Fátækt í Danmörku
Auglýsing

Danir eru fátæk­astir Norð­ur­landa­þjóða. Fátækum fjölgar ört og nú efna dönsk hjálp­ar­sam­tök í fyrsta sinn í sög­unni til lands­söfn­unar fyrir fátæka Dani. 

Í nýlegri skýrslu Evr­ópsku hag­stof­unn­ar, Eurostat, kom fram að Danir eru fátæk­astir Norð­ur­landa­þjóða og þar hefur fátækum fjölgað á und­an­förum árum. Í nágranna­lönd­unum hefur fátækum hins vegar fækk­að. Mörgum Dönum var brugðið þegar fjöl­miðlar greindu frá nið­ur­stöðum skýrsl­unn­ar. Mæli­kvarð­arnir sem Eurostat notar eru flókn­ir, meðal ann­ars hvort ein­stak­lingur hafi ráð að eiga þvotta­vél, síma og lita­sjón­varp, geti farið í viku­langt sum­ar­frí og borðað kjöt­mál­tíð annan hvern dag. Tæp­lega átján pró­sent Dana eru við fátækt­ar­mörk (sam­kv. mæli­kvörðum Eurosta­t), fyrir átta árum var talan rúm­lega sextán pró­sent.  

Danskir þing­menn hafa lengi verið ósam­mála um hver opin­ber fátækt­ar­mörk skuli vera og hvort slík mörk séu í raun til. Þau opin­beru fátækt­ar­mörk sem rík­is­stjórn Helle Thorn­ing - Schmidt  skil­greindi árið 2013 hefur núver­andi rík­is­stjórn afnumið með þeim rökum að þau þjóni engum til­gangi.

Auglýsing

1.októ­ber síð­ast­lið­inn tóku gildi ný lög í Dan­mörku um hámark fjár­hags­að­stoð­ar. Breyt­ingin varð til þess að hámarks­upp­hæð slíkrar aðstoðar lækk­aði tals­vert. Áhrifin komu strax í ljós og hjálp­ar­stofn­anir segja að beiðnum um aðstoð hafi fjölgað nokkuð síðan breyt­ingin tók gildi og telja að þeim muni fjölga veru­lega á næst­unni.

Hefð fyrir lands­söfn­unum til fátækra í öðrum löndum

Í Dan­mörku er löng hefð fyrir lands­söfn­un­um. Um þær gilda strangar reglur og margs konar skil­yrði sem sam­tök þurfa að upp­fylla til að fá leyfi fyrir söfn­un­um. Nokkrum sinnum á ári fara slíkar safn­anir fram með aðstoð stóru sjón­varps­stöðv­anna tveggja, DR og TV2, þá er gjarna lagt heilt kvöld undir söfn­un­ina og afrakst­ur­inn millj­óna­tug­ir. Flestar lands­safn­anir eru hins­vegar svo­nefndar götu­safn­an­ir, þá er staðið með söfn­un­ar­bauka á götum og torgum og auk þess gengið í hús og bankað uppá. Safn­ar­arnir þurfa að sýna sér­stök skil­ríki til að sanna að þeir séu starfs­menn við­kom­andi sam­taka. Eitt hafa þó þessar safn­anir átt sam­eig­in­legt: söfn­un­ar­féð hefur ætíð runnið til aðstoðar í fjar­lægum lönd­um. Þangað til nú.

Safnað fyrir fátæka Dani 

Í byrjun nóv­em­ber til­kynnti stjórn danska hjálp­ræð­is­hers­ins að sam­tök­in, í sam­vinnu við nokkur önnur sam­tök myndu efna til lands­söfn­unar 25. – 27. nóv­em­ber. Gengið yrði í hús og jafn­framt staðið á götum og torg­um, við versl­anir og víð­ar. Það sem er sér­stakt við þessa lands­söfnun er að ekki verður safnað fyrir fátækt fólk í öðrum löndum heldur fyrir fátæka Dani. For­maður hjálp­ræð­is­hers­ins sagði í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske að þar á bæ hefði þess greini­lega orðið vart und­an­farið að blá­fá­tæk­um, þeim sem hvorki hefðu til hnífs né skeið­ar, hefði fjölgað mjög að und­an­förnu. Þetta væri sorg­leg stað­reynd sem nauð­syn­legt væri að fyrir dönsku þjóð­ina að við­ur­kenna en fátækt hefði fram til þessa verið hálf­gert feimn­is­mál. Snemma á níunda ára­tug síð­ustu aldar neit­aði Poul Schluter, þá nýorð­inn for­sæt­is­ráð­herra, því að fátækt fyr­ir­fynd­ist í Dan­mörku. Hann sneri þó við blaðinu síðar og í nýársávarpi sínu 1987 sagði hann að fátækt væri vissu­lega til í Dan­mörku og það væri skylda stjórn­mála­manna að bregð­ast við, áður en það yrði of seint og yrði þjóð­ar­böl. Ýmsir urðu til að gagn­rýna þessi orð for­sæt­is­ráð­herr­ans en miðað við hina nýju skýrslu evr­ópsku hag­stof­unnar hafði hann mikið til síns máls.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None