Töluverðrar spennu gætir á fasteignamarkaði þessi misserin og hefur fasteignaverð hækkað um 18,6 prósent á síðustu tólf mánuðum. Margt á telja til, þegar skýra á þessar miklu hækkanir. Líklega er þó vegamesta ástæðan sú að mikil vöntun er á íbúðum á markað á tíma þar sem eftirspurn hefur aukist mikið. Mikil kaupmáttaraukning hefur einnig verið á þessu tímabili, þar sem verð hefur hækkað.
Þjóðskra, sem heldur utan um vísitölu íbúðaverðs, telur að það vanti um átta þúsund íbúðir á markað og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu telja að það muni taka um 3 til 4 ár fyrir markaðinn að ná jafnvægi gangi öll byggingaráform eftir sem að er stefnt.
Bæði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, gerðu stöðu mála á fasteignamarkaði umtalsefni í ræðum sínum á ársfundi Seðlabanka Íslands.
Bjarni gagnrýndi meðal annars Reykjavíkurborg fyrir að hafa ekki staðið sig í uppbyggingu, meðal annars með því að útvega fleiri lóðir til uppbyggingar. Sagði hann borgina ekki hafa staðið sig eins vel og nágrannasveitarfélögin, og tók Kópavogsbæ sem dæmi.
Már sagði hættumerki augljós á fasteignamarkaði, og sagði að það kæmi greina að virkja þjóðhagsvarúðartæki til að vinna gegna bólumyndun og erfiðleikum á markaðnum.
En hvað er hægt að gera til að sporna gegn hækkun fasteignaverðs og þeirri spennu sem einkennir markaðinn? Nokkur atriði hafa verið nefnd.
1. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) nefndi það í tilkynningu sendinefndar sjóðsins á dögunum að til greina ætti að koma að banna lífeyrissjóðunum að lána til fasteignakaupa. Var sú mikla spenna sem væri á fasteigna sögð vera meginástæðan fyrir slíkri aðgerð. Á móti má nefna að lífeyrissjóðirnir hafa gert mun meiri veðkröfur en bankarnir gera fyrir sínum lánum, og lána flestir ekki meira en sem nemur 75 prósent af kaupverði. Þeir bjóða sjóðfélögum töluvert betri vexti á húsnæðislánum, heldur en bankarnir gera.
2. Hraða uppbyggingu íbúða enn meira. Þrátt fyrir að sjaldan eða aldrei hafi verið jafn mikið byggt á höfuðborgarsvæðinu og nú, þá þarf að byggja meira. Nær algjör lágdeyða var á markaðnum í þrjú ár eftir hrunið og því myndaðist mikil byggingarþörf, þegar efnahagurinn tók við sér. Samstillt átak stéttarfélaga, sveitarfélaga, ríkisins og einkaaðila hefur verið nefnt sem möguleiki í þessum efnum. Stjórnvöld hafa boðað aðgerðir og verða þeir kynntar á næstu vikum.
3. Aðrar aðgerðir sem nefndar hafa verið er að takmarka enn meira lán til fasteignakaupa og vinna þannig gegn fasteignaverðshækkun. Ekki er þó víst að þetta hafi þau áhrif þar sem spennan á markaðnum er að miklu leyti vegna annarra atriða, eins og alltof lítils framboðs á eignum. Meiri takmarkanir á lánum myndu þá hugsanlega auka enn á þrýsting á leigumarkaði, en leiguverð hefur einnig farið hækkandi.
4. Enn meiri takmarkanir á útleigu íbúða til ferðamanna hafa einnig verið nefndar. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, nefndi þann möguleika að banna útleigu íbúa til ferðamanna, og reyna þannig að fá þær íbúðir út á markað til fólks í varanlega búsetu. Talið er að allt að þrjú þúsund íbúðir séu nýttar til útleigu fyrir ferðamenn, ekki síst í gegnum Airbnb. Stærstur hluti þeirra er miðsvæðis í Reykjavík, en útleiga vítt og breitt um landið hefur vaxið mikið, samhliða hinum mikla vexti í ferðaþjónustunni.