Fjöldamótmæli gegn spillingu bera árangur í Rúmeníu

Í vikunni sem leið mótmæltu allt að sex hundruð þúsund manns í Rúmeníu. Mótmælin eru þau stærstu í landinu síðan 1989 þegar einræðisherrann Nicolae Ceaușescu var hrakinn frá völdum og þau virðast hafa borið árangur, til skamms tíma að minnsta kosti.

Rúmenía
Auglýsing

Efnt var til þing­kosn­inga í Rúm­eníu í des­em­ber í fyrra eftir að fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, Victor Ponta, sem sætti ásök­unum um spill­ing­u, sagði af sér nokkrum mán­uðum áður eftir að bruni sem kom upp á skemmti­stað í Búkarest olli því að þrjá­tíu og tveir létu líf­ið. Jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn Parti­dul Soci­al Democrat (PS­D) vann stór­sigur í kosn­ing­unum og hlaut um 46% atkvæða þótt kosn­inga­þátt­taka hafi ein­ungis verið um 39,5%, og hóf það vanda­sama verk að skipa rík­is­stjórn. Eftir því sem leið­tog­i PS­D, Li­vi­u Dragnea, hlaut tveggja ára skil­orðs­bund­inn fang­els­is­dóm árið 2012 fyrir kosn­inga­fúsk í tengslum við þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort höfða ætti mál gegn þáver­andi for­seta lands­ins, Trai­an Bă­sescu, gat hann ­sam­kvæmt lögum ekki verið útnefndur for­sæt­is­ráð­herra. 

Tog­streita skap­að­ist á milli for­seta lands­ins, Klaus I­ohannis, sem er úr frjáls­lynda flokkn­um Parti­dul Naționa­l Li­ber­al (PN­L), og Dragnea þeg­ar I­ohannis hafn­aði útnefn­ing­u ­Sevil S­hhaideh í for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn án þess að gefa upp ástæðu, en skip­unin tókst í annarri til­raun þeg­ar Sor­in Grindeanu, fyrr­ver­andi sam­skipta­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Ponta, tók við emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra rétt fyrir ára­mót. 

Næsta spurn­ing

Óhætt er að segja að stjórn­ar­tíð Grindean­u hafi byrjað með látum en þann 31. jan­ú­ar sam­þykkti hún til­skipun þar sem spill­ing­ar­mál opin­berra aðila sem námu minna en and­virði 200.000 rúm­enskra ­lei, eða um 47.600 ­banda­ríkja­dala, yrðu felld nið­ur. Rökin fyrir til­skip­un­inni voru tví­þætt; að sam­ræma refsirétt­ar­lög­gjöf við stjórn­ar­skrá, og sam­tímis draga úr vanda­málum tengd yfir­fullum fang­elsum lands­ins. Þá er vert að nefna að til­skip­unin myndi einnig ná til­ Li­vi­u Dragnea en hann hefur verið sak­aður um að mis­nota stöðu sína til að veita samn­inga til banda­manna sinna að and­virði 26.000 ­banda­ríkja­dala ­sem síðan aldrei voru fram­fylgd­ir.

Auglýsing

Þegar til­skip­unin var til­kynnt vakti athygli að dóms­mála­ráð­herra Rúm­en­íu, ­Flor­in I­or­dache, svar­aði heilum 24 sinnum spurn­ingum blaða­manna með svar­inu „alta in­trebare“ eða „næsta spurn­ing“. Sá frasi varð fljótt eitt vin­sælasta kall fjölda­mót­mæl­anna sem hófust strax sama dag þegar um 15 þús­und manns um land allt söfn­uð­ust saman þrátt fyrir níst­ings­kulda. Mót­mælin stig­mögn­uð­ust dag frá degi og um sunnu­dags­kvöldið 5. febr­ú­ar töldu þau um 600 þús­und manns þrátt fyrir að rík­is­stjórnin til­kynnti fyrr um dag­inn að þau hefðu dregið til­skip­un­ina til baka. Það reynd­ist ekki vera nóg til að ná sáttum og héldu fjölda­mót­mæl­in áfram í þess­ari viku og köll­uðu mót­mæl­endur eftir því að rík­is­stjórnin segði af sér en hún lifði af van­traust­s­til­lögu sem kosið var um á þingi 8. febr­ú­ar. Á fimmtu­dag­inn sagði síðan dóms­mála­ráð­herrann Ior­dache af sér til að koma til móts við mót­mæl­endur og mun PSD-­rík­is­stjórnin vona að það sé nóg til að draga úr þeim óstöð­ug­leika sem hefur ein­kennt landið und­an­farnar tvær vik­ur.

Nýtt skref í bar­átt­unni gegn spill­ingu

Rúm­enía er þriðja spilltasta land Evr­ópu­sam­bands­ins (ES­B), á eftir Búlgaríu og Ítal­íu, sam­kvæmt Corr­uption Percept­ion Index ­sem er útbúið árlega af Tran­sparency Internationa­l og er landið undir sér­stöku spill­ing­ar­eft­ir­liti fram­kvæmda­stjórnar ESB. Spill­ing­ar­eft­ir­lit Rúm­eníu (DNA) hefur reynt að beita sér af hörku síð­ustu ár undir umsjón Laura Codruța Kövesi, aðal­sak­sókn­ara DNA, og höfð­aði til að mynda mál gegn 1250 opin­berum starfs­mönn­um, þar á meðal þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Ponta, árið 2015 og 777 á fyrstu átta mán­uðum 2016. DNA er af mörgum talin vera ein öfl­ug­asta spill­ing­ar­eft­ir­lits­stofnun innan ESB en reynst hefur verið gríð­ar­lega erfitt að fletta ofan af þeirri spill­ingu sem fylgir rót­grónu fyr­ir­greiðslu­kerfi sem hefur ein­kennt rúm­ensk stjórn­mál í ára­tugi en DNA sætir einnig gagn­rýni fyrir að vera of áköf í sínu eft­ir­liti og hafa óeðli­lega sterk tengsl við leyni­þjón­ustu lands­ins, SRI. Sam­sær­is­kenn­inga­keimur er af slíkri gagn­rýni en auð­velt er að benda á að sam­starf DNA við S­RI sé gott fyrir báða aðila; það leyfir DNA að auka skil­virkni spill­ing­ar­eft­ir­lits á meðan að það leyf­ir­ S­RI að fylgj­ast með og höfða mál gegn hverjum þeim ein­stak­lingum sem þeim sýn­ist. Það vek­ur athygli að um 92% af þeim málum sem DNA höfðar leiða til dóms en slíkar tölur eiga meira skylt við ein­ræð­is­ríki þar sem rétt­indi verj­enda eru af skornum skammti.

Talið er að um sex hundruð þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum þegar mest var. MYND: EPAÞó svo að fjölda­mót­mælin virð­ast hafa borið árang­ur, að minnsta kosti til skamms tíma er búist við að rík­is­stjórnin muni setja fram efni mis­heppn­uðu til­skip­un­ar­innar fram sem þings­á­lykt­un­ar­til­lögu í stað­inn og sterk staða PS­D í þing­inu mun lík­lega leiða til þess að hún verði sam­þykkt. ESB for­dæmdi til­skipun PSD-­rík­is­stjórn­ar­innar um leið og hún var lögð fram og sögðu í yfir­lýs­ingu að óaft­ur­kræfar fram­farir gegn spill­ingu í Rúm­eníu séu skil­yrði fyrir því að landið geti hætt að vera undir sér­stöku eft­ir­liti ESB. Landið er talið tapa á milli 16 og 33 millj­arða ­banda­ríkja­dala á ári til spill­ingar og er ljóst að ef efni til­skip­un­ar­innar verði að veru­leika í gegnum lög­gjöf er það stórt skref aft­urá­bak.

Þrátt fyrir að bar­áttan gegn spill­ingu í Rúm­eníu er ekki jafn svart og hvít eins og hún gæti virst við fyrstu sýn er ljóst að hin gríð­ar­lega fjöl­menn­u ­mót­mæli ­síð­ustu daga sýna skýrt að almenn­ingur í land­inu hefur fengið nóg af því hvernig stjórn­ar­háttum er almennt hagað í land­inu. Rúm­en­ía, eins og flest önnur lönd, á langt í land með auka traust almenn­ings á kerf­inu og er bar­áttan gegn spill­ingu skil­grein­ing­unni sam­kvæmt enda­laus. Óljóst er hver fram­þró­unin í land­inu verður en á jákvæðum nótum má segja að vænt­ingar fólks til bættra stjórn­ar­hátta hafa komið betur í ljós á síð­ustu vik­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None