Draumurinn um danska rafbílinn

Borgþór Arngrímsson skrifar um Hope Whisper, danska rafmagnsbílinn, og drauminn um hann.

160516_004.jpg
Auglýsing

Fyrir skömmu var frum­sýnd ný dönsk kvik­mynd, Dan Dream. Tví­menn­ing­arnir Casper og Frank sem að henni standa eru kannski best þekktir fyrir sjón­varps­þætt­ina Klovn, Trúð. Dan Dream, sem hefur hlotið mis­jafna dóma gagn­rýnenda, er laus­lega byggð á sögu danska raf­bíls­ins Hope Whisper. Sú saga er sér­stök, að ekki sé meira sagt.

Árið 1941 fædd­ist í Kaup­manna­höfn drengur sem skírður var Thure Bar­søe-Carn­feldt. Hann átti fremur erf­iða æsku, ólst upp hjá ein­stæðri móður sem flutti oft. Strák­ur­inn var mjög athafna­samur og móð­irin hafði um tíma miklar áhyggjur af hon­um. Fékk svo að vita að hann væri það sem nú er kallað „of­virk­ur“ og hún þyrfti ekki að hafa sér­stakar áhyggjur af því. 

„Snemma beyg­ist krók­ur­inn“ segir mál­tæk­ið. Það á sann­ar­lega við Thure Bar­søe sem ungur fékk mik­inn áhuga á raf­magni og bíl­um. Tólf ára gam­all tók hann ásamt félaga sínum þátt í kassa­bíla­keppni á Bella­höj í Kaup­manna­höfn. Kassa­bíll þeirra var öðru­vísi en hinir sem tóku þátt í keppn­inni, hann var raf­knú­inn. Fyrir þá félaga varð keppnin enda­slepp, bíll­inn valt þegar hann rann niður brekk­una frá rásmark­inu og þar með lauk þátt­töku raf­kassa­bíls­ins og jafn­framt síð­ustu ferð hans. 

Auglýsing

Lærði og vissi allt um raf­magn

Þeim sem þekktu til Thure Bar­søe kom ekki á óvart að hann skyldi leggja stund á raf­magns­tækni­fræði. Að loknu námi flutti Thure Bar­søe til Hadsund á Aust­ur-Jót­landi og stofn­aði þar nokkur fyr­ir­tæki, þekkt­ast þeirra vafa­lítið Hope Computer sem hann stofn­aði og rak í sam­vinnu við banda­ríska fjöl­skyldu, Hope. Það gustaði um Thure Bar­søe og fyr­ir­tækið lenti margoft í deilum vegna kjara­mála. 

Bæj­ar­ráðs­mað­ur, þing­maður og fangi

 Árið 1978 var Thure Bar­søe kjör­inn bæj­ar­ráðs­maður í Hadsund. Þremur árum síð­ar, 1981, var hann kjör­inn á þing, fyrir fram­fara­flokk Mog­ens Glistr­up. Hann stopp­aði stutt við í Fram­fara­flokkn­um, gekk úr Fram­fara­flokknum 1982, var um tíma utan­flokka en hætti afskiptum af stjórn­málum árið 1984. Síðar átti Thure Bar­søe eftir að kom­ast í kast við lögin og árið 1988 var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyrir fjár­svik. Hann sat inni í tvö ár og sagði síðar að þessi tvö ár hefðu lengt líf sitt um fimm til tíu ár. „Tvö ár án ferða­laga, lúx­us­fæð­is, funda og áfengis er bein­línis sum­ar­frí fyrir heils­una“.

Draum­ur­inn um raf­bíl­inn

Þótt Thure Bar­søe kæmi víða við og hefði margt í tak­inu gleymdi hann aldrei draumnum um raf­bíl­inn. Eftir að hafa gengið með hug­mynd­ina í mag­anum í nokkur ár á átt­unda ára­tugnum keypti hann lít­inn Fíat, fjar­lægði bens­ín­vél­ina og setti raf­mótor í stað­inn. Þetta fyrsta skref (ef frá er tal­inn kassa­bíll­inn) tókst ekki sér­lega vel og Fíat­inn end­aði úti í skurði, ljós­laus í myrkri. Thure Bar­søe er ekki maður sem leggur árar í bát og hélt til­raunum sínum áfram og árið 1982 réð hann fjóra menn í vinnu og tók á leigu gam­alt verk­stæð­is­hús skammt frá Hadsund, þar höfðu verið fram­leiddir tommu­stokkar og þvottaklemmur en húsið stóð nú autt. 

Í kapp­hlaupi við tím­ann

Thure Bar­søe vissi að árið 1983 átti að halda stóra bíla­sýn­ingu í Forum í Kaup­manna­höfn, þar vildi hann frum­sýna nýja raf­bíl­inn. Sjálfur var hann búsettur í Kaup­manna­höfn en Henn­ing Bitch, sem var raf­virki að mennt, stjórn­aði verk­stæð­inu. Þar var unnið í kapp við tím­ann, oft 12 til 14 tíma á sól­ar­hring. Danskir fjöl­miðlar fylgd­ust grannt með og köll­uðu Hadsund „Detroit Dan­merk­ur“. Hvorki Thure Bar­søe né þeir sem unnu að smíði bíls­ins þekktu mikið til slíkra hluta og á ýmsu gekk. Fyrst var ætl­unin að bíll­inn yrði ein­ungis með einu aft­ur­hjóli en síðar var ákveðið að hverfa frá því og hafa aft­ur­hjólin tvö, eins og fram­hjól­in. „Þetta verður fjög­urra manna, tveggja dyra, fjöl­skyldu­bíll, sann­kall­aður fram­tíð­ar­bíll“. Þótt smíði bíls­ins gengi þokka­lega var eitt vanda­mál óleyst: raf­hlað­an, eða rétt­ara sagt tæknin til að hlaða raf­hlöð­una. En Thure Bar­søe hafði ekki þungar áhyggjur af þeim málum, það myndi redd­ast. Bíla­sýn­ingin í Forum átti að hefj­ast 14. októ­ber 1983 og allt mið­að­ist við það.

100 kíló­metra á hleðsl­unni

Kostn­að­ur­inn var nú far­inn að valda Thure Bar­søe áhyggj­um. Hann lagði því ofurá­herslu á að aug­lýsa þennan „bylt­ing­ar­kennda bíl“ eins og það var orð­að. Og þar skorti ekki lof­orð­in: það yrði hægt að aka 100 kíló­metra á hleðsl­unni og bíll­inn gæti náð 80 kíló­metra hraða.      „Ég svitn­aði þegar ég sá lof­orð­in“ sagði verk­stæð­is­for­mað­ur­inn Henn­ing Bitch. Í lit­skrúð­ugum aug­lýs­inga­bæk­lingum var líka til­greint hvað bíll­inn, Hope Whisper, myndi kosta. 

Nótt við dag

14. októ­ber nálg­að­ist og ennþá mörg mál óleyst. Thure Bar­søe til­kynnti sínum mönnum að hvað sem taut­aði og raulaði yrði bíll­inn að vera til­bú­inn til kynn­ingar þegar bíla­sýn­ingin í Forum hæf­ist. Vinnu­dag­ur­inn á verk­stæð­inu varð sífellt lengri og ekki lengur talað um 12 til 14 tíma á sól­ar­hring. Verk­stæð­is­for­mað­ur­inn Henn­ing Bitch  hætti, sagði áætl­anir for­stjór­ans algjör­lega óraun­hæf­ar. Claus Fjeld­gaard sem tók við verk­stæð­is­for­mennsk­unni svaf ekki dúr þrjá síð­ustu sól­ar­hring­ana áður en sýn­ingin hófst. Afleið­ingar þess komu síðar í ljós. Dag­inn áður en sýn­ingin átti að hefj­ast varð óhapp á verk­stæð­inu, hluti mótorfest­ingar brotn­aði. Annað boddí var til á verk­stæð­inu og mót­or­inn, hurðir og allt annað var flutt þang­að. Aðfara­nótt 14. októ­ber var bíll­inn fluttur á kerru frá Hadsund til Kaup­manna­hafn­ar. Eig­in­kona Claus Fjeld­gaard ók bílnum sem dró kerruna, treysti ekki bónd­an­um, sem ekki hafði sofið sól­ar­hringum sam­an, fyrir akstr­in­um. Þau komu til Kaup­manna­hafnar klukku­stund áður en sýn­ingin skyldi hefj­ast. Tak­mark­inu var náð.

Sýn­ingin sem aldrei gleym­ist

Nýi raf­bíll­inn, Hope Whisper, var aug­lýstur sem aðal­númer sýn­ing­ar­inn­ar. Fyrsti raf­bíll sem fram­leiddur hafði ver­ið, danskur! Á annað þús­und gesta og rúm­lega eitt hund­rað frétta­menn voru mættir til að fylgj­ast með. Sýn­ingin var opnuð kl. 10.30, Thure Bar­søe flutti ávarp og það gerði líka Poul Schluter for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur og ýmsir fleiri. Hope Whisper stóð efst í eins­konar renni­braut, hul­inn dökkri ábreiðu, með sér­staka stopp­klossa við fram­hjól­in. Undir stýri sat verk­stæð­is­for­mað­ur­inn Claus Fjeld­gaard en þegar bíll­inn hefði runnið niður af pall­inum átti hann að aka nokkra hringi. Loks var ræðu­höld­unum lok­ið, stopp­kloss­unum kippt burtu og ábreið­unni svipt af. 

Áhorf­endur fylgd­ust spenntir með þegar Hope Whisper rann af stað en öku­ferðin var stutt. Þegar bíll­inn var að verða kom­inn niður renn­una skall hann á stólpa og stöðv­að­ist þar. Claus Fjeld­gaard sem, eins og áður sagði, hafði ekki komið dúr á auga sól­ar­hringum saman hafði að lík­indum sofnað undir ræðu­höld­unum og hrökk ekki upp fyrr en um sein­an. Sjálfur sagð­ist hann hafa blind­ast af flass­ljósum frétta­manna. Við árekst­ur­inn brotn­aði stuð­ari Hope Whisper og önnur hurðin losn­aði. Starfs­menn verk­stæð­is­ins hlupu til og eftir nokkra töf gat Claus Fjeld­gaard ekið nokkra hringi í sýn­ing­ar­höll­inni. allt í einu fór bíll­inn að hökta og Claus ók rak­leiðis inn i hlið­ar­sal hall­ar­inn­ar. Í ljós kom að hjól í drif­inu hafði brotn­að. Myndir af Hope Whisper voru á for­síðum fjöl­miðla og í fréttum víða um heim (var upp­nefndur No Hope Whisper) og þótt bíll­inn vekti vissu­lega athygli var hún ekki með þeim hætti sem vonir stóðu til. 

Ekki af baki dott­inn

Óhappið í Forum var mikið áfall fyrir Thure Bar­søe. Alls voru fram­leiddir 14 Hope Whisper bílar og ein­ungis fjórir þeirra voru nokkru sinni skráðir og fengu núm­era­plöt­ur. Thure Bar­søe vildi ekki gef­ast upp og gerði samn­ing um fram­leiðslu raf­bíls við fyr­ir­tæki í Þýska­landi. Sá skyldi heita Whisper II. Ekki tókst hins­vegar að útvega nauð­syn­legt fjár­magn til fram­leiðsl­unnar og Thure Bar­søe seldi Whisper fyr­ir­tækið til Sví­þjóð­ar. Síðar var fyr­ir­tækið selt til Kali­forníu og þar var bíll­inn fram­leidd­ur, tals­vert breytt­ur, um ára­bil.

Af Thure Bar­søe er það að segja að hann er enn, 76 ára gam­all, með háleitar hug­mynd­ir. Í sam­vinnu við franskan tækni­fræð­ing hefur hann lengi unnið að þróun bíls sem gengur fyrir þrýsti­lofti, sem fram­leitt er með raf­magni. Til­rauna­bíll sem þeir félagar hafa smíðað getur að sögn keyrt 150 kíló­metra á hleðsl­unni og ein­ungis tekur tvær mín­útur að hlaða þrýsti­loft­skút­inn. „Við erum ekki komnir í mark en vel áleið­is“ sagði Thure Bar­søe í við­tali fyrir nokkrum dög­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None