Einstæðar mæður með börn um 14 prósent kjarnafjölskyldna

Í tölum Hagstofu Íslands um samsetningu íslensku þjóðarinnar má finna ýmislegt áhugavert.

Ísland knattspyrna fólk
Auglýsing

Íslend­ingar eru nú orðnir 338.349 miðað við stöð­una eins og hún var 1. jan­úar á þessu ári. Fjölg­unin milli ára er 1,8 pró­sent. Fjölgun Íslend­inga á und­an­förnum tveimur ára­tugum hefur verið jöfn og þétt. Frá árinu 1997 hefur Íslend­ingum fjölgað um 68.475, og frá því herr­ans ári 2007 nemur fjölg­unin rúm­lega 30 þús­und manns. 

En hvernig er íslenska þjóðin nú sam­sett og hvar er fólk helst að koma sér fyr­ir? Fimm atriði úr nýlegri sam­an­tekt Hag­stofu Íslands um Ísland og Íslend­inga sýnir þjóð sem vex og dafn­ar.

Auglýsing

1. Íslend­ingum fjölg­aði um 5.820 frá sama tíma árið áður. Þetta er fjöldi sem nemur íbúa­fjölda í þriggja kaup­staða á Aust­fjörð­um, svo dæmi sé tek­ið. Konum og körlum fjölg­aði nokkuð jafnt en karlar eru eigi að síður 3.717 fleiri en konur á land­in­u. 

Okkur fjölgar stöðugt, og mannauðurinn vex.

2. Mikil fólks­fjölgun var á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en íbúum þar fjölg­aði um 3.259 í fyrra eða 1,5%. Hlut­falls­lega varð þó mest fólks­fjölgun á Suð­ur­nesjum, 6,6%, þar af hlut­falls­lega mest í Reykja­nes­bæ. Einnig fjölg­aði íbúum á Suð­ur­landi (2,1%), Norð­ur­landi eystra (1,1%) og Vest­ur­landi (1%), en minna á Norð­ur­landi vestra (0,4%) og Aust­ur­landi (0,4%). Fólks­fækkun var á Vest­fjörð­um, en þaðan flutt­ust 13 manns (0,2%) í fyrra.

3. Kjarna­fjöl­skyldur voru 80.638 hinn 1. jan­úar síð­ast­lið­inn en 79.870 ári áður. Stærsti hluti kjarna­fjöl­skyldna eru barn­laus hjón, eða 39 pró­sent af heild­inni. Hjón með börn koma þar á eft­ir, ríf­lega 27 pró­sent, og ein­stæðar mæður með börn næst þar á eft­ir, með 13,8 pró­sent. 

Fjölskyldusamsetningu íslensku þjóðarinnar má sjá hér.

4. Og fólki fjölgar stöðugt í þétt­býli. Hinn 1. jan­úar síð­ast­lið­inn voru 60 þétt­býl­is­staðir á land­inu með 200 íbúa eða fleiri og fækk­aði um einn milli ára. Auk þeirra voru 36 smærri staðir með 50–199 íbúa sem er fjölgun um einn frá fyrra ári. Í þétt­býli bjuggu 316.904 og fjölg­aði um 5.054 milli ára. Í dreif­býli og smærri byggða­kjörnum bjuggu 21.455 manns. 

5. Kópa­vogur er næs stærsta sveit­ar­fé­lagið á eftir Reykja­vík og þar hefur íbúum fjölgað einna hrað­ast á land­inu. Í byrjun árs­ins voru íbúa komnir yfir 35.200 tals­ins og fjölg­aði um ríf­lega 1.100 milli ára. Höf­uð­borg­ar­svæðið vex því tölu­vert innan Kópa­vogs áfram, eins og reyndin hefur verið und­an­farin ár.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None