Greiddu minnst 80,4 milljónir í kvikmyndasýningar fyrir skólabörn

Menntmálaráðuneytið gerir reglulega samninga við kvikmyndagerðamenn og -framleiðendur um sýningar á kvikmyndum í grunnskólum landsins. Síðan 1988 hefur ráðuneytið greitt að minnsta kosti 80,4 milljónir fyrir kvikmyndir.

Auglýsing
Baltasar Kormákur í hlutverki sínu í kvikmyndinni Eiðurinn.
Baltasar Kormákur í hlutverki sínu í kvikmyndinni Eiðurinn.

Mennta­mála­ráðu­neytið hefur á und­an­förnum tíu árum greitt 40 millj­ónir fyrir sýn­ing­ar­rétt á 12 kvik­myndum eftir íslenska leik­stjóra í skólum lands­ins. Síðan 1988 hefur ráðu­neytið greitt að minnsta kosti 80,4 millj­ónir fyrir kvik­mynda­sýn­ingar í skól­um.

Í ráðu­neyt­inu liggja hins vegar ekki fyrir upp­lýs­ingar um kaup á kvik­myndum sem gerð voru fyrir árið 1988. Í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um útgjöld til kaupa á sýn­inga­rétti á kvik­myndum segir jafn­framt að greiðslur fyrir kvik­myndir síðan 1988 gæti jafn­vel verið hærri og sé að minnsta kosti 80,4 millj­ónir króna.

Dag­inn fyrir kosn­ingar til Alþingis síð­ast­liðið haust, hinn 28. októ­ber 2016, und­ir­rit­aði Ill­ugi Gunn­ars­son, þáver­andi mennta­mála­ráð­herra, styrkt­ar­samn­ing sem ætlað var að mæta kostn­aði við sýn­ingar og kynn­ingu á til­urð kvik­mynd­ar­innar Eið­ur­inn fyrir nem­endur í 9. og 10. bekk grunn­skóla um land allt. Fyrir hönd fram­leið­and­ans – RVK Films – skrif­aði Baltasar Kor­mák­ur, leik­stjóri og aðal­leik­ari í Eiðn­um, undir styrkt­ar­samn­ing­inn.Samn­ing­ur­inn sem Ill­ugi og Baltasar und­ir­rit­uðu var að upp­hæð 10 millj­ónir króna og gildir í sjö mán­uði eftir und­ir­ritun eða fram undir lok skóla­árs­ins 2016-2017. Þessar tíu millj­ónir voru greiddar fyrir sýn­ing­ar­rétt að mynd­inni og til styrktar kynn­ing­ar­starfs.

Í frétt á vef ráðu­neyt­is­ins sem birt­ist 3. nóv­em­ber 2016 segir að ástæða styrkt­ar­samn­ings­ins sé að efla for­varn­ar­starf fyrir elstu nem­endur grunn­skóla lands­ins.

Í kvik­mynd­inni eftir Baltasar er fjallað um reyk­vískan lækni sem kemst að því að dóttir hans hefur hafið sam­búð með skugga­legum manni, og að hún neyti eit­ur­lyfja reglu­lega. Við­brögð föð­urs­ins, sem leik­inn er af Baltasar sjálf­um, eru að reyna að slíta sam­bandi dóttur sinnar við hinn skugga­lega náunga. Það verður svo ekki rakið hér hvernig það mál endar allt sam­an.

Baltasar hefur sjálfur ferð­ast um landið og fylgt sýn­ing­unum eftir og svarað spurn­ingum skóla­barn­anna, eftir að sýn­ing­unum lýk­ur.

Auglýsing

Frið­rik fékk 30 millj­ónir fyrir 11 myndir

Mennta­mála­ráðu­neytið gerði sam­bæri­legan samn­ing síð­ast við Frið­rik Þór Frið­riks­son árið 2007. Þá greiddi ráðu­neytið 30 millj­ónir króna fyrir sýn­ing­ar­rétt á ell­efu kvik­myndum eftir Frið­rik Þór í 15 ár.

Í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að í samn­ing­unum hafi falist réttur til opin­berra sýn­inga í skólum lands­ins á til­greindum kvik­mynd­um. Til­efnið sam­komu­lags­ins hafi verið að sýna kvik­myndir Frið­riks við kennslu í íslenskum bók­menntum og kvik­mynda­fræð­um.

Í svar­inu er það hins vegar ekki til­greint hvaða myndir það eru sem Frið­rik Þór veitti sýn­ing­ar­rétt af. Myndir hans eru margar hverjar vel þekktar og telj­ast sumar til íslenskra klassíkera, ef svo má að orði kom­ast.

Sér­stak­lega er minn­is­stæð myndin Börn nátt­úr­unnar frá 1991, þar sem Gísli Hall­dórs­son og Sig­ríður Haga­lín fóru með aðal­hlut­verk. Myndin hlaut mörg verð­laun og var jafn­framt til­nefnd til Ósk­arsverð­launa í flokki bestu erlendu kvik­mynda árið 1992.

Fleiri þekktar myndir eftir Frið­rik Þór eru til dæmis Djöfla­eyjan, Englar Alheims­ins og Bíó­dagar.

Samn­ingar við Frið­rik Þór renna út skóla­árið 2021-2022.Eldri samn­ingar

Mennta­mála­ráðu­neytið hefur áður gert samn­inga á borð við þessa. Upp­lýs­ingar um kaup á kvik­myndum liggja ekki fyrir fram til árs­ins 1988 en síðan hefur ráðu­neytið reglu­lega gert samn­ing um sýn­inga­rétt á kvik­myndum í skólum

Árið 1988 var gerður samn­ingur við Þor­stein Jóns­son um sýn­inga­rétt á Atóm­stöð­inni og Punkt­ur, punkt­ur, komma strik. Fyrir þann samn­ing greiddi ráðu­neytið fimm milljón krónur fyrir sýn­ing­ar­rétt­inn.

Ráðu­neytið gerði svo samn­ing árið 1992 við F.I.L.M. um sýn­ing­ar­rétt á kvik­mynd­inni Lilju eftir Hrafn Gunn­laugs­son. Gerðir voru tveir samn­ingar við Hrafn sem runnu út árið 2004 og 2005. Sam­tals voru greiðslur fyrir þessa samn­inga frá rík­inu til Hrafns 7,9 milljón krón­ur.

Árið 1994 var gerður samn­ingur við fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Tíu-­tíu á tveimur kvik­myndum eftir Krist­ínu Jóhann­es­dótt­ur. Mynd­irnar Á hjara ver­aldar og Svo á jörðu sem og himni mátti þá sýna í skólum lands­ins. Sýn­ing­ar­rétt­ur­inn kost­aði ráðu­neytið 7,5 millj­ónir króna en í svari frá ráðu­neyt­inu kemur ekki fram hversu langan tíma samn­ing­ur­inn spann­aði.

Síð­asti samn­ing­ur­inn sem gerður var áður en samið var við Frið­rik Þór var gerður árið 2005 þegar mennta­mála­ráðu­neytið keypti allt kvik­mynda­safn Ósvaldar Knud­sen og Vil­hjálms Knud­sen. Umsamið kaup­verð var 20 millj­ónir króna. Ekki er sér­stak­lega fjallað um rétt til opin­berra sýn­inga á því myndefni sem keypt var.

Þeir feðgar Ósvaldur Knud­sen og Vil­hjálmur sonur hans mynd­uðu öll eld­gos á Íslandi frá árinu 1961 og eltu uppi jarð­hrær­ingar síðan í Surts­eyj­ar­gosi. Mynda­safnið sem ráðu­neytið festi kaup á er því að öllum lík­indum nokkuð stórt og verð­mæt heim­ild um íslenskan veru­leika.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None