Fjöldamótmæli gegn spillingu bera árangur í Rúmeníu

Í vikunni sem leið mótmæltu allt að sex hundruð þúsund manns í Rúmeníu. Mótmælin eru þau stærstu í landinu síðan 1989 þegar einræðisherrann Nicolae Ceaușescu var hrakinn frá völdum og þau virðast hafa borið árangur, til skamms tíma að minnsta kosti.

Rúmenía
Auglýsing

Efnt var til þing­kosn­inga í Rúm­eníu í des­em­ber í fyrra eftir að fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, Victor Ponta, sem sætti ásök­unum um spill­ing­u, sagði af sér nokkrum mán­uðum áður eftir að bruni sem kom upp á skemmti­stað í Búkarest olli því að þrjá­tíu og tveir létu líf­ið. Jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn Parti­dul Soci­al Democrat (PS­D) vann stór­sigur í kosn­ing­unum og hlaut um 46% atkvæða þótt kosn­inga­þátt­taka hafi ein­ungis verið um 39,5%, og hóf það vanda­sama verk að skipa rík­is­stjórn. Eftir því sem leið­tog­i PS­D, Li­vi­u Dragnea, hlaut tveggja ára skil­orðs­bund­inn fang­els­is­dóm árið 2012 fyrir kosn­inga­fúsk í tengslum við þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort höfða ætti mál gegn þáver­andi for­seta lands­ins, Trai­an Bă­sescu, gat hann ­sam­kvæmt lögum ekki verið útnefndur for­sæt­is­ráð­herra. 

Tog­streita skap­að­ist á milli for­seta lands­ins, Klaus I­ohannis, sem er úr frjáls­lynda flokkn­um Parti­dul Naționa­l Li­ber­al (PN­L), og Dragnea þeg­ar I­ohannis hafn­aði útnefn­ing­u ­Sevil S­hhaideh í for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn án þess að gefa upp ástæðu, en skip­unin tókst í annarri til­raun þeg­ar Sor­in Grindeanu, fyrr­ver­andi sam­skipta­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Ponta, tók við emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra rétt fyrir ára­mót. 

Næsta spurn­ing

Óhætt er að segja að stjórn­ar­tíð Grindean­u hafi byrjað með látum en þann 31. jan­ú­ar sam­þykkti hún til­skipun þar sem spill­ing­ar­mál opin­berra aðila sem námu minna en and­virði 200.000 rúm­enskra ­lei, eða um 47.600 ­banda­ríkja­dala, yrðu felld nið­ur. Rökin fyrir til­skip­un­inni voru tví­þætt; að sam­ræma refsirétt­ar­lög­gjöf við stjórn­ar­skrá, og sam­tímis draga úr vanda­málum tengd yfir­fullum fang­elsum lands­ins. Þá er vert að nefna að til­skip­unin myndi einnig ná til­ Li­vi­u Dragnea en hann hefur verið sak­aður um að mis­nota stöðu sína til að veita samn­inga til banda­manna sinna að and­virði 26.000 ­banda­ríkja­dala ­sem síðan aldrei voru fram­fylgd­ir.

Auglýsing

Þegar til­skip­unin var til­kynnt vakti athygli að dóms­mála­ráð­herra Rúm­en­íu, ­Flor­in I­or­dache, svar­aði heilum 24 sinnum spurn­ingum blaða­manna með svar­inu „alta in­trebare“ eða „næsta spurn­ing“. Sá frasi varð fljótt eitt vin­sælasta kall fjölda­mót­mæl­anna sem hófust strax sama dag þegar um 15 þús­und manns um land allt söfn­uð­ust saman þrátt fyrir níst­ings­kulda. Mót­mælin stig­mögn­uð­ust dag frá degi og um sunnu­dags­kvöldið 5. febr­ú­ar töldu þau um 600 þús­und manns þrátt fyrir að rík­is­stjórnin til­kynnti fyrr um dag­inn að þau hefðu dregið til­skip­un­ina til baka. Það reynd­ist ekki vera nóg til að ná sáttum og héldu fjölda­mót­mæl­in áfram í þess­ari viku og köll­uðu mót­mæl­endur eftir því að rík­is­stjórnin segði af sér en hún lifði af van­traust­s­til­lögu sem kosið var um á þingi 8. febr­ú­ar. Á fimmtu­dag­inn sagði síðan dóms­mála­ráð­herrann Ior­dache af sér til að koma til móts við mót­mæl­endur og mun PSD-­rík­is­stjórnin vona að það sé nóg til að draga úr þeim óstöð­ug­leika sem hefur ein­kennt landið und­an­farnar tvær vik­ur.

Nýtt skref í bar­átt­unni gegn spill­ingu

Rúm­enía er þriðja spilltasta land Evr­ópu­sam­bands­ins (ES­B), á eftir Búlgaríu og Ítal­íu, sam­kvæmt Corr­uption Percept­ion Index ­sem er útbúið árlega af Tran­sparency Internationa­l og er landið undir sér­stöku spill­ing­ar­eft­ir­liti fram­kvæmda­stjórnar ESB. Spill­ing­ar­eft­ir­lit Rúm­eníu (DNA) hefur reynt að beita sér af hörku síð­ustu ár undir umsjón Laura Codruța Kövesi, aðal­sak­sókn­ara DNA, og höfð­aði til að mynda mál gegn 1250 opin­berum starfs­mönn­um, þar á meðal þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Ponta, árið 2015 og 777 á fyrstu átta mán­uðum 2016. DNA er af mörgum talin vera ein öfl­ug­asta spill­ing­ar­eft­ir­lits­stofnun innan ESB en reynst hefur verið gríð­ar­lega erfitt að fletta ofan af þeirri spill­ingu sem fylgir rót­grónu fyr­ir­greiðslu­kerfi sem hefur ein­kennt rúm­ensk stjórn­mál í ára­tugi en DNA sætir einnig gagn­rýni fyrir að vera of áköf í sínu eft­ir­liti og hafa óeðli­lega sterk tengsl við leyni­þjón­ustu lands­ins, SRI. Sam­sær­is­kenn­inga­keimur er af slíkri gagn­rýni en auð­velt er að benda á að sam­starf DNA við S­RI sé gott fyrir báða aðila; það leyfir DNA að auka skil­virkni spill­ing­ar­eft­ir­lits á meðan að það leyf­ir­ S­RI að fylgj­ast með og höfða mál gegn hverjum þeim ein­stak­lingum sem þeim sýn­ist. Það vek­ur athygli að um 92% af þeim málum sem DNA höfðar leiða til dóms en slíkar tölur eiga meira skylt við ein­ræð­is­ríki þar sem rétt­indi verj­enda eru af skornum skammti.

Talið er að um sex hundruð þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum þegar mest var. MYND: EPAÞó svo að fjölda­mót­mælin virð­ast hafa borið árang­ur, að minnsta kosti til skamms tíma er búist við að rík­is­stjórnin muni setja fram efni mis­heppn­uðu til­skip­un­ar­innar fram sem þings­á­lykt­un­ar­til­lögu í stað­inn og sterk staða PS­D í þing­inu mun lík­lega leiða til þess að hún verði sam­þykkt. ESB for­dæmdi til­skipun PSD-­rík­is­stjórn­ar­innar um leið og hún var lögð fram og sögðu í yfir­lýs­ingu að óaft­ur­kræfar fram­farir gegn spill­ingu í Rúm­eníu séu skil­yrði fyrir því að landið geti hætt að vera undir sér­stöku eft­ir­liti ESB. Landið er talið tapa á milli 16 og 33 millj­arða ­banda­ríkja­dala á ári til spill­ingar og er ljóst að ef efni til­skip­un­ar­innar verði að veru­leika í gegnum lög­gjöf er það stórt skref aft­urá­bak.

Þrátt fyrir að bar­áttan gegn spill­ingu í Rúm­eníu er ekki jafn svart og hvít eins og hún gæti virst við fyrstu sýn er ljóst að hin gríð­ar­lega fjöl­menn­u ­mót­mæli ­síð­ustu daga sýna skýrt að almenn­ingur í land­inu hefur fengið nóg af því hvernig stjórn­ar­háttum er almennt hagað í land­inu. Rúm­en­ía, eins og flest önnur lönd, á langt í land með auka traust almenn­ings á kerf­inu og er bar­áttan gegn spill­ingu skil­grein­ing­unni sam­kvæmt enda­laus. Óljóst er hver fram­þró­unin í land­inu verður en á jákvæðum nótum má segja að vænt­ingar fólks til bættra stjórn­ar­hátta hafa komið betur í ljós á síð­ustu vik­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None