Skrif upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar samræmast ekki stöðu hans

Óttarr Proppé segir að skrif Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, í Þjóðmál um stjórnarskrármál „samræmist ekki stöðu hans.“ Sigurður Már líkti tillögum Stjórnlagaráðs við stjórnarskrárbreytingar í Venesúela.

Óttarr og Sigurður Már
Auglýsing

Ótt­arr Proppé, heil­brigð­is­ráð­herra og for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, telur að þau ummæli um stefnu­mörkum rík­is­stjórn­ar­innar í stjórn­ar­skrár­málum sem Sig­urður Már Jóns­son, upp­lýs­inga­full­trúi henn­ar, lét falla í nýlegri grein í Þjóð­mál­um, sam­ræm­ist ekki stöðu hans. Þetta kemur fram í svari Ótt­arrs við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Í grein­inni í Þjóð­mál­um, sem ber fyr­ir­sögn­ina „Banka­hrun og bylt­inga­stjórn­ar­skrá“, tengir Sig­urður Már til­lögur Stjórn­laga­ráðs að nýrri stjórn­ar­skrá við hug­mynda­fræði ítalska komm­ún­ist­ans Ant­onio Negri og við þær stjórn­ar­skrár­breyt­ingar sem Hugo Chavez, fyrr­ver­andi for­seta Venes­ú­ela, inn­leiddi til að auka völd sín.

Ótt­arr setur þann fyr­ir­vara að hann hafi ekki lesið sjálfa grein­ina heldur ein­ungis end­ur­sögn Stund­ar­innar úr grein­inni. Það sem hér kemur fram er í mót­sögn við stefnu Bjartrar fram­tíð­ar, sér­stak­lega áherslur á sátt og vönduð vinnu­brögð. Þá eru þessi ummæli úr takti við stefnu rík­is­stjórn­ar­innar sem birt­ist í stjórn­ar­sátt­mál­an­um. Með þeim fyr­ir­vara að hafa ekki kynnt mér téða grein finnst mér þessi ummæli um stefnu­mörkun rík­is­stjórn­ar­innar illa sam­ræm­ast stöðu upp­lýs­inga­full­trúa henn­ar.

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Við­reisn­ar, seg­ist ekki hafa lesið grein­ina í Þjóð­málum og vill þess vegna ekki ræða efni henn­ar.

Auglýsing

Nýja stjórn­ar­skráin sem varð aldrei að veru­leika

Í grein­inni fjallar Sig­urður Már um stjórn­ar­skrár­mál og rekur það ferli sem átti sér stað þegar kosið var til Stjórn­laga­þings, sem síðar breytt­ist í Stjórn­laga­ráð. Það ráð lagði fram frum­varp um miklar breyt­ingar á stjórn­ar­skrá íslenska lýð­veld­is­ins árið 2011. Kosið var um til­­­lögur ráðs­ins haustið 2012 þar sem tveir af hverjum þremur sem tók þátt í kosn­­­ing­unum sagð­ist vilja að til­­­lögur ráðs­ins yrðu lagðar til grund­vallar nýrri stjórn­­­­­ar­­­skrá. Í til­­­lög­unum var meðal ann­­­ars að finna ákvæði um að auð­lindir yrðu þjóð­­­ar­­­eign og að til­­­­­tekið hlut­­­fall kosn­­­inga­­­bærra manna geti kraf­ist þjóð­­­ar­at­­­kvæða­greiðslu.

Þar voru einnig til­­­lögur um stór­tækar breyt­ingar á íslenska kosn­­­inga­­­kerf­inu þar sem lagt var til að heim­ila aukið per­­­són­u­­­kjör og að atkvæði lands­­­manna myndu öll gilda jafn mik­ið, en mikið ósam­ræmi er í því vægi á milli lands­hluta í dag. Báðar til­­­lög­­­urnar voru sam­­­þykktar með yfir­­­­­gnæf­andi meiri­hluta í þjóð­­­ar­at­­­kvæða­greiðsl­unni í októ­ber 2012. Þrátt fyrir það hafa þessar breyt­ingar á stjórn­­­ar­­skrá ekki orðið að veru­­leika.

Á síð­­asta kjör­­tíma­bili var skipuð þverpól­­tísk stjórn­­­ar­­skrár­­nefnd sem skil­aði af sér nið­­ur­­stöðu í þremur frum­vörpum í byrjun árs í fyrra. Fyrsta var um ákvæði um auð­lind­ir nátt­úru Íslands og að þær séu þjóð­­­ar­­­eign. Annað frum­varpið um um­hverfi og nátt­úru þar sem mælt er fyr­ir um ábyrgð á vernd nátt­úru og að var­úð­­­ar- og lang­­­­tíma­­­­sjón­­­­ar­mið verði höfð að leið­­­ar­­­ljósi. Ekki náð­ist sátt um að ráð­­ast í þessar breyt­ingar á síð­­asta kjör­­tíma­bili.

Ber saman við Venes­ú­ela

Sig­urður Már ber hina nýju stjórn­ar­skrá sem kosið var um saman við stjórn­ar­skrá Hugo Chavez, for­seta Venes­ú­ela. Sú stjórn­ar­skrá gerði það að verkum að kjör­tíma­bil for­set­ans var lengt í sex ár og veitti honum heim­ild til að leysa upp þing lands­ins. Síðar var sam­þykkt stjórn­ar­skrár­breyt­ing sem fól í sér að tak­mark­anir á fjölda kjör­tíma­bila sem for­seti Venes­ú­ela mátti sitja var afnum­in.

Mik­ill munur er á þeim hópi sem sat í stjórn­ar­skrár­ráði Íslands og þeim hópi sem setti saman nýja stjórn­ar­skrá Venes­ú­ela á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Hér sátu til að mynda þjóð­kjörnir full­trúar í ráð­inu en fram­kvæmda- og lög­gjaf­ar­valdið kom ekki með neinum beinum hætti að vinnu ráðs­ins á meðan að hún stóð yfir. Í Venes­ú­ela var Stjórn­laga­ráð að mestu skipað sam­flokks­mönnum þáver­andi for­seta lands­ins.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar er ákvæði um breytingar á stjórnarskrá.Sig­urður Már fjallar einnig um ítalska komm­ún­ist­ann Ant­onio Negri, sem var ráð­gjafi við gerð stjórn­ar­skráar Venes­ú­ela. Hann rifjar upp að Negri hafi verið boðið til Íslands af félags­skapnum Nýhil. Í grein sinni segir Sig­urður Már: „Þess má geta að heim­spek­ing­ur­inn Viðar Þor­steins­son, sem var einn þeirra sem stóð fyrir komu Negri hingað í nafni félags­skap­ar­ins Nýhils, er bróðir Vil­hjálms Þor­steins­son­ar. Vil­hjálmur sat í Stjórn­laga­ráði sem síðar sam­þykkti frum­varp til stjórn­skip­un­ar­laga eða þá stjórn­ar­skrá sem ætl­unin er að þrýsta í gegn á næsta þingi eins og til dæmis Píratar hafa lagt mikla áherslu á.“

Vil­hjálmur Þor­steins­son er hlut­hafi í Kjarn­an­um. Sig­urður Már segir að hann telj­ist óneit­an­lega til auð­manna hér á Íslandi. „Fyr­ir­tæki í hans eigu reynd­ust vera í skatta­skjólum og hann er næst stærsti hlut­haf­inn vef­mið­ils­ins Kjarn­ans sem nýtur vel­þókn­unar vinstri sinn­aðra mennta­manna.“ Sig­urður Már rök­styður ekki þessa full­yrð­ingu sína nán­ar.

Vill ákveðnar breyt­ingar

Í nið­ur­lagi grein­ar­innar kemst Sig­urður Már að þeirri nið­ur­stöðu að það séu flestir sam­mála um að breyt­ingar megi gera á gild­andi stjórn­ar­skrá. Hann er þó andsnú­inn því að hin nýja stjórn­ar­skrá, sem var afrakstur vinnu Stjórn­laga­ráðs, taki gildi. And­staða þing­manna sem séu ann­arrar skoð­unar en hann í mál­inu hafi hins vegar komið í veg fyrir að sátt næð­ist um minni breyt­ingar á síð­asta kjör­tíma­bili. „Það er hins vegar afar mik­il­vægt að nýtt þing ljúki þeirri vinnu á sömu for­sendum og lagt  var upp með­.[...]Hugs­an­lega má end­ur­ræsa ferlið með slíkum aðgerðum ef víð­tæk sam­staða næst um það. Óvíst er að það sé ger­legt á meðan t.d. Píratar hafa þann þing­styrk sem þeir hafa nún­a.“

Bæði Björt fram­tíð og Við­reisn, sem í jan­úar mynd­uðu rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki, fjalla með skýrum hætti um stjórn­ar­skrár­mál í stefnu­skrám sín­um. Og báðir flokk­arnir leggja til­lögur Stjórn­laga­ráðs til grund­vallar þeirri stefnu.

Á heima­­síðu Við­reisn­­­ar,undir liðnum „Mál­efn­in“, segir um stjórn­­­ar­­skrár­­mál:„Ná þarf sam­komu­lagi um heild­­stætt, skýrt og tíma­­sett ferli sem hefur að mark­miði að til verði ný stjórn­­­ar­­skrá. Það ferli á að taka mið af til­­lögum Stjórn­­laga­ráðs og annarri vinnu að breyt­ingum á síð­­­ari stig­­um.“ Í póli­­tískum áherslum Bjartrar fram­­tíð­­ar, eins og þær eru fram settar á heima­­síðu flokks­ins, seg­ir: „Setjum þjóð­inni nýja stjórn­­­ar­­skrá á grunni til­­lagna Stjórn­­laga­ráðs, í sem mestri sátt. Vöndum okk­­ur.“

Stjórn­­­ar­­skrár­­mál röt­uðu líka inn í stjórn­­­ar­sátt­­mála rík­­is­­stjórnar Bjarna Bene­dikts­­son­­ar. Þar segir að unnið verði að end­­ur­­skoðun stjórn­­­ar­­skrár lýð­veld­is­ins Íslands á grund­velli þess viða­­mikla starfs sem átt hefur sér stað und­an­farin ár. Rík­­is­­stjórnin muni bjóða öllum þing­­flokkum á Alþingi að skipa full­­trúa í þing­­manna­­nefnd sem muni starfa með fær­­ustu sér­­fræð­ingum á sviði stjórn­­­skip­unar að sem bestri sátt um til­­lögur að breyt­ingum sem verði lagðar fram eigi síðar en árið 2019.

Sig­urður Már var end­ur­ráð­inn upp­lýs­inga­full­trúi nýrrar rík­is­stjórn­ar, en hann var upp­haf­lega ráð­inn í starfið af af rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None