítekjumark atvinnutekna | 40.000 | 109.600 | 109.600 | 109.600 |
Sértækt frítekjumark fjármagnstekna | 8.220 | 8.220 | 8.220 | 8.220 |
Samkvæmt ofangreindu skerðist grunnlífeyrir lífeyristrygginga ef atvinnutekjur og/eða fjármagnstekjur fara umfram ákveðið frítekjumark. Tekjutrygging og heimilisuppbót skerðist ef lífeyrissjóðstekjur, atvinnutekjur og/eða fjármagnstekjur fara yfir ákveðin mörk. Tekjutenging ellilífeyris er því hluti af lífeyriskerfi Tryggingarstofnunar.