Fjöldamótmæli gegn spillingu bera árangur í Rúmeníu

Í vikunni sem leið mótmæltu allt að sex hundruð þúsund manns í Rúmeníu. Mótmælin eru þau stærstu í landinu síðan 1989 þegar einræðisherrann Nicolae Ceaușescu var hrakinn frá völdum og þau virðast hafa borið árangur, til skamms tíma að minnsta kosti.

Rúmenía
Auglýsing

Efnt var til þingkosninga í Rúmeníu í desember í fyrra eftir að fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Victor Ponta, sem sætti ásökunum um spillingu, sagði af sér nokkrum mánuðum áður eftir að bruni sem kom upp á skemmtistað í Búkarest olli því að þrjátíu og tveir létu lífið. Jafnaðarmannaflokkurinn Partidul Social Democrat (PSD) vann stórsigur í kosningunum og hlaut um 46% atkvæða þótt kosningaþátttaka hafi einungis verið um 39,5%, og hóf það vandasama verk að skipa ríkisstjórn. Eftir því sem leiðtogi PSD, Liviu Dragnea, hlaut tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2012 fyrir kosningafúsk í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort höfða ætti mál gegn þáverandi forseta landsins, Traian Băsescu, gat hann samkvæmt lögum ekki verið útnefndur forsætisráðherra. 

Togstreita skapaðist á milli forseta landsins, Klaus Iohannis, sem er úr frjálslynda flokknum Partidul Național Liberal (PNL), og Dragnea þegar Iohannis hafnaði útnefningu Sevil Shhaideh í forsætisráðherrastólinn án þess að gefa upp ástæðu, en skipunin tókst í annarri tilraun þegar Sorin Grindeanu, fyrrverandi samskiptamálaráðherra í ríkisstjórn Ponta, tók við embætti forsætisráðherra rétt fyrir áramót. 

Næsta spurning

Óhætt er að segja að stjórnartíð Grindeanu hafi byrjað með látum en þann 31. janúar samþykkti hún tilskipun þar sem spillingarmál opinberra aðila sem námu minna en andvirði 200.000 rúmenskra lei, eða um 47.600 bandaríkjadala, yrðu felld niður. Rökin fyrir tilskipuninni voru tvíþætt; að samræma refsiréttarlöggjöf við stjórnarskrá, og samtímis draga úr vandamálum tengd yfirfullum fangelsum landsins. Þá er vert að nefna að tilskipunin myndi einnig ná til Liviu Dragnea en hann hefur verið sakaður um að misnota stöðu sína til að veita samninga til bandamanna sinna að andvirði 26.000 bandaríkjadala sem síðan aldrei voru framfylgdir.

Auglýsing

Þegar tilskipunin var tilkynnt vakti athygli að dómsmálaráðherra Rúmeníu, Florin Iordache, svaraði heilum 24 sinnum spurningum blaðamanna með svarinu „alta intrebare“ eða „næsta spurning“. Sá frasi varð fljótt eitt vinsælasta kall fjöldamótmælanna sem hófust strax sama dag þegar um 15 þúsund manns um land allt söfnuðust saman þrátt fyrir nístingskulda. Mótmælin stigmögnuðust dag frá degi og um sunnudagskvöldið 5. febrúar töldu þau um 600 þúsund manns þrátt fyrir að ríkisstjórnin tilkynnti fyrr um daginn að þau hefðu dregið tilskipunina til baka. Það reyndist ekki vera nóg til að ná sáttum og héldu fjöldamótmælin áfram í þessari viku og kölluðu mótmælendur eftir því að ríkisstjórnin segði af sér en hún lifði af vantrauststillögu sem kosið var um á þingi 8. febrúar. Á fimmtudaginn sagði síðan dómsmálaráðherrann Iordache af sér til að koma til móts við mótmælendur og mun PSD-ríkisstjórnin vona að það sé nóg til að draga úr þeim óstöðugleika sem hefur einkennt landið undanfarnar tvær vikur.

Nýtt skref í baráttunni gegn spillingu

Rúmenía er þriðja spilltasta land Evrópusambandsins (ESB), á eftir Búlgaríu og Ítalíu, samkvæmt Corruption Perception Index sem er útbúið árlega af Transparency International og er landið undir sérstöku spillingareftirliti framkvæmdastjórnar ESB. Spillingareftirlit Rúmeníu (DNA) hefur reynt að beita sér af hörku síðustu ár undir umsjón Laura Codruța Kövesi, aðalsaksóknara DNA, og höfðaði til að mynda mál gegn 1250 opinberum starfsmönnum, þar á meðal þáverandi forsætisráðherra, Ponta, árið 2015 og 777 á fyrstu átta mánuðum 2016. DNA er af mörgum talin vera ein öflugasta spillingareftirlitsstofnun innan ESB en reynst hefur verið gríðarlega erfitt að fletta ofan af þeirri spillingu sem fylgir rótgrónu fyrirgreiðslukerfi sem hefur einkennt rúmensk stjórnmál í áratugi en DNA sætir einnig gagnrýni fyrir að vera of áköf í sínu eftirliti og hafa óeðlilega sterk tengsl við leyniþjónustu landsins, SRI. Samsæriskenningakeimur er af slíkri gagnrýni en auðvelt er að benda á að samstarf DNA við SRI sé gott fyrir báða aðila; það leyfir DNA að auka skilvirkni spillingareftirlits á meðan að það leyfir SRI að fylgjast með og höfða mál gegn hverjum þeim einstaklingum sem þeim sýnist. Það vekur athygli að um 92% af þeim málum sem DNA höfðar leiða til dóms en slíkar tölur eiga meira skylt við einræðisríki þar sem réttindi verjenda eru af skornum skammti.

Talið er að um sex hundruð þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum þegar mest var. MYND: EPAÞó svo að fjöldamótmælin virðast hafa borið árangur, að minnsta kosti til skamms tíma er búist við að ríkisstjórnin muni setja fram efni misheppnuðu tilskipunarinnar fram sem þingsályktunartillögu í staðinn og sterk staða PSD í þinginu mun líklega leiða til þess að hún verði samþykkt. ESB fordæmdi tilskipun PSD-ríkisstjórnarinnar um leið og hún var lögð fram og sögðu í yfirlýsingu að óafturkræfar framfarir gegn spillingu í Rúmeníu séu skilyrði fyrir því að landið geti hætt að vera undir sérstöku eftirliti ESB. Landið er talið tapa á milli 16 og 33 milljarða bandaríkjadala á ári til spillingar og er ljóst að ef efni tilskipunarinnar verði að veruleika í gegnum löggjöf er það stórt skref afturábak.

Þrátt fyrir að baráttan gegn spillingu í Rúmeníu er ekki jafn svart og hvít eins og hún gæti virst við fyrstu sýn er ljóst að hin gríðarlega fjölmennu mótmæli síðustu daga sýna skýrt að almenningur í landinu hefur fengið nóg af því hvernig stjórnarháttum er almennt hagað í landinu. Rúmenía, eins og flest önnur lönd, á langt í land með auka traust almennings á kerfinu og er baráttan gegn spillingu skilgreiningunni samkvæmt endalaus. Óljóst er hver framþróunin í landinu verður en á jákvæðum nótum má segja að væntingar fólks til bættra stjórnarhátta hafa komið betur í ljós á síðustu vikum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None