Yfir 40% ungra höfuðborgarbúa enn heima hjá foreldrum

Meira en fjórir af hverjum tíu íbúum höfuðborgarsvæðisins á aldrinum 20 til 29 ára búa ýmist enn eða á ný í foreldrahúsum.

mannlif mannlíf
Auglýsing

Ungt fólk á höf­uð­borg­ar­svæð­inu býr nú í miklu meiri mæli heima hjá for­eldrum sínum en fyrir tíu árum síð­an. Í fyrra voru 42 pró­sent Íslend­inga á aldr­inum 20 til 29 ára enn, eða aft­ur, í for­eldra­hús­um. Árið 2005 var þetta hlut­fall ríf­lega 30 pró­sent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Félags­vísi Hag­stofu Íslands.

Breyt­ingin er minni meðal ungs fólks á lands­byggð­inni, en þó hefur orðið aukn­ing í því að ungt fólk búi hjá for­eldrum sín­um. Tæp­lega 37 pró­sent fólks á aldr­inum 20 til 29 ára á lands­byggð­inni býr í for­eldra­hús­um, en fyrir tíu árum síðan var það hlut­fall 35 pró­sent. Hlut­fallið fór lægst í 31,3 pró­sent árið 2009, en hefur hækkað síðan þá. 

Fleiri karlar en konur búa hjá for­eldrum sínum alls staðar á land­inu. Hlut­fall ungra karla í for­eldra­húsum er tæp­lega 45 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en 43 pró­sent á lands­byggð­inni. Hlut­fall ungra kvenna í for­eldra­húsum er miklu lægra á lands­byggð­inni en höf­uð­borg­ar­svæð­inu, 29,5 pró­sent á móti 38,6 pró­sent­u­m. 

Auglýsing

Fyrir tíu árum síðan var hlut­fall ungs fólks í for­eldra­húsum lægra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en á lands­byggð­inni. Þá voru 30,6 pró­sent fólks á aldr­inum 20 til 29 ára á höf­uð­borg­ar­svæð­inu búsett heima hjá for­eldrum sín­um, en 33,7 pró­sent á lands­byggð­inn­i. 

Meira en helm­ingur enn heima 

Þegar hóp­unum er skipt frekar eftir aldri, ann­ars vegar í 20 til 24 ára og hins vegar 25 til 29 ára, kemur í ljós að nú býr meira en helm­ingur fólks á aldr­inum 20 til 24 ára enn heima hjá for­eldrum sín­um. Tæp­lega 57% í þessum hópi búa hjá for­eldrum sín­um, en hlut­falið var 48,1% árið 2005. 

Helsta breyt­ingin er meðal ungra kvenna á þessum aldri. Árið 2005 var hlut­fall þeirra í for­eldra­húsum 36,7% en er nú 54,7%. Eftir sem áður eru fleiri karlar í for­eldra­húsum en kon­ur, þó dregið hafi mjög saman með kynj­un­um. Tæp­lega 60 pró­sent ungra karla á þessum aldri eru í for­eldra­hús­um. 

Þrátt fyrir að Ísland sé með sjötta lægsta hlut­fall 20 til 24 ára fólks sem deilir heim­ili með for­eldrum sín­um, í sam­an­burði við önnur Evr­ópu­lönd, þá er hlut­fallið hærra en á öllum hinum Norð­ur­lönd­un­um. 24,5 pró­sent þessa hóps í Dan­mörku býr enn heima og 34,8 pró­sent í Sví­þjóð. Hin Norð­ur­löndin eru þar á milli, en svo kemur Ísland með 56,9 pró­sent í heima­hús­um. 

Í eldri hluta þessa hóps er Ísland líka með hærra hlut­fall en öll hin Norð­ur­lönd­in, en 21,4 pró­sent fólks á aldr­inum 25 til 29 ára býr enn heima hjá for­eldrum sínum á Íslandi. Árið 2009 var þetta hlut­fall 15,5%, og hefur því hækkað um 5,9 pró­sentu­stig á þessum árum. Þró­unin er ekki eins skýr og í yngri hópn­um, en karlar í þessum hópi eru líka miklu lík­legri til að búa hjá for­eldrum sínum en kon­ur. 27,4 pró­sent karla á þessum aldri eru heima en aðeins 15 pró­sent kvenna. 

Seinkum sam­búðum og barn­eign­um 

Á und­an­förnum árum hafa sést vís­bend­ingar um að vax­andi fjöldi fólks seinki skrefum eins og að hefja sam­búð og eign­ast börn, segir Hag­stofan í Félags­vís­in­um. Í töflum á vef Hag­stof­unnar sé hægt að sjá að með­al­aldur ógiftra karla og kvenna við stofnun sam­búðar hefur hækkað um nokkur ár og barn­eignum hefur almennt seink­að. Með­al­aldur kvenna við fæð­ingu fyrsta barns var 24,4 ár árið 1991, en árið 2015 var með­al­ald­ur­inn orð­inn 27,4 ár. Svipuð þróun hefur átt sér stað víða í sam­an­burð­ar­löndum Íslands, og eru uppi ýmsar kenn­ingar um að það hafi orðið grund­vall­ar­breyt­ing á því hvernig og hvenær fólk full­orðn­ast. 

Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá hefur frjó­semi aldrei verið minni á Íslandi en hún var í fyrra. Þá fæddur 4,129 börn hér á landi, 246 færri en árið á und­an. Helsti mæli­kvarð­inn á frjó­­semi,sam­­­kvæmt alþjóð­­­legum stöð­l­um, er fjöldi lif­andi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfir­­­­­leitt er miðað við að frjó­­­semi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að við­halda mann­­­fjöld­­­anum til lengri tíma lit­ið.

Sam­­kvæmt frétt frá Hag­­stofu Íslands í maí var frjó­­semi íslenskra kvenna árið 2015 1,81 barn á ævi hverrar konu og hefur hún aldrei farið lægra frá því að mæl­ingar hófust árið 1853. Árin 2013 og 2014 var frjó­­­semi 1,93 en það er næst lægsta frjó­­­semi sem hefur mælst hér á landi. Und­an­far­inn ára­tug hefur frjó­­­semi á Íslandi verið rétt um tvö börn á ævi hverrar konu.

Hafa dreg­ist aftur úr öðrum 

Líkt og Hag­stofan bendir á, þá má ætla að aðgengi að tryggum og nægi­lega vel laun­uðum störfum og íbúð­ar­hús­næði á við­ráð­an­legu verði skipti miklu  máli þegar kemur að því hvenær ungt fólk getur flutt að heim­an. Hús­næð­is­verð og leigu­verð hefur hækkað veru­lega, sér­stak­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, á und­an­förnum árum, og bent hefur verið á að störfum fyrir menntað fólk hafi ekki fjölgað með sama hætti og störfum sem krefj­ast ekki fram­halds­mennt­un­ar. Þannig hefur mesta fjölgun starfa hér á landi verið í ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­iðn­aði, en hlut­fall háskóla­mennt­aðra á atvinnu­leys­is­skrá er nú tæp­lega þriðj­ung­ur. 

Í sumar birti Hag­stofan aðrar tölur úr lífs­kjara­rann­sókn sinni, um dreif­ingu ráð­stöf­un­ar­tekna. Helstu tíð­indi hennar eru þau að ungt fólk, á aldr­inum 25-34 ára, hefur dreg­ist aftur úr öðrum hópum á und­an­förnum ára­tug og hlut­fall tekna þeirra af mið­gildi ráð­stöf­un­ar­tekna er nú 95,3 pró­sent. Það þýðir á ein­földu máli að ungt fólk hefur lægri laun en það hafði áður.

Þetta var enn ein fréttin um hag­tölur eða rann­sóknir sem bendir til verri stöðu ungs fólks á Íslandi. Á und­an­förnum árum hafa verið lagðar fram tölur um færri atvinnu­tæki­færi, minni eign­ar­mynd­un, lægri laun, skerta þjón­ustu og síð­ast en ekki síst stór­tækan hús­næð­is­vanda þessa hóps.

Þá greindi Kjarn­inn einnig frá því nýverið að 380 fleiri Íslend­ingar á aldr­inum 20 til 29 ára hafa flutt úr landi en aftur til Íslands það sem af er ári. Frá árinu 2010 hafa tæp­lega þrjú þús­und fleiri Íslend­ingar á þessum aldri flutt burt en heim. 7.770 hafa flutt burt á meðan 4.840 hafa komið heim. Öll árin frá 2010 er þessi hópur stærstur bæði meðal brott­­fluttra og aðfluttra. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None