Fjöldamótmæli gegn spillingu bera árangur í Rúmeníu

Í vikunni sem leið mótmæltu allt að sex hundruð þúsund manns í Rúmeníu. Mótmælin eru þau stærstu í landinu síðan 1989 þegar einræðisherrann Nicolae Ceaușescu var hrakinn frá völdum og þau virðast hafa borið árangur, til skamms tíma að minnsta kosti.

Rúmenía
Auglýsing

Efnt var til þingkosninga í Rúmeníu í desember í fyrra eftir að fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Victor Ponta, sem sætti ásökunum um spillingu, sagði af sér nokkrum mánuðum áður eftir að bruni sem kom upp á skemmtistað í Búkarest olli því að þrjátíu og tveir létu lífið. Jafnaðarmannaflokkurinn Partidul Social Democrat (PSD) vann stórsigur í kosningunum og hlaut um 46% atkvæða þótt kosningaþátttaka hafi einungis verið um 39,5%, og hóf það vandasama verk að skipa ríkisstjórn. Eftir því sem leiðtogi PSD, Liviu Dragnea, hlaut tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2012 fyrir kosningafúsk í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort höfða ætti mál gegn þáverandi forseta landsins, Traian Băsescu, gat hann samkvæmt lögum ekki verið útnefndur forsætisráðherra. 

Togstreita skapaðist á milli forseta landsins, Klaus Iohannis, sem er úr frjálslynda flokknum Partidul Național Liberal (PNL), og Dragnea þegar Iohannis hafnaði útnefningu Sevil Shhaideh í forsætisráðherrastólinn án þess að gefa upp ástæðu, en skipunin tókst í annarri tilraun þegar Sorin Grindeanu, fyrrverandi samskiptamálaráðherra í ríkisstjórn Ponta, tók við embætti forsætisráðherra rétt fyrir áramót. 

Næsta spurning

Óhætt er að segja að stjórnartíð Grindeanu hafi byrjað með látum en þann 31. janúar samþykkti hún tilskipun þar sem spillingarmál opinberra aðila sem námu minna en andvirði 200.000 rúmenskra lei, eða um 47.600 bandaríkjadala, yrðu felld niður. Rökin fyrir tilskipuninni voru tvíþætt; að samræma refsiréttarlöggjöf við stjórnarskrá, og samtímis draga úr vandamálum tengd yfirfullum fangelsum landsins. Þá er vert að nefna að tilskipunin myndi einnig ná til Liviu Dragnea en hann hefur verið sakaður um að misnota stöðu sína til að veita samninga til bandamanna sinna að andvirði 26.000 bandaríkjadala sem síðan aldrei voru framfylgdir.

Auglýsing

Þegar tilskipunin var tilkynnt vakti athygli að dómsmálaráðherra Rúmeníu, Florin Iordache, svaraði heilum 24 sinnum spurningum blaðamanna með svarinu „alta intrebare“ eða „næsta spurning“. Sá frasi varð fljótt eitt vinsælasta kall fjöldamótmælanna sem hófust strax sama dag þegar um 15 þúsund manns um land allt söfnuðust saman þrátt fyrir nístingskulda. Mótmælin stigmögnuðust dag frá degi og um sunnudagskvöldið 5. febrúar töldu þau um 600 þúsund manns þrátt fyrir að ríkisstjórnin tilkynnti fyrr um daginn að þau hefðu dregið tilskipunina til baka. Það reyndist ekki vera nóg til að ná sáttum og héldu fjöldamótmælin áfram í þessari viku og kölluðu mótmælendur eftir því að ríkisstjórnin segði af sér en hún lifði af vantrauststillögu sem kosið var um á þingi 8. febrúar. Á fimmtudaginn sagði síðan dómsmálaráðherrann Iordache af sér til að koma til móts við mótmælendur og mun PSD-ríkisstjórnin vona að það sé nóg til að draga úr þeim óstöðugleika sem hefur einkennt landið undanfarnar tvær vikur.

Nýtt skref í baráttunni gegn spillingu

Rúmenía er þriðja spilltasta land Evrópusambandsins (ESB), á eftir Búlgaríu og Ítalíu, samkvæmt Corruption Perception Index sem er útbúið árlega af Transparency International og er landið undir sérstöku spillingareftirliti framkvæmdastjórnar ESB. Spillingareftirlit Rúmeníu (DNA) hefur reynt að beita sér af hörku síðustu ár undir umsjón Laura Codruța Kövesi, aðalsaksóknara DNA, og höfðaði til að mynda mál gegn 1250 opinberum starfsmönnum, þar á meðal þáverandi forsætisráðherra, Ponta, árið 2015 og 777 á fyrstu átta mánuðum 2016. DNA er af mörgum talin vera ein öflugasta spillingareftirlitsstofnun innan ESB en reynst hefur verið gríðarlega erfitt að fletta ofan af þeirri spillingu sem fylgir rótgrónu fyrirgreiðslukerfi sem hefur einkennt rúmensk stjórnmál í áratugi en DNA sætir einnig gagnrýni fyrir að vera of áköf í sínu eftirliti og hafa óeðlilega sterk tengsl við leyniþjónustu landsins, SRI. Samsæriskenningakeimur er af slíkri gagnrýni en auðvelt er að benda á að samstarf DNA við SRI sé gott fyrir báða aðila; það leyfir DNA að auka skilvirkni spillingareftirlits á meðan að það leyfir SRI að fylgjast með og höfða mál gegn hverjum þeim einstaklingum sem þeim sýnist. Það vekur athygli að um 92% af þeim málum sem DNA höfðar leiða til dóms en slíkar tölur eiga meira skylt við einræðisríki þar sem réttindi verjenda eru af skornum skammti.

Talið er að um sex hundruð þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum þegar mest var. MYND: EPAÞó svo að fjöldamótmælin virðast hafa borið árangur, að minnsta kosti til skamms tíma er búist við að ríkisstjórnin muni setja fram efni misheppnuðu tilskipunarinnar fram sem þingsályktunartillögu í staðinn og sterk staða PSD í þinginu mun líklega leiða til þess að hún verði samþykkt. ESB fordæmdi tilskipun PSD-ríkisstjórnarinnar um leið og hún var lögð fram og sögðu í yfirlýsingu að óafturkræfar framfarir gegn spillingu í Rúmeníu séu skilyrði fyrir því að landið geti hætt að vera undir sérstöku eftirliti ESB. Landið er talið tapa á milli 16 og 33 milljarða bandaríkjadala á ári til spillingar og er ljóst að ef efni tilskipunarinnar verði að veruleika í gegnum löggjöf er það stórt skref afturábak.

Þrátt fyrir að baráttan gegn spillingu í Rúmeníu er ekki jafn svart og hvít eins og hún gæti virst við fyrstu sýn er ljóst að hin gríðarlega fjölmennu mótmæli síðustu daga sýna skýrt að almenningur í landinu hefur fengið nóg af því hvernig stjórnarháttum er almennt hagað í landinu. Rúmenía, eins og flest önnur lönd, á langt í land með auka traust almennings á kerfinu og er baráttan gegn spillingu skilgreiningunni samkvæmt endalaus. Óljóst er hver framþróunin í landinu verður en á jákvæðum nótum má segja að væntingar fólks til bættra stjórnarhátta hafa komið betur í ljós á síðustu vikum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None