Einstæðar mæður með börn um 14 prósent kjarnafjölskyldna

Í tölum Hagstofu Íslands um samsetningu íslensku þjóðarinnar má finna ýmislegt áhugavert.

Ísland knattspyrna fólk
Auglýsing

Íslend­ingar eru nú orðnir 338.349 miðað við stöð­una eins og hún var 1. jan­úar á þessu ári. Fjölg­unin milli ára er 1,8 pró­sent. Fjölgun Íslend­inga á und­an­förnum tveimur ára­tugum hefur verið jöfn og þétt. Frá árinu 1997 hefur Íslend­ingum fjölgað um 68.475, og frá því herr­ans ári 2007 nemur fjölg­unin rúm­lega 30 þús­und manns. 

En hvernig er íslenska þjóðin nú sam­sett og hvar er fólk helst að koma sér fyr­ir? Fimm atriði úr nýlegri sam­an­tekt Hag­stofu Íslands um Ísland og Íslend­inga sýnir þjóð sem vex og dafn­ar.

Auglýsing

1. Íslend­ingum fjölg­aði um 5.820 frá sama tíma árið áður. Þetta er fjöldi sem nemur íbúa­fjölda í þriggja kaup­staða á Aust­fjörð­um, svo dæmi sé tek­ið. Konum og körlum fjölg­aði nokkuð jafnt en karlar eru eigi að síður 3.717 fleiri en konur á land­in­u. 

Okkur fjölgar stöðugt, og mannauðurinn vex.

2. Mikil fólks­fjölgun var á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en íbúum þar fjölg­aði um 3.259 í fyrra eða 1,5%. Hlut­falls­lega varð þó mest fólks­fjölgun á Suð­ur­nesjum, 6,6%, þar af hlut­falls­lega mest í Reykja­nes­bæ. Einnig fjölg­aði íbúum á Suð­ur­landi (2,1%), Norð­ur­landi eystra (1,1%) og Vest­ur­landi (1%), en minna á Norð­ur­landi vestra (0,4%) og Aust­ur­landi (0,4%). Fólks­fækkun var á Vest­fjörð­um, en þaðan flutt­ust 13 manns (0,2%) í fyrra.

3. Kjarna­fjöl­skyldur voru 80.638 hinn 1. jan­úar síð­ast­lið­inn en 79.870 ári áður. Stærsti hluti kjarna­fjöl­skyldna eru barn­laus hjón, eða 39 pró­sent af heild­inni. Hjón með börn koma þar á eft­ir, ríf­lega 27 pró­sent, og ein­stæðar mæður með börn næst þar á eft­ir, með 13,8 pró­sent. 

Fjölskyldusamsetningu íslensku þjóðarinnar má sjá hér.

4. Og fólki fjölgar stöðugt í þétt­býli. Hinn 1. jan­úar síð­ast­lið­inn voru 60 þétt­býl­is­staðir á land­inu með 200 íbúa eða fleiri og fækk­aði um einn milli ára. Auk þeirra voru 36 smærri staðir með 50–199 íbúa sem er fjölgun um einn frá fyrra ári. Í þétt­býli bjuggu 316.904 og fjölg­aði um 5.054 milli ára. Í dreif­býli og smærri byggða­kjörnum bjuggu 21.455 manns. 

5. Kópa­vogur er næs stærsta sveit­ar­fé­lagið á eftir Reykja­vík og þar hefur íbúum fjölgað einna hrað­ast á land­inu. Í byrjun árs­ins voru íbúa komnir yfir 35.200 tals­ins og fjölg­aði um ríf­lega 1.100 milli ára. Höf­uð­borg­ar­svæðið vex því tölu­vert innan Kópa­vogs áfram, eins og reyndin hefur verið und­an­farin ár.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None