Sprautur, siður og réttur

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus, veltir upp spurningum um siðfræði og mannréttindi í tengslum við bólusetningar, meðal annars því hvort það geti talist mannréttindi að fá að hafna bólusetningu eða ákveðnum bóluefnum.

Auglýsing

Þessi pist­ill fjallar um ­bólu­setn­ing­ar, sið­fræði og mann­rétt­indi í ljósi reynsl­unnar af covid-­plág­unn­i og umræðum um heim­speki­legar hliðar á bólu­setn­ingum gegn veirunni. Umræð­urn­ar hafa dregið fram hjá höf­undi ýmis sjón­ar­mið sem hér er lýst, en greinin er þó ekki hugsuð sem beint svar við neinum til­teknum atriðum sem rædd hafa ver­ið.

Hvað eru mann­rétt­indi?

Á síð­ustu ára­tugum hefur umræða um ­mann­rétt­indi og sið­fræði farið mjög vax­andi í vest­rænum sam­fé­lög­um, og er það að sjálf­sögðu fagn­að­ar­efni. Orðið mann­rétt­indi merkir þá fyrst og fremst það að hver mann­eskja hafi rétt til að ráða til­teknum málum sínum sjálf, svo frem­i ­gerðir hennar stang­ist ekki úr hófi á við hags­muni og rétt­indi ann­arra. Jafn­fram­t er yfir­leitt gert ráð fyrir því, að minnsta kosti í orði kveðnu, að rétt­indi af þessum toga séu þau sömu fyrir alla, til dæmis óháð kyni, þjóð­erni eða kyn­þætti. Síð­asta áfanga hug­mynda­­sög­unnar í þessum málum má rekja til frönsku ­bylt­ing­ar­innar árið 1789 og sjálf­stæð­is­yf­ir­lýs­ingar Banda­ríkj­anna árið 1776, ­með við­komu til dæmis í atburðum og við­horfum sem kennd eru við árið 1968.

Auglýsing

Hug­takið mann­rétt­ind­i k­ann við fyrstu sýn að virð­ast klippt og skorið; auð­velt sé að beita því á hinum ýmsu sviðum mann­lífs­ins. Svo er þó ekki ef betur er að gáð og má kannski rekja mörg vand­ræðin til kröf­unnar um að rétt­indi eins rek­ist ekki á rétt­ind­i ann­arra. Einnig kemur fyrir að ein teg­und mann­rétt­inda stang­ist á við aðr­ar. Engu að síður fer því fjarri að mann­rétt­inda­hug­takið sé ónýtt eða ónot­hæft enda hefur leitt af því margt gott og merki­legt síðan það kom til sögu. Við skoð­u­m ­nánar nokkur dæmi um allt þetta hér á eft­ir.

Punktar úr sögu mann­rétt­inda

Í kalda stríð­in­u (1950-1990 eða svo) var mikið rætt um mann­rétt­indi, einkum á þann veg að rík­i Vest­ur­landa sök­uðu þáver­andi komm­ún­ista­ríki, oft rétti­lega, um gróf brot gegn til­teknum mann­rétt­ind­um, svo sem tján­ing­ar­frelsi, skoð­ana­frelsi, ferða­frelsi og svo fram­veg­is. Síð­ar­­­nefndu ríkin gripu þá stundum til þeirra varna að á Vest­ur­löndum væri aðgangur að atvinnu og heil­brigð­is- og mennta­kerfi alls ekki öllum opinn eins og hjá þeim, auk þess sem fátækt átti að vera miklu meiri vestan tjalds en aust­an. Allt þetta má að sjálf­sögðu telja til mann­rétt­inda þó að ein­hverjir hafi viljað and­mæla því. En hvað sem því líður töldu hægri menn ­sjálfa sig á þessum tíma yfir­leitt vera boð­bera mann­rétt­inda í bar­átt­unni gegn ófrelsi „komm­ún­ism­ans.“ Áhuga­vert er að þetta virð­ist nú hafa snú­ist við að ýmsu leyti og leið­togar hægr­is­ins til dæmis hyllst til að taka afstöðu gegn ­mann­rétt­ind­um, eða fara að minnsta kosti ekki fremstir í flokki í rétt­inda­bar­áttu kvenna, fátækra eða ann­arra hópa sem eiga undir högg að sækja. ­Meðal ann­ars hefur þetta birst í mis­jafn­lega heppn­uðum mála­rekstri fyrir Mann­rétt­inda­­­dóm­stóli ­Evr­ópu. Og nú síð­ast virð­ast sumir í þessum hópi hafa meiri áhuga á frelsi veirunnar en mann­anna. Ekki er kyn þó ker­aldið leki, sögðu Bakka­bræður forð­um.

Saga tóbaks­reyk­inga fel­ur í sér gott dæmi um áhrif mann­rétt­inda á dag­legt líf okk­ar. Á níunda ára­tug ­síð­ustu aldar fóru að koma fram gögn úr rann­sóknum sem sýndu að óbeinar reyk­ing­ar hefðu marg­vís­leg slæm áhrif á heilsu fólks sem reykti ekki sjálft. Þetta kom illa við við­kvæmar taugar og rót­gró­inn hugs­un­ar­hátt margra í Banda­­ríkj­un­um: ÞÚ hefur ekki rétt til að skerða heilsu MÍNA á þennan hátt. Og reyk­ingum í al­manna­rými í þessu stóra landi var útrýmt á ótrú­lega skömmum tíma. Og aðr­ar ­þjóðir fylgdu í kjöl­far­ið, sumar að vísu með miklum sem­ingi; nokkrar ­Evr­ópu­þjóðir eru til dæmis ekki enn komnar alla leið í þessu.

Mann­rétt­indi í heil­brigð­is­málum

Á síð­ustu ára­tugum hafa heil­brigð­is­mál í vax­andi mæli færst í brenni­depil í umræð­unni um mann­rétt­ind­i og sið­fræði. Til marks um það hér á landi má nefna merka og marg­út­gefna bók Vil­hjálms Árna­sonar pró­fess­ors, Sið­fræði lífs og dauða. Ein þeirra spurn­inga ­sem þarna koma upp snýr að því hvort eða hvenær sjúkur ein­stak­lingur eigi að ­þiggja þjón­ust­una sem heil­brigð­is­kerfið getur boðið hon­um/henni. Vax­and­i skiln­ingur ríkir á því meðal starfs­fólks í kerf­inu að skjól­­stæð­ing­ur­inn eig­i að hafa síð­asta orðið um þetta, eftir að búið er að upp­lýsa hann um val­kosti og af­leið­ing­ar. Þetta á við hvort sem um er að ræða lyfja­gjöf, lækn­is­að­gerð eða aðra þjón­ustu.

Sá fyr­ir­vari er þó oft hafður í huga að ákvörðun sjúk­lings­ins megi ekki vera öðrum til ama, til dæm­is­ ef hann vill ekki lifa leng­ur, óskar eftir ein­hvers konar virkri eða óvirkri að­stoð við lífs­lok og aðstand­endur kunna að vera því and­víg­ir. Og enn er rætt um mann­rétt­indi á þessu sviði því að ýmsir eiga enn erfitt með að venjast þeirri hugsun að dán­ar­að­stoð eigi að vera leyfi­leg ef aðstand­endur sam­þykkja, en aðrir telja það sjálf­sagt og nokkur lönd eru þegar „komin þang­að“ eins og ­sagt er; þau leyfa sem sé dán­ar­að­stoð með til­teknum skil­yrð­um. Mér segir svo hug­ur að það við­horf verði ríkj­andi þegar fram líða stund­ir.

Sér­staða bólu­setn­inga

Bólu­setn­ingar eru lík­a ein teg­und heil­brigð­is­þjón­ustu; eini mun­ur­inn er sá að þær snú­ast um að koma í veg fyrir sjúk­dóma í stað þess að lækna þá. Í þessum heims­hluta eru börn yfir­leitt ­bólu­sett gegn þekktum og skæðum smit­sjúk­dómum sem mundu ella valda þeim veru­legum óþæg­indum og jafn­vel dauða um aldur fram. Slíkar bólu­setn­ingar eru ­yf­ir­leitt skylda eða því sem næst, en til­teknir hópar reyna þó að koma sér­ undan þeim. Þeir eru þó sem betur fer oft­ast hvorki nógu stórir né útbreidd­ir til þess að við­kom­andi sótt­kveikjur nái sér á strik í sam­fé­lag­inu af þeirra völd­um. En ef við tökum misl­inga sem dæmi, þá eru þeir svo bráðsmit­andi að van­höld í bólu­setn­ingum geta valdið því áður en varir að hjarð­ó­næmi skerð­ist í sam­fé­lag­inu.

Sú skoðun virð­ist nokk­uð út­breidd að það eigi að heyra til mann­rétt­inda að fólk ákveði sjálft hvort það lætur bólu­setja sig við til­teknum sjúk­dómi eða ekki; þá er litið á bólu­setn­ing­una eins og hverja aðra vöru í búð, við ráðum hvort við kaupum hana eða ekki! Sumir vilja meira að segja ganga svo langt að fá að ráða því hvaða ­teg­und bólu­efnis þeir fá þegar þar að kemur (kjósa heldur kók eða pepsí?). 

En ­málið er því miður ekki svo ein­falt að bólu­setn­ing sé ‚vara‘ þegar grannt er ­skoð­að. Ef ég ákveð að hafna spraut­unni og allir aðrir gerðu það líka, þá end­ar sú saga aug­ljós­lega ekki vel. Þess konar hugsun er oft höfð til leið­bein­ingar í sið­fræði þegar við reynum að meta sið­ferði­legt gildi til­tek­innar hegð­un­ar, og nægir að nefna sem dæmi höfnun bíl­belta, óhlýðni við umferð­ar­reglur eða skatt­svik. Og í bólu­setn­ingum þarf ekki einu sinni höfnun frá öll­um, heldur nægir til­tekið hlut­fall höfn­unar í sam­fé­lag­inu til þess að hjarð­ó­næmi við­kom­andi smit­sjúk­dóms ­ná­ist ekki og bólu­setn­ing­ar­að­gerðin sem heild missi marks.

Sumir hafa látið það fara ­fyrir brjóstið á sér að það skuli vera stór­fyr­ir­tæki kap­ít­al­ism­ans – „lyfj­arisar“ – sem sjá um fram­leiðslu bólu­efna. Lík­lega eru það einkum vinstri ­menn sem hafa slíkar áhyggj­ur, en því miður er sam­fé­lag okkar svona gert eins og sakir standa. Ég tel mig hafa verið sós­í­alista í meira en hálfa öld, en ég ­leyfi mér samt ekki að láta slíkar áhyggjur hafa áhrif á mig þegar bar­átta gegn ­mann­skæðum heims­far­aldri er ann­ars veg­ar.

Loka­orð

Nið­ur­staða mín er ekki flók­in: Það er sið­ferði­lega rétt og ábyrgt af mér að þiggja bólu­­setn­ing­una við covid sem mér verður von­andi boðin á næstu vik­um. Ég þarf ekki laga­boð til­ þess, en kannski væri samt full ástæða til að lög­binda þetta sem skyldu. Með­ þátt­töku minni legg ég mitt lóð á vog­ar­skál­ina gegn því að ég og sam­ferð­ar­menn mínir smit­ist af lífs­hættu­legum smit­sjúk­­dómi. Þetta er ekki aðeins mitt mál heldur okkar allra. Ég ætla að vera í hópi þeirra sem vilja eiga þátt í því að hjarð­ó­næmi mynd­ist bæði hér á landi og ann­ars stað­ar.

Höf­undur er pró­fess­or em­eritus í eðl­is­fræði og vís­inda­sögu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar