Óvissan í Trumplandi

Staðan í bandarískum stjórnmálum er fordæmalaus um þessar mundir. Spennan hefur verið næstum áþreifanleg í New York þar sem Donald Trump vinnur nú að því að setja saman starfslið sitt.

Donald Trump
Auglýsing

Það var þrúg­andi þögn í hópnum sem stóð fyrir utan kosn­inga­vöku Hill­ar­y Clint­on þann 8. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og góndi upp á risa­vax­inn skjá­inn sem færði okkur fréttir af sigri Trumps í hverju rík­inu á fætur öðru.  Að­eins fáeinum mín­út­u­m áð­ur­ hafði gleði­bylgja færst yfir hóp­inn þegar fyrstu töl­urnar birtu­st, en nú var Trump ofan á.  ,,It is e­ar­ly yet, t­hes­e n­um­ber­s will change” útskýrði mað­ur­inn við hlið­ina á mér­.  ­Sjálf ýtti ég aftur á reloa­d takk­ann á New York Ti­mes app­in­u mín­u.  Hita­mælir­inn sýndi auk­inn hita með rauðu, en áður en fyrstu tölur birt­ust sýndi hann Hill­ar­y ­með um 85% líkur á að vinna kosn­ing­arnar nú var hún komin í 54%. Lík­urnar á því að Trump ­myndi vinna 46%.  Rauða liðið í Amer­íku eru repúblikan­ar, bláa liðið eru demókrat­ar. Það var eins og annað þetta kvöld, allt öfug­snú­ið. 

Sonur minn 10 ára var enn hund­fúll yfir því að við hefðum ekki fengið sæti inn í höll­ina og hann fengi því ekki að bera fyrsta kven­kyns for­seta Banda­ríkj­anna augum þegar hún myndi lýsa yfir sigri, heldur hafði okkur verið skóflað út á planið fyrir utan Jac­ob Ja­vits Cent­er.  Hér skyldi vera götupartý fyrir þá sem væru minna mik­il­vægir og hefðu ekki tryggt sér sæti inn í höll­inna ­með við­eig­andi fjár­stuðn­ingi við fram­boð­ið.  Mér var hætt að lítast á blik­una, enda var þetta götupartý orðið frekar súrt, svo við fórum heim til vina og skelltum í kosn­inga­vöku.  ,,Ekki gott ef Hill­ar­y ætlar að stjórna land­inu svona, leyfa bara sumum að ver­a inní í partý­inu, á meðan aðrir standa úti” ályktaði son­ur­inn yfir órétt­læti kvölds­ins. 

En kvöldið var rétt að byrja og svo fór að Hill­ar­y ­mætti aldrei í eigið partý, heldur var það gul­hærði mað­ur­inn sem hélt sig­ur­ræð­una nokkur hund­ruð metrum frá, fyrir framan æstan múg­inn sem hróp­aði í sig­ur­vímu ,,lock her up”. 

Auglýsing

Dag­inn eftir var þögnin í borg­inni ærandi, fólk sat og starði tóm­lega út í loftið í lest­inn­i.  Af­greiðslu­konan í búð­inni bað Guð um að blessa mig og Amer­íku í óspurðum frétt­u­m.  ­Son­ur­inn spurði hvert vini hans sem væru múslimar yrðu send­ir. Rit­höf­und­inum í næstu íbúð, sem er kona á níræð­is­aldri af gyð­inga­ættum var svo skellk­uð að henni var orða vant. 

Í New York ­borg höfðu aðeins 10 pró­sent kjós­enda kosið einn þekktasta íbúa borg­ar­inn­ar, Don­ald Trump.  Og þrátt fyrir að Hill­ar­y Clint­on hafi hlotið um 2 millj­ónum fleiri atkvæði á lands­vísu, vann Trump fleiri ríki og þar með kosn­ing­arn­ar.   Allar kann­anir bentu til þess að Hill­ar­y ­myndi vinna allra síð­ustu dag­ana fyrir kosn­ing­arnar og sama mátti segja um útgöngu­spár á kjör­dag.  

Hvað nú?

Hefðin er að þegar nýr for­seti er kjör­inn tekur við tíma­bil þar sem svo­kall­að­ur­ verð­andi for­set­i (e. ­Pres­ident el­ect) und­ir­býr sig.  Sá sem er að hætta er kall­aður óhæf önd eða La­me D­uck. Það nafn kom fyrst fram í tengslum við breskan verð­bréfa­sala sem gat ekki greitt skuldir sínar en hefur ein­hverra hluta vegna þótt gott heiti yfir frá­far­andi for­seta. Sá gefur þeim nýja rými til und­ir­bún­ings­ins og tekur engar afdrifa­ríkar ákvarð­anir leng­ur.  Nú er því Barack Obama orð­inn La­me D­uck og Don­ald Trump verð­andi for­seti í und­ir­bún­ings­ferli.

Trump ­gefst því svig­rúm í nokkrar vikur til að ráða til sín ráð­herra í rík­is­stjórn sína og ráða í þær fjöl­mörgu stöður sem losna við stjórn­ar­skipt­i.  Í heild sinni þarf nýr for­seti og hans fólk að ráða til sín um 4.000 manns.  Af þessum 4.000 störfum þarf öld­unga­deildin að sam­þykkja um 1.000 ráðn­ingar fyrir lok apríl næst­kom­and­i.  Þetta tíma­bil stendur frá kjör­degi þar til hann hefur tekið við starf­inu og skipað í allar stöð­urnar og sett nýja stefnu í fyrir öll þau ríf­lega 100 stjórn­sýslu-app­aröt sem heyra undir for­set­ann.  ­Byrja að und­ir­búa nýja fjár­hags­á­ætlun fyrir allar stofn­an­irnar og for­gangs­raða. 

Flestir reyndir stjórn­mála­menn sem eiga raun­hæfa mögu­leika á því að taka við valda­mesta emb­ætti Banda­ríkj­anna hafa hingað til verið nokkuð und­ir­búnir undir þetta ferli þegar þeir sigra for­seta­kosn­ing­ar.  Allt bendir þó til þess að Don­ald Trump hafi ekki verið búinn að hug­leiða mikið hver myndi taka við hvaða hlut­verki, myndi hann sigra. Því hafa síð­ustu dagar farið í að fjöl­miðlar liggja á hurð­ar­hún­inum hjá honum í þeirri von að fá ein­hverja inn­sýn inn í hvernig ferlið geng­ur.   Hefðin er að ákveðin hópur blaða­manna (e.­press pool) fái að fylgja verð­andi for­seta hvert sem hann fer en Trump hefur lítið gefið út á þá hefð og stundum hafa fjöl­miðlar ekki haft hug­mynd um hvar næsti for­seti Banda­ríkj­anna er nið­ur­kom­inn.  Þetta hefur valdið mik­illi hneysklan hjá sér­fræð­ingum hér og ekki síst fjöl­miðla­mönn­um. 

Beðið eftir Donald Trump í sjálfum Trump turninum í New York. Mynd: Bryndís.

Hurð­ar­húnn­inn hjá Trump er hins vegar ekki einn eða tveir, því hann á turna víðs veg­ar um landið og þó hefðin sé að verð­andi for­seti haldi sig í Was­hington DC þegar þetta ferli á sér stað er Trump hins veg­ar mjög heima­kær og hefur sagst ætla að dvelja mikið heima hjá sér í New York á for­seta­tíð sinn­i. 

Síð­ustu daga hefur hann því eytt flestum stundum í Trump ­turn­inum sínum í hjarta mið­borg­ar Man­hatt­an.  Þess­ari þörf Trump hefur þó reynst þraut­inni þyngri að koma í kring, því um leið og menn eru kjörnir for­setar Banda­ríkj­anna fylgir þeim gíf­ur­leg örygg­is­gæsla.  Nú er því búið að afgirða fjöl­förn­ustu versl­un­ar­göt­u Man­hatt­an í miðri jóla versl­unn­inn­i svo hægt sé að tryggja örygg­i Trumps.  Á milli­ G­ucci og Prada standa nú lög­reglu­menn með vél­byssur svo rauð­vara­lit­aðar konur í pelsum með smá­hunda og þver­röndóttir ístrukarlar kom­ast ekki lengur óhindrað að gl­ingr­in­u.  Við þessa örygg­is­gæslu hafa svo bæst stöðug mót­mæli fyrir utan heim­ili hans sem bæta nú veru­lega mann­lífs­flór­una á Fimmtu breið­götu. Áætl­aður kostn­aður vegna örygg­is­gæsl­unnar fyr­ir­ Trump í ­New York telur nú um 113 millj­ónir íslenskar krónur á dag. 

Ráðn­ing­ar Trumps

Trump hefur hitt fjölda manns síð­ustu daga og hafa þær örfá­u til­nefn­ing­ar ­sem hann hefur til­kynnt valdið miklum ótta og hneyksla ­meðal fjölda fólks. Einn sá fyrsti til að vera til­nefndur var Steph­en K. ­Bann­on ­sem ­yf­ir­-stra­teg­ist­i Trump í Hvíta hús­in­u.  Steph­en hefur rekið frétta­vef­inn Breit­bart ­News ­sem eru þekktur fyrir að vera yst á hægri vængn­um.  ­Fjöl­mið­il­inn hefur verið sak­aður um að hafa talað máli þeirra sem telja hinn hvíta kyn­stofn æðri öðrum sem og haldið úti hat­ursum­ræðu gegn sam­kyn­hneigð­um, gyð­ingum og fleir­um.  Ráðn­ingin hefur verið harð­lega gagn­rýnd af með­limum beggja flokka.

Ekki var ráðn­ing Trumps á Michael F­lynn ­sem hern­að­ar­ráð­gjafa síður gagn­rýnd, en sá ­gengd­i ­mik­il­vægu hlut­verki í hern­að­ar­í­hlutun Banda­ríkj­anna í Írak og Afganist­an. Þar var hann meðal ann­ars yfir­ Defen­se In­telli­g­ence A­gency og þótti hvorki vera mjög nákvæmur í störfum sínum né góður stjórn­and­i.  Eftir að hafa verið lát­inn fara frá­ Obama ­stjórn­inni fór hann í allskyns ráð­gjafa­verk­efni sem þykja mjög vafasöm.  Hann er sér­stak­lega þekktur fyrir að hafa mjög öfga­fullar skoð­anir á múslimum og vera hlynntur öfga­fullum skoð­un­um Trumps um skrán­ingu múslima í Banda­ríkj­un­um. 

Staða yfir­sak­sókn­ara Banda­ríkj­anna  er afar mik­il­væg. Trump hefur til­nefn­t Jeff ­Session, öld­unga­deilda­þing­mann frá Ala­bama í það starf. ­Session hefur verið við hlið Trumps í gegn um alla kosn­inga­bar­átt­una og er tal­inn hafa ráð­lagt honum að fá ­Mi­ke Pence ­sem vara­for­seta­efn­i.   Hann hefur líkt og margir kollegar hans í Repúblikana­flokkn­um verið á móti gift­ingu sam­kyn­hneigða, fóst­ur­eyð­ing­um, rétt­indum barna ólög­legra inn­flytj­enda sem hafa alist upp í Banda­ríkj­unum að fá rík­is­borg­ara rétt og hefur verið sak­aður um að ver­a ras­ist­i.  Hann hefur starfað í stjórn­málum í þrjá ára­tugi, mest allan tím­ann í Ala­bama. 



Nikki Haley er nýskip­aður sendi­herra Banda­ríkj­anna gagn­vart Sam­ein­uð­u ­þjóð­un­um. Þessi ráðn­ing kom fremur mikið á óvart en hún­ er rík­is­stjóri í Suður Kar­ólínu og er dóttir ind­verskra inn­flytj­enda.  Hún studd­i Marco Ru­bio í for­vali repúblik­ana og var gagn­rýnin á Trump á meðan á kosn­inga­bar­átt­unni stóð.  ­Þrátt fyrir að hafa öðl­ast ein­hverja reynslu í utan­rík­is­málum á sviði við­skipta­samn­inga er reynsla hennar á utan­rík­is­málum á borð við þau sem fara fram hjá Sam­ein­uðu þjóð­unum nán­ast eng­in.  Henni er ætlað að hafa nokkuð svip­aðar skoð­anir á utan­rík­is­málum og flokk­ur­inn henn­ar.  Hún er þó þekkt fyrir að vera ákafur stuðn­ings­maður Ísra­els og að hafa sem rík­is­stjóri hert fóst­ur­eyð­inga­lög­gjöf­ina. 

Þessar ráðn­ingar og fleiri eru svo í bland við ráðn­ingar á borð við ráðn­ingu Reince Priebus sem starfs­manna­stjóra, sem hefur starfað sem stjórn­ar­maður lands­nefndar repúblikana­flokks­ins og er því einn helsti kerfis­karl flokks­ins. Hann var kjör­inn í þetta emb­ætti fyrir 5 árum síðan og var afar náinn Trump eftir að hann vann for­val flokks­ins.  Priebus er tal­inn eiga að hafa það hlut­verk að brúa á milli for­set­ans og hans fólks og þing­flokks repúblikana­flokks­ins og koma þannig vilja for­set­ans í fram­kvæmd þegar þarf einnig þingið til. 

Nýjar ráðn­ingar og vanga­veltur for­set­ans koma nú fram á hverjum degi. Mitt Rom­ney fv. for­seta­frambjóðandi er einn þeirra sem for­set­inn hefur rætt við of verið orð­aður við stöðu utan­rík­is­ráð­herra.  ­Fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri New York borgar og einn ákafasti stuðn­ings­maður Trumps, Rudy Guili­ani er einnig orð­aður við stöð­una. Á hverjum degi mætir hópur manna, flestir hvítir mið­aldra karl­ar, á fund Trumps sem mátar þá í lausu stöð­urnar og á meðan spá fjöl­miðlar í spilin þegar þeir liggja ekki undir reiði­lestri Trumps.

Fjöl­miðlar teknir á teppið

Í vik­unni sem leið mættu útgef­endur nokk­urra helstu fjöl­miða­sam­steypna hér vestra, ásamt nokkrum af þekkt­ustu fjöl­miðla­mönnum lands­ins á fund Trumps í einn af turn­unum hans í New York.  Fund­ur­inn var ,,off the record” en fljót­lega fóru að ber­ast fréttir af fund­inum og ef marka má þær las verð­andi for­seti fjöl­miðl­unum pistil­inn fyrir að vera að hans mati ósann­gjarna við sig og fram­boð sitt.  

Í byrjun vik­unnar lak svo út að Trump hefði mælt sér mót við eig­anda og fjöl­mið­al­menn frá New York Times.  Við heim­ili hans hafði safn­ast saman fjöldi fjöl­miðla­manna í gyllta andyr­inu í Trump­turn­inum á 5 Avenue, stein­snar frá fræga rúllu­stig­anum sem Trump rúll­aði sér niður fyrir ríf­lega ári síð­an, líkt og Simp­son sjón­varps­þátt­ur­inn hafði spáð fyr­ir, og til­kynnti um fram­boð sitt, stóðu blaða­menn­irnir á afgirtu svæð­i.  Bak við rautt flauels­band sem hékk uppi á gylltum staurum stóðu þeir, und­ir­rituð hnippti í  ­blaða­mann sem kyrfi­lega var merktur spænskum miðli og spurð­i  ,,Veistu nokkuð hvar Trump er?  eins og ekk­ert væri eðli­legra.  ­Blaða­mað­ur­inn bað­aði út hönd­un­um, ,,who knows where he is? - at least not the media” sagði hann úrill­ur.  Þá var bara að hrista af sér kjána­hroll­inn og vona að kauði myndi láta sjá sig fljót­lega.  Ekki á hverjum degi sem maður drepur tím­ann með því að skoða ung­barna­fata­línu Trumps­fjöl­skyld­unnar sem var einmitt til sýnis glugg­anum við hliðin á blaða­manna­hópn­um. 

En þá kom til­kynn­ing um að Trump hefði hætt við fund­inn. Örvingla fjöl­miðla­menn rang­hvolfdu aug­unum í andyr­inu. Blaða­menn­irnir end­ur­hlóðu Twitter ört. Fljót­lega kom þó í ljós -á Twitt­er, þar sem alltaf má treysta á að finna verð­andi for­seta,  að hann væri kom­inn á fund með New York Times og þar fór við­talið fram fyrir framan heilan her af fjöl­miðla­mönnum blaðs­ins. For­set­inn sat við hlið Arthur Sultz­berger þriðja ætt­liðs, stjórna­for­manns blaðs­ins og svar­aði spurn­ingum reynd­ustu blaða­manna blaðs­ins. 

Í við­tal­inu dró Trump all­veru­lega úr stór­karla­legum yfir­lýs­ingum sínum sem höfðu fleytt honum í emb­ættið fyrir nokkrum vik­um.  Hann sagð­ist m.a. vera hættur við að ákæra Hill­ary Clint­on, honum þætti ákaf­lega mik­il­vægt að skoða Par­ís­ar­sátt­mál­ann vel og hann væri opinn fyrir að breyta afstöðu sinni og svona mætti lengi áfram telja. Hann afneit­aði hópi nýnas­ista sem lýst hafa yfir stuðn­ingi við hann og verið tölu­vert í fjöl­miðlum eftir kjör hans.  ­Mörgum þótti við­talið bera þess merki að Trump hafi líkt og áður sveigt og beygt mál­flutn­ing sinn eftir því hverjir voru áheyr­end­ur.  ­Blaða­menn New York Times hafa verið ákaf­lega gagn­rýnir á mál­flutn­ing Trumps og líkt og áður hefur Trump látið þá heyra það – á Twitt­er. 

Hags­muna­á­rekstur Trumps

Óljós svör Don­alds Trumps í við­tal­inu við New York Times um hags­muna­tengsl sín vegna við­skipta hans ann­ars vegar og for­seta­emb­ætt­is­ins hafa vakið tölu­verða athygli. En sam­kvæmt lögum hér má for­seti ekki hafa per­sónu­lega hags­muni sem gætu haft áhrif á störf hans sem for­set­i.  Við­skipta­veldi Trumps verður því sam­kvæmt lögum að fara í hend­urnar á aðila sem ekki hefur vensla tengsl við Trump. Á það hefur Trump þó ekki sjálfur fall­ist á og hefur lagt til að börnin sín muni sinna við­skipt­unum á meðan hann sinnir starfi sínu sem for­set­i.   Trump á fyr­ir­tæki í að minnsta kosti 18 löndum fyrir utan Banda­ríkin sam­kvæmt sam­an­tekt Was­hington Post, þar á meðal í Kína, Sádí-­Ar­ab­íu, Sam­ein­uðu fursta­dæm­unum og á Ind­land­i. 

Aðskiln­aður hans við við­skipti sín virð­ast ekki byrja vel, því eftir kjör hans hefur komið fram hjá fjöl­miðlum að í sam­tali við for­seta Argent­ínu sem hringdi í hann til að óska honum til ham­ingju með kjör hans, hafi hann beðið for­set­ann um að liðka fyrir leyf­is­veit­ingu vegna bygg­ingu hans í land­inu. For­seti Argent­ínu hefur ekki dregið þessar fréttir til bak­a.  Í síð­ustu viku hafði hann svo dóttur sína með sér á fund for­sæt­is­ráð­herra Jap­ans, sem þótti afar óheppi­legt, ekki síst vegna þess að hún hefur ekki form­legt hlut­verk í stjórn hans, sem og vegna þess að hún á að taka við við­skiptum hans, sem meðal ann­ars eru í Jap­an.  Þessi tengsl verða án efa til umræðu mikið þegar nær dregur því að hann taki form­lega við emb­ætt­inu en margir hafa bent á að erfitt verður að leysa þetta, nema þingið gefi honum sér­staka heim­ild þar sem hrein­lega er ákveðið að horft sé fram­hjá þessum hags­muna­tengsl­u­m.  Aðrir telja að þingið verði að ákæra hann vegna tengsl­anna láti hann ekki af stjórn fyr­ir­tækja sinna sjálfur og setji í hendur óháðra aðila. En fátt bendir til þess að Trump ætli sér að gera það. 

Ef eitt­hvað er hægt að lesa í stöð­una sem upp ier núna, virð­ist Trump vera jafn­óðum að draga mikið í land með yfir­lýs­ingar sínar sem hann lagði alla áherslu á í kosn­inga­bar­áttu sinni, svo sem að byggja múr við Mexíkó, ákæra Hill­ary Clint­on, fara út úr NATÓ í snatri og Par­ís­ar­sátt­mál­anum – sem og að afnema Obamacare með öllu.  Á sama tíma virð­ist hann velja sér liðs­menn með jafn­vel ýkt­ari og öfga­fyllri skoð­anir en sínar eig­in,  í bland við harð­kjarna kerf­is­fólk.

Hin stöðuga þver­sögn sem hann býður upp á í sam­tölum sínum við fjöl­miðla gegn því það sem hann hefur áður lofað kjós­endum sínum virð­ist engan enda ætla að taka.

Hvað hann sagði áður, hverju hann lof­aði og hvort það sem hann segir eigi sér stoð í raun­veru­leik­an­um, sé ger­legt eða ímyndun ein, skiptir ekki máli.  Þetta er Trumpland og þú gætir verið rek­inn – jafn­vel úr land­i. 

Sú veika von and­stæð­inga Trumps um að Rússar eða ein­hverjir aðrir hafi hakkað sig inn í kosn­inga­kerfið í þrem ríkjum þar sem Trump vann með mun meiri mun í raf­rænu kosn­ing­unum en þeim í papp­írs­formi hefur orðið til þess að farið hefur verið fram á end­ur­taln­ingu í Wisconsin rík­i.  Beiðnin kemur ekki frá Clinton heldur for­seta­fram­bjóð­and­anum og græn­ingj­anum Jill Stein. Jafn­vel þó eitt­hvað miss­jafnt hafi komið fram er mjög ólík­legt að ógild­ing atkvæða myndi duga til að að breyta nið­ur­stöðu kosn­ing­anna.  En gera má ráð fyrir að fjöl­margir séu til­búnir að styðja allar leiðir til að koma í veg fyrir að Trump taki form­lega við sem for­seti enda snertir sú óvissa sem hann skapar fjölda hags­muna­afla, ekki bara íbúa lands­ins. 

Það er því legið er í svoköll­uðum kjör­mönnum sem form­lega leggja fram atkvæði fyrir ríkin sín og geta tækni­lega kosið annan kandídat en meiri­hluti kjós­endur valdi í þeirra ríki. Ekk­ert bendir til þess að hægt verið að fá þann fjölda sem þarf til að ,,skipta um skoð­un” svo Trump fái ekki form­lega afhent emb­ætt­ið.  En þó má segja að sú stað­reynd að repúblikanar hafi ekki tvo þriðju atkvæða í öld­unga­deild­inni sé það sem margir þakki fyrir nú,  því þar með geta demókratar enn stöðvað mál með mál­þófi eða hótun þess að fara í mál­þóf, en það vopn hefur reynst repúblikönum dýr­mætt í for­seta­tíð Obama til að stöðva mál. 

En þrátt fyrir að margir séu nú að reyna alla mögu­legar leiðir til að koma í veg fyrir að Trump verði for­seti er lík­leg­ast að sú stað­reynd verði ekki breytt.   Trump er verð­andi for­seti og enn allt bendir til að því muni áfram fylgja algjör óvissa fyrir íbúa þessa lands, sem og heim­inn all­ann.   ­Fjöl­miðlar munu áfram bíða í ofvæni eftir því að segja okkur frá því hvað Trump segir eða gerir næst,  ­getur - eins og í góðum raun­veru­leika­þætti, eng­inn misst af næstu sen­u.  Að­al­hlut­verkið er í mótun á raun­tíma og áhorf­end­urnir sitja allir límdir við við­tæk­in, því eng­inn veit hvað er framundan -  ­nema kannski Trump sjálfur – ef marka mætti orð hans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None