Faðir nútíma hryllings dó í fátækt

Þvílíkur hryllingur, myndi einhver segja. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kafaði ofan í mikil áhrif H.P. Lovecraft.

Kristinn Haukur Guðnason
Hryllings
Auglýsing

H.P. Lovecraft er almennt tal­inn einn af fremst­u höf­undum hryll­ings­sagna frá upp­hafi og er yfir­leitt nefndur í sömu andrá og Edgar Allan Poe og Stephen King. Þessi ein­kenni­legi maður naut þó aldrei þeirrar hylli ­meðan hann lifði og hans fremstu verk birt­ust ein­ungis í ódýrum á­huga­manna­tíma­ritum sem fengu tak­mark­aða dreif­ingu og lest­ur. Lovecraft barð­is­t við ytri og innri djöfla alla sína ævi en kom þeim þó öllum á prent. Áhrif hans í dag ná langt út fyrir heim bók­mennt­anna.

Barn­æskan og geð­veikin

Howard Phillips Lovecraft fædd­ist árið 1890 í borg­inni Providence í Rhode Island fylki Banda­ríkj­anna. Rhode Island er eitt af sex fylkjum sem mynda hið svo­kall­aða Nýja Eng­land í norð-aust­ur­hluta lands­ins. Nýja Eng­land er sér­stakt menn­ing­ar­svæði, hámennt­að, með mikil tengsl við hafið og Bret­landseyjar þaðan sem flestir inn­flytj­end­urnir komu. Lovecraft ­gat rakið ættir sínar langt aftur bæði til fyrstu land­nema svæð­is­ins og einnig til Bret­landseyja. Þetta mót­aði heims­sýn hans að miklu leyti og braust jafn­vel fram í andúð á þeim sem voru ekki af eng­il­sax­nesku bergi brotn­ir. 

Howard, bet­ur þekktur sem H.P., var eina barn hjón­anna Win­fi­eld og Söru Lovecraft. Æska hans var plög­uð af geð­rænum vanda­mál­um, bæði hjá honum sjálfum og for­eldrum hans. Faðir hans missti vitið þegar H.P. var ein­ungis þriggja ára gam­all. Hann sá ofsjónir og var hald­inn miklu ofsókn­ar­brjál­æði sem orsak­aði það að hann var lagður inn á geð­sjúkra­hús þar sem hann lést fimm árum síð­ar. Móðir hans varð eftir það mjög þung­lynd og fékk móð­ur­sýkisköst. Lovecraft lýsti upp­eldi móður sinnar sem kæf­andi og taldi það hvorki heil­brigt fyrir hann né hana. Hún varði öll­u­m ­stundum með honum svo hann gat hvorki sinnt skóla­göngu né félags­lífi líkt og ­jafn­aldrar hans. Það mætti segja að félags­leg ein­angrun hans hafi byrjað í barn­æsku. Lovecraft var veiklað barn, bæði á lík­ama og sál. 

Auglýsing

Hann var oft lasinn og átti mjög erfitt með svefn. Stans­lausar martraðir þar sem skrýmsli ásótt­u hann orsök­uðu það að hann varð snemma mjög tauga­veikl­aður og hlé­dræg­ur. Eft­ir að faðir hans féll frá bjó Lovecraft með móður sinni, tveimur móð­ur­systrum og afa. Það sem bjarg­aði barn­æsk­unni var sam­bandið við afa hans, Whipple Van Buren Phil­ips. Whipple var iðn­jöfur sem var einnig mjög menn­ing­ar­lega sinn­aður og ákaf­lega bókelsk­ur. Hann kynnti Lovecraft fyrir mörgum af helstu bók­mennta­verkum sög­unn­ar. Hann sagði hon­um einnig drauga-og hryll­ings­sög­ur. Lovecraft elskaði þessar stundir en varði einnig ­miklum tíma einn í bóka­safni afa síns. Hann náði snemma góðum tökum á enskri ­tungu og þá sér­stak­lega ljóð­list. Það var þó ekki í heim bók­mennt­anna sem Lovecraft ­stefndi á þessum tíma. Á tán­ings­aldri fékk hann mik­inn áhuga á stjörnu­fræði og tak­mark hans var að kom­ast í stjörnu­fræði­nám í Brown há­skóla í heima­borg sinni. En Lovecraft náði ekki einu sinni að útskrif­ast úr mennta­skóla. Nám­ið, félags­legar aðstæður og and­legir kvillar orsök­uðu það að hann fékk tauga­á­fall og hrökkl­að­ist úr skóla. Á seinni árum skamm­að­ist hann sín ­mikið fyrir að hafa ekki kom­ist í háskóla.

Drauma­hring­ur­inn

Eftir skóla­göng­una bjó Lovecraft einn með­ ­móður sinni í nokkur ár. Hann vann ekki, var grannur og fölur og lítið á ferli ut­andyra. Hann eyddi öllum sínum stundum við lestur og skrif og leit á sig sem ­mennta­mann og herra­mann. Það var honum til happs að hann komst í kynni við ­sam­tök áhuga­manna­rit­höf­unda í gegnum bréfa­skrift­ir. Menn sáu strax að hann hafði hæfi­leika og var hann því hvattur til að birta sögur og ljóð. Hann hafð­i áður fengið birt ljóð og greinar um stjörnu­fræði í dag­blöð­um, en fyrsta hryll­ings­sagan hans The Alchem­ist var gefin út árið 1916 í tíma­rit­inu United Ama­teur. Á sama tíma hóf hann að gefa út sitt eigið áhuga­manna­tíma­rit, The Conservative, sem kom út árlega næstu átta árin. Hann seg­ir: 

„Þegar mér var rétt hin vin­gjarn­lega hönd á­huga­mennsk­unnar í fyrsta sinn, var ég eins nálægt því að vera græn­meti og nokk­urt dýr getur orð­ið. Með til­komu United öðl­að­ist ég til­gang með líf­inu… Í fyrsta sinn gat ég ímyndað mér að mínar klaufa­legu fálm­anir eftir list­inni væru að­eins meira en dauft kjökur í afskipta­lausum heim­i.“

Þó að Lovecraft væri mjög sér­stakur mað­ur­, ­jafn­vel ein­kenni­legur og félags­fæl­inn, þá átti hann auð­velt með að tengjast ­fólki í gegnum bréfa­skriftir og í gegnum þær öðl­að­ist hann gott tengsla­net innan geirans. Talið er að Lovecraft hafi skrifað yfir 120.000 bréf á ævi sinn­i, hvert þeirra nokkrar síður að lengd. Fyrstu ár þriðja ára­tug­ar­ins vor­u ­tíð­inda­mikil fyrir Lovecraft. Móðir hans lést eftir dvöl á geð­sjúkra­húsi, hann kynnt­ist eig­in­konu sinni Soniu Greene, og tíma­ritið Weird Tales var hóf ­göngu sína.

Á þessum árum skrif­aði Lovecraft mest­megnis smá­sög­ur, margar mjög ­stuttar og flestar inn í heim sem kall­aður hefur verið Drauma­hring­ur­inn. Í þessum ­sögum eru viða­miklar lýs­ingar á Drauma­lönd­unum sem stað­sett eru í annarri vídd og fólk kemst þangað í draumum sín­um. Þetta er mjög furðu­legur og fram­and­i heimur þar sem guð­legar verur ráða ríkj­um. Flestar sög­urnar eru sagðar frá­ ­sjón­ar­hóli einnar per­sónu, Randolph Cart­er. Drauma­hring­inn mætti frekar flokka sem furðu­sögur en hryll­ing en þó má segja að grunn­ur­inn af hroll­vekjum hans hafi verið lagð­ur. Ann­ars vegar var stíl­inn kom­inn, þ.e. áhersla á and­rúms­loft og upp­lifun fremur en línu­legan sögu­þráð. Hins vegar komu fram sumar af hinum guð­legu verum sem Lovecraft varð þekkt­ast­ur ­fyr­ir. Til dæmis Azat­hoth, hinn blindi og vits­muna­lausi­lausi guð. 

Þegar H.P. Lovecraft skrif­aði Drauma­hring­inn var hann undir miklum áhrifum frá sam­tíma­mann­i sín­um, breska rit­höf­und­inum Edwar­d Plunkett barón af Dunsany. Sagt hefur verið að Lovecraft hafi bein­lín­is ­reynt að herma eftir Dunsany og það hafi verið mjög hamlandi fyrir hann. Þeg­ar ­tíma­ritið Weird Tales kom fyrst út árið 1923 stökk Lovecraft þar um borð og þá vék Drauma­hring­ur­inn fyrir ann­ar­s ­konar hryll­ings­sög­um. Lovecraft og Greene, sem var rúss­neskur gyð­ing­ur, giftu­st árið 1924 og fluttu til New York sem reynd­ist mikið óheilla­spor. Greene þurft­i að sjá fyrir honum og hann var óham­ingju­samur og ein­mana. Skrif hans frá þeim ­tíma bera þess glöggt merki en hann hélt stöðu sinni sem einn af fremst­u ­rit­höf­undum blaðs­ins. Á meðal ann­arra rit­höf­unda Weird Tales má nefna Robert E. Howard höf­und Conan sag­anna og Robert Bloch sem seinna skrif­aði Psycho. Þegar Greene neydd­ist til að fara til Ohio til að vinna árið 1926 ákvað Lovecraft að flytja aftur til­ Providence. Það voru mikil vatna­skil fyrir hann, hjóna­bandið var úr sög­unni en hans frjósamasti skrifta­tími rétt að byrja.Cthul­hu ­fæð­ist

Árið 1926 skrif­aði Lovecraft smá­sögu sem ­nefnd­ist The Call of Cthulhu. Sagan er hans þekktasta verk og fjallar um guð­inn Cthulhu (með höfuð kol­krabba en er ­vængj­aður og með mann­eskju­legan búk) sem dvelur í neð­an­jarð­ar­borg sem nefn­ist R´Lyeh undir Kyrra­haf­inu. Cthulhu varð svo akk­erið í þeim heimi sem Lovecraft skóp á næstu árum, heimi sem kall­aður hefur verið Cthulhu goð­sögn­in. Á þessum árum komu út öll hans bestu verk, s.s. The D­unwich Hor­ror (1929), The Whisper­er in Dark­ness (1931), The Shadow Over Innsmouth (1936) og At the Mounta­ins of Mad­ness (1936). Sög­urnar urðu lengri og vand­aðri en enn voru þær flestar birtar í Weird Tales og fengu tak­mark­aða dreif­ingu og eft­ir­tekt. Hann bætti við guðum eins og Yog-sot­hoth og S­hub-niggur­ath og fékk aðra að láni eins og Hastur sem Ambrose Bierce hafði skapað á seinni hluta 19. ald­ar. 

Þetta vor­u guðir sem komu utan úr geimnum eða öðrum vídd­um, ævafornir og oft form­laus­ir. Þegar Lovecraft lærði stjörnu­fræði komst hann að því hversu smár mað­ur­inn og ­jafn­vel jörðin sjálf er í alheim­inum og það skín í gegn í þessum verk­um. Guð­irn­ir, eða “hinir gömlu”, eru afskipta­lausir um menn­ina og taka nán­ast ekki eft­ir þeim. Smæð manns­ins er kjarni hryll­ings­ins. Nýja Eng­land er helsta sögu­svið­ið en stað­ar­nöfn eru yfir­leitt skáld­uð, t.d. Ark­ham, Inn­smouth og Kingsport. Sum­ar ­sög­urnar ger­ast þó á afskekktum stöðum víðs vegar um hnött­inn, s.s. á Kyrra­hafi, Suð­ur­skauts­land­inu, Alaska o.fl. Lovecraft fékk inn­blástur víða að, ekki síst frá 19. aldar bóka­safni afa síns. Þetta kemur glöggt fram í stíl hans ­sem var ákaf­lega gam­al­dags og sér­stak­ur. Hans eigin æska, martrað­irnar og sú ­geð­veiki sem hann ólst upp við kemur einnig ber­sýni­lega í ljós. Í mörg­um ­sög­unum er aðal­per­sónan smám saman að missa vitið frammi fyrir hinum ásækj­and­i, ó­dauð­legu og ógn­ar­stóru öfl­um.

Kyndl­in­um haldið á lofti

Vet­ur­inn 1936-1937 greind­ist H.P. Lovecraft ­með krabba­mein í smá­þörm­um. Eftir stutt en kval­ar­fullt dauða­stríð lést hann 15. mars árið 1937, 46 ára að aldri. Þrátt fyrir að hafa átt mjög frjóan ára­tug þá dó hann nán­ast óþekktur og í sárri fátækt. Oft átti hann ekki fyrir mat. Hon­um ­gekk alltaf illa að koma sér á fram­færi og fékk litlar greiðslur fyrir þær ­sögur sem hann fékk birt­ar. Hann var mjög sjálfs­gagn­rýn­inn, þoldi illa höfn­un og í raun sinn eigin versti óvin­ur. Margar sög­urnar end­uðu í skúff­unni og komu ekki út fyrr en eftir dauða hans. Lovecraft sá aðeins eina bók útgefna eft­ir ­sjálfan sig meðan hann lifði, The Shadow Over Inn­smouth, sem fékk mjög litla dreif­ingu. Verk hans hefðu senni­lega ­fallið í gleymsk­unnar dá ef ekki hefði verið fyrir félaga hans úr hópi áhuga­manna­rit­höf­unda. 

Lovecraft var nefni­lega ekki sá eini sem skrif­aði inn í Cthulhu goð­sögn­ina. ­Fjöldi ann­arra rit­höf­unda skrif­uðu sög­ur, bættu við guðum og fengu lán­að­ar­ ­per­sónur og atburði frá hvorum öðr­um. Þessi félags­skapur var kall­að­ur­ Lovecraft-hring­ur­inn og inni­hélt rit­höf­unda á borð við Aug­ust Der­leth, Frank Belknap Long, Clark Ashton Smith og áður­nefnda Robert E. Howard og Robert Bloch. Þessir læri­sveinar héld­u ­nafni hans á lofti eftir dauða hans og komu á fót útgáfu­fyr­ir­tæk­inu Ark­ham House árið 1939. Það sama ár kom út fyrsta safnið af verkum Lovecraft, The Outsider and Others. Ark­ham House er ennþá starf­andi bóka­út­gáfa sem hefur í gegnum ára­tug­ina ein­blínt á hroll­vekjur og vís­inda­skáld­skap. Í upp­hafi voru verk Lovecraft og læri­sveina hans áber­andi hjá útgáf­unni en síðan fóru að tín­ast inn seinni tíma rit­höf­und­ar ­sem margir hverjir skrif­uðu inn í Cthulhu goð­sögn­ina eða voru undir miklu­m á­hrifum frá henni. Á sjö­unda og átt­unda ára­tugnum hófst mikil bylgja af Lovecraft bók­menntum í Bret­landi, fyrir til­stilli rit­höf­unda á borð við Ramsey Camp­bell og Brian Lumley. Smám saman fór fólk að taka eftir þessum sögum og frægð Lovecraft jókst með hverju árinu. Áður en menn vissu af var Lovecraft orð­inn risi í bók­mennta­heim­inum og Cthulhu orð­inn að menn­ing­ar­fyr­ir­bæri.

 

Áhrif­in alls staðar

Í dag er talað um Lovecraft-hryll­ing sem ­sér­staka teg­und bók­mennta. Það á ekki aðeins við þær bækur og sögur sem skrif­a beint inn í þennan heim heldur einnig það sem svipar til hans í stíl og ­lýs­ing­um. Margir af fremstu nútíma rit­höf­undum hroll­vekja og vís­inda­skáld­skap­ar ­segja Lovecraft vera mik­inn áhrifa­vald og hafa skrifað sögur í hans stíl. Má þar nefna Neil Gaiman, Terry Pratchett, George R.R. Martin, Alan Moore og Stephen King. Hinn ­síð­ast­nefndi sagði árið 1995: 

„Nú þegar tím­inn hefur gefið okkur visst sjón­ar­horn á verk hans, þá held ég að það sé hafið yfir nokkurn vafa að eng­inn hefur kom­ist frammúr H.P. Lovecraft á 20. öld sem mesti iðk­andi hinnar klass­ísku hroll­vekju.

En áhrif Lovecraft ná lengra. Á átt­unda ára­tugnum birt­ust þau á hvíta tjald­inu, fyrst og fremst vegna kvik­mynd­ar­innar Alien (1979). Sviss­neski lista­mað­ur­inn H.R. Giger, sem hann­aði geim­ver­una fræg­u, var undir miklum áhrifum frá Lovecraft. Í kjöl­farið fylgdu ótal hryll­ings­mynd­ir á borð við The Thing (1982) og Evil Dead þrí­leik­inn (1981-1992). Minna hefur borið á slíkum hryll­ingi í sjón­varpi, en þó má nefna þátta­röð­ina vin­sælu True Det­ect­ive, sem fjall­aði um sér­trú­ar­söfn­uð guðs­ins Hast­ur. Bækur Lovecraft hafa veitt tón­list­ar­mönnum inn­blástur og þá ­sér­stak­lega innan þung­arokks­ins. 

Má þar nefna hljóm­sveitir á borð við Black Sabbath, Cra­dle of Filth, Deicide, Opeth og Metall­ica. Mest áhrif hefur Lovecraft þó senni­lega haft á leikja­iðn­að­inn. Bæði tölvu­leiki (Quake, Alone in the Dark o.fl). og borð­spil (Ark­ham Hor­ror, Elder Sign, Call of Cthul­hu RPG o.fl.). En það er ekki ein­ungis í list of afþrey­ing­ar­iðn­að­inum sem Lovecraft skín í gegn. Með til­komu inter­nets­ins og sam­fé­lags­miðla hefur Cthul­hu ­sjálfur orðið að vin­sælli tákn­mynd. Hann má sjá á stutt­erma­bol­um, der­húf­um, ­kaffi­boll­um, lím­mið­um, styttum og jafn­vel leik­föng­um. Hinn grimmi og ­skeyt­ing­ar­lausi kol­krabba­guð sem Lovecraft skap­aði árið 1926 er nú orð­inn nokk­urs konar Mikki Mús.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None