Mistök TPP og utanríkisarfleifð Obama

Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur tilkynnt að hann muni yfirgefa fríverslunarviðræðurnar um Trans-Pacific Partnership (TPP)-samninginn um leið og forsetatíð hans byrjar í janúar. Afleiðingarnar gætu orðið fleiri en bara efnahagslegar.

TPP
Auglýsing

Rúm átta ár eru síðan TPP-við­ræð­urnar hófust og voru aðild­ar­lönd alls tólf tals­ins (Ástr­al­ía, Banda­rík­in, Brú­nei, Kana­da, Síle, Jap­an, Malasía, Mexíkó, Nýja-­Sjá­land, Perú, Singapúr og Víetnam) þegar samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­aður í febr­úar á þessu ári en hann á eftir að verða full­gildur hjá aðild­ar­lönd­un­um. Eins og nafnið gefur til kynna eiga aðild­ar­löndin það sam­eig­in­legt að vera stað­sett við strendur Kyrra­hafs­ins, en þau hafa sam­eig­in­legan íbúa­fjölda á um 800 millj­ónir manns og standa fyrir um 40% af heims­hag­kerf­in­u. TPP var einn af horn­steinum svo­kall­aðrar "Pivot to Asia"-stefnu frá­far­andi for­seta Banda­ríkj­anna, Barack Obama, og stefndi að því beina áherslu utan­rík­is­stefnu lands­ins að Asíu til þess að tryggja leið­andi hlut­verk Banda­ríkj­anna í fjöl­menn­asta og hrað­ast vax­andi efna­hags­svæði heims. Samn­ing­ur­inn, sem hefði einnig verið mik­il­vægur hluti af umdeildri utan­rík­is­póli­tískri arf­leifð Obama, virt­ist eiga sér enga fram­tíð sama hvor for­seta­fram­bjóð­and­inn hefði unn­ið. Hvað veldur því að einn metn­að­ar­fyllsti frí­versl­un­ar­samn­ingur sög­unnar hafi ekki náðst og hverjar eru afleið­ing­arn­ar?

Vernd­ar­stefna og sveiflu­ríki

Gagn­rýni gegn TPP í Banda­ríkj­un­um, rétt eins og gegn frí­versl­un­ar­samn­ingum almennt í þró­uðum ríkj­um, bein­ist að miklu leyti að ótta um að fjöl­mörg iðn­að­ar­störf flytj­ist til ann­arra landa þar sem launa­kjör eru lægri. Þar að auki stuðli þessi aukna sam­keppni að eins konar "kapp­hlaupi að botn­inum" þar sem umhverf­is- og mann­rétt­inda­staðlar fara sílækk­andi. Andúð við TPP er nátengd vernd­ar­stefnu og þeirri hug­mynd að alþjóða­við­skipti séu núllsúmmu­leikur, og var hamrað á því í kosn­inga­bar­áttum margra fram­bjóð­enda, meðal ann­ars Trump og Bernie Sand­ers, að það væri frí­verslun hnatt­væð­ing­ar­innar að kenna að iðn­að­ar­störf hyrfu úr Banda­ríkj­un­um.

Auglýsing

Rök af þessu tagi fengu góðan hljóm­grunn víðs­vegar í Banda­ríkj­unum og einna helst í ríkjum sem hafa séð þús­undir iðn­að­ar­starfa hverfa á síð­ustu árum og ára­tugum en mörg þeirra, ríki á borð við MichiganOhio og Ill­in­ois, eru yfir­leitt sveiflu­ríki í for­seta­kosn­ing­um. Meira að segja Hill­ary Clinton, for­seta­fram­bjóð­andi Demókra­ta­flokks­ins, sem var utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna þegar TPP-­samn­inga­við­ræð­unum lauk og kall­aði samn­ing­inn "gold stand­ard" frí­versl­un­ar­samn­inga, skipti um skoðun í kosn­inga­bar­átt­unni og tal­aði fyrir vernd­ar­stefnu í til­raun til að fá þessi gíf­ur­lega mik­il­vægu atkvæði sveiflu­ríkj­anna.

Penny Pritzker, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, hefur barist hart fyrir TPP. MYND:EPAOfmetn­aður er falli næst

Metn­að­ur TPP felst í því að til við­bótar við að lækka hefð­bundna versl­un­ar­tolla, sem þegar voru til­tölu­lega lágir milli aðild­ar­landa, inn­heldur hann einnig ákvæði um við­skipta­hindr­anir aðrar en tolla. Dæmi um slíkar hindr­anir eru reglu­gerðir hjá hinu opin­bera sem mis­muna gegn erlendum fyr­ir­tækjum en við­skipta­lög af þessu tagi eru meg­in­hindr­anir frí­versl­unar í þró­uðum ríkj­um. Þá inni­heldur samn­ing­ur­inn einnig ýmsa staðla varð­andi umhverf­is­mál, kjör laun­þega og höf­und­ar­rétt, og mek­anísma sem refsa löndum sem upp­fylla ekki staðl­ana. Metn­að­ur TPP hefði veitt Banda­ríkj­unum leið­toga­hlut­verk í efna­hags­þróun Aust­ur-Asíu og sett háar kröfur til Kína og ann­arra landa sem geta sóttu um aðild að samn­ingnum síð­ar. Hins vegar gerðu umsvif samn­ings­ins það að verkum að við­ræð­urnar dróg­ust á lang­inn og ljóst er að hinn sex þús­und blað­síðna langi samn­ingur verði ekki að veru­leika að þessu sinni.

Sam­hliða TPP-við­ræð­unum leiddi Kína aðrar frí­versl­un­ar­við­ræður við hóp ríkja sem að hluta til sam­anstendur af TPP-­ríkjum við vest­ur­strönd Kyrra­hafs­ins undir nafn­inu Reg­ional Comprehensive Economic Partners­hip (RCEP). Sá samn­ingur inni­heldur einnig ríki með stór hag­kerfi á borð við Suð­ur­-Kóreu og ört vax­andi ríki á borð við Ind­land, Indónesíu og Fil­ips­eyjarRCEP er tolla­lækk­un­ar­samn­ingur af gamla skól­anum en hefð­bundnir tollar eru stærri álita­mál milli RCEP-­ríkj­anna en TPP-­ríkj­anna. Kosn­ing Trump hefur fært byr í segl Kína til að ljúka RCEP-við­ræð­un­um, sem þó líka hafa sínar hindr­an­ir, sér­stak­lega vegna var­kár­legs sam­bands Ind­lands og Kína, og hefur for­sæt­is­ráð­herra Jap­ans, Shinzo Abe, tjáð að Asíu­ríki munu hverfa frá TPP til RCEP enda væri TPP án Banda­ríkj­anna lít­ils virði.

Hörfað til baka

Afleið­ingar þess að TPP-­samn­ing­ur­inn hafi ekki náð í gegn eru ekki síður póli­tískar heldur en efna­hags­leg­ar. Obama tjáði í vor að TPP myndi leyfa Banda­ríkj­unum að "skrifa leik­regl­urnar" fyrir alþjóða­verslun og gaf í skyn að Kína myndi gegna því hlut­verki ef TPP yrði ekki að veru­leika. Í sjálfu sér ætti ekki að vera sjálf­gefið að TPP sé í beinni sam­keppni við RCEP en í víð­ara sam­hengi myndi ákvörðun banda­rískra stjórn­valda að hörfa frá frí­versl­un­ar­stefnu í vernd­ar­stefnu breyta einni af meg­in­stoðum ítökum þeirra í Asíu. Aðild­ar­ríki TPP myndu að sama skapi missa af tæki­færi til að stór­auka aðgengi að Banda­ríkja­mark­aði sem ætti að vera nægur hvati til að umbæta lög­gjöf sam­kvæmt stöðlum samn­ings­ins, sem væri sér­stak­lega mik­il­vægt fyrir þró­un­ar­ríki á borð við Víetnam og harð­stjórnir á borð við Malasíu.

Aðild­ar­lönd TPP í Asíu munu þó leggja meiri áherslu á þátt­töku í RCEP-við­ræð­unum og aðild­ar­lönd að RCEP sem stóðu utan TPP munu vænt­an­lega taka því fagn­andi að TPP hafi ekki náð í gegn. Banda­ríkin munu bæði líða fyrir það að hlut­verk þeirra sem stefnu­mót­andi afl í Asíu skerð­ist og mögu­lega einnig efna­hags­lega eftir því sem þau standa utan RCEP-við­ræðn­anna. Trump hefur tjáð að hann vilji "sann­gjarna" tví­hliða­samn­inga frekar en stærri frí­versl­un­ar­samn­inga sem hann telur bitna á Banda­ríkj­un­um. Hins vegar er afskap­lega erfitt að spá fyrir um hvaða Asíu­stefnu Trump hyggst taka í stað TPP og "Pivot to Asia"-stefn­unnar enda er horn­steinn utan­rík­is­stefnu hans óút­reikn­an­leik­inn sjálfur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None