Mistök TPP og utanríkisarfleifð Obama

Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur tilkynnt að hann muni yfirgefa fríverslunarviðræðurnar um Trans-Pacific Partnership (TPP)-samninginn um leið og forsetatíð hans byrjar í janúar. Afleiðingarnar gætu orðið fleiri en bara efnahagslegar.

TPP
Auglýsing

Rúm átta ár eru síðan TPP-við­ræð­urnar hófust og voru aðild­ar­lönd alls tólf tals­ins (Ástr­al­ía, Banda­rík­in, Brú­nei, Kana­da, Síle, Jap­an, Malasía, Mexíkó, Nýja-­Sjá­land, Perú, Singapúr og Víetnam) þegar samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­aður í febr­úar á þessu ári en hann á eftir að verða full­gildur hjá aðild­ar­lönd­un­um. Eins og nafnið gefur til kynna eiga aðild­ar­löndin það sam­eig­in­legt að vera stað­sett við strendur Kyrra­hafs­ins, en þau hafa sam­eig­in­legan íbúa­fjölda á um 800 millj­ónir manns og standa fyrir um 40% af heims­hag­kerf­in­u. TPP var einn af horn­steinum svo­kall­aðrar "Pivot to Asia"-stefnu frá­far­andi for­seta Banda­ríkj­anna, Barack Obama, og stefndi að því beina áherslu utan­rík­is­stefnu lands­ins að Asíu til þess að tryggja leið­andi hlut­verk Banda­ríkj­anna í fjöl­menn­asta og hrað­ast vax­andi efna­hags­svæði heims. Samn­ing­ur­inn, sem hefði einnig verið mik­il­vægur hluti af umdeildri utan­rík­is­póli­tískri arf­leifð Obama, virt­ist eiga sér enga fram­tíð sama hvor for­seta­fram­bjóð­and­inn hefði unn­ið. Hvað veldur því að einn metn­að­ar­fyllsti frí­versl­un­ar­samn­ingur sög­unnar hafi ekki náðst og hverjar eru afleið­ing­arn­ar?

Vernd­ar­stefna og sveiflu­ríki

Gagn­rýni gegn TPP í Banda­ríkj­un­um, rétt eins og gegn frí­versl­un­ar­samn­ingum almennt í þró­uðum ríkj­um, bein­ist að miklu leyti að ótta um að fjöl­mörg iðn­að­ar­störf flytj­ist til ann­arra landa þar sem launa­kjör eru lægri. Þar að auki stuðli þessi aukna sam­keppni að eins konar "kapp­hlaupi að botn­inum" þar sem umhverf­is- og mann­rétt­inda­staðlar fara sílækk­andi. Andúð við TPP er nátengd vernd­ar­stefnu og þeirri hug­mynd að alþjóða­við­skipti séu núllsúmmu­leikur, og var hamrað á því í kosn­inga­bar­áttum margra fram­bjóð­enda, meðal ann­ars Trump og Bernie Sand­ers, að það væri frí­verslun hnatt­væð­ing­ar­innar að kenna að iðn­að­ar­störf hyrfu úr Banda­ríkj­un­um.

Auglýsing

Rök af þessu tagi fengu góðan hljóm­grunn víðs­vegar í Banda­ríkj­unum og einna helst í ríkjum sem hafa séð þús­undir iðn­að­ar­starfa hverfa á síð­ustu árum og ára­tugum en mörg þeirra, ríki á borð við MichiganOhio og Ill­in­ois, eru yfir­leitt sveiflu­ríki í for­seta­kosn­ing­um. Meira að segja Hill­ary Clinton, for­seta­fram­bjóð­andi Demókra­ta­flokks­ins, sem var utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna þegar TPP-­samn­inga­við­ræð­unum lauk og kall­aði samn­ing­inn "gold stand­ard" frí­versl­un­ar­samn­inga, skipti um skoðun í kosn­inga­bar­átt­unni og tal­aði fyrir vernd­ar­stefnu í til­raun til að fá þessi gíf­ur­lega mik­il­vægu atkvæði sveiflu­ríkj­anna.

Penny Pritzker, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, hefur barist hart fyrir TPP. MYND:EPAOfmetn­aður er falli næst

Metn­að­ur TPP felst í því að til við­bótar við að lækka hefð­bundna versl­un­ar­tolla, sem þegar voru til­tölu­lega lágir milli aðild­ar­landa, inn­heldur hann einnig ákvæði um við­skipta­hindr­anir aðrar en tolla. Dæmi um slíkar hindr­anir eru reglu­gerðir hjá hinu opin­bera sem mis­muna gegn erlendum fyr­ir­tækjum en við­skipta­lög af þessu tagi eru meg­in­hindr­anir frí­versl­unar í þró­uðum ríkj­um. Þá inni­heldur samn­ing­ur­inn einnig ýmsa staðla varð­andi umhverf­is­mál, kjör laun­þega og höf­und­ar­rétt, og mek­anísma sem refsa löndum sem upp­fylla ekki staðl­ana. Metn­að­ur TPP hefði veitt Banda­ríkj­unum leið­toga­hlut­verk í efna­hags­þróun Aust­ur-Asíu og sett háar kröfur til Kína og ann­arra landa sem geta sóttu um aðild að samn­ingnum síð­ar. Hins vegar gerðu umsvif samn­ings­ins það að verkum að við­ræð­urnar dróg­ust á lang­inn og ljóst er að hinn sex þús­und blað­síðna langi samn­ingur verði ekki að veru­leika að þessu sinni.

Sam­hliða TPP-við­ræð­unum leiddi Kína aðrar frí­versl­un­ar­við­ræður við hóp ríkja sem að hluta til sam­anstendur af TPP-­ríkjum við vest­ur­strönd Kyrra­hafs­ins undir nafn­inu Reg­ional Comprehensive Economic Partners­hip (RCEP). Sá samn­ingur inni­heldur einnig ríki með stór hag­kerfi á borð við Suð­ur­-Kóreu og ört vax­andi ríki á borð við Ind­land, Indónesíu og Fil­ips­eyjarRCEP er tolla­lækk­un­ar­samn­ingur af gamla skól­anum en hefð­bundnir tollar eru stærri álita­mál milli RCEP-­ríkj­anna en TPP-­ríkj­anna. Kosn­ing Trump hefur fært byr í segl Kína til að ljúka RCEP-við­ræð­un­um, sem þó líka hafa sínar hindr­an­ir, sér­stak­lega vegna var­kár­legs sam­bands Ind­lands og Kína, og hefur for­sæt­is­ráð­herra Jap­ans, Shinzo Abe, tjáð að Asíu­ríki munu hverfa frá TPP til RCEP enda væri TPP án Banda­ríkj­anna lít­ils virði.

Hörfað til baka

Afleið­ingar þess að TPP-­samn­ing­ur­inn hafi ekki náð í gegn eru ekki síður póli­tískar heldur en efna­hags­leg­ar. Obama tjáði í vor að TPP myndi leyfa Banda­ríkj­unum að "skrifa leik­regl­urnar" fyrir alþjóða­verslun og gaf í skyn að Kína myndi gegna því hlut­verki ef TPP yrði ekki að veru­leika. Í sjálfu sér ætti ekki að vera sjálf­gefið að TPP sé í beinni sam­keppni við RCEP en í víð­ara sam­hengi myndi ákvörðun banda­rískra stjórn­valda að hörfa frá frí­versl­un­ar­stefnu í vernd­ar­stefnu breyta einni af meg­in­stoðum ítökum þeirra í Asíu. Aðild­ar­ríki TPP myndu að sama skapi missa af tæki­færi til að stór­auka aðgengi að Banda­ríkja­mark­aði sem ætti að vera nægur hvati til að umbæta lög­gjöf sam­kvæmt stöðlum samn­ings­ins, sem væri sér­stak­lega mik­il­vægt fyrir þró­un­ar­ríki á borð við Víetnam og harð­stjórnir á borð við Malasíu.

Aðild­ar­lönd TPP í Asíu munu þó leggja meiri áherslu á þátt­töku í RCEP-við­ræð­unum og aðild­ar­lönd að RCEP sem stóðu utan TPP munu vænt­an­lega taka því fagn­andi að TPP hafi ekki náð í gegn. Banda­ríkin munu bæði líða fyrir það að hlut­verk þeirra sem stefnu­mót­andi afl í Asíu skerð­ist og mögu­lega einnig efna­hags­lega eftir því sem þau standa utan RCEP-við­ræðn­anna. Trump hefur tjáð að hann vilji "sann­gjarna" tví­hliða­samn­inga frekar en stærri frí­versl­un­ar­samn­inga sem hann telur bitna á Banda­ríkj­un­um. Hins vegar er afskap­lega erfitt að spá fyrir um hvaða Asíu­stefnu Trump hyggst taka í stað TPP og "Pivot to Asia"-stefn­unnar enda er horn­steinn utan­rík­is­stefnu hans óút­reikn­an­leik­inn sjálfur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None