Töframáttur Baldurs og Konna

Töfrarnir sem fylgdu Baldri og Konna lifa enn. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér söguna á bak við goðsagnirnar.

Kristinn Haukur Guðnason
baldurogkonni
Auglýsing

Fyrir rúmri hálfri öld ferð­að­ist búktal­ar­inn Baldur Georgs um landið ásamt brúð­unni Konna og hélt sýn­ingar fyrir mörg hund­ruð gesti þar sem töfra­brögð komu einnig við sögu. Börnin höfðu vita­skuld gaman að því að sjá þetta en ekki síður full­orðnir því að húmor­inn í sýn­ing­unum höfð­aði oft til þeirra. Baldur var eini búktal­ar­inn sem náð hefur nokk­urri frægð á Íslandi og því ein­stakur í skemmt­ana­lífi lands­ins.

Vildi verða töfra­maður 9 ára

Baldur Georgs Takács fædd­ist í Reykja­vík þann 22. októ­ber árið 1927. Faðir hans var ung­verskur fiðlu­leik­ari að nafni Georg Takács sem starf­aði um hríð á Íslandi, m.a. í Hljóm­sveit Reykja­víkur og sem hljóm­sveit­ar­stjóri í Gamla Bíó. Hann var íslenskur rík­is­borg­ari og stund­aði hér lækna­nám en flutti síðar út til Kaup­manna­hafnar þar sem hann eign­að­ist fjöl­skyldu. Móðir Bald­urs var Ágústa (Þor­varðs­dótt­ir) Thoraren­sen dans­kenn­ari og píanó­leik­ari sem m.a. spil­aði tón­list við þöglu mynd­irnar í Gamla Bíói. Hún flutti einnig út til Kaup­manna­hafnar og því ólst Baldur upp hjá afa sínum og ömmu, þeim Þor­varði Þor­varðs­syni prent­smiðju­stjóra í Guten­berg og Sig­ríði Jóns­dóttur hús­móð­ur. 

Þor­varður var áber­andi maður í Reykja­vík á fyrstu ára­tugum 20. ald­ar­inn­ar. Auk þess að vera prent­smiðju­stjóri var hann virkur í verka­lýðs­hreyf­ing­unni og Alþýðu­flokknum og sat m.a. sem bæj­ar­full­trúi fyrir flokk­inn. Þá hafði hann sér­legan áhuga á leik­list og æsku­lýðs­mál­um. Hann var stofn­andi og fyrsti for­maður Leik­fé­lags Reykja­víkur í Iðnó og þessum áhuga smit­aði hann Baldur af. Baldur fór á margar leik­sýn­ingar með afa sínum og hreifst mjög af svið­inu. En árið 1936, skömmu fyrir 9 ára afmæl­is­dag­inn, lést Þor­varður svip­lega. Skömmu eftir and­lát afa síns ákvað hinn ungi Baldur að verða töfra­mað­ur. Hann var heill­aður af sjón­hverf­ingum og töfra­brögðum og varð sér úti um bækur um töfra­brögð sem hann las upp til agna. En einnig heill­að­ist hann af búktali sem eng­inn Íslend­ingur hafði stundað fyrr. Helsti áhrifa­vald­ur­inn í þeim efnum var hinn banda­ríski Edgar Burgen sem kom fram með brúð­unni sinni Charlie McCarthy og var heims­þekktur úr kvik­myndum og útvarpi. Baldur sá fram á að þetta yrði leið hans inn í skemmt­ana­brans­ann.

Auglýsing

Vin­sæl­asti skemmti­kraftur lands­ins

Baldur sýndi í fyrsta sinn töfra­brögð opin­ber­lega á stríðs­ár­un­um, þegar hann var ein­ungis 16 ára gam­all. Þetta vatt fljót­lega upp á sig og brátt skiptu sýn­ing­arnar tugum og svo hund­ruð­um. Hann ein­beitti sér að ein­földum brellum með spil, pen­inga og hnúta og tal­aði mikið til að dreifa athygli áhorf­enda. Þetta útheimti mikið hug­rekki að hans hálfu því að hann var mjög feim­inn að eðl­is­fari og með mik­inn sviðs­skrekk (sem fór bara versn­andi með árun­um). En Baldur vildi bæta búktali inn í sýn­ing­arnar og því var næsta skref að panta brúðu. En það var flókn­ara en það hljóm­ar. Hann varð að leita út fyrir land­stein­ana til þess að fá almenni­lega búk­tal­ara­brúðu með hreyf­an­legum munn­i. 

Dúkkan Hákon, eða Konni, var því sér­smíðuð fyrir Baldur í Englandi árið 1945 og skömmu seinna komu Baldur og Konni fyrst fram í Lista­manna­skál­anum við Aust­ur­völl, á árs­há­tíð Iðn­skól­ans. Félag­arnir slógu strax í gegn og fengu sæg af boðum um að koma fram við alls kyns til­efni. Þeir komu fram á úti­skemmt­un­um, í leik­hús­unum og kvik­mynda­hús­un­um, í Tívolí­inu í Vatns­mýr­inni, í revíum og skemmt­unum á borð við Bláu Stjörn­una og Sjó­mannaka­bar­ett. Þá ferð­uð­ust þeir um allt land og tróðu jafn­vel upp í minnstu þorp­um. Alls staðar sem þeir komu var troð­fullt, bæði af börnum og full­orðn­um. Þeir fóru meira að segja út fyrir land­stein­ana, til Dan­merkur þar sem þeir skemmtu í Tivoli og Bakken. 

Það má segja að í um 20 ár hafi þeir verið vin­sæl­ustu skemmti­kraftar lands­ins. Stjórn­mála­flokk­arnir nýttu sér þessar vin­sældir og fengu þá með sér til að skemmta á kosn­inga­fundum víða um land en einnig voru þeir not­aðir í aug­lýs­ing­um. Á sjötta ára­tugnum hófu þeir inn­reið sína inn á heim­ilin með 5 barna­plöt­um. Þar söng Konni með Alfreði Clausen og Skafta Ólafs­syni sem voru lands­þekktir söngv­ar­ar. Seinna komu út tvær barna­bækur þar sem Konni kenndi töfra­brögð og sagði brand­ara. Félag­arnir sáust einnig á sjón­varps­skjánum hjá Rík­is­út­varp­inu á upp­hafs­árum þess um miðjan sjö­unda ára­tug­inn en þá voru þeir að mestu hættir að koma fram á skemmt­un­um.Annar kurt­eis, hinn klúr

En hver var gald­ur­inn á bak við vel­gengni Bald­urs og Konna? Fyrir það fyrsta þá var Baldur alger­lega ein­stakur skemmti­kraftur á Íslandi. Hann var fyrsti búktal­ari lands­ins og sá eini sem hefur náð ein­hverri frægð. Búk­tal­arar komu fyrst fram á sjón­ar­sviðið sem skemmti­kraftar á 18. öld og náðu miklum vin­sældum í hinum ensku­mæl­andi heim­i. 

Íslend­ingar í Vest­ur­heimi þekktu þetta form vel en Íslend­ingum hér heima var þetta mjög fram­andi. Baldur náði líka ein­stakri færni í búktali og þó að töfra­brögð hefðu ávallt verið hluti af sýn­ingum hans þá kom fólk fyrst og fremst til þess að sjá hann tala í gegnum Konna. Baldur æfði sig á hverjum ein­asta degi og útlend­ingar sem voru vanir búk­töl­urum sögðu hann vera á heims­mæli­kvarða. En sjarm­inn við sýn­ingar hans fólust senni­lega einna helst í sam­spili þessa tveggja ólíku per­sóna. Baldur sagði:

Aðal­at­riðið við búk­tal er að vera tvær per­sónur í einu. Það virkar ekki nema manni tak­ist að skapa per­sónu­leika fyrir brúð­una og vera tveir menn í einu en ekki til skipt­is.

Baldur og Konni hefðu varla getað verið ólík­ari per­són­ur. Baldur var ávallt kurt­eis og var­kár og virk­aði nokkuð feim­inn en Konni ófram­fær­inn og djarf­ur, jafn­vel frek­ur. Hann hik­aði ekki við að svara erf­iðum áhorf­endum fullum hálsi ef þeir gerðu hróp og köll að svið­inu. Hann gat líka verið orð­ljótur og jafn­vel klúr og ein­staka sinnum mætti halda að hann hefði fengið sér örlítið í aðra tánna. Baldur sagði að hegðun hans mætti skýra með því að hann hefði fengið nokkuð frjáls­legt upp­eldi. Konni gerði þó sjaldn­ast grín að nokkrum nema sjálfum sér. Konni hafði líka bæt­andi áhrif á Baldur sem skemmti­kraft, þ.e. hann hjálp­aði honum með feimn­ina og sviðs­skrekk­inn því í gegnum Konna gat hann leyft sér að segja og gera hluti sem hann hefði ann­ars ekki þor­að. Það verður nefni­lega eng­inn reiður við brúðu.

Lífið með Konna

Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá Baldri og Konna því ýmis óvænt atvik áttu sér stað á ferðum þeirra. Í eitt skipti náð­ist naum­lega að bjarga Konna úr elds­voða þegar sam­komu­hús á Fáskrúðs­firði brann til kaldra kola. Í annað sinn var honum stolið af dönskum búk­tal­ara sem not­aði hann til sýn­inga. Einnig mun­aði minnstu að Baldur seldi Konna og rétt­inn á hon­um. Sýn­ing­arnar voru nefni­lega aldrei aðal­starf Bald­urs.

Hann fékk ágæt­lega greitt fyrir að troða upp en ekki svo vel að hann gæti lifað á því. Baldur kynnt­ist eig­in­konu sinni, Sigu­björgu Sveins­dóttur hár­greiðslu­meist­ara, við sýn­ingar í Kaup­manna­höfn árið 1948. Þau eign­uð­ust 3 börn og Baldur vann við skrif­stofu­störf til að fram­fleyta fjöl­skyld­unni. Börnin þeirra voru ekki jafn heilluð og jafn­aldrar þeirra af töfra­brögð­unum og búktal­inu en Baldur og Konni tróðu vita­skuld upp í barna­af­mæl­un­um. Rann­veig, dóttir hans segir að fyrstu kynni hennar af Konna hafi ekki verið jákvæð.

Ég var bara unga­barn þegar Konni kom inn á heim­ilið og ég var mjög hrædd við hann. Það var ekki fyrr en ég var orðin eldri sem ég gat farið að líta hann réttum aug­um.

Baldri fannst jafn­framt erf­ið­ara að skemmta börnum en full­orðn­um, því þau væru kröfu­hörð­ustu áhorf­end­urn­ir.

Sam­fara sýn­ing­un­um, vinn­unni og fjöl­skyldu­líf­inu lauk Baldur stúd­ents­prófi utan­skóla við Mennta­skól­ann í Reykja­vík árið 1961. Eftir það hóf hann að kenna tungu­mál í grunn­skól­um, fyrst á Akra­nesi og síðar Eski­firði. Konni var aldrei langt undan og fylgdi Baldri stundum í tíma og meira að segja í próf­spurn­ing­ar. En sýn­ing­unum fækk­aði á sjö­unda ára­tugnum sam­fara því sem áhugi fólks á búktali fór minnk­andi. Í kringum 1970 hættu þeir nán­ast að koma fram. Baldur átti á um tíma við áfeng­is­vanda­mál að stríða og árið 1972 skildu þau Sig­ur­björg.

En Baldur hafði þó ekki gef­ist upp á skemmt­ana­brans­an­um. Hann nam í tvo vetur við Leik­list­ar­skóla Lárusar Páls­sonar þar sem hann lagði áherslu á svið­s­tækni, tal­tækni og ein­leik. Hann kom ein­staka sinnum fram, t.d. í kvik­mynd­inni Brekku­kotsán­nál frá árinu 1973, en hafði þó mun meiri áhuga á að skrifa leik­rit. Hann skrif­aði leik­ritið Galdra­land sem var sett upp á átt­unda og níunda ára­tug­unum og var einnig sýnt í sjón­varpi. 

Það var hins vegar eina verkið sem hann kom á svið. Konni var ein­staka sinnum sóttur úr brúnu ferða­tösk­unni sinni til sýn­inga, allt fram undir lok níunda ára­tug­ar­ins en þær sýn­ingar heyrðu til und­an­tekn­inga. Börn höfðu ennþá gaman að talandi brúðum á þeim tíma, sbr. miklar vin­sældir Brúðu­bíls Helgu Steffen­sen, en áhugi á búktali var að deyja út. Þó má sjá Konna bregða fyrir í stuð­manna­kvik­mynd­inni Með allt á hreinu frá árinu 1982. Stuð­menn voru af þeirri kyn­slóð sem ólst upp við sýn­ingar Bald­urs og Konna og vildu veita þeim virð­ing­ar­vott. Á efri árum fékkst Baldur við hitt og þetta, t.d. þýð­ing­ar. Einnig kenndi hann yngri kyn­slóð töfra­m­anna, bæði töfra­brögð og búk­tal. Baldur Georgs lést þann 26. ágúst árið 1994 á St. Jós­efs­spít­ala í Hafn­ar­firði, 66 ára að aldri. Tæpum tveimur árum seinna var Konni færður Þjóð­minja­safn­inu að gjöf að ósk Bald­urs. Hann er nú þar til sýn­is.Kyn­slóða­bilið

Baldur og Konni eru orðnir að nokk­urs konar hug­taki í sjálfu sér, sér í lagi hjá eldri kyn­slóð­inni. Er það þá sjaldn­ast notað á jákvæðan hátt. Eitt þekktasta dæmið var þegar Atli Gísla­son, fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri Grænna og einn af “villi­kött­un­um”, líkti Stein­grími J. Sig­fús­syni og Birni Vali Gísla­syni við þá árið 2013. Atli seg­ir:

Baldur var kurt­eis og yfir­veg­aður maður en Konni kjaft­for, ókurt­eis, á köflum klám­feng­inn og bölv­aði. Konni hneyksl­aði Baldur marg­sinnis með orð­fari sínu og hlaut ítrekað skammir og siða­vöndun Bald­urs.  Til þeirra félaga, Bald­urs og Konna, hefur mér oft verið hugsað þegar BVG á í hlut, nán­asti sam­starfs­maður for­manns VG. Ekki hef ég heyrt for­mann­inn álasa “Konna” sínum fyrir orð­bragð­ið. Hann virð­ist ef eitt­hvað er ánægður með kjaft­hátt og óskamm­feilni “Konna”.

Annað dæmi er þegar Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, þáver­andi for­seta, og Sig­urði G. Guð­jóns­syni, fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóra hans, var líkt við Baldur og Konna í stak­steinum Morg­un­blaðs­ins árið 2009. Þar seg­ir:[ htt­p://tima­rit.is/vi­ew_pa­ge_ini­t.jsp?issId=335888&pageId=5293234&lang=is&q=Bald­ur%20og%20­Konni]

Það flækt­ist fyrir mönnum forðum þegar hljóð heyrð­ist frá Baldri og Konna að greina hvor var að tjá sig... Þeir Ólafur og Sig­urður verða áfram óað­skilj­an­legir eins og reyndar Baldur og Konni voru til síð­ustu stund­ar.

Sig­urður brást illa við og svar­aði þessu í pistl­inum „Baldur og Konni á önd­verðum meiði!. Það er því ljóst að Baldur og Konni eru greiptir í minni eldri kyn­slóð­ar­innar og mönnum sárnar að vera líkt við þá félaga. Flestir af yngri kyn­slóð­inni þurfa hins vegar að fletta því upp á net­inu hverjir Baldur og Konni voru því að eng­inn hefur tekið við kefl­inu af Baldri og búk­tal er nú sama­sem dautt. Í eina skiptið sem við sjáum því bregða fyrir er í erlendum hæfi­leika­keppnum á borð við “Amer­ica´s Got Talent” þar sem tveir búk­tal­arar hafa staðið uppi sem sig­ur­veg­ar­ar.

Nú er ein­stak­lega góður tími fyrir ýmis konar skemmt­anir á götum úti, í tjaldi eða á útisvið­um. Sirkus Íslands var stofn­aður árið 2007 og hefur vaxið með hverju árinu. Árið 2014 safn­að­ist fé fyrir stóru sýn­inga­tjaldi. Í hinu íslenska töfra­m­anna­gildi eru yfir 20 starf­andi töfra­menn og nokkrir af þeim lærðu brellur hjá Baldri Georgs. Vegna ferða­manna­straums­ins eru tón­list­ar­menn og aðrir skemmti­kraftar farnir að sjást á Lauga­veg­inum og víðar líkt og í erlendum stór­borg­um. Gróskan í leik­list, þar á meðal ein­leik, hefur sjaldan eða aldrei verið meiri á Íslandi en einmitt nú. Það hlýtur því að vera tíma­spurs­mál hvenær við fáum að sjá annan íslenskan búk­tal­ara gera það gott.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None