Töframáttur Baldurs og Konna

Töfrarnir sem fylgdu Baldri og Konna lifa enn. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér söguna á bak við goðsagnirnar.

Kristinn Haukur Guðnason
baldurogkonni
Auglýsing

Fyrir rúmri hálfri öld ferð­að­ist búktal­ar­inn Baldur Georgs um landið ásamt brúð­unni Konna og hélt sýn­ingar fyrir mörg hund­ruð gesti þar sem töfra­brögð komu einnig við sögu. Börnin höfðu vita­skuld gaman að því að sjá þetta en ekki síður full­orðnir því að húmor­inn í sýn­ing­unum höfð­aði oft til þeirra. Baldur var eini búktal­ar­inn sem náð hefur nokk­urri frægð á Íslandi og því ein­stakur í skemmt­ana­lífi lands­ins.

Vildi verða töfra­maður 9 ára

Baldur Georgs Takács fædd­ist í Reykja­vík þann 22. októ­ber árið 1927. Faðir hans var ung­verskur fiðlu­leik­ari að nafni Georg Takács sem starf­aði um hríð á Íslandi, m.a. í Hljóm­sveit Reykja­víkur og sem hljóm­sveit­ar­stjóri í Gamla Bíó. Hann var íslenskur rík­is­borg­ari og stund­aði hér lækna­nám en flutti síðar út til Kaup­manna­hafnar þar sem hann eign­að­ist fjöl­skyldu. Móðir Bald­urs var Ágústa (Þor­varðs­dótt­ir) Thoraren­sen dans­kenn­ari og píanó­leik­ari sem m.a. spil­aði tón­list við þöglu mynd­irnar í Gamla Bíói. Hún flutti einnig út til Kaup­manna­hafnar og því ólst Baldur upp hjá afa sínum og ömmu, þeim Þor­varði Þor­varðs­syni prent­smiðju­stjóra í Guten­berg og Sig­ríði Jóns­dóttur hús­móð­ur. 

Þor­varður var áber­andi maður í Reykja­vík á fyrstu ára­tugum 20. ald­ar­inn­ar. Auk þess að vera prent­smiðju­stjóri var hann virkur í verka­lýðs­hreyf­ing­unni og Alþýðu­flokknum og sat m.a. sem bæj­ar­full­trúi fyrir flokk­inn. Þá hafði hann sér­legan áhuga á leik­list og æsku­lýðs­mál­um. Hann var stofn­andi og fyrsti for­maður Leik­fé­lags Reykja­víkur í Iðnó og þessum áhuga smit­aði hann Baldur af. Baldur fór á margar leik­sýn­ingar með afa sínum og hreifst mjög af svið­inu. En árið 1936, skömmu fyrir 9 ára afmæl­is­dag­inn, lést Þor­varður svip­lega. Skömmu eftir and­lát afa síns ákvað hinn ungi Baldur að verða töfra­mað­ur. Hann var heill­aður af sjón­hverf­ingum og töfra­brögðum og varð sér úti um bækur um töfra­brögð sem hann las upp til agna. En einnig heill­að­ist hann af búktali sem eng­inn Íslend­ingur hafði stundað fyrr. Helsti áhrifa­vald­ur­inn í þeim efnum var hinn banda­ríski Edgar Burgen sem kom fram með brúð­unni sinni Charlie McCarthy og var heims­þekktur úr kvik­myndum og útvarpi. Baldur sá fram á að þetta yrði leið hans inn í skemmt­ana­brans­ann.

Auglýsing

Vin­sæl­asti skemmti­kraftur lands­ins

Baldur sýndi í fyrsta sinn töfra­brögð opin­ber­lega á stríðs­ár­un­um, þegar hann var ein­ungis 16 ára gam­all. Þetta vatt fljót­lega upp á sig og brátt skiptu sýn­ing­arnar tugum og svo hund­ruð­um. Hann ein­beitti sér að ein­földum brellum með spil, pen­inga og hnúta og tal­aði mikið til að dreifa athygli áhorf­enda. Þetta útheimti mikið hug­rekki að hans hálfu því að hann var mjög feim­inn að eðl­is­fari og með mik­inn sviðs­skrekk (sem fór bara versn­andi með árun­um). En Baldur vildi bæta búktali inn í sýn­ing­arnar og því var næsta skref að panta brúðu. En það var flókn­ara en það hljóm­ar. Hann varð að leita út fyrir land­stein­ana til þess að fá almenni­lega búk­tal­ara­brúðu með hreyf­an­legum munn­i. 

Dúkkan Hákon, eða Konni, var því sér­smíðuð fyrir Baldur í Englandi árið 1945 og skömmu seinna komu Baldur og Konni fyrst fram í Lista­manna­skál­anum við Aust­ur­völl, á árs­há­tíð Iðn­skól­ans. Félag­arnir slógu strax í gegn og fengu sæg af boðum um að koma fram við alls kyns til­efni. Þeir komu fram á úti­skemmt­un­um, í leik­hús­unum og kvik­mynda­hús­un­um, í Tívolí­inu í Vatns­mýr­inni, í revíum og skemmt­unum á borð við Bláu Stjörn­una og Sjó­mannaka­bar­ett. Þá ferð­uð­ust þeir um allt land og tróðu jafn­vel upp í minnstu þorp­um. Alls staðar sem þeir komu var troð­fullt, bæði af börnum og full­orðn­um. Þeir fóru meira að segja út fyrir land­stein­ana, til Dan­merkur þar sem þeir skemmtu í Tivoli og Bakken. 

Það má segja að í um 20 ár hafi þeir verið vin­sæl­ustu skemmti­kraftar lands­ins. Stjórn­mála­flokk­arnir nýttu sér þessar vin­sældir og fengu þá með sér til að skemmta á kosn­inga­fundum víða um land en einnig voru þeir not­aðir í aug­lýs­ing­um. Á sjötta ára­tugnum hófu þeir inn­reið sína inn á heim­ilin með 5 barna­plöt­um. Þar söng Konni með Alfreði Clausen og Skafta Ólafs­syni sem voru lands­þekktir söngv­ar­ar. Seinna komu út tvær barna­bækur þar sem Konni kenndi töfra­brögð og sagði brand­ara. Félag­arnir sáust einnig á sjón­varps­skjánum hjá Rík­is­út­varp­inu á upp­hafs­árum þess um miðjan sjö­unda ára­tug­inn en þá voru þeir að mestu hættir að koma fram á skemmt­un­um.



Annar kurt­eis, hinn klúr

En hver var gald­ur­inn á bak við vel­gengni Bald­urs og Konna? Fyrir það fyrsta þá var Baldur alger­lega ein­stakur skemmti­kraftur á Íslandi. Hann var fyrsti búktal­ari lands­ins og sá eini sem hefur náð ein­hverri frægð. Búk­tal­arar komu fyrst fram á sjón­ar­sviðið sem skemmti­kraftar á 18. öld og náðu miklum vin­sældum í hinum ensku­mæl­andi heim­i. 

Íslend­ingar í Vest­ur­heimi þekktu þetta form vel en Íslend­ingum hér heima var þetta mjög fram­andi. Baldur náði líka ein­stakri færni í búktali og þó að töfra­brögð hefðu ávallt verið hluti af sýn­ingum hans þá kom fólk fyrst og fremst til þess að sjá hann tala í gegnum Konna. Baldur æfði sig á hverjum ein­asta degi og útlend­ingar sem voru vanir búk­töl­urum sögðu hann vera á heims­mæli­kvarða. En sjarm­inn við sýn­ingar hans fólust senni­lega einna helst í sam­spili þessa tveggja ólíku per­sóna. Baldur sagði:





Aðal­at­riðið við búk­tal er að vera tvær per­sónur í einu. Það virkar ekki nema manni tak­ist að skapa per­sónu­leika fyrir brúð­una og vera tveir menn í einu en ekki til skipt­is.

Baldur og Konni hefðu varla getað verið ólík­ari per­són­ur. Baldur var ávallt kurt­eis og var­kár og virk­aði nokkuð feim­inn en Konni ófram­fær­inn og djarf­ur, jafn­vel frek­ur. Hann hik­aði ekki við að svara erf­iðum áhorf­endum fullum hálsi ef þeir gerðu hróp og köll að svið­inu. Hann gat líka verið orð­ljótur og jafn­vel klúr og ein­staka sinnum mætti halda að hann hefði fengið sér örlítið í aðra tánna. Baldur sagði að hegðun hans mætti skýra með því að hann hefði fengið nokkuð frjáls­legt upp­eldi. Konni gerði þó sjaldn­ast grín að nokkrum nema sjálfum sér. Konni hafði líka bæt­andi áhrif á Baldur sem skemmti­kraft, þ.e. hann hjálp­aði honum með feimn­ina og sviðs­skrekk­inn því í gegnum Konna gat hann leyft sér að segja og gera hluti sem hann hefði ann­ars ekki þor­að. Það verður nefni­lega eng­inn reiður við brúðu.

Lífið með Konna

Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá Baldri og Konna því ýmis óvænt atvik áttu sér stað á ferðum þeirra. Í eitt skipti náð­ist naum­lega að bjarga Konna úr elds­voða þegar sam­komu­hús á Fáskrúðs­firði brann til kaldra kola. Í annað sinn var honum stolið af dönskum búk­tal­ara sem not­aði hann til sýn­inga. Einnig mun­aði minnstu að Baldur seldi Konna og rétt­inn á hon­um. Sýn­ing­arnar voru nefni­lega aldrei aðal­starf Bald­urs.

Hann fékk ágæt­lega greitt fyrir að troða upp en ekki svo vel að hann gæti lifað á því. Baldur kynnt­ist eig­in­konu sinni, Sigu­björgu Sveins­dóttur hár­greiðslu­meist­ara, við sýn­ingar í Kaup­manna­höfn árið 1948. Þau eign­uð­ust 3 börn og Baldur vann við skrif­stofu­störf til að fram­fleyta fjöl­skyld­unni. Börnin þeirra voru ekki jafn heilluð og jafn­aldrar þeirra af töfra­brögð­unum og búktal­inu en Baldur og Konni tróðu vita­skuld upp í barna­af­mæl­un­um. Rann­veig, dóttir hans segir að fyrstu kynni hennar af Konna hafi ekki verið jákvæð.

Ég var bara unga­barn þegar Konni kom inn á heim­ilið og ég var mjög hrædd við hann. Það var ekki fyrr en ég var orðin eldri sem ég gat farið að líta hann réttum aug­um.

Baldri fannst jafn­framt erf­ið­ara að skemmta börnum en full­orðn­um, því þau væru kröfu­hörð­ustu áhorf­end­urn­ir.

Sam­fara sýn­ing­un­um, vinn­unni og fjöl­skyldu­líf­inu lauk Baldur stúd­ents­prófi utan­skóla við Mennta­skól­ann í Reykja­vík árið 1961. Eftir það hóf hann að kenna tungu­mál í grunn­skól­um, fyrst á Akra­nesi og síðar Eski­firði. Konni var aldrei langt undan og fylgdi Baldri stundum í tíma og meira að segja í próf­spurn­ing­ar. En sýn­ing­unum fækk­aði á sjö­unda ára­tugnum sam­fara því sem áhugi fólks á búktali fór minnk­andi. Í kringum 1970 hættu þeir nán­ast að koma fram. Baldur átti á um tíma við áfeng­is­vanda­mál að stríða og árið 1972 skildu þau Sig­ur­björg.

En Baldur hafði þó ekki gef­ist upp á skemmt­ana­brans­an­um. Hann nam í tvo vetur við Leik­list­ar­skóla Lárusar Páls­sonar þar sem hann lagði áherslu á svið­s­tækni, tal­tækni og ein­leik. Hann kom ein­staka sinnum fram, t.d. í kvik­mynd­inni Brekku­kotsán­nál frá árinu 1973, en hafði þó mun meiri áhuga á að skrifa leik­rit. Hann skrif­aði leik­ritið Galdra­land sem var sett upp á átt­unda og níunda ára­tug­unum og var einnig sýnt í sjón­varpi. 

Það var hins vegar eina verkið sem hann kom á svið. Konni var ein­staka sinnum sóttur úr brúnu ferða­tösk­unni sinni til sýn­inga, allt fram undir lok níunda ára­tug­ar­ins en þær sýn­ingar heyrðu til und­an­tekn­inga. Börn höfðu ennþá gaman að talandi brúðum á þeim tíma, sbr. miklar vin­sældir Brúðu­bíls Helgu Steffen­sen, en áhugi á búktali var að deyja út. Þó má sjá Konna bregða fyrir í stuð­manna­kvik­mynd­inni Með allt á hreinu frá árinu 1982. Stuð­menn voru af þeirri kyn­slóð sem ólst upp við sýn­ingar Bald­urs og Konna og vildu veita þeim virð­ing­ar­vott. Á efri árum fékkst Baldur við hitt og þetta, t.d. þýð­ing­ar. Einnig kenndi hann yngri kyn­slóð töfra­m­anna, bæði töfra­brögð og búk­tal. Baldur Georgs lést þann 26. ágúst árið 1994 á St. Jós­efs­spít­ala í Hafn­ar­firði, 66 ára að aldri. Tæpum tveimur árum seinna var Konni færður Þjóð­minja­safn­inu að gjöf að ósk Bald­urs. Hann er nú þar til sýn­is.



Kyn­slóða­bilið

Baldur og Konni eru orðnir að nokk­urs konar hug­taki í sjálfu sér, sér í lagi hjá eldri kyn­slóð­inni. Er það þá sjaldn­ast notað á jákvæðan hátt. Eitt þekktasta dæmið var þegar Atli Gísla­son, fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri Grænna og einn af “villi­kött­un­um”, líkti Stein­grími J. Sig­fús­syni og Birni Vali Gísla­syni við þá árið 2013. Atli seg­ir:

Baldur var kurt­eis og yfir­veg­aður maður en Konni kjaft­for, ókurt­eis, á köflum klám­feng­inn og bölv­aði. Konni hneyksl­aði Baldur marg­sinnis með orð­fari sínu og hlaut ítrekað skammir og siða­vöndun Bald­urs.  Til þeirra félaga, Bald­urs og Konna, hefur mér oft verið hugsað þegar BVG á í hlut, nán­asti sam­starfs­maður for­manns VG. Ekki hef ég heyrt for­mann­inn álasa “Konna” sínum fyrir orð­bragð­ið. Hann virð­ist ef eitt­hvað er ánægður með kjaft­hátt og óskamm­feilni “Konna”.

Annað dæmi er þegar Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, þáver­andi for­seta, og Sig­urði G. Guð­jóns­syni, fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóra hans, var líkt við Baldur og Konna í stak­steinum Morg­un­blaðs­ins árið 2009. Þar seg­ir:[ htt­p://tima­rit.is/vi­ew_pa­ge_ini­t.jsp?issId=335888&pageId=5293234&lang=is&q=Bald­ur%20og%20­Konni]

Það flækt­ist fyrir mönnum forðum þegar hljóð heyrð­ist frá Baldri og Konna að greina hvor var að tjá sig... Þeir Ólafur og Sig­urður verða áfram óað­skilj­an­legir eins og reyndar Baldur og Konni voru til síð­ustu stund­ar.

Sig­urður brást illa við og svar­aði þessu í pistl­inum „Baldur og Konni á önd­verðum meiði!. Það er því ljóst að Baldur og Konni eru greiptir í minni eldri kyn­slóð­ar­innar og mönnum sárnar að vera líkt við þá félaga. Flestir af yngri kyn­slóð­inni þurfa hins vegar að fletta því upp á net­inu hverjir Baldur og Konni voru því að eng­inn hefur tekið við kefl­inu af Baldri og búk­tal er nú sama­sem dautt. Í eina skiptið sem við sjáum því bregða fyrir er í erlendum hæfi­leika­keppnum á borð við “Amer­ica´s Got Talent” þar sem tveir búk­tal­arar hafa staðið uppi sem sig­ur­veg­ar­ar.

Nú er ein­stak­lega góður tími fyrir ýmis konar skemmt­anir á götum úti, í tjaldi eða á útisvið­um. Sirkus Íslands var stofn­aður árið 2007 og hefur vaxið með hverju árinu. Árið 2014 safn­að­ist fé fyrir stóru sýn­inga­tjaldi. Í hinu íslenska töfra­m­anna­gildi eru yfir 20 starf­andi töfra­menn og nokkrir af þeim lærðu brellur hjá Baldri Georgs. Vegna ferða­manna­straums­ins eru tón­list­ar­menn og aðrir skemmti­kraftar farnir að sjást á Lauga­veg­inum og víðar líkt og í erlendum stór­borg­um. Gróskan í leik­list, þar á meðal ein­leik, hefur sjaldan eða aldrei verið meiri á Íslandi en einmitt nú. Það hlýtur því að vera tíma­spurs­mál hvenær við fáum að sjá annan íslenskan búk­tal­ara gera það gott.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None