Faðir nútíma hryllings dó í fátækt

Þvílíkur hryllingur, myndi einhver segja. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kafaði ofan í mikil áhrif H.P. Lovecraft.

Kristinn Haukur Guðnason
Hryllings
Auglýsing

H.P. Lovecraft er almennt tal­inn einn af fremst­u höf­undum hryll­ings­sagna frá upp­hafi og er yfir­leitt nefndur í sömu andrá og Edgar Allan Poe og Stephen King. Þessi ein­kenni­legi maður naut þó aldrei þeirrar hylli ­meðan hann lifði og hans fremstu verk birt­ust ein­ungis í ódýrum á­huga­manna­tíma­ritum sem fengu tak­mark­aða dreif­ingu og lest­ur. Lovecraft barð­is­t við ytri og innri djöfla alla sína ævi en kom þeim þó öllum á prent. Áhrif hans í dag ná langt út fyrir heim bók­mennt­anna.

Barn­æskan og geð­veikin

Howard Phillips Lovecraft fædd­ist árið 1890 í borg­inni Providence í Rhode Island fylki Banda­ríkj­anna. Rhode Island er eitt af sex fylkjum sem mynda hið svo­kall­aða Nýja Eng­land í norð-aust­ur­hluta lands­ins. Nýja Eng­land er sér­stakt menn­ing­ar­svæði, hámennt­að, með mikil tengsl við hafið og Bret­landseyjar þaðan sem flestir inn­flytj­end­urnir komu. Lovecraft ­gat rakið ættir sínar langt aftur bæði til fyrstu land­nema svæð­is­ins og einnig til Bret­landseyja. Þetta mót­aði heims­sýn hans að miklu leyti og braust jafn­vel fram í andúð á þeim sem voru ekki af eng­il­sax­nesku bergi brotn­ir. 

Howard, bet­ur þekktur sem H.P., var eina barn hjón­anna Win­fi­eld og Söru Lovecraft. Æska hans var plög­uð af geð­rænum vanda­mál­um, bæði hjá honum sjálfum og for­eldrum hans. Faðir hans missti vitið þegar H.P. var ein­ungis þriggja ára gam­all. Hann sá ofsjónir og var hald­inn miklu ofsókn­ar­brjál­æði sem orsak­aði það að hann var lagður inn á geð­sjúkra­hús þar sem hann lést fimm árum síð­ar. Móðir hans varð eftir það mjög þung­lynd og fékk móð­ur­sýkisköst. Lovecraft lýsti upp­eldi móður sinnar sem kæf­andi og taldi það hvorki heil­brigt fyrir hann né hana. Hún varði öll­u­m ­stundum með honum svo hann gat hvorki sinnt skóla­göngu né félags­lífi líkt og ­jafn­aldrar hans. Það mætti segja að félags­leg ein­angrun hans hafi byrjað í barn­æsku. Lovecraft var veiklað barn, bæði á lík­ama og sál. 

Auglýsing

Hann var oft lasinn og átti mjög erfitt með svefn. Stans­lausar martraðir þar sem skrýmsli ásótt­u hann orsök­uðu það að hann varð snemma mjög tauga­veikl­aður og hlé­dræg­ur. Eft­ir að faðir hans féll frá bjó Lovecraft með móður sinni, tveimur móð­ur­systrum og afa. Það sem bjarg­aði barn­æsk­unni var sam­bandið við afa hans, Whipple Van Buren Phil­ips. Whipple var iðn­jöfur sem var einnig mjög menn­ing­ar­lega sinn­aður og ákaf­lega bókelsk­ur. Hann kynnti Lovecraft fyrir mörgum af helstu bók­mennta­verkum sög­unn­ar. Hann sagði hon­um einnig drauga-og hryll­ings­sög­ur. Lovecraft elskaði þessar stundir en varði einnig ­miklum tíma einn í bóka­safni afa síns. Hann náði snemma góðum tökum á enskri ­tungu og þá sér­stak­lega ljóð­list. Það var þó ekki í heim bók­mennt­anna sem Lovecraft ­stefndi á þessum tíma. Á tán­ings­aldri fékk hann mik­inn áhuga á stjörnu­fræði og tak­mark hans var að kom­ast í stjörnu­fræði­nám í Brown há­skóla í heima­borg sinni. En Lovecraft náði ekki einu sinni að útskrif­ast úr mennta­skóla. Nám­ið, félags­legar aðstæður og and­legir kvillar orsök­uðu það að hann fékk tauga­á­fall og hrökkl­að­ist úr skóla. Á seinni árum skamm­að­ist hann sín ­mikið fyrir að hafa ekki kom­ist í háskóla.

Drauma­hring­ur­inn

Eftir skóla­göng­una bjó Lovecraft einn með­ ­móður sinni í nokkur ár. Hann vann ekki, var grannur og fölur og lítið á ferli ut­andyra. Hann eyddi öllum sínum stundum við lestur og skrif og leit á sig sem ­mennta­mann og herra­mann. Það var honum til happs að hann komst í kynni við ­sam­tök áhuga­manna­rit­höf­unda í gegnum bréfa­skrift­ir. Menn sáu strax að hann hafði hæfi­leika og var hann því hvattur til að birta sögur og ljóð. Hann hafð­i áður fengið birt ljóð og greinar um stjörnu­fræði í dag­blöð­um, en fyrsta hryll­ings­sagan hans The Alchem­ist var gefin út árið 1916 í tíma­rit­inu United Ama­teur. Á sama tíma hóf hann að gefa út sitt eigið áhuga­manna­tíma­rit, The Conservative, sem kom út árlega næstu átta árin. Hann seg­ir: 

„Þegar mér var rétt hin vin­gjarn­lega hönd á­huga­mennsk­unnar í fyrsta sinn, var ég eins nálægt því að vera græn­meti og nokk­urt dýr getur orð­ið. Með til­komu United öðl­að­ist ég til­gang með líf­inu… Í fyrsta sinn gat ég ímyndað mér að mínar klaufa­legu fálm­anir eftir list­inni væru að­eins meira en dauft kjökur í afskipta­lausum heim­i.“

Þó að Lovecraft væri mjög sér­stakur mað­ur­, ­jafn­vel ein­kenni­legur og félags­fæl­inn, þá átti hann auð­velt með að tengjast ­fólki í gegnum bréfa­skriftir og í gegnum þær öðl­að­ist hann gott tengsla­net innan geirans. Talið er að Lovecraft hafi skrifað yfir 120.000 bréf á ævi sinn­i, hvert þeirra nokkrar síður að lengd. Fyrstu ár þriðja ára­tug­ar­ins vor­u ­tíð­inda­mikil fyrir Lovecraft. Móðir hans lést eftir dvöl á geð­sjúkra­húsi, hann kynnt­ist eig­in­konu sinni Soniu Greene, og tíma­ritið Weird Tales var hóf ­göngu sína.

Á þessum árum skrif­aði Lovecraft mest­megnis smá­sög­ur, margar mjög ­stuttar og flestar inn í heim sem kall­aður hefur verið Drauma­hring­ur­inn. Í þessum ­sögum eru viða­miklar lýs­ingar á Drauma­lönd­unum sem stað­sett eru í annarri vídd og fólk kemst þangað í draumum sín­um. Þetta er mjög furðu­legur og fram­and­i heimur þar sem guð­legar verur ráða ríkj­um. Flestar sög­urnar eru sagðar frá­ ­sjón­ar­hóli einnar per­sónu, Randolph Cart­er. Drauma­hring­inn mætti frekar flokka sem furðu­sögur en hryll­ing en þó má segja að grunn­ur­inn af hroll­vekjum hans hafi verið lagð­ur. Ann­ars vegar var stíl­inn kom­inn, þ.e. áhersla á and­rúms­loft og upp­lifun fremur en línu­legan sögu­þráð. Hins vegar komu fram sumar af hinum guð­legu verum sem Lovecraft varð þekkt­ast­ur ­fyr­ir. Til dæmis Azat­hoth, hinn blindi og vits­muna­lausi­lausi guð. 

Þegar H.P. Lovecraft skrif­aði Drauma­hring­inn var hann undir miklum áhrifum frá sam­tíma­mann­i sín­um, breska rit­höf­und­inum Edwar­d Plunkett barón af Dunsany. Sagt hefur verið að Lovecraft hafi bein­lín­is ­reynt að herma eftir Dunsany og það hafi verið mjög hamlandi fyrir hann. Þeg­ar ­tíma­ritið Weird Tales kom fyrst út árið 1923 stökk Lovecraft þar um borð og þá vék Drauma­hring­ur­inn fyrir ann­ar­s ­konar hryll­ings­sög­um. Lovecraft og Greene, sem var rúss­neskur gyð­ing­ur, giftu­st árið 1924 og fluttu til New York sem reynd­ist mikið óheilla­spor. Greene þurft­i að sjá fyrir honum og hann var óham­ingju­samur og ein­mana. Skrif hans frá þeim ­tíma bera þess glöggt merki en hann hélt stöðu sinni sem einn af fremst­u ­rit­höf­undum blaðs­ins. Á meðal ann­arra rit­höf­unda Weird Tales má nefna Robert E. Howard höf­und Conan sag­anna og Robert Bloch sem seinna skrif­aði Psycho. Þegar Greene neydd­ist til að fara til Ohio til að vinna árið 1926 ákvað Lovecraft að flytja aftur til­ Providence. Það voru mikil vatna­skil fyrir hann, hjóna­bandið var úr sög­unni en hans frjósamasti skrifta­tími rétt að byrja.Cthul­hu ­fæð­ist

Árið 1926 skrif­aði Lovecraft smá­sögu sem ­nefnd­ist The Call of Cthulhu. Sagan er hans þekktasta verk og fjallar um guð­inn Cthulhu (með höfuð kol­krabba en er ­vængj­aður og með mann­eskju­legan búk) sem dvelur í neð­an­jarð­ar­borg sem nefn­ist R´Lyeh undir Kyrra­haf­inu. Cthulhu varð svo akk­erið í þeim heimi sem Lovecraft skóp á næstu árum, heimi sem kall­aður hefur verið Cthulhu goð­sögn­in. Á þessum árum komu út öll hans bestu verk, s.s. The D­unwich Hor­ror (1929), The Whisper­er in Dark­ness (1931), The Shadow Over Innsmouth (1936) og At the Mounta­ins of Mad­ness (1936). Sög­urnar urðu lengri og vand­aðri en enn voru þær flestar birtar í Weird Tales og fengu tak­mark­aða dreif­ingu og eft­ir­tekt. Hann bætti við guðum eins og Yog-sot­hoth og S­hub-niggur­ath og fékk aðra að láni eins og Hastur sem Ambrose Bierce hafði skapað á seinni hluta 19. ald­ar. 

Þetta vor­u guðir sem komu utan úr geimnum eða öðrum vídd­um, ævafornir og oft form­laus­ir. Þegar Lovecraft lærði stjörnu­fræði komst hann að því hversu smár mað­ur­inn og ­jafn­vel jörðin sjálf er í alheim­inum og það skín í gegn í þessum verk­um. Guð­irn­ir, eða “hinir gömlu”, eru afskipta­lausir um menn­ina og taka nán­ast ekki eft­ir þeim. Smæð manns­ins er kjarni hryll­ings­ins. Nýja Eng­land er helsta sögu­svið­ið en stað­ar­nöfn eru yfir­leitt skáld­uð, t.d. Ark­ham, Inn­smouth og Kingsport. Sum­ar ­sög­urnar ger­ast þó á afskekktum stöðum víðs vegar um hnött­inn, s.s. á Kyrra­hafi, Suð­ur­skauts­land­inu, Alaska o.fl. Lovecraft fékk inn­blástur víða að, ekki síst frá 19. aldar bóka­safni afa síns. Þetta kemur glöggt fram í stíl hans ­sem var ákaf­lega gam­al­dags og sér­stak­ur. Hans eigin æska, martrað­irnar og sú ­geð­veiki sem hann ólst upp við kemur einnig ber­sýni­lega í ljós. Í mörg­um ­sög­unum er aðal­per­sónan smám saman að missa vitið frammi fyrir hinum ásækj­and­i, ó­dauð­legu og ógn­ar­stóru öfl­um.

Kyndl­in­um haldið á lofti

Vet­ur­inn 1936-1937 greind­ist H.P. Lovecraft ­með krabba­mein í smá­þörm­um. Eftir stutt en kval­ar­fullt dauða­stríð lést hann 15. mars árið 1937, 46 ára að aldri. Þrátt fyrir að hafa átt mjög frjóan ára­tug þá dó hann nán­ast óþekktur og í sárri fátækt. Oft átti hann ekki fyrir mat. Hon­um ­gekk alltaf illa að koma sér á fram­færi og fékk litlar greiðslur fyrir þær ­sögur sem hann fékk birt­ar. Hann var mjög sjálfs­gagn­rýn­inn, þoldi illa höfn­un og í raun sinn eigin versti óvin­ur. Margar sög­urnar end­uðu í skúff­unni og komu ekki út fyrr en eftir dauða hans. Lovecraft sá aðeins eina bók útgefna eft­ir ­sjálfan sig meðan hann lifði, The Shadow Over Inn­smouth, sem fékk mjög litla dreif­ingu. Verk hans hefðu senni­lega ­fallið í gleymsk­unnar dá ef ekki hefði verið fyrir félaga hans úr hópi áhuga­manna­rit­höf­unda. 

Lovecraft var nefni­lega ekki sá eini sem skrif­aði inn í Cthulhu goð­sögn­ina. ­Fjöldi ann­arra rit­höf­unda skrif­uðu sög­ur, bættu við guðum og fengu lán­að­ar­ ­per­sónur og atburði frá hvorum öðr­um. Þessi félags­skapur var kall­að­ur­ Lovecraft-hring­ur­inn og inni­hélt rit­höf­unda á borð við Aug­ust Der­leth, Frank Belknap Long, Clark Ashton Smith og áður­nefnda Robert E. Howard og Robert Bloch. Þessir læri­sveinar héld­u ­nafni hans á lofti eftir dauða hans og komu á fót útgáfu­fyr­ir­tæk­inu Ark­ham House árið 1939. Það sama ár kom út fyrsta safnið af verkum Lovecraft, The Outsider and Others. Ark­ham House er ennþá starf­andi bóka­út­gáfa sem hefur í gegnum ára­tug­ina ein­blínt á hroll­vekjur og vís­inda­skáld­skap. Í upp­hafi voru verk Lovecraft og læri­sveina hans áber­andi hjá útgáf­unni en síðan fóru að tín­ast inn seinni tíma rit­höf­und­ar ­sem margir hverjir skrif­uðu inn í Cthulhu goð­sögn­ina eða voru undir miklu­m á­hrifum frá henni. Á sjö­unda og átt­unda ára­tugnum hófst mikil bylgja af Lovecraft bók­menntum í Bret­landi, fyrir til­stilli rit­höf­unda á borð við Ramsey Camp­bell og Brian Lumley. Smám saman fór fólk að taka eftir þessum sögum og frægð Lovecraft jókst með hverju árinu. Áður en menn vissu af var Lovecraft orð­inn risi í bók­mennta­heim­inum og Cthulhu orð­inn að menn­ing­ar­fyr­ir­bæri.

 

Áhrif­in alls staðar

Í dag er talað um Lovecraft-hryll­ing sem ­sér­staka teg­und bók­mennta. Það á ekki aðeins við þær bækur og sögur sem skrif­a beint inn í þennan heim heldur einnig það sem svipar til hans í stíl og ­lýs­ing­um. Margir af fremstu nútíma rit­höf­undum hroll­vekja og vís­inda­skáld­skap­ar ­segja Lovecraft vera mik­inn áhrifa­vald og hafa skrifað sögur í hans stíl. Má þar nefna Neil Gaiman, Terry Pratchett, George R.R. Martin, Alan Moore og Stephen King. Hinn ­síð­ast­nefndi sagði árið 1995: 

„Nú þegar tím­inn hefur gefið okkur visst sjón­ar­horn á verk hans, þá held ég að það sé hafið yfir nokkurn vafa að eng­inn hefur kom­ist frammúr H.P. Lovecraft á 20. öld sem mesti iðk­andi hinnar klass­ísku hroll­vekju.

En áhrif Lovecraft ná lengra. Á átt­unda ára­tugnum birt­ust þau á hvíta tjald­inu, fyrst og fremst vegna kvik­mynd­ar­innar Alien (1979). Sviss­neski lista­mað­ur­inn H.R. Giger, sem hann­aði geim­ver­una fræg­u, var undir miklum áhrifum frá Lovecraft. Í kjöl­farið fylgdu ótal hryll­ings­mynd­ir á borð við The Thing (1982) og Evil Dead þrí­leik­inn (1981-1992). Minna hefur borið á slíkum hryll­ingi í sjón­varpi, en þó má nefna þátta­röð­ina vin­sælu True Det­ect­ive, sem fjall­aði um sér­trú­ar­söfn­uð guðs­ins Hast­ur. Bækur Lovecraft hafa veitt tón­list­ar­mönnum inn­blástur og þá ­sér­stak­lega innan þung­arokks­ins. 

Má þar nefna hljóm­sveitir á borð við Black Sabbath, Cra­dle of Filth, Deicide, Opeth og Metall­ica. Mest áhrif hefur Lovecraft þó senni­lega haft á leikja­iðn­að­inn. Bæði tölvu­leiki (Quake, Alone in the Dark o.fl). og borð­spil (Ark­ham Hor­ror, Elder Sign, Call of Cthul­hu RPG o.fl.). En það er ekki ein­ungis í list of afþrey­ing­ar­iðn­að­inum sem Lovecraft skín í gegn. Með til­komu inter­nets­ins og sam­fé­lags­miðla hefur Cthul­hu ­sjálfur orðið að vin­sælli tákn­mynd. Hann má sjá á stutt­erma­bol­um, der­húf­um, ­kaffi­boll­um, lím­mið­um, styttum og jafn­vel leik­föng­um. Hinn grimmi og ­skeyt­ing­ar­lausi kol­krabba­guð sem Lovecraft skap­aði árið 1926 er nú orð­inn nokk­urs konar Mikki Mús.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None