Er síðasta vígi hundaáts að falla?

Í Kína éta þeir hunda, hefur verið sagt. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér hundaát.

Kristinn Haukur Guðnason
dogs
Auglýsing

Í Suð­ur­-Kóreu þykir mörgum gott að skella sér á sölu­bás eða jafn­vel fínan veit­inga­stað og kaupa sér hunda­súpu eða jafn­val soðið hunda­kjöt með sósu, sér­stak­lega á heitum sum­ar­dög­um. Vest­ur­landa­búum þykir þetta ill­skilj­an­legt og sumir kalla þetta hreina villi­mennsku enda er okkur tamara að líta á hunda sem félaga okkar heldur en nytja­dýr. Hundaát Kóreu­manna og ann­arra Asíu­þjóða hefur verið mikið til umræðu á und­an­förnum árum því meira liggur að baki en menn­ing­ar­munur aust­urs og vest­urs. Málið snýst fyrst og fremst um þá grimmd sem dýr­unum er sýnd í skjóli óljósra laga­á­kvæða.

Þrýst­ingur í aðdgrag­anda ólymp­íu­leika

Nú stendur til að loka hinum alræmda Moran mark­aði í borg­inni Seongnam. Seongnam er í útjaðri höf­uð­borg­ar­innar Seoul og þar búa um ein milljón manns en mark­að­ur­inn hefur um ára­tuga skeið verið einn stærsti hunda –og katta­kjöts­mark­aður lands­ins. Mark­að­inum var komið á fót á sjö­unda ára­tug síð­ustu aldar og þar eru seldir um 80 þús­und hundar á hverju ári, flestir til veit­inga­staða. Dýra­vernd­un­ar­sam­tök hafa lengi gagn­rýnt mark­að­inn alræmda en hann komst í deigl­una nú vegna vetr­ar­ólymp­íu­leik­anna sem haldnir verða í kóreysku borg­inni Pye­ongChang í febr­úar á næsta ári. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Asíu­lönd eru beitt þrýst­ingi dýra­vernd­un­ar­sam­taka í aðdrag­anda stór­við­burða í íþrótt­um. Árið 1964 máttu Jap­anir sæta gagn­rýni fyrir hval­veiðar á ólymp­íu­leik­unum í Tókýó. Hundaát Kín­verja var til umræðu fyrir ólymp­íu­leik­ana í Beijing árið 2008. 

Þá hafa Kóreu­menn sjálfir lent tvisvar áður í suðu­pott­inum fyrir það sama, ann­ars vegar á ólymp­íu­leik­unum í Seoul árið 1988 og svo í heims­meist­ara­keppn­inni í knatt­spyrnu árið 2002. Nú hafa ýmis sam­tök hrundið af stað und­ir­skrif­alistum þar sem Kóreu­menn eru hvattir til að banna hundaát ellegar verði ólymp­íu­leik­arnir í Pye­ongChang snið­gengn­ir. Hund­ruðir þús­unda hafa skrifað undir þessa lista. 

Auglýsing

Þá hefur fjöldi heims­þekktra per­sóna haldið mál­efn­inu á lofti eins og t.d. leik­konan Judi Dench, grínist­inn Ricky Gervais og mann­fræð­ing­ur­inn Jane Goodall.

Borg­ar­yf­ir­völd í Seongnam hafa heitið hunda­kjöts­söl­unum á Moran mark­að­inum fjár­hags­legri aðstoð við að færa sig yfir í aðrar atvinnu­greinar en þeir eru engu að síður mjög ósátt­ir. Einn þeirra seg­ir:

„Um 80% af við­skipta­vinum okkar koma hingað til þess eins að kaupa ferskt hunda­kjöt, hvað gera þeir ef við getum ekki selt þeim það leng­ur?“

Til að skilja afstöðu þeirra er nauð­syn­legt að skoða sögu hunda­áts á svæð­inu og hvaða þýð­ingu það hefur í þjóð­ern­is­vit­und íbú­anna. Þetta er ekki eins og hver annar iðn­að­ur.



Sögu­leg og trú­ar­leg sjón­ar­mið

Hunda­kjöt hefur verið borðað víða í aust­ur-Asíu um árþús­unda­skeið. Það hefur verið borðað í norð­ur­hluta Kína síðan á brons­öld og þaðan barst það til Kóreu­skaga skömmu eftir Krists­burð. Hundaát er einnig mikið stundað í Víetnam, sér­stak­lega norð­ur­hlut­anum en þar eru einnig borð­aðir kett­ir, rottur og mýs. Hundaát hefur verið stundað ann­ars staðar en í Asíu í gegnum tíð­ina, t.d. á Hawaii og í Sviss, en það  heyrir nú til algerra und­an­tekn­ing­ar­til­vika. Hundar eru borð­aðir báðum megin landamær­anna á Kóreu­skaga en, eins og um svo margt ann­að, er lítið vitað um umfangið norðan meg­in. 

Hundaát er nú á und­an­haldi í Suður Kóreu eftir að hafa verið mjög vin­sælt um langt skeið, sér­stak­lega á 19. öld. Um þriðj­ungur Kóreu­manna seg­ist hafa smakkað hunda­kjöt ein­hvern tím­ann á lífs­leið­inni en ein­ungis örfá pró­sent borða það að stað­aldri. Hunda­kjöt er þó fjórða mest selda kjötið á kóreyska mark­að­inum (á eftir nauti, kjúkling og svíni) sem þýðir að þessi litli hópur neytir kjöts­ins í miklum mæli. Í dag er talið að um 15-25 milljón hundum sé slátrað árlega til mann­eldis og þar af um 2 millj­ónum í Suður Kóreu. Það er aðal­lega eldra fólk sem borðar hunda­kjöt en yngri kyn­slóðin vill ekki sjá það. Margir sem borða ekki hunda­kjöt sjálfir virða þó afstöðu þeirra sem gera það.

Í fornöld hafði hundaát trú­ar­lega teng­ingu í aust­ur-Asíu. Heim­ildir eru til fyrir því að hundum hafi verið fórnað sem mat handa guð­un­um. Það þýðir að hunda­kjöt hefur verið talin nokkuð fín fæða. Eftir ris búdd­hisma á svæð­inu á ármið­öldum breytt­ist afstaðan að ein­hverju leyti. Afstaða búdd­hista til kjöt­áts er blendin og margir þeirra eru græn­metisæt­ur. Búdd­ha­munkum er bein­línis bannað að borða kjöt af vissum dýra­teg­und­um, þar á meðal hund­um. Þá telja margir búdd­histar það boða slæmt karma að borða dýr sem er svo tryggt hús­bónda sín­um. Í islam er hundaát bein­línis bannað þar sem hundar þykja óhrein dýr líkt og svín. Kristnir hafa aftur á móti meira frelsi til að borða hunda­kjöt en um 20% af Suður Kóreu­mönnum eru kristn­ir.

Er rangt að borða hund?

Flestum Vest­ur­landa­búum býður við þeirri til­hugsun að leggja sér hund til munns. Ekki vegna þess að þeim býður við til­hugs­un­inni um kjötið sjálft heldur vegna þess að hundar eru taldir félagar manns­ins og gælu­dýr. Í mörgum til­vikum eru þeir vinnu­fé­lagar okk­ar. Af sömu ástæðu veigra margir sér við því að borða hrossa­kjöt, þó að það sé mun útbreidd­ara. Í austur Asíu er ekki sama hefð fyrir því að halda hunda sem gælu­dýr en þeir hafa verið not­aðir um aldaraðir sem t.d. varð­hund­ar. Í Kína var bein­línis bannað að eiga hunda sem gælu­dýr um tíma. Þetta þýðir ekki að Asíu­menn geti ekki litið á hunda sem félaga sína, þeir gera það. 

En sam­band þeirra leyfir það að hundar séu álitnir nytja­dýr. Hunda­kjöt hefur einnig djúpar rætur í þjóð­trú Aust­ur­landa. Að borða hunda­kjöt er talið auka kyn­hvöt karl­manna, gera þá sterk­ari og hamla ýmsum sjúk­dóm­um. Í Kóreu eru hundar aðal­lega borð­aðir á sumrin þegar virkni kjöts­ins er talin mest en í Kína og Víetnam eru hundar aðal­lega borð­aðir yfir vetr­ar­tím­ann. Þar er sagt að kjötið veiti manni sér­staka hlýju. Í Suður Kóreu er einnig fram­leitt heilsu­seyði úr hunda­kjöti, gaesoju, sem á að veita sömu virkni og kjöt­ið. Það eru þó ekki til neinar lækn­is­fræði­legar eða líf­eðl­is­fræði­legar rann­sóknir sem styðja þetta. Hundaát hefur einnig sterka þjóð­ern­is­lega teng­ingu, sér­stak­lega í Suður Kóreu. Margir segja að dýra­vernd­un­ar­sinnar séu vest­rænir hræsnarar sem reyni að troða sínum gildum upp á Asíu­búa sem hafi borðað hunda óáreittir í þús­undir ára. Af hverju er það eitt­hvað verra að borða hund en að borða lamb eða naut­grip?

Dýra­vernd­un­ar­sinnar segja þó að gagn­rýni þeirra snú­ist ekki um að gera upp á milli teg­unda heldur þeirri með­ferð sem hund­arnir eru beitt­ir. Hunda­kjöts­mark­að­ur­inn í Suður Kóreu starfar á gráu svæði laga­lega. Á einum stað í lög­unum stendur að hundar séu hús­dýr en þeir falla hins vegar ekki undir lög um með­ferð og hrein­læti hús­dýra. Dýra­vernd­un­ar­lögin segja að ekki megi slátra dýrum á grimmi­legan hátt og ekki undir berum himni en þeim er hins vegar ekki fylgt í til­fellum hunda. 

Moran mark­að­ur­inn er prýð­is­gott dæmi um það. Þar eru 22 aðilar sem selja hunda og geyma þá marga saman í alltof litlu búr­um. Oft kremj­ast þeir eða kafna í þessum búr­um.  Hægt er að kaupa bæði lif­andi og dauða hunda en flestir velja sér lif­andi hund sem er slátrað á staðn­um. Hund­unum er slátrað á mjög ómann­eskju­legan hátt t.d. með bar­smíð­um, raf­magni eða heng­ingu. Sagt er að adrena­lín­flæði hunds­ins rétt áður en hann deyr bæti bragð kjöts­ins. Til að ná feld­inum af hund­inum er hann annað hvort soð­inn í potti eða notað logsuðu­tæki, en í sumum til­fellum eru hund­arnir ennþá á lífi þegar það er gert. Í Suður Kóreu eru um 100 búgarðar sem rækta hunda til átu og á þeim um milljón hundar sam­an­lagt. Aðstaðan á búgörð­unum er svipuð og á mörk­uð­un­um, búrin lítil og með­ferðin slæm.

Deyj­andi siður

Með auknum tækni­fram­förum, vel­megun og alþjóð­legum straumum hefur gælu­dýra­hald Kóreu­manna og ann­arra Asíu­þjóða auk­ist til muna, sér­stak­lega hjá yngri kyn­slóð­inni. Hundaát fer því minnk­andi með hverju árinu og er nú ólög­legt bæði í Kína og Víetnam. Í kín­versku borg­inni Yulin hefur verið haldin sér­stök hunda­kjöts­há­tíð árlega en yfir­völd neita nú ábyrgð og segja að þetta sé einka­fram­tak borg­ar­anna líkt og hver önnur garð­veisla. 

Í Víetnam hafa menn brugðið á það ráð að smygla hundum frá Tælandi til að anna eft­ir­spurn­inni. Í lönd­unum tveimur er einnig tölu­vert um það að gælu­dýra­hundum sé stolið til átu. Á ólög­legum mörk­uðum er hægt að sjá marga hunds­skrokka með hálsól­ar. Í Suður Kóreu hafa slík til­vik einnig komið upp en flestir hund­arnir þar koma af búgörð­un­um. Algeng­asti nytja­hund­ur­inn kall­ast  nure­ongi (sá guli) en hann er einnig kall­aður dong-gae (skíta hund­ur). Margar aðrar teg­undir eru nýttar eins og t.a.m. labrador, husky, beag­le, golden retri­ever og jafn­vel hinn agn­arsmái Chi­hu­ahua.

Í land­inu eru þús­undir veit­inga­staða sem selja hunda­kjöt en þeim fer þó fækk­andi, bæði vegna minnk­andi sölu og utan­að­kom­andi þrýst­ings. Á ólymp­íu­leik­unum 1988 og heims­meist­ara­mót­inu 2002 var veit­inga­stöð­unum gert skylt að loka tíma­bundið og kjötsalar máttu ekki hafa hunda­kjöt til sýnis á almanna­færi. Ákvörðun borg­ar­yf­ir­valda í Seongnam um lokun Moran mark­að­ar­ins er hluti af þess­ari þró­un. Jang In-young hjá dýra­vernd­un­ar­sam­tökum Suður Kóreu sagði að lok­unin væri stórt skref til að breyta iðn­að­in­um. Borg­ar­full­trú­inn Kang Won-gu sagði að hundaát yrði að hætta og enn­frem­ur:

„Se­ongnam hefur frum­kvæði að því að breyta ímynd Suður Kóreu því að hver þjóð er metin af því hvernig hún kemur fram við dýrin sín.“

Vest­ræn dýra­vernd­un­ar­sam­tök hafa einnig beitt sér með beinum hætti í land­inu og gert rækt­endum kleift að hætta starf­semi. Þau taka við dýr­unum og flytja þau til Amer­íku og Evr­ópu til þess að verða gælu­dýr.



Hunda­réttir

Gaegogi er kóreyska orðið yfir hunda­át. Hundar eru borð­aðir á marga vegu í Kóreu en vin­sæl­asti rétt­ur­inn er súpa sem kölluð er Gaej­ang-guk (hunda-og soja­bauna­súpa) eða Bos­in­tang (end­ur­nær­andi súpa). Í súp­unni er soðið hunda­kjöt ásamt græn­meti og krydd­jurt­um. Það eru til margar útfærslur af súp­unni en flestar inni­halda soya­baunir og annað hvort blað­lauk eða púrru­lauk. Stundum eru aðrar jurtir á borð við fífla og taro (sem er asísk blað­jurt). 

Mintu­lauf eru svo notuð til að fela lykt­ina af kjöt­inu sem er frekar sterk og fúl. Bragðið af kjöt­inu er þó sagt minna á lamba eða geita­kjöt. Súpan er svo krydduð vel með t.d. salti, pipar og chili kryddi. Með súp­unni er vin­sælt að borða rétt kall­ast á kóreysku kimchi. Það er súr­suð græn­met­is­stappa sem inni­heldur m.a. engi­fer, hvít­lauk, hreðkur og kál. Þá er ferskt græn­meti eins og  agúrkur og paprikur einnig vin­sælt með­læti sem og soju (kóreyskt hrís­grjóna­vín).

Gaegogi jeon­gol er vin­sæl hunda­kássa sem er soðin í potti. Hægt er að nota ann­ars konar kjöt í jeon­gol en af hundi, t.d. nauta­kjöt eða fisk, en einnig er hægt að sleppa kjöti alveg. Sveppir eru veiga­miklir í káss­unni en einnig er not­aðar grænar baun­ir, tófú, kál, laukar, hreðkur og fleira. Í káss­una er svo sett hun­ang eða ávextir (t.d. per­ur) til að gera hana sæta en einnig bragð­sterkar krydd­jurtir á borð við chili. Sumir bæta núðlum út í káss­una.

Sumir vilja fá hunda­kjötið beint á diskinn og það heitir þá gae sujuk. Kjötið er for­soðið og svo steikt á pönnu. Það er borið fram með sósu sem gerð er úr soya­baun­um, mintu­ol­íu, salti og hvít­lauk og fersku græn­meti s.s. blað­lauk og radís­um.

Bon apetit!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None