Sýslumaðurinn á Suðurlandi tók tilboði Fögrusala ehf., sem er dótturfélag Thule Investments, í jörðina Fell við Jökulsárlón. Félagið bauð hæst í jörðina, 1.520 milljónir króna, eins og greint var fyrst frá á mbl.is í gær.
Íslenska ríkið hefur forkaupsrétt á jörðinni fram til klukkan tólf að hádegi 11. nóvember.
Fjárfestingafélag í eigu Skúla G. Sigfússonar, eiganda Subway á Íslandi, hafði áður boðið best í jörðina, Tæplega 1.200 milljónir króna.
Á jörðinni eru mikil tækifæri til uppbyggingar frekari ferðaþjónustu, en svæðið er rómað fyrir náttúrufegurð og einstakt sjónarspil jökulsíss og vatns.
Flestar spár gera ráð fyrir miklum vexti ferðaþjónustunnar á næstu árum, en á þessu ári er ráðgert að 1,7 milljónir erlendra ferðamanna heimsæki landið. Á næsta ári verður fjöldinni 2,2 milljónir, gangi spár eftir.
Thule Investments er fjárfestingafélag sem stýrir meðal annars sjóðunum Bru Venture Capital ehf., Bru II Venture Capital Fund S.C.A. SICAR, og Bru Fasteignir.
Myndina með fréttina tók Þorvarður Árnason, ljósmyndari.