Flokkar stofnaðir frá 2012 fá 40 prósent atkvæða – Eðlisbreyting í stjórnmálum staðreynd

Loka Kosningaspá Kjarnans sýnir að flokkar sem stofnaðir voru á árinu 2012 eða síðar munu fá 40 prósent atkvæða í kosningunum í dag. Ríkisstjórnarflokkarnir fá samanlagt það sem þeir hafa mælst með þorra þessa árs og vinstristjórn virðist vera möguleiki.

Ástæða þess að kosið er í dag er Wintris-málið og mótmælin sem áttu sér stað í kjölfar þeirra.
Ástæða þess að kosið er í dag er Wintris-málið og mótmælin sem áttu sér stað í kjölfar þeirra.
Auglýsing



Nið­ur­stöður kosn­ing­anna í dag verða mjög í takt við þær átaka­línur sem hafa verið við lýði allt þetta ár. Sitj­andi stjórn­ar­flokkar munu fá um 35 pró­sent fylgi en stjórn­ar­and­stað­an, Við­reisn og nokkrir smá­flokkar það sem eftir stend­ur. Þeir fjórir flokkar sem rætt hafa myndun rík­is­stjórnar á Lækj­ar­brekku und­an­farnar vikur munu að öllum lík­indum ná mjög tæpum meiri­hluta þing­manna með og fá rétt undir helm­ingi greiddra atkvæða. Fjór­flokk­ur­inn er ekki lengur allt um lykj­andi í íslenskum stjórn­málum og fjórða hvert atkvæði fer til flokka sem stofn­aðir á síð­ustu fimm árum.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vinnur varn­ar­sigur með því að ná að hífa sig upp úr mik­illi lægð sem skall á í upp­hafi októ­ber og í það fylgi sem hann hefur verið að mæl­ast með bróð­ur­part árs­ins 2016. Tap­arar kosn­ing­anna eru án efa tveir rót­grónir flokk­ar: Sam­fylk­ingin og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Báðir standa frammi fyrir því að fá verstu nið­ur­stöðu sína í þing­kosn­ingum í sögu sinni.

Auglýsing

Þetta kemur fram í loka Kosn­inga­spá Kjarn­ans og Dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar, sem byggir á öllum þeim könn­unum sem gerðar voru í síð­ustu vik­unni fyrir kosn­ing­arn­ar.

Öruggt að það verður mynduð ný rík­is­stjórn

Rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks er kol­fall­in. Sam­an­lagt munu flokk­arnir tveir fá 34,9 pró­sent atkvæða. Það er aðeins minna fylgi en flokk­arnir mæld­ust með í byrjun apríl síð­ast­lið­ins, tveimur dögum áður en Wintris-­málið var að fullu opin­berað í Kast­ljós­þætti sem setti íslenskt sam­fé­lag á hlið­ina og er ástæða þess að kosið er í dag. Fyrir þátt­inn mæld­ist fylgi stjórn­ar­flokk­anna sam­an­lagt 36,5 pró­sent. Eftir hann náði það lág­punkti og mæld­ist 31,1 pró­sent.

Þeir náðu þó fljótt við­spyrnu og voru að mæl­ast á svip­uðu slóðum í Kosn­inga­spá sem birt­ist 8. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og þeir voru að mæl­ast fyrir Wintris-­mál­ið, en þá mæld­ist fylgi þeirra 36,3 pró­sent. Þann 5. októ­ber, fyrir 24 dög­um, mæld­ist fylgi Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks 35,9 pró­sent.



Kann­anir sem hafa sýnt hvert atkvæði þeirra sem ætla að kjósa annað nú en þeir gerðu síð­ast sýna að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tekur helst kjós­endur af Fram­sókn­ar­flokkn­um. Þess vegna eru stjórn­ar­flokk­arnir að fiska í sömu tjörn, ef annar bætir við sig hefur það nei­kvæð áhrif á fylgi hins.

Það er því ljóst að þótt Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi bætt skarpt við sig fylgi í könn­unum und­an­farna daga þá virð­ast stjórn­ar­flokk­arnir ein­fald­lega stefna í þá sam­eig­in­legu nið­ur­stöðu og blasað hefur við allt þetta ár, að þeir fái í kringum 35 pró­sent atkvæða, sem verður ansi langt frá því að duga til að halda stjórn­ar­sam­starf­inu áfram.

Nýr póli­tískur veru­leiki blasir við

Fjór­flokk­ur­inn svo­kall­aði sam­anstendur af Sjálf­stæð­is­flokki, Fram­sókn, Vinstri grænum og Sam­fylk­ingu. Fylgi við þessar grunn­stoðir íslenskra stjórn­mála hefur gjör­breyst á örfáum árum og farið úr því að vera nær alltaf í kringum 90 pró­sent, í um 75 pró­sent í síð­ustu kosn­ingum og niður í að mæl­ast rétt rúm­lega 50 pró­sent í aðdrag­anda kosn­ing­anna sem fara nú fram.

Flokk­arnir hafa sam­eig­in­lega aðeins bragg­ast sam­kvæmt könn­unum á loka­metrum bar­átt­unn­ar. Fyrir tveimur vikum síðan sagð­ist ein­ungis 54 pró­sent kjós­enda ætla að kjósa fjór­flokk­inn. Í loka Kosn­inga­spá Kjarn­ans ná þeir sam­an­lagt að næla sér í 57,9 pró­sent atkvæða, sem er bæt­ing um fjögur pró­sentu­stig á tveimur vikum en verður samt sem áður lang­versta sam­eig­in­lega nið­ur­staða þess­ara flokka í kosn­ingum frá upp­hafi til­veru þeirra.



Fylgið sem fjór­flokk­ur­inn hefur náð að kroppa til baka á síð­ustu vikum hefur að hluta til komið frá hinum þremur flokk­unum sem munu lík­leg­ast eiga full­trúa á Alþingi eftir kom­andi kosn­ing­ar, Píröt­um, Við­reisn og Bjartri fram­tíð. Sam­an­lagt mæld­ust þessir þrír flokk­ar, sem allir eru stofn­aðir á síð­ustu fimm árum, með 38 pró­sent fylgi um miðjan októ­ber en fá nú um 36,2 pró­sent atkvæða stand­ist Kosn­inga­spáin að fullu. Þegar við bæt­ist að þrír smá­flokkar sem orðið hafa til á sama tíma­bili: Dög­un, Flokkur fólks­ins og Íslenska þjóð­fylk­ingin mæl­ast með sam­an­lagt fjögur pró­sent fylgi er ljóst að eðl­is­breyt­ing hefur átt sér stað í íslenskum stjórn­mál­um. Sú staða er nú upp, og er til merkis um mestu svipt­ingar sem íslensk stjórn­mál hafa gengið í gegn­um, að flokkar sem stofn­aðir hafa verið á síð­ustu árum taki til sín fjórða hvert atkvæði.

Hitt fylgið sem fjór­flokk­ur­inn hefur bætt við sig hefur komið frá smá­flokkum sem virð­ast ekki eiga neinn mögu­leika að ná inn á þing.

Reykja­vík­ur­stjórnin ætti að meiri­hluta, en það verður tæpt

Fjórir flokkar hafa átt í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður und­an­farnar vik­ur. Þeir eru Pírat­ar, Vinstri græn, Björt fram­tíð og Sam­fylk­ing. Sam­an­lagt mælist fylgi í loka Kosn­inga­spánni 49,3 pró­sent sem ætti að duga flokk­unum til að mynda nauman meiri­hluta þar sem nokkur pró­sent atkvæða munu falla niður dauð vegna þess að þau fara á smá­flokka sem ná ekki inn, eru ógild eða auð.

Mikið hefur verið bolla­lagt um hvort útspil Pírata um að boða stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna og Við­reisn til við­ræðna fyrir kosn­ing­ar, og ákvörðun þriggja flokka að þiggja boð um slíkar við­ræð­ur, hafi verið klókt bragð eða ekki.

Sam­an­lagt hefur fylgi þess­ara fjög­urra flokka lækkað um 1,1 pró­sentu­stig frá því að Píratar héldu blaða­manna­fund­inn sinn þann 16. októ­ber þar sem þeir boð­uðu við­ræð­urnar og úti­lok­uðu stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk og Fram­sókn­ar­flokk. Píratar hafa bætt aðeins við sig fylgi (voru með 19,2 pró­sent en mæl­ast nú 19,4 pró­sent) en það sem var mik­il­væg­ast fyrir þá var að þeim tókst að stöðva nið­ur­sveiflu sína sem staðið hafði yfir vik­urnar á und­an. Það má því segja að útspilið hafi virkað vel fyrir Pírata sem virð­ast ætla næstum fjór­falda fylgi sitt á milli kosn­inga.

Mestar likur virðast á því að Katrín Jakobsdóttir verði næsti forsætisráðherra þjóðarinnar. Stjórnarandstöðuflokkar sem vilja mynda ríkisstjórn stefna í nauman meirihluta og kannanir sýna að 40 prósent landsmanna vilja hana í starfið. Vinstri græn er sá flokkur sem virð­ist hafa grætt mest á þessu útspili. Flokk­ur­inn hefir bætt við sig 1,1 pró­sentu­stigi á síð­ustu tveimur vik­un­um. Það kemur ugg­laust til af því að skoð­ana­kann­anir sýna að flestir Íslend­ingar vilja að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður flokks­ins, verði næsti for­sæt­is­ráð­herra.

Þeir flokkar sem hafa tapað á því að taka þátt í við­ræð­unum eru Sam­fylk­ing og Björt fram­tíð, sem hafa misst sam­tals 2,4 pró­sent fylgi. Þegar flokkar eru að mæl­ast með ann­ars vegar 6,5 pró­sent fylgi og hins vegar 6,9 pró­sent fylgi á kjör­dag þá skiptir það fylgis­tap veru­legu máli. Helsta álita­málið sem þessi mögu­lega vinstri stjórn stendur frammi fyr­ir, nái hún þeim meiri­hluta sem til þarf til að mynda rík­is­stjórn, verður hvort að Sam­fylk­ingin geti tekið sæti í slíkri rík­is­stjórn í ljósi þess afhroðs sem flokk­ur­inn er að upp­lifa aðrar kosn­ing­arnar í röð. Komi upp sú staða að for­maður flokks­ins, Oddný Harð­ar­dótt­ir, og aðrir lyk­ilodd­vitar á borð við Össur Skarp­héð­ins­son og Sig­ríði Ingi­björgu Inga­dótt­ur, nái ekki þing­sæti hlýtur það að vera tekið til mjög alvar­legrar skoð­unar hvort Sam­fylk­ingin hafi umboð kjós­enda til að koma að stjórn lands­ins.

Stjórn­ar­mynd­und­ar­við­ræð­urnar höfðu líka áhrif á Við­reisn, sem var boðið til þeirra en hafn­aði þátt­töku. Með því ein­angr­að­ist Við­reisn á milli tveggja blokka og for­svars­menn flokks­ins neydd­ust til að svara ýmsum erf­iðum spurn­ingum um hvert hugur þeirra stefndi varð­andi mögu­lega stjórn­ar­mynd­un. Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, úti­lok­aði í útvarps­við­tali að Við­reisn myndi ger­ast þriðja hjólið undir stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Næstu dagar fóru í að útskýra að flokk­ur­inn úti­lok­aði samt ekki sam­starf við neinn stjórn­mála­flokk. Nið­ur­staða flestra var sú að Við­reisn væri til í að skoða öll stjórn­ar­mynstur önnur en að mynda þriggja flokka rík­is­stjórn með sitj­andi stjórn­ar­flokk­um.

Við­reisn hafði haft nokkuð mik­inn byr í segl­unum áður en Píratar komu með útspil sitt og höfðu hægt og rólega verið að rísa í skoð­ana­könn­un­um. Það ris hætti þegar tveggja vikna eyði­merk­ur­gangan á milli póli­tískra blokka hófst. Fylgi flokks­ins fór að dala og mælist nú á kjör­dag 9,9 pró­sent, eða pró­sentu­stigi minna en það gerði fyrir tveimur vikum síð­an.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stefnir í sína næst verstu útkomu

Kosn­inga­spáin segir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fái 24,9 pró­sent atkvæða. Það þýðir að hann fær sína næst verstu kosn­ingu í sögu sinni, verði það nið­ur­stað­an. Ein­ungis nið­ur­staðan í eft­ir­hruns­kosn­ing­unum 2009 verður lak­ari og flokk­ur­inn mun tapa 1,8 pró­sentu­stigi frá kosn­ing­unum 2013.

Nið­ur­staðan er í takti við það fylgi sem flokk­ur­inn hefur verið að mæl­ast með það sem af er ári, þar sem fylgi hans hefur verið á bil­inu 23-26 pró­sent. Í októ­ber tók fylgið hins vegar að dala nokkuð skarpt og fyrir viku síðan náði það botni sínum á árinu 2016, sam­kvæmt Kosn­inga­spánni, þegar það mæld­ist ein­ungis 22 pró­sent. Það hefði þýtt að flokk­ur­inn hefði náð nýjum sögu­legum lægð­um. Til að setja þá stöðu í sam­hengi, og varpa ljósi á hversu látt fylgi það er fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn að mæl­ast með, þá var hann að mæl­ast með 22 pró­sent fylgi 7. apríl síð­ast­lið­inn, þremur dögum eftir stærstu mót­mæli Íslands­sög­unnar vegna Wintris-­máls­ins og tveimur dögum eftir afsögn for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar.

Þótt að létt hafi verið yfir Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga Jóhannssyni í leiðtogaumræðum Stöðvar 2 á fimmtudag þá er ljóst að ríkisstjórn þeirra er kolfallin.Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn býr þó að því að eiga öfl­ug­ustu kosn­inga­vél lands­ins og á síð­ustu metr­unum náði hún að koma skila­boðum flokks­ins mjög skýrt á fram­færi: kjósið okkur og stöð­ug­leika, eða kallið yfir ykkur glund­roða. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks­ins, líkti stjórn þeirra stjórn­ar­and­stöðu­flokka sem hafa verið að ræða stjórn­ar­myndun við það að „gripið yrði í stýrið“ á veg­ferð þjóð­ar­innar eftir hrað­braut efna­hags­vel­sældar í for­manns­um­ræðum á RÚV í gær.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn verður „tap­ari“ þess­ara kosn­inga ásamt Sam­fylk­ing­unni. Það virð­ist óum­flýj­an­legt að flokk­ur­inn fái sína verstu útkomu í kosn­ingum í sögu sinni. Fyrra metið á Fram­sókn undir for­mennsku Jóns Sig­urðs­sonar árið 2007, þegar flokk­ur­inn fékk 11,7 pró­sent atkvæða. Nú mælist fylgi hans á kjör­dag tíu pró­sent, eða 14,4 pró­sentu­stigum minna en það var í kosn­ing­unum 2013.

Wintris-­málið sner­ist um þáver­andi for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra, Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son. Fylgi flokks­ins mæld­ist yfir tólf pró­sentum þegar málið kom upp en fór lægst í 8,6 pró­sent dag­anna eftir að málið kom upp og hefur lítið jafnað sig síð­an, þrátt fyrir að skipt hafi verið um for­mann og Sig­urður Ingi Jóhanns­son stýri nú Fram­sókn­ar­skút­unni. Sig­mundur Davíð er þó enn í fram­boði og leiðir flokk­inn í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, þar sem hann er öruggur um þing­sæti.

Um kosn­­­­inga­­­­spána

Nýjasta kosn­­­­inga­­­­spáin tekur mið af fimm nýj­­­­ustu könn­unum sem gerðar hafa verið á fylgi fram­­­­boða í alþing­is­­­­kosn­­­­ing­unum í haust. Í spálík­­­­an­inu eru allar kann­­­­anir vegnar eftir fyr­ir ­fram ákveðnum atrið­­­­­um. Þar vega þyngst atriði eins og stærð úrtaks, svar­hlut­­­­fall, lengd könn­un­­­­ar­­­­tíma­bils og sög­u­­­­legur áreið­an­­­­leiki könn­un­­­­ar­að­ila.

Kann­­anir í nýj­­ustu kosn­­inga­­spá fyrir alþing­is­­kosn­­ingar (28. októ­ber):

  • Þjóð­ar­púls Gallup 24. – 28. októ­ber (28,3%)

  • Skoð­ana­kann­anir MMR 19. – 26. og 26. – 28. októ­ber (24.4%)

  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 20. – 27. októ­ber (27,0%)

  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins, Stöðvar 2 og Vísis 25. – 26. októ­ber (20,3%)

Kosn­­­­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­­­­spálíkan Bald­­­­­­­­­­­­urs Héð­ins­­­­­­­­­­­­sonar miðar að því að setja upp­­­­­­­­­­­­lýs­ing­­­­­­­­­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­­­­­­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­­­­­­­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­­­­­­­­­inga. Kjarn­inn birti Kosn­­­­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­­­­spá Bald­­­­­­­­­­­­urs fyrir sveit­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­­­stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­­­kosn­­­­­­­­­­­­ing­­­­­­­­­­­­arnar og reynd­ist sú til­­­­­­­­­­­­raun vel. Á vefnum kosn­inga­spá.is má lesa nið­­­­­­­­­­­­ur­­­­­­­­­­­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­­­­­­­­­­­vik kann­ana miðað við kosn­­­­­­­­­­­inga­úr­slit­in.

Áreið­an­­­­­­­­­­­­leiki könn­un­­­­­­­­­­­­ar­að­ila er reikn­aður út frá sög­u­­­­­­­­­­­­legum skoð­ana­könn­unum og kosn­­­­­­­­­­­­inga­úr­slit­­­­­­­­­­­­um. Einnig hefur það vægi hversu langt er síðan könn­unin var fram­­­­­­­­­­­­kvæmd og svo hversu margir svara í könn­un­un­­­­­­­­­­­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None