Langa landamæratilraunin

Landamæragæsla sem Danir tóku upp og átti að gilda í tíu daga stendur enn og enginn veit hvenær henni lýkur. Kostnaðurinn við gæsluna er mikill og deilt er um gagnsemina.

Landamæragæsla á Danmerkurenda Eyrarsundsbrúarinnar.
Landamæragæsla á Danmerkurenda Eyrarsundsbrúarinnar.
Auglýsing

Í byrjun árs 2015 tóku Danir upp gæslu og vega­bréfa­skoðun á landa­mærum Þýska­lands og Dan­merk­ur. Sú ákvörðun var tekin í kjöl­far kröfu Svía um skil­ríkja­skoðun á landa­mærum Dan­merkur og Sví­þjóð­ar. Svíar beittu fyrir sig sér­stöku ákvæði Schengen sam­komu­lags­ins (svo­nefndri flytj­anda­á­byrgð) sem skyldar fyr­ir­tæki sem ann­ast far­þega­flutn­inga milli landa að skoða skil­ríki far­þega við brott­för úr einu landi til ann­ars. Svíar voru mjög ósáttir við að Danir hleyptu öllu flótta­fólki sem streymdi til Dan­merk­ur, frá Þýska­landi, áfram til Sví­þjóð­ar. Dönsk stjórn­völd sáu sér ekki annað fært en verða við kröfu Svía en tóku jafn­framt upp eft­ir­lit á landa­mær­unum við Þýska­land. Að öðrum kosti hefðu þeir „setið uppi“ með þús­und­ir, jafn­vel tug­þús­undir flótta­fólks sem óskað hefðu land­vist­ar. Slíkt hefði orðið Dönum ofviða, að mati stjórn­valda.

Tíu daga til­raun sem stendur enn

Þegar Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra til­kynnti um landamæra­gæsl­una 4. jan­úar í fyrra (frum­varpið var lagt fram í nóv­em­ber 2015) sagði hann að hér væri um að ræða tíu daga til­raun sem hægt yrði að fram­lengja um tutt­ugu daga til við­bót­ar. Síðan for­sæt­is­ráð­herr­ann til­kynnti þetta verða brátt liðnir fjögur hund­ruð dagar og landamæra­gæslan er enn við lýði. Aðgerðin var strax fram­lengd um áður­nefnda tutt­ugu daga en hefur síðan verið fram­lengd um þrjá mán­uði í hvert sinn, núver­andi fram­leng­ing gildir til 4. febr­úar næst­kom­andi.

Mis­jöfn við­brögð

Landamæra­gæslan var frá upp­hafi umdeild, jafnt utan þings sem inn­an. Mesta athygli vakti að lög­reglu og toll­gæslu væri heim­il­að, og gert skylt, að leggja hald á verð­mæti svo sem skart­gripi ýmis­kon­ar, gull og reiðu­fé. Fólk mætti hafa með sér verð­mæti, reiðufé með­talið, sem næmi þrjú þús­und krónum dönskum (ca. 50 þús­und krón­ur) við kom­una til Dan­merk­ur. Allt umfram það skyldi gert upp­tækt. Stjórnin dró síðar nokkuð í land og upp­hæðin (pen­ingar og skart) sem fólk mátti hafa með sér hækkuð í tíu þús­und krónur (rúm­lega 150 þús­und íslenskar). Fólki skyldi einnig heim­ilt að halda hlutum sem hefðu sér­stakt til­finn­inga­legt gildi (t.d. ferm­ing­ar­ú­rið og hring­ur­inn sem amma átt­i). Í Dan­mörku eru þessi lög kölluð „smykk­eloven“, skart­gripa­lög­in.

Auglýsing

Líkt við þýsku nas­istana

Frétt­irnar um skart­gripa­lögin fóru sem eldur í sinu og voru til umfjöll­unar í fjöl­miðlum víða um heim. Talað var um mann­vonsku og útlend­inga­hat­ur. „Stendur til að rífa gull­fyll­ingar úr tönnum flótta­fólks sem leitar til Dan­merk­ur?“ var fyr­ir­sögn í enskum net­miðli sem skír­skot­aði þannig til fram­ferðis nas­ista í síð­ari heims­styrj­öld­inni. Þótt danska stjórn­in, með Inger Støjberg, ráð­herra inn­flytj­enda­mála, í far­ar­broddi reyndi að útskýra regl­urnar tókst það mis­jafn­lega og varð ekki til að lægja öld­urn­ar. Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna gagn­rýndi ákvarð­anir dönsku stjórn­ar­innar og fram­kvæmda­stjóri SÞ skrif­aði Lars Løkke for­sæt­is­ráð­herra bréf þar sem hann lýsti áhyggjum sín­um. Allt kom fyrir ekki, skar­gripa­frum­varpið varð að lögum og þau eru enn í gildi. Þeim hefur hins vegar ein­ungis fjórum sinnum verið beitt á þessu rúma ári sem liðið er frá gild­is­tök­unni.

Erfitt verk­efni

Eins og áður sagði var það upp­haf­lega krafa Svía um eft­ir­lit og vega­bréfa­skoðun á landa­mærum Dan­merkur og Sví­þjóðar sem varð til þess að eft­ir­lit­inu var komið á. Sam­göngu­leiðir milli þess­ara tveggja landa liggja fyrst og fremst um Eyr­ar­sunds­brúna, milli Malmö og Kaup­manna­hafnar (með lestum og bíl­um) og með ferjum á milli Hels­ingja­eyrar á Norð­ur­-­Sjá­landi og Hels­ingja­borgar á Skáni. Landa­mæri Dan­merkur og Þýska­lands eru flókn­ari, þau eru 70 kíló­metra löng og þar eru þrettán landamæra­stöðv­ar. Flestar þeirra hafa um langt ára­bil verið ómann­aðar enda arfur frá gam­alli tíð. Auk þess eru ótal vegir og stígar sem liggja milli land­anna tveggja sem eng­inn fylgist með. Járn­brautin sem tengir löndin tvö liggur um Pad­borg og þar er, ásamt í bænum Flens­borg, mið­stöð toll­af­greiðslu, en hund­ruð flutn­inga­bíla fara um landa­mærin á degi hverj­um. Við þetta bæt­ast ferj­urnar sem sigla til Rödby og Gedser. Af fram­an­greindu má sjá að landamæra­eft­ir­litið yrði ekki auð­leyst verk­efni sem auk þess krefð­ist mik­ils mann­afla.

Danmörk er í Evrópusambandinu og deilir þess vegna sameiginlegum ytri landamærum með öðrum ESB-þjóðum. Þegar straumur flóttafólks um álfuna var hvað þyngstur árið 2015 ákváðu dönsk yfirvöld að hefja landamæraeftirlit.

Tvö hund­ruð á vakt­inni hverju sinni

Þótt frá byrjun hafi verið ákveðið að eft­ir­litið yrði ein­ungis á þeim stöðum sem bílar og almenn­ings­far­ar­tæki fara um var talið að um það bil tvö hund­ruð lög­reglu­menn þyrfti til að sinna eft­ir­lit­inu hverju sinni, miðað við þrí­skiptar vaktir þýddi það sam­tals sex hund­ruð manns. Þann fjölda var ekki hægt að „grípa upp af göt­unni“ og lög­reglu­þjónar víðs vegar úr Dan­mörku voru þess vegna sendir til starfa við landa­mær­in. Sú ákvörðun sætti mik­illi gagn­rýni því á stórum svæðum í land­inu var nán­ast engin lög­gæsla mán­uðum sam­an. Lög­reglan hefur á und­an­förnum árum mátt þola mik­inn nið­ur­skurð og lög­reglu­liðið mun fámenn­ara en t.d fyrir ára­tug. Óvissan og stöðugar fréttir af nið­ur­skurði hefur leitt til þess að færri en áður sækj­ast eftir störfum í lög­regl­unni. Fyrir nokkru ákvað rík­is­stjórnin að stytta lög­reglu­námið úr þremur árum í tvö, það hafði engin áhrif á aðsókn­ina, hún jókst ekki. Skömmu fyrir síð­ustu ára­mót var svo kynnt nýtt nám, kallað kadett­nám. Sex mán­aða nám sem veitir rétt­indi til að sinna ýmsum verkum sem lög­reglan hefur ann­ars haft á sinni könnu, t.d. flutn­ing á föngum vegna rétt­ar­halda, vega­eft­ir­lit o.s.frv.

Kostn­að­ur­inn við landamæra­gæsl­una er mik­ill, Danir fóru fram á það við Þjóð­verja að þeir tækju á sig hluta hans en Þjóð­verjar sögðu þvert nei við þeirri beiðni. Á allra síð­ustu mán­uðum hefur dregið mjög úr flótta­manna­straumnum og mun færra fólk sinnir nú landamæra­gæsl­unni. Kostn­að­ur­inn er eigi að síður umtals­verður og vex mörgum í aug­um.

Þrjár millj­ónir skil­ríkja skoð­aðar

Á því rúma ári sem liðið er síðan landamæra­eft­ir­litið hófst hafa danskir landamæra­verðir sam­tals rýnt í skil­ríki þriggja millj­óna fólks. Nokkur hluti þessa hóps er fólk sem ferð­ast milli land­anna vegna vinnu sinnar og það er ekki sátt við eft­ir­lit­ið. Þótt taf­irnar vegna vega­bréfa­skoð­unar séu styttri en í upp­hafi tekur ferða­lagið til og frá vinnu tals­vert lengri tíma en áður var. Á þessu rúma ári hefur þrjú þús­und manns verið synjað um að koma til lands­ins, frá Þýska­landi og tvö hund­ruð og tutt­ugu ákærur vegna gruns um smygl á fólki.

Hverju hafa eft­ir­litið og skart­gripa­lögin skil­að?

Við þess­ari spurn­ingu er ekki til ein­falt svar. Tölur sýna að flótta­fólki og hæl­is­leit­endum hefur fækkað mjög að und­an­förnu. Fyrir því eru margar ástæð­ur, danskir ráð­herrar segja að landamæra­eft­ir­litið eigi sinn þátt í því að færri reyni að kom­ast til Dan­merkur en aðstæður í Evr­ópu hafa líka breyst mikið og flótta­manna­straum­ur­inn ekki jafn stríður og fyrir ári síð­an. Áhrif skart­gripa­lag­anna er mjög erfitt að meta. Eins og fram kom framar í þessum pistli hefur laga­á­kvæð­inu um upp­töku eigna ein­ungis verið beitt fjórum sinnum á þessu rúma ári. Ekk­ert liggur fyrir um að fólk hafi snúið við á landa­mær­unum þegar því varð ljóst að eigur þess yrðu hugs­an­lega gerðar upp­tæk­ar. Lík­legri skýr­ing á því hvers vegna laga­á­kvæð­inu hefur svo sjaldan verið beitt er sú að lög­regla og toll­verðir hafa átt í vand­ræðum með að fram­fylgja því. Þá er kannski auð­veld­ast að snúa blinda aug­anu að. Inger Stojberg, ráð­herra inn­flytj­enda­mála, lýsti því yfir í blaða­við­tali fyrir nokkrum dögum að skart­gripa­lögin hefðu náð til­gangi sín­um. Mik­il­vægt væri að þeim sem sækj­ast eftir land­vist í Dan­mörku sé ljóst að þeir geti ekki komið með fulla vasa fjár til lands­ins og ætli síðan að fram­fleyta sér á kostnað sam­fé­lags­ins. „Þessar reglur eru þær sömu og gilda um Dan­i,“ sagði ráð­herr­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None