Einstæðar mæður með börn um 14 prósent kjarnafjölskyldna

Í tölum Hagstofu Íslands um samsetningu íslensku þjóðarinnar má finna ýmislegt áhugavert.

Ísland knattspyrna fólk
Auglýsing

Íslend­ingar eru nú orðnir 338.349 miðað við stöð­una eins og hún var 1. jan­úar á þessu ári. Fjölg­unin milli ára er 1,8 pró­sent. Fjölgun Íslend­inga á und­an­förnum tveimur ára­tugum hefur verið jöfn og þétt. Frá árinu 1997 hefur Íslend­ingum fjölgað um 68.475, og frá því herr­ans ári 2007 nemur fjölg­unin rúm­lega 30 þús­und manns. 

En hvernig er íslenska þjóðin nú sam­sett og hvar er fólk helst að koma sér fyr­ir? Fimm atriði úr nýlegri sam­an­tekt Hag­stofu Íslands um Ísland og Íslend­inga sýnir þjóð sem vex og dafn­ar.

Auglýsing

1. Íslend­ingum fjölg­aði um 5.820 frá sama tíma árið áður. Þetta er fjöldi sem nemur íbúa­fjölda í þriggja kaup­staða á Aust­fjörð­um, svo dæmi sé tek­ið. Konum og körlum fjölg­aði nokkuð jafnt en karlar eru eigi að síður 3.717 fleiri en konur á land­in­u. 

Okkur fjölgar stöðugt, og mannauðurinn vex.

2. Mikil fólks­fjölgun var á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en íbúum þar fjölg­aði um 3.259 í fyrra eða 1,5%. Hlut­falls­lega varð þó mest fólks­fjölgun á Suð­ur­nesjum, 6,6%, þar af hlut­falls­lega mest í Reykja­nes­bæ. Einnig fjölg­aði íbúum á Suð­ur­landi (2,1%), Norð­ur­landi eystra (1,1%) og Vest­ur­landi (1%), en minna á Norð­ur­landi vestra (0,4%) og Aust­ur­landi (0,4%). Fólks­fækkun var á Vest­fjörð­um, en þaðan flutt­ust 13 manns (0,2%) í fyrra.

3. Kjarna­fjöl­skyldur voru 80.638 hinn 1. jan­úar síð­ast­lið­inn en 79.870 ári áður. Stærsti hluti kjarna­fjöl­skyldna eru barn­laus hjón, eða 39 pró­sent af heild­inni. Hjón með börn koma þar á eft­ir, ríf­lega 27 pró­sent, og ein­stæðar mæður með börn næst þar á eft­ir, með 13,8 pró­sent. 

Fjölskyldusamsetningu íslensku þjóðarinnar má sjá hér.

4. Og fólki fjölgar stöðugt í þétt­býli. Hinn 1. jan­úar síð­ast­lið­inn voru 60 þétt­býl­is­staðir á land­inu með 200 íbúa eða fleiri og fækk­aði um einn milli ára. Auk þeirra voru 36 smærri staðir með 50–199 íbúa sem er fjölgun um einn frá fyrra ári. Í þétt­býli bjuggu 316.904 og fjölg­aði um 5.054 milli ára. Í dreif­býli og smærri byggða­kjörnum bjuggu 21.455 manns. 

5. Kópa­vogur er næs stærsta sveit­ar­fé­lagið á eftir Reykja­vík og þar hefur íbúum fjölgað einna hrað­ast á land­inu. Í byrjun árs­ins voru íbúa komnir yfir 35.200 tals­ins og fjölg­aði um ríf­lega 1.100 milli ára. Höf­uð­borg­ar­svæðið vex því tölu­vert innan Kópa­vogs áfram, eins og reyndin hefur verið und­an­farin ár.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None