Hengja bakara fyrir smið

Siðfræði á að vera leið manna til að finna út hvað sé rétt og rangt. Það er aftur á móti ekki alltaf svona einfalt og getur verið freistandi að leita að glufum í settum reglum. Nýútkomin bók eftir Øyvind Kvalnes tekst á við hlutverk siðfræðinnar.

Tripitakaya (त्रिपिटक) - Helgiritasafn búddista
Tripitakaya (त्रिपिटक) - Helgiritasafn búddista
Auglýsing

Sið­fræði hefur verið ofar­lega á baugi í íslenskri umræðu síðan í hruni og margir hafa velt fyrir sér hvort þörf sé á frek­ari kennslu í til dæmis við­skiptasið­fræði eða reglu­setn­ingu. En þá vakna spurn­ingar hvort nóg sé að setja siða­reglur til að við­halda góðri hegðun í starfs­stéttum og hvort ekki sé einnig mik­il­vægt að not­ast við dóm­greind­ina og heil­brigða skyn­semi þegar við á. 

Til­hneig­ing er að fylgja siða­reglum bók­staf­lega og líta svo á að það sem þær banni ekki sér­stak­lega sé sið­ferði­lega heim­ilt. Þetta segir Øyvind Kval­nes dós­ent í við­skiptasið­fræði í Osló en hann hélt fyr­ir­lestur um smugur í sið­fræð­inni í Þjóð­minja­safn­inu síð­ast­lið­inn mið­viku­dag. Hann var hald­inn í til­efni útgáfu bókar hans Sið­fræði og sam­fé­lags­á­byrgð í íslenskri þýð­ingu Jóns Ólafs­son­ar. Kjarn­inn leit við og náði tali af þýð­and­an­um. 

Sumir und­an­þegnir siða­reglum

Kval­nes segir að það sé ekki nóg að líta til laga þegar huga skal að sið­ferði­legri breytni. „Það eru hlutir sem við megum laga­lega gera en það gætu verið aðrar ástæður fyrir því að ekki væri skyn­sam­legt að haga sé á ein­hvern ákveð­inn hátt,“ segir hann. 

Auglýsing
Øyvind Kvalnes - Mynd: Bára Huld Beck

Til þess að útskýra smugusið­fræði þá tekur hann til dæmisögu frá 18. öld um smið­inn og bak­ar­ann. Hann segir að þetta sé fyrsta dæmið sem hann muni eftir sem lýsi og útskýri þetta fyr­ir­bæri vel. Í litlum bæ lendir smiður nokkur í slags­málum á krá og verður þess vald­andi með einu hnefa­höggi að and­stæð­ingur hans deyr. Hann er dreg­inn fyrir framan dóm­ara og bíður eftir dauða­dómi fyrir sakir sín­ar. En rétt áður en dóm­ar­inn gefur upp sinn dóm þá fær hann heim­sókn frá framá­mönnum í sam­fé­lag­inu sem benda honum á að smið­ur­inn sé sá eini í bænum og að það sé erfitt að fá góðan smið. Það þyrfti að hafa það í huga fyrir dóms­upp­kvaðn­ing­u. 

Framá­menn­irnir vildu benda dóm­ar­anum á að bær­inn hefði aftur á móti tvo bak­ara, og annar væri hvort sem er gam­all. Af hverju ekki að dæma gamla bak­ar­ann í stað­inn fyrir smið­inn? Útkoman yrði þannig betri fyrir bæinn. Dóm­ar­inn sér hvergi í lögum að ekki megi dæma bak­ara fyrir smið, svo úr verður að hann dæmir bak­ar­ann til dauða. 

Þannig hefur sá sem þykir merki­legur fyrir sam­fé­lagið ákveðna sið­ferði­lega vernd ólíkt öðr­um. Kval­nes segir að hann sjái hlið­stæð dæmi í nútíma­sam­fé­lagi. Ríkt fólk kom­ist til dæmis frekar upp með ósæmi­lega hegðun en aðr­ir. Fjöl­miðlar og sam­fé­lagið hefur til­hneig­ingu til að vernda „mik­il­væga“ fólk­ið. Fólk í við­skipta­líf­inu og stjórn­málum líti þannig á sig sem und­an­þegið almennu sið­ferði. Það sé of mik­il­vægt til að taka afleið­ingum gjörða sinna á sama máta og annað fólk. 

Jafn­vægi milli dóm­greindar og reglna

Kval­nes lýsir smugusið­fræði á þann veg að almennt fylgi fólk ákveðnum regl­um. Ákveðið jafn­vægi verði á milli dóm­greindar eða heil­brigðar skyn­semi og reglna sem fylgt er eft­ir. Ef of mikil áhersla sé lögð á reglur og við­mið munum við draga úr dóm­greind­inni. Þannig sé stundum til­hneig­ing til að rétt­læta hegðun út frá því að hún sé bein­línis ekki bönnuð og farið í kringum regl­ur. 

Reglur geta jafn­vel þannig ýtt undir skap­andi hugsun við að finna leiðir fram­hjá regl­un­um. Afleið­ing­arnar geta þá orðið þær að fleiri reglur eru settar hver á eftir annarri sem gerir það að verkum að dóm­greindin minnkar og heil­brigða skyn­semin einnig. 

Kval­nes segir að þar af leið­andi líti sumir á hegðun sem nær ekki yfir sér­stakar reglur sem rétt­læt­an­lega. Það finni smugur í regl­unum og sið­fræð­inni. Dóm­greindin sé þá ekki nóg til að ná yfir þá hegð­un, heldur ein­ungis regl­urn­ar. Hann telur að þetta sé vafa­samt og að nauð­syn­legt sé að hafa jafn­vægi milli reglna og dóm­greind­ar; ekki treysta ein­ungis á heil­brigða skyn­semi og ekki búa til reglu­bálka sem fylgt er í blindn­i. 

Sið­ferði­leg hugsun nauð­syn­leg

Jón Ólafsson - Mynd Bára Huld BeckJón Ólafs­son, heim­spek­ingur og þýð­andi bók­ar­inn­ar, segir að þörf hafi verið á slíkri bók. Hann hafði verið að kenna sið­fræði, bæði fyrir við­skipta­lífið og almenna sið­fræði, og heppi­legt les­efni á íslensku fyrir nem­endur á þessu sviði er af skornum skammti. Hann segir að hann og fleiri hafi verið að huga að því að skrifa bók sem hent­aði til kennslu í hag­nýtri sið­fræði en eftir að hafa kom­ist í kynni við upp­kast af bók­inni hans Kval­nes þá hafi hann ákveðið frekar að þýða hana. Hann segir hana mjög aðgengi­lega og læsi­lega „Kval­nes hefur lag á að útskýra sið­fræði­kenn­ingar á ein­faldan máta og nýta þær sem verk­færi til að fjalla um spurn­ingar sem koma upp í lífi og starf­i,“ bendir hann á.

Jón segir að bókin fjalli um ákvarð­anir og starfs­hætti; hvernig taka megi á hags­muna­á­rekstrum, hvernig eigi að meta ólíkar kröfur sið­ferð­is­ins, taka holl­ustu við sam­starfs­fólk fram yfir skyldur við sam­fé­lagið eða öfugt og svo fram­veg­is.  „Þannig hentar hún ekki síst þeim sem ekki hafa kynnst sið­fræði áður. Hún hjálpar fólki að skilja vanda­málin sem það er að takast á við í starfi á hverjum ein­asta degi og setja þau í sam­heng­i,“ segir hann. 

„Margir halda fyrir fram að sið­ferði ráð­ist bara af til­finn­ingu. Rétt­sýnt fólk viti alltaf hvað best er að gera. En það skiptir svo miklu máli að átta sig á því að flest störf í nútíma­sam­fé­lagi eru flók­in, bæði hvað varðar mann­leg sam­skipti og ákvarð­anir sem fólk þarf að taka frá degi til dags,“ segir Jón. Til­finn­ingin sé aldrei nóg. Við þurfum að hugsa og læra af reynslu og bæta við skiln­ing okkar á aðstæð­u­m. 

Sið­ferði­leg við­mið frekar en reglur

Jón segir að bókin hjálpi fólki að skilja mun­inn á reglum og heil­brigðri skyn­semi. Það verði að túlka reglur út frá dóm­greind og nota reglur til að skilja dóm­greind­ina. Þetta sé því víxl­verk­un. „Það eru til ákveðin verk­færi sem hægt er að nota, reynsla og skyn­sam­leg sjón­ar­mið. Þannig eru reglur og kenn­ingar hjálp­ar­tæki – mark­miðið er alltaf að taka réttar ákvarð­anir að geta rétt­lætt þær með góðum rökum og ástæð­um“ segir hann.

Jón segir að siða­reglur séu mik­il­væg leið til að nálg­ast sið­fræði­lega umræðu. „Mér finnst reyndar betra að tala um sið­ferði­leg við­mið en að tala um siða­regl­ur. Siða­reglur má hvorki skilja of þröngt, né halda að þær eigi að vera óbreyt­an­leg­ar. Í fyrsta lagi skiptir sam­ræðan og umhugs­un­in, sem fer fram þegar verið er að vinna að þeim, mjög miklu máli,“ segir hann. Allir sem eiga að fara eftir siða­regl­unum þurfa að koma að þeim og end­ur­skoðun er einnig mjög mik­il­væg, að hans mati. „Siða­reglur gera ekk­ert gagn nema það sé verið að hugsa um þær og líka end­ur­skoða þær eftir þörf­um,“ segir hann.

Siða­reglur síbreyti­legar

Siða­reglur eru þannig hjálp í við­leitn­inni til að sinna starfi sínu vel, hvort sem verið er að tala um stjórn­mála­menn eða aðrar starfs­stétt­ir. Þær nýt­ast ekki öðrum en þeim sem vilja nýta þær, að sögn Jóns. Hann segir að þær séu ekki sam­bæri­legar við laga­reglur og séu ekki verk­lags- eða aga­reglur held­ur. Þær skipi ekki fyrir heldur leið­beini við að hugsa um hlut­ina og taka afstöðu til þeirra. Þær eigi kannski fyrst og fremst að geta af sér auð­mýkt gagn­vart verk­efn­unum sem þurfi að leysa frá degi til dags.

Siða­reglur voru sam­þykktar á Alþingi í mars síð­ast­liðnum og segir Jón að þær séu fjarri því að vera full­komn­ar. Þær hafi verið afleið­ing mála­miðl­unar og að það hafi þurft að koma til móts við ýmis sjón­ar­mið. Þings­á­lykt­un­ar­til­laga um siða­reglur fór að lokum í gegnum Alþingi og telur Jón þó að það hafi verið mjög mik­il­vægt skref. „En þá þurfa menn að halda áfram, það þarf að taka þær aftur upp og end­ur­skoða reglu­lega. Þannig er það með allar slíkar reglur eða við­mið,“ bætir hann við.

Ekki stinga reglum ofan í skúffu

Hann bendir á að ýmsar rann­sóknir hafi verið gerðar um hvaða gagn sé að siða­reglum og að fólk hafi efa­semdir um nota­gildi þeirra. Það komi í ljós að siða­reglur geta verið til ills ef fólk býr til reglur og stingur þeim síðan bein­ustu leið ofan í skúffu – fyllist sjálfs­á­nægju yfir að hafa þær en notar þær ekki í raun. Þær skipti litlu máli ef fólk setur þær ein­ungis til að upp­fylla skil­yrði en hefur ekki áhuga á að nota þær. „En um leið og fólk er að ræða þær og nota þær til hjálpar og leið­bein­ingar þá hafa þær góð áhrif á starf­semi stofn­ana og fyr­ir­tækja,“ segir hann.

Hann segir að aðal­at­riðið sé að á fagsviðum fari fram gagn­rýnin umræða um starfs­hætti, við­horf og ákvarð­an­ir. Að fólk þori að hugsa gagn­rýnið um sjálft sig og aðra og leggi sig fram um að rækta fag­mennsku. Þannig skipti sam­ræðan ekki síður miklu máli, og jafn­vel frem­ur, en regl­urnar sjálf­ar. Þær séu ein­ungis hjálp­ar­tæki.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None