Fjöldamótmæli gegn spillingu bera árangur í Rúmeníu

Í vikunni sem leið mótmæltu allt að sex hundruð þúsund manns í Rúmeníu. Mótmælin eru þau stærstu í landinu síðan 1989 þegar einræðisherrann Nicolae Ceaușescu var hrakinn frá völdum og þau virðast hafa borið árangur, til skamms tíma að minnsta kosti.

Rúmenía
Auglýsing

Efnt var til þing­kosn­inga í Rúm­eníu í des­em­ber í fyrra eftir að fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, Victor Ponta, sem sætti ásök­unum um spill­ing­u, sagði af sér nokkrum mán­uðum áður eftir að bruni sem kom upp á skemmti­stað í Búkarest olli því að þrjá­tíu og tveir létu líf­ið. Jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn Parti­dul Soci­al Democrat (PS­D) vann stór­sigur í kosn­ing­unum og hlaut um 46% atkvæða þótt kosn­inga­þátt­taka hafi ein­ungis verið um 39,5%, og hóf það vanda­sama verk að skipa rík­is­stjórn. Eftir því sem leið­tog­i PS­D, Li­vi­u Dragnea, hlaut tveggja ára skil­orðs­bund­inn fang­els­is­dóm árið 2012 fyrir kosn­inga­fúsk í tengslum við þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort höfða ætti mál gegn þáver­andi for­seta lands­ins, Trai­an Bă­sescu, gat hann ­sam­kvæmt lögum ekki verið útnefndur for­sæt­is­ráð­herra. 

Tog­streita skap­að­ist á milli for­seta lands­ins, Klaus I­ohannis, sem er úr frjáls­lynda flokkn­um Parti­dul Naționa­l Li­ber­al (PN­L), og Dragnea þeg­ar I­ohannis hafn­aði útnefn­ing­u ­Sevil S­hhaideh í for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn án þess að gefa upp ástæðu, en skip­unin tókst í annarri til­raun þeg­ar Sor­in Grindeanu, fyrr­ver­andi sam­skipta­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Ponta, tók við emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra rétt fyrir ára­mót. 

Næsta spurn­ing

Óhætt er að segja að stjórn­ar­tíð Grindean­u hafi byrjað með látum en þann 31. jan­ú­ar sam­þykkti hún til­skipun þar sem spill­ing­ar­mál opin­berra aðila sem námu minna en and­virði 200.000 rúm­enskra ­lei, eða um 47.600 ­banda­ríkja­dala, yrðu felld nið­ur. Rökin fyrir til­skip­un­inni voru tví­þætt; að sam­ræma refsirétt­ar­lög­gjöf við stjórn­ar­skrá, og sam­tímis draga úr vanda­málum tengd yfir­fullum fang­elsum lands­ins. Þá er vert að nefna að til­skip­unin myndi einnig ná til­ Li­vi­u Dragnea en hann hefur verið sak­aður um að mis­nota stöðu sína til að veita samn­inga til banda­manna sinna að and­virði 26.000 ­banda­ríkja­dala ­sem síðan aldrei voru fram­fylgd­ir.

Auglýsing

Þegar til­skip­unin var til­kynnt vakti athygli að dóms­mála­ráð­herra Rúm­en­íu, ­Flor­in I­or­dache, svar­aði heilum 24 sinnum spurn­ingum blaða­manna með svar­inu „alta in­trebare“ eða „næsta spurn­ing“. Sá frasi varð fljótt eitt vin­sælasta kall fjölda­mót­mæl­anna sem hófust strax sama dag þegar um 15 þús­und manns um land allt söfn­uð­ust saman þrátt fyrir níst­ings­kulda. Mót­mælin stig­mögn­uð­ust dag frá degi og um sunnu­dags­kvöldið 5. febr­ú­ar töldu þau um 600 þús­und manns þrátt fyrir að rík­is­stjórnin til­kynnti fyrr um dag­inn að þau hefðu dregið til­skip­un­ina til baka. Það reynd­ist ekki vera nóg til að ná sáttum og héldu fjölda­mót­mæl­in áfram í þess­ari viku og köll­uðu mót­mæl­endur eftir því að rík­is­stjórnin segði af sér en hún lifði af van­traust­s­til­lögu sem kosið var um á þingi 8. febr­ú­ar. Á fimmtu­dag­inn sagði síðan dóms­mála­ráð­herrann Ior­dache af sér til að koma til móts við mót­mæl­endur og mun PSD-­rík­is­stjórnin vona að það sé nóg til að draga úr þeim óstöð­ug­leika sem hefur ein­kennt landið und­an­farnar tvær vik­ur.

Nýtt skref í bar­átt­unni gegn spill­ingu

Rúm­enía er þriðja spilltasta land Evr­ópu­sam­bands­ins (ES­B), á eftir Búlgaríu og Ítal­íu, sam­kvæmt Corr­uption Percept­ion Index ­sem er útbúið árlega af Tran­sparency Internationa­l og er landið undir sér­stöku spill­ing­ar­eft­ir­liti fram­kvæmda­stjórnar ESB. Spill­ing­ar­eft­ir­lit Rúm­eníu (DNA) hefur reynt að beita sér af hörku síð­ustu ár undir umsjón Laura Codruța Kövesi, aðal­sak­sókn­ara DNA, og höfð­aði til að mynda mál gegn 1250 opin­berum starfs­mönn­um, þar á meðal þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Ponta, árið 2015 og 777 á fyrstu átta mán­uðum 2016. DNA er af mörgum talin vera ein öfl­ug­asta spill­ing­ar­eft­ir­lits­stofnun innan ESB en reynst hefur verið gríð­ar­lega erfitt að fletta ofan af þeirri spill­ingu sem fylgir rót­grónu fyr­ir­greiðslu­kerfi sem hefur ein­kennt rúm­ensk stjórn­mál í ára­tugi en DNA sætir einnig gagn­rýni fyrir að vera of áköf í sínu eft­ir­liti og hafa óeðli­lega sterk tengsl við leyni­þjón­ustu lands­ins, SRI. Sam­sær­is­kenn­inga­keimur er af slíkri gagn­rýni en auð­velt er að benda á að sam­starf DNA við S­RI sé gott fyrir báða aðila; það leyfir DNA að auka skil­virkni spill­ing­ar­eft­ir­lits á meðan að það leyf­ir­ S­RI að fylgj­ast með og höfða mál gegn hverjum þeim ein­stak­lingum sem þeim sýn­ist. Það vek­ur athygli að um 92% af þeim málum sem DNA höfðar leiða til dóms en slíkar tölur eiga meira skylt við ein­ræð­is­ríki þar sem rétt­indi verj­enda eru af skornum skammti.

Talið er að um sex hundruð þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum þegar mest var. MYND: EPAÞó svo að fjölda­mót­mælin virð­ast hafa borið árang­ur, að minnsta kosti til skamms tíma er búist við að rík­is­stjórnin muni setja fram efni mis­heppn­uðu til­skip­un­ar­innar fram sem þings­á­lykt­un­ar­til­lögu í stað­inn og sterk staða PS­D í þing­inu mun lík­lega leiða til þess að hún verði sam­þykkt. ESB for­dæmdi til­skipun PSD-­rík­is­stjórn­ar­innar um leið og hún var lögð fram og sögðu í yfir­lýs­ingu að óaft­ur­kræfar fram­farir gegn spill­ingu í Rúm­eníu séu skil­yrði fyrir því að landið geti hætt að vera undir sér­stöku eft­ir­liti ESB. Landið er talið tapa á milli 16 og 33 millj­arða ­banda­ríkja­dala á ári til spill­ingar og er ljóst að ef efni til­skip­un­ar­innar verði að veru­leika í gegnum lög­gjöf er það stórt skref aft­urá­bak.

Þrátt fyrir að bar­áttan gegn spill­ingu í Rúm­eníu er ekki jafn svart og hvít eins og hún gæti virst við fyrstu sýn er ljóst að hin gríð­ar­lega fjöl­menn­u ­mót­mæli ­síð­ustu daga sýna skýrt að almenn­ingur í land­inu hefur fengið nóg af því hvernig stjórn­ar­háttum er almennt hagað í land­inu. Rúm­en­ía, eins og flest önnur lönd, á langt í land með auka traust almenn­ings á kerf­inu og er bar­áttan gegn spill­ingu skil­grein­ing­unni sam­kvæmt enda­laus. Óljóst er hver fram­þró­unin í land­inu verður en á jákvæðum nótum má segja að vænt­ingar fólks til bættra stjórn­ar­hátta hafa komið betur í ljós á síð­ustu vik­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None