Frændurnir í lykilhlutverkum – Peningastefnan endurskoðuð

Ný ríkisstjórn hyggst koma margvíslegum breytingum á gegnum, en nýr stjórnarsáttmáli verður kynntur í dag.

Bjarni, Óttarr og Benedikt
Auglýsing

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er nú að myndast eftir að þingflokkar og trúnaðarmenn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins samþykktu stjórnarsáttmála flokkana í gærkvöldi. Eftir stjórnarkreppu síðustu mánaða, frá kjördegi 29. október, sér nú loks til lands við myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Frændurnir Bjarni og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, verða í lykilhlutverkum í stjórninni. Bjarni verður forsætisráðherra en Benedikt fjármála- og efnahagsráðherra. Reiknað er með því að tilkynnt verði um aðra ráðherraskipan í dag og stjórnarsáttmálann sjálfan sömuleiðis.

Fyrsta tilraun þessara flokka til að mynda ríkisstjórn gekk ekki upp. Það sama átti við um tvær tilraunir flokkanna fimm, Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingarinnar, en þær fóru út um þúfur.

Við erum HAM!

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og söngvari í hinni goðsagnarkenndu þungarokkssveit HAM, leiddi viðræðurnar fyrir hönd Bjartrar framtíðar

Auglýsing

Eins og viðræðurnar hafa verið til þessa, þá er gert ráð fyrir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fái, auk for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins, inn­an­rík­is­ráðuneytið, mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið, ut­an­rík­is­ráðuneytið og ráðherra iðnaðar- og viðskipta­mála í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu.

Fastlega má búast við því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður um árabil, verði ráðherra í ríkisstjórninni, sem og Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir snýr að öllum líkindum aftur í ríkisstjórn. Nú undir merkjum Viðreisnar.

Auk efnahags- og fjármálaráðuneytisins fær Viðreisn ráðherra sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mála í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu, og ráðuneyti fé­lags- og hús­næðismála í vel­ferðarráðuneyt­inu. Björt framtíð mun hins veg­ar skipa ráðherra heil­brigðismála í vel­ferðarráðuneyt­inu ásamt um­hverf­is- og auðlindaráðuneyti. 

Greint var frá þessari skipan í Morgunblaðinu í gær, en undanfarnar vikur hafa flokkarnir rætt það sína á milli hvernig verkaskiptingin skuli vera við ríkisstjórnarborðið.

Meirihluti flokkanna mun í reynd hanga á bláþræði frá fyrsta degi þar sem flokkarnir eru með 32 þingmenn af 63, eða aðeins eins manns meirihluta í þinginu. Mikið mun því reyna á trúnað og samheldni í samstarfinu. Sjálfstæðisflokkur er með 21 þingmann, Viðreisn sjö og Björt framtíð fjóra.

Peningastefnan, jafnlaunavottun og sjávarútvegur

Samkvæmt heimildum Kjarnans kemur fram í stjórnarsáttmála flokkanna að peningastefnan verði endurskoðuð og niðurstaða í þeirri vinnu liggi fyrir innan árs. Þá verða búvörusamningar endurskoðaðir og miðað við að það verði gert á næstu tveimur árum, eða fyrir lok árs 2019.

Þá stefnir ríkisstjórnin að jafnlaunavottun og verður hún lögfest, og miðað þar við fyrirtæki með 25 starfsmenn og fleiri. Í því felst róttækt breyting sem á að miða að því að jafna út óútskýrðan launamun kynjanna á vinnumarkaði.

Samkvæmt heimildum Kjarnans verður unnið að því að koma á námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Þá verður horft til þess að breyta sjávarútvegskerfinu. Í stað ótíma­bund­ins af­nota­rétt­ar auðlindarinnar verður skoðað að taka upp leigu á afla­heim­ild­um til langs tíma, og þá horft til þess að afkomutengja breytinguna eins og frekast er unnt, til að tryggja stöðugra rekstrarumhverfi. 

Í stjórnarsáttmálanum er síðan gert ráð fyrir að þingið muni ráða því hvort aðildarviðræður við Evrópusambandið eigi að halda áfram, og verður þingsályktunartillaga þess efnis lögð fram á síðari hluta kjörtímabilsins.

Frekar upplýsingar um stjórnarsáttmálann munu koma fram í dag, eins og áður segir, og munu þær birtast hér á vef Kjarnans jafn óðum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None