Sannkallaður betri helmingur krónprinsins

Danir elska Mary, krónprinsessu Danmerkur. Það gera dönsku glanstímaritin líka.

Auglýsing
Mary krónprinsessa Danmerkur er vinsæl.
Mary krónprinsessa Danmerkur er vinsæl.

Mary krón­prinsessa Dan­merk­ur, eig­in­kona Frið­riks krón­prins er í miklu áliti meðal Dana. Vann hug og hjörtu dönsku þjóð­ar­innar allt frá fyrsta degi. Þykir einkar aðlað­andi og allir sem kynn­ast henni hríf­ast af henni. Sama gildir um erlenda gesti sem sækja Dan­mörk heim og þá sem henni kynn­ast í heim­sóknum dönsku kon­ungs­fjöl­skyld­unnar til ann­arra landa. 

Mary er sömu­leiðis eft­ir­læti dönsku „gl­ans­tíma­rit­anna“ enda líður ekki sú vika að þar sé ekki myndir af henni að finna og oft­ast fleiri en eina eða tvær. Danskir fjöl­miðlar fjalla yfir­leitt á fremur jákvæðan hátt um fjöl­skyldu Mar­grétar Þór­hildar drottn­ing­ar, þeir fara ekki dult með þá skoðun sína að Frið­rik krón­prins hefði ekki getað verið heppn­ari en þegar hann lagði snörur sínar fyrir Mary Eliza­beth Don­ald­son.

For­eldr­arnir skoskir inn­flytj­endur

For­eldrar Mary, John og Hen­ri­etta Don­ald­son, fluttu, nýgift, frá Skotlandi til Tasmaníu haustið 1963, en fyrr á árinu hafði John lokið háskóla­prófi í stærð- og eðl­is­fræði. For­eldrar hans höfðu nokkrum árum áður tekið sig upp og flutt til Ástr­al­íu. John Don­ald­son varð pró­fessor við Háskól­ann í Tasmaníu og gegndi því starfi uns hann fór á eft­ir­laun árið 2003. Hen­ri­etta, móðir Mary starf­aði á skrif­stofu Háskól­ans í Tasmaníu en hún lést árið 1997. Þau hjónin eign­uð­ust fjögur börn, Mary er yngst. John gift­ist aftur árið 2001 saka­mála­höf­und­in­um Susan Eliza­beth Horwood

Auglýsing

Fædd­ist í Hobart, borg­inni þar sem hunda­daga­kóng­ur­inn bjó

Mary Don­ald­son fædd­ist 5.febr­úar árið 1972 í borg­inni Hobart í TasmaníuHobart, sem er höf­uð­borg Tasman­íu­fylkis, var stofnuð sem fanganý­lenda árið 1803 og er næstelsta borg Ástr­al­íu. (Jör­undur hunda­daga­kon­ungur bjó frá árinu 1825 í Hobart þar sem hann lést árið 1841, frjáls mað­ur.)

Mary er með háskóla­próf í lög­fræði og við­skiptum og lauk síðar námi í mark­aðs- og aug­lýs­inga­fræð­um. Að loknu námi flutti hún til Mel­bo­urne og síð­ar Sydney og vann hjá mark­aðs- og kynn­ing­ar­fyr­ir­tækj­um.

Afdrifa­rík ferð á krána

Laug­ar­dag­inn 16. sept­em­ber árið 2000 bauð vin­kona Mary henni með sér á krána „Slip Inn“ í Sydney en Ólymp­íu­leik­arnir stóðu þá yfir í borg­inni. Vin­konan hafði sagt Mary að þarna yrðu nokkrir Spán­verjar, kepp­endur á leik­un­um. En þarna voru fleiri, meðal ann­ars Niko­laos sonur Önnu Mar­íu, systur Mar­grétar Þór­hildar Dana­drottn­ingar og Kon­stant­íns fyrr­ver­andi Grikkja­kon­ungs. Með Niko­laos voru tveir danskir frændur hans, Frið­rik og Jóakim. „Ég vissi fyrst ekk­ert hvaða strákar þetta voru“ sagði Mary síð­ar. En þessi ferð á krána leiddi til nán­ari kynna þeirra Mary og „stráks­ins“ Frið­riks. Þau hitt­ust aftur á kránni kvöldið eftir og nokkrum sinnum eftir það meðan Ólymp­íu­leik­arnir stóðu yfir. 

Mary ásamt eiginmanni sínum, bróður hans og mágkonu við móttöku sem haldin var til heiðurs Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, fyrir nokkrum dögum. MYND:EPADanskir blaða­menn hafa gegnum árin fylgst grannt með kon­ungs­fjöl­skyld­unni, ekki síst krón­prins­inum en að hann væri kom­inn í kynni við ástr­alska stúlku fór lengi vel algjör­lega fram­hjá þeim. Frið­rik fór á næstu mán­uðum nokkrum sinnum til Ástr­alíu en Mary kom á þeim tíma aldrei til Dan­merk­ur, Frið­rik hefur vitað sem var að þá fengju þau ekki stund­legan frið fyrir blaða­mönnum sem þyrsti í frétt­ir, ekki síst af hugs­an­legum kvenna­málum krón­prins­ins. Rík­is­arf­inn var jú kom­inn yfir þrí­tugt og ekk­ert (svo vitað væri) að ger­ast í ásta­málum hans. 

Mary flytur til Dan­merk­ur 

Þrátt fyrir að þeim Mary og Frið­riki hafi lengi tek­ist að halda sam­bandi sínu leyndu kom þó að því að danskir blaða­menn kæmust á snoðir um að krón­prins­inn væri í nánu sam­bandi við ástr­alska stúlku. Mary flutti til Kaup­manna­hafnar haustið 2002, eftir nokk­urra mán­aða dvöl í Par­ís, og bjó til að byrja með „úti í bæ“ í íbúð við Löngu­lín­u.  8. októ­ber 2003 var til­kynnt opin­ber­lega um trú­lofun hennar og Frið­riks, þá hafði Mar­grét Þór­hildur drottn­ing sam­þykkt ráða­hag­inn. Danskir fjöl­miðlar full­yrtu að drottn­ingin hefði frá fyrsta degi verið mjög ánægð með þessa stúlku „sem Frið­rik sótti yfir hálfan hnött­inn“ eins og eitt blað­anna komst að orði.

Gefin saman í Frú­ar­kirkju

14. maí 2004 voru þau Mary og Frið­rik pússuð sam­an, með við­höfn í Frú­ar­kirkju, Dóm­kirkju Kaup­manna­hafn­ar. Danskir miðlar nefndu það sér­stak­lega að brúð­arslörið hefði verið sex metra langt og annað eftir því. Frú­ar­kirkja var blómum skreytt og að athöfn­inni lok­inni óku þau nýgiftu í hest­vagni um mið­borg Kaup­manna­hafnar þar sem mann­fjöldi fagn­aði þeim. Öku­ferð­inni lauk við Amali­en­borg þarsem brúð­hjónin sýndu sig á svölum hall­ar­innar ásamt Mar­gréti Þór­hildi, Hen­rik drottn­ing­ar­manni og föður brúð­ar­innar og eig­in­konu hans. Danska þing­ið, Fol­ket­inget, hafði sam­þykkt að Mary, sem var ástr­alskur og breskur rík­is­borg­ari, fengi á brúð­kaups­dag­inn danskan rík­is­borg­ara­rétt. 

Varð strax ein af dönsku „stór­fjöl­skyld­unni“

Mary, sem fékk tit­il­inn krón­prinsessa við brúð­kaup­ið, ávann sér strax hylli Dana og eitt glans­tíma­rit­anna hitti naglann á höf­uðið þegar það sagði að hún hefði strax orðið hluti af dönsku „stór­fjöl­skyld­unn­i“. Krón­prinsessan náði mjög fljótt góðum tökum á dönsk­unni (sem er síður en svo sjálf­gef­ið) og hefur frá upp­hafi tekið mik­inn þátt í þeim skyldum og verk­efnum sem til­heyra fjöl­skyldu Mar­grétar Þór­hild­ar. Mörg þeirra verk­efna eru það sem kalla mætti skyldu­verk en á allra síð­ustu árum hefur mátt sjá þess greini­leg merki að drottn­ingin er smám saman að færa fjöl­mörg verk­efni yfir á herðar rík­is­arfans og krón­prinsessunn­ar. Yfir­skrift þessa pistils er „Sann­kall­aður betri helm­ingur krón­prins­ins“. 

Ég berst fyrir rétt­­læti barna og kvenna í ver­öld­inni, rétt­indum þeirra til jafns við eig­in­­menn þeirra, bræður og syn­i.

Það orða­til­tæki nota Danir sjaldn­ast en í til­viki krón­prinsessunnar á það vel við, án þess að lítið sé gert úr eig­in­mann­in­um. Þau eru að mörgu leyti ólík, hann er það sem stundum er kallað „íþrótta­týpa“, mjög áhuga­samur um íþróttir og lík­ams­rækt en hefur síður hinar list­rænu taugar for­eldr­anna.  Krón­prinsessan hefur minni áhuga á íþróttum en þeim mun meiri á  ­mann­úð­ar­mál­um, einkum mál­efnum barna og kvenna. Hún hefur látið mjög til sín taka á þeim vett­vangi og ver miklu af tíma sínum í allskyns verk­efni tengd þessum bar­áttu­mál­um. Á ráð­stefnu í New York fyrir nokkru dró hún saman í einni setn­ingu þessi bar­áttu­mál „ég berst fyrir rétt­læti barna og kvenna í ver­öld­inni, rétt­indum þeirra til jafns við eig­in­menn þeirra, bræður og syn­i“. Mar­grét Þór­hildur hefur margoft í við­tölum lýst hrifn­ingu sinni á Mary og þeim fjöl­mörgu verk­efnum sem hún helgar krafta sína. Í við­tali við dag­blað­ið Berl­ingske sagði Mar­grét Þór­hildur „það getur verið að ég sé hræði­leg tengda­móðir en ég er afar stolt tengda­móð­ir“!

Góð sam­an 

Danir voru fljótir að átta sig á hvern mann krón­prinessan hefur að geyma, dugnað hennar og vinnu­semi. Þótt lágt færi heyrð­ust þær raddir að hún kæmi til með að skyggja á eig­in­mann­inn. Tveir blaða­menn sem þekkja vel til kon­ungs­fjöl­skyld­unnar telja slíkan ótta ástæðu­lausan, Frið­rik sé ákaf­lega stoltur af eig­in­kon­unni, hún hafi líka opnað augu hans fyrir ýmsu sem hann hafði lít­inn áhuga sýnt áður en þau kynnt­ust. Þau bæti hvort annað upp ef svo megi segja, séu góð sam­an. 

Fjöl­skyldan númer eitt

Þrátt fyrir allt ann­rík­ið, ferða­lögin og þeyt­ingin innan lands og utan van­rækja þau Mary og Frið­rik ekki fjöl­skyld­una. Þau eiga fjögur börn, elstur er Christ­i­an, sem fullu nafni heitir Christ­ian Valde­mar Henri John, fæddur 15. októ­ber 2005, næst í röð­inni er Isa­bella Hen­ri­etta Ingrid Margrethe fædd 21. apríl 2007 og loks tví­burarnir Vincent Frederik Minik Alex­ander og Jos­ephine Sophia Ivalo Mat­hilda. Þau komu í heim­inn með tutt­ugu mín­útna milli­bili 6. ágúst 2010. Krón­prin­sparið hefur lagt mikla áherslu á að upp­eldi barn­anna sé sem lík­ast því sem gengur og ger­ist, t.d. varð­andi skóla­göng­u.  

Þau Mary og Frið­rik búa, ásamt börn­unum fjórum, í einni af höll­um Amali­en­borgar en hafa einnig til umráða svo­nefnt Kanselli­hús við Fredens­borg höll á Norð­ur­-­Sjá­landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar