Fátækt í Danmörku
Auglýsing

Danir eru fátæk­astir Norð­ur­landa­þjóða. Fátækum fjölgar ört og nú efna dönsk hjálp­ar­sam­tök í fyrsta sinn í sög­unni til lands­söfn­unar fyrir fátæka Dani. 

Í nýlegri skýrslu Evr­ópsku hag­stof­unn­ar, Eurostat, kom fram að Danir eru fátæk­astir Norð­ur­landa­þjóða og þar hefur fátækum fjölgað á und­an­förum árum. Í nágranna­lönd­unum hefur fátækum hins vegar fækk­að. Mörgum Dönum var brugðið þegar fjöl­miðlar greindu frá nið­ur­stöðum skýrsl­unn­ar. Mæli­kvarð­arnir sem Eurostat notar eru flókn­ir, meðal ann­ars hvort ein­stak­lingur hafi ráð að eiga þvotta­vél, síma og lita­sjón­varp, geti farið í viku­langt sum­ar­frí og borðað kjöt­mál­tíð annan hvern dag. Tæp­lega átján pró­sent Dana eru við fátækt­ar­mörk (sam­kv. mæli­kvörðum Eurosta­t), fyrir átta árum var talan rúm­lega sextán pró­sent.  

Danskir þing­menn hafa lengi verið ósam­mála um hver opin­ber fátækt­ar­mörk skuli vera og hvort slík mörk séu í raun til. Þau opin­beru fátækt­ar­mörk sem rík­is­stjórn Helle Thorn­ing - Schmidt  skil­greindi árið 2013 hefur núver­andi rík­is­stjórn afnumið með þeim rökum að þau þjóni engum til­gangi.

Auglýsing

1.októ­ber síð­ast­lið­inn tóku gildi ný lög í Dan­mörku um hámark fjár­hags­að­stoð­ar. Breyt­ingin varð til þess að hámarks­upp­hæð slíkrar aðstoðar lækk­aði tals­vert. Áhrifin komu strax í ljós og hjálp­ar­stofn­anir segja að beiðnum um aðstoð hafi fjölgað nokkuð síðan breyt­ingin tók gildi og telja að þeim muni fjölga veru­lega á næst­unni.

Hefð fyrir lands­söfn­unum til fátækra í öðrum löndum

Í Dan­mörku er löng hefð fyrir lands­söfn­un­um. Um þær gilda strangar reglur og margs konar skil­yrði sem sam­tök þurfa að upp­fylla til að fá leyfi fyrir söfn­un­um. Nokkrum sinnum á ári fara slíkar safn­anir fram með aðstoð stóru sjón­varps­stöðv­anna tveggja, DR og TV2, þá er gjarna lagt heilt kvöld undir söfn­un­ina og afrakst­ur­inn millj­óna­tug­ir. Flestar lands­safn­anir eru hins­vegar svo­nefndar götu­safn­an­ir, þá er staðið með söfn­un­ar­bauka á götum og torgum og auk þess gengið í hús og bankað uppá. Safn­ar­arnir þurfa að sýna sér­stök skil­ríki til að sanna að þeir séu starfs­menn við­kom­andi sam­taka. Eitt hafa þó þessar safn­anir átt sam­eig­in­legt: söfn­un­ar­féð hefur ætíð runnið til aðstoðar í fjar­lægum lönd­um. Þangað til nú.

Safnað fyrir fátæka Dani 

Í byrjun nóv­em­ber til­kynnti stjórn danska hjálp­ræð­is­hers­ins að sam­tök­in, í sam­vinnu við nokkur önnur sam­tök myndu efna til lands­söfn­unar 25. – 27. nóv­em­ber. Gengið yrði í hús og jafn­framt staðið á götum og torg­um, við versl­anir og víð­ar. Það sem er sér­stakt við þessa lands­söfnun er að ekki verður safnað fyrir fátækt fólk í öðrum löndum heldur fyrir fátæka Dani. For­maður hjálp­ræð­is­hers­ins sagði í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske að þar á bæ hefði þess greini­lega orðið vart und­an­farið að blá­fá­tæk­um, þeim sem hvorki hefðu til hnífs né skeið­ar, hefði fjölgað mjög að und­an­förnu. Þetta væri sorg­leg stað­reynd sem nauð­syn­legt væri að fyrir dönsku þjóð­ina að við­ur­kenna en fátækt hefði fram til þessa verið hálf­gert feimn­is­mál. Snemma á níunda ára­tug síð­ustu aldar neit­aði Poul Schluter, þá nýorð­inn for­sæt­is­ráð­herra, því að fátækt fyr­ir­fynd­ist í Dan­mörku. Hann sneri þó við blaðinu síðar og í nýársávarpi sínu 1987 sagði hann að fátækt væri vissu­lega til í Dan­mörku og það væri skylda stjórn­mála­manna að bregð­ast við, áður en það yrði of seint og yrði þjóð­ar­böl. Ýmsir urðu til að gagn­rýna þessi orð for­sæt­is­ráð­herr­ans en miðað við hina nýju skýrslu evr­ópsku hag­stof­unnar hafði hann mikið til síns máls.  

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None