Götublað leggur til atlögu við loftslagsvísindamenn

Vísindanefnd Bandaríkjaþings dreifir alvarlegum ásökunum bresks götublaðs um meint fals og blekkingar bandarískra alríkisvísindamanna. Niðurstöður vísindamannanna staðfestar.

Mail on sunday
Auglýsing

Tækni­legur ágrein­ingur um með­ferð gagna einnar umtöl­uð­ustu lofts­lags­rann­sóknar síð­ari ári á milli vís­inda­manna banda­rískrar alrík­is­stofn­unar breytt­ist í sam­særi lofts­lags­vís­inda­manna um að blekkja þjóð­ar­leið­toga til aðgerða með fölsuðum gögnum í með­förum bresks götu­blaðs um síð­ustu helgi. Vís­inda­menn hafa verið fljótir að kveða nýj­ustu sam­sær­is­kenn­ing­una nið­ur.

Um ára­bil hefur fámennur en hávær hópur fólks haldið því fram að vís­inda­menn um allan heim hafi falsað gögn um hita­stig jarðar til að sýna fram á hnatt­ræna hlýnun af völdum manna. Þessi hópur taldi sig hafa fengið enn frek­ari stað­fest­ingu á hug­myndum sínum um síð­ustu helgi þegar fyr­ir­sögn í götu­blað­inu Mail on Sunday básún­aði: „Af­hjúp­un: Hvernig þjóð­ar­leið­togar voru gabb­aðir til að fjár­festa millj­arða með hag­ræddum gögnum um hlýnun jarð­ar“. Þar var því var haldið fram að slóttugir banda­rískir alrík­is­vís­inda­menn hefðu átt við gögn um hita­stig til að láta líta út fyrir að hlýnun jarðar und­an­farna ára­tugi hafi verið meiri en raun ber vitn­i. 

Auglýsing

Málið snýst um rann­sókn vís­inda­manna Haf- og lofts­lags­rann­sókn­ar­stofn­unar Banda­ríkj­anna (NOAA) sem birt var sum­arið 2015 og vakti mikla athygli á sínum tíma. Í henni voru upp­færðar hita­stigs­tölur not­aðar til að sýna að ekki hefði hægt á hnatt­rænni hlýnun und­an­farna tvo ára­tugi eins og kenn­ingar höfðu verið uppi um heldur hefði hún verið stöðug síð­ustu öld­ina.

Full­yrð­ing­ar Mail on Sunday byggj­ast á bloggskrifum John Bates, fyrr­ver­andi starfs­manns NOAA, sem segir að aðstand­endur rann­sókn­ar­innar hafi ekki fylgt reglum stofn­un­ar­innar um gögn og flýtt birt­ingu nið­ur­staðn­anna til að hafa áhrif á útkomu lofts­lags­fundar Sam­ein­uðu þjóð­anna þar sem Par­ís­ar­sam­komu­lagið var und­ir­rit­að.

Hléið sem aldrei var

Til að skilja upp­þotið nú þarf að skilja þýð­ingu þessa meinta „hlés“ á hnatt­rænni hlýnun og hvernig rann­sókn NOAA var tekið á sínum tíma.  And­stæð­ingar lofts­lags­vís­inda stukku á hug­myndir vís­inda­manna um að svo virt­ist sem að hægt hefði á hlýn­un­inni sem mæld­ist eftir 1998 til að skapa efa um að hnatt­ræn hlýnun af völdum manna ætti sér yfir höfuð stað og að menn þyrftu að bregð­ast við henni. Á sama tíma grun­aði marga vís­inda­menn þó að orsökin fyrir því að þeir greindu hæg­ari hlýnun væri sú að þeir hefðu van­metið hlýnun hafs­ins sem hefur drukkið í sig meiri­hluta hlýn­un­ar­innar sem menn hafa valdið

Þegar nið­ur­stöð­ur NOAA undir for­ystu Thomas Karl, sem þá var for­stöðu­maður umhverf­is­upp­lýs­inga­mið­stöðvar henn­ar, voru birtar í tíma­rit­inu Sci­ence sum­arið 2015 var þessum efa­semda­mönnum ekki hlátur í huga. Upp­færðar tölur um hita­stig yfir sjó leiddu í ljós að ekki hefði hægt á hlýn­un. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að hita­stigs­mæl­ingar séu upp­færðar eftir á, meðal ann­ars vegna mis­mun­andi mæli­að­ferða. Í rann­sókn­inni voru töl­urnar upp­færðar með því að breyta vægi mis­mun­andi mæli­að­ferða fyrir hita­stig yfir sjó til að fá nákvæm­ari nið­ur­stöð­ur.

Vís­inda­nefnd full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings undir for­ystu repúblikan­ans og lofts­lags­vís­inda­af­neit­ar­ans Lamars Smith reyndi meðal ann­ars að stefna stofn­un­inni til að afhenda per­sónu­lega tölvu­pósta vís­inda­mann­anna, svo gramur var hann NOAA vegna rann­sókn­ar­inn­ar. NOAA neit­aði hins veg­ar.

„Það var óheppi­legt fyrir þessa rík­is­stjórn að lofts­lags­gögn hafi greini­lega sýnt enga hlýnun und­an­farna tvo ára­tug­i,“ sagði Smith sem sá póli­tískt sam­særi á bak við rann­sókn NOAA.

Það þarf því ekki að koma á óvart að vís­inda­nefndin dreifði grein Mail on Sunday um meint mis­ferli NOA­A-­manna á Twitt­er-­reikn­ingi hennar í síð­ustu viku. Smith sagði meðal ann­ars að hún sýndi að vís­inda­menn­irnir hefðu „farið frjáls­lega með gögn til að ná fram fyr­ir­fram­skil­greindri póli­tískri nið­ur­stöð­u“. Nýtti hann málið óspart á fundi nefnd­ar­innar um fram­tíð banda­rísku umhverf­is­stofn­un­ar­innar í síð­ustu viku.



Kollegar segja vís­indin traust

Voru nið­ur­stöður Karl og félaga fals­aðar eftir allt saman eins og Mail on Sunday full­yrðir að Bates hafi ljóstrað upp um? Gagn­rýnin sem Bates setur fram er að mestu leyti hátækni­legs eðl­is. Sam­kvæmt Was­hington Post snýst hún í grunn­inn um inn­an­húss­regl­ur NOAA varð­andi skrán­ingu og varð­veislu gagna sem hann telur að rann­sak­end­urnir hafi ekki fylgt í þaula. Það komi, að hans mati, í veg fyrir að hægt sé að end­ur­taka og stað­festa nið­ur­stöður þeirra. Hann hefur einnig áhyggjur af áreið­an­leika hug­bún­aðar sem var not­aður við rann­sókn­ina og full­yrð­ir enn­fremur að rann­sak­end­urnir hafi átt við gögnin til að sýna meiri hlýnun og flýtt birt­ingu fyrir Par­ís­ar­fund­inn í des­em­ber 2015.

Hall­dór Björns­son, hóp­stjóri lofts­lags­rann­sókn Veð­ur­stofu Íslands sem vann meðal ann­ars á rann­sókna­stofu NOAA fyrir tæpum tutt­ugu árum, segir að sér virð­ist sem að Bates hafi ein­lægan áhuga á að gæði gagna NOAA séu tryggð og farið sé eftir réttum verk­ferl­u­m. Bates full­yrði hins vegar ekki í blogg­færslu sinni að gögnin séu göll­uð, aðeins að réttum verk­ferlum hafi ekki verið fylgt og því sé ekki hægt að gull­tryggja gögn­in. Honum virð­ist sem að um inn­an­búð­ar­deilur innan stofn­un­ar­innar sé að ræða.

Óháð því hvort að Karl og með­höf­undar hans hafi farið í einu og öllu eftir inn­an­húss­regl­um NOAA hafa aðrir vís­inda­menn stigið fram og tekið af vafa um að gögnin sem rann­sóknin byggði á og nið­ur­stöður hennar standi á traustum grunni. Nið­ur­stöður Karl og félaga voru meðal ann­ars stað­festar í sjálf­stæðri rann­sókn sem birt var í jan­úar. Þess var hins vegar ekki getið í grein Mail on Sunday

Zeke Haus­father, lofts­lags­vís­inda­maður við Kali­forn­íu­há­skóla og að­al­höf­und­ur ­rann­sókn­ar­innar sem stað­festi nið­ur­stöður Karl og félaga, skrif­aði á vef­síð­una Car­bon Brief að upp­færslan á gögn­um NOAA hafi ekki leitt til þess að stofn­unin mældi meiri hlýnun en aðrir heldur sýndi hún nú ekki lengur minni hlýnun en aðrar stofn­anir eins og NASA. Eftir upp­færslu Karl sam­ræm­ist gögn NOAA betur sjálf­stæðum athug­un­um.





Þá bjuggu rann­sak­end­urnir ekki til frum­hita­stigs­gögnin og því erfitt að sjá hvernig þeir hefðu getað hag­rætt þeim. Sjálfur segir Karl, sem nú er far­inn á eft­ir­laun hjá NOAA, að öll nauð­syn­leg gögn hafi verið aðgengi­leg öðrum vís­inda­mönnum sem vildu end­ur­gera rann­sókn­ina og stað­festa nið­ur­stöð­urn­ar.

Segja birt­ing­una þvert á móti hafa taf­ist

Hall­dór segir raunar að nið­ur­staða Karl og félaga hafi ekki komið sér­stak­lega á óvart enda hafi aðrir rann­sak­endur áður kom­ist að henni. Ólík­legt sé því að meintur skortur á að reglum hafi verið fylgt hafi komið að sök. Aðrir aðilar hafi sömu­leiðis stað­fest nið­ur­stöð­urnar síð­an.

„Það finnst mér benda til þess að ásak­anir um að Karl og félagar hafi verið að hnoða gögnin séu ekki rétt­ar,“ segir Hall­dór sem líkir þessu við texta­höf­und sem skrifar hnökra­lausan texta en er síðan gagn­rýndur fyrir að hafa ekki notað villu­púka.

Um hvort að birt­ingu nið­ur­staðn­anna hafi verið flýtt óeðli­lega eru Bates og rann­sak­end­urnir alger­lega á önd­verðum meiði. Þeir síð­ar­nefndu telja að tregða til að taka til­lit til nýrrar þekk­ingar hafi þvert á móti leitt til þess að NOAA hafi um ára­bil gefið út ófull­komnar töl­ur.

„Raun­veru­lega vanda­málið er að þessi grein tafð­ist vegna áhyggna af gagna­með­ferð sem [Bates] hélt á lofti. Ég rök­ræddi við þá sem lögðu áherslu á með­ferð­ina umfram vís­indin í bók­staf­lega áraraðir um að við værum að birta rangar upp­lýs­ingar vegna þess að við máttum ekki upp­færa þær með nýjum gögnum og reikni­rit­um. [...] Þannig að það angrar mig virki­lega að heyra hann segja að henni hafi verið flýtt um of þegar hið and­stæða er sann­leik­ur­inn,“ segir Thom­as Pet­er­son, einn höf­unda rann­sókn­ar­innar og fyrr­ver­andi veð­ur­fræð­ingur hjá NOAA um gagn­rýni Bates við Was­hington Post.

Tækni­leg þræta og skrif­stofupóli­tík

„Fals­an­irn­ar“ sem Mail on Sunday sagði frá á svo dramat­ískan hátt virð­ast því í grunn­inn vera þræta ólíkra vís­inda­manna um tækni­leg atriði og inn­an­húss­reglur rík­is­stofn­un­ar. Tækni­vef­síð­an Ars Technica greindi jafn­framt frá því að það væri ekk­ert leynd­ar­mál inn­an NOAA að Karl hafi lækk­að Bates í tign innan stofn­un­ar­innar og það hafi ekki farið vel í þann síð­ar­nefnda.

Bates tjáði sig reyndar sjálfur um málið við AP-frétta­stof­una á mánu­dag í síð­ustu viku og tók af öll tví­mæli um að átt hefði verið við gögn, þeim breytt eða að nokkuð hafi verið gert af illum hug. Hann hafi hins vegar haft áhyggjur af því hvernig farið var með gögn­in, þau skráð og geymd.

„Þetta snýst um að greina ekki frá því sem þú gerð­ir. Þetta eru ekki gögn sem er búið að búa til á nokkurn hátt,“ segir mað­ur­inn sem Mail on Sunday byggir full­yrð­ingar sínar um að brögð séu í tafli á. Hann seg­ist jafn­framt hafa ótt­ast að afneit­arar lofts­lags­vís­inda kæmu til með að not­færa sér gagn­rýni sína. Honum hafi engu að síður þótt hún of mik­il­væg til að láta hjá líða að benda á hana.

New York Times bend­ir enn­fremur á að blaða­mað­ur Mail on Sunday sem skrif­aði grein­ina, Dav­id Rose, sé þekktur fyrir að setja fram mis­vísandi og hrein­lega rangar full­yrð­ingar um lofts­lags­mál. Í des­em­ber skrif­aði hann meðal ann­ars grein þar sem hann hélt því rang­lega fram að met lækkun hafi orðið á með­al­hita jarðar eftir að veð­ur­fyr­ir­brigð­inu El nino slot­aði á síð­asta ári. Mark­mið hans virt­ist vera að færa rök fyrir því að El nino hafi valdið nær sleitu­lausri röð hita­meta frá 2015 til 2016 en ekki hnatt­ræn hlýn­un.

Hvað sem líður mögu­legum mis­bresti við skrán­ingu gagna hjá NOAA er sú full­yrð­ing Rose að ákvörðun á annað hund­rað ríkja heims um að grípa til aðgerða til að draga úr los­un gróð­ur­húsa­loft­teg­unda ­með Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu hafi á ein­hvern hátt staðið og fallið með einni rann­sókn sem birt­ist hálfu ári fyrir fund SÞ ein­fald­lega fjar­stæðu­kennd. 

Þrátt fyrir að aðal­heim­ild hans hafi sjálf sagt að engin brögð hafi verið í tafli og fjöldi greina hafi verið skrif­aður þar sem skrif hans voru hrakin í vik­unni var Rose við sama hey­garðs­hornið í Mail on Sunday um helg­ina. Þar spurði hann, að því er virð­ist án snef­ils af kald­hæðni: „Hvernig getum við treyst vís­inda­mönnum hnatt­rænnar hlýn­unar ef þeir halda áfram að snúa út úr sann­leik­an­um“. Þar komu fram sömu rang­færsl­urnar og hálf­sann­leik­ur­inn og í upp­haf­legu grein blaða­manns­ins.

Allt þetta er sömu­leiðis ólík­legt til að fá leið­toga vís­inda­nefndar Banda­ríkja­þings, sem hefur eft­ir­lit með störfum NOAA, ofan af þeirri rang­hug­mynd að vís­inda­menn standi í leyni­makki til að þjóna pólítískum mál­stað þegar kemur að lofts­lags­mál­um. Ólíkt hitafars­gögnum NOAA virð­ist ekki hægt að upp­færa suma stjórn­mála­menn þegar nýjar og betri upp­lýs­ingar koma fram.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None