Draumurinn um danska rafbílinn

Borgþór Arngrímsson skrifar um Hope Whisper, danska rafmagnsbílinn, og drauminn um hann.

160516_004.jpg
Auglýsing

Fyrir skömmu var frum­sýnd ný dönsk kvik­mynd, Dan Dream. Tví­menn­ing­arnir Casper og Frank sem að henni standa eru kannski best þekktir fyrir sjón­varps­þætt­ina Klovn, Trúð. Dan Dream, sem hefur hlotið mis­jafna dóma gagn­rýnenda, er laus­lega byggð á sögu danska raf­bíls­ins Hope Whisper. Sú saga er sér­stök, að ekki sé meira sagt.

Árið 1941 fædd­ist í Kaup­manna­höfn drengur sem skírður var Thure Bar­søe-Carn­feldt. Hann átti fremur erf­iða æsku, ólst upp hjá ein­stæðri móður sem flutti oft. Strák­ur­inn var mjög athafna­samur og móð­irin hafði um tíma miklar áhyggjur af hon­um. Fékk svo að vita að hann væri það sem nú er kallað „of­virk­ur“ og hún þyrfti ekki að hafa sér­stakar áhyggjur af því. 

„Snemma beyg­ist krók­ur­inn“ segir mál­tæk­ið. Það á sann­ar­lega við Thure Bar­søe sem ungur fékk mik­inn áhuga á raf­magni og bíl­um. Tólf ára gam­all tók hann ásamt félaga sínum þátt í kassa­bíla­keppni á Bella­höj í Kaup­manna­höfn. Kassa­bíll þeirra var öðru­vísi en hinir sem tóku þátt í keppn­inni, hann var raf­knú­inn. Fyrir þá félaga varð keppnin enda­slepp, bíll­inn valt þegar hann rann niður brekk­una frá rásmark­inu og þar með lauk þátt­töku raf­kassa­bíls­ins og jafn­framt síð­ustu ferð hans. 

Auglýsing

Lærði og vissi allt um raf­magn

Þeim sem þekktu til Thure Bar­søe kom ekki á óvart að hann skyldi leggja stund á raf­magns­tækni­fræði. Að loknu námi flutti Thure Bar­søe til Hadsund á Aust­ur-Jót­landi og stofn­aði þar nokkur fyr­ir­tæki, þekkt­ast þeirra vafa­lítið Hope Computer sem hann stofn­aði og rak í sam­vinnu við banda­ríska fjöl­skyldu, Hope. Það gustaði um Thure Bar­søe og fyr­ir­tækið lenti margoft í deilum vegna kjara­mála. 

Bæj­ar­ráðs­mað­ur, þing­maður og fangi

 Árið 1978 var Thure Bar­søe kjör­inn bæj­ar­ráðs­maður í Hadsund. Þremur árum síð­ar, 1981, var hann kjör­inn á þing, fyrir fram­fara­flokk Mog­ens Glistr­up. Hann stopp­aði stutt við í Fram­fara­flokkn­um, gekk úr Fram­fara­flokknum 1982, var um tíma utan­flokka en hætti afskiptum af stjórn­málum árið 1984. Síðar átti Thure Bar­søe eftir að kom­ast í kast við lögin og árið 1988 var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyrir fjár­svik. Hann sat inni í tvö ár og sagði síðar að þessi tvö ár hefðu lengt líf sitt um fimm til tíu ár. „Tvö ár án ferða­laga, lúx­us­fæð­is, funda og áfengis er bein­línis sum­ar­frí fyrir heils­una“.

Draum­ur­inn um raf­bíl­inn

Þótt Thure Bar­søe kæmi víða við og hefði margt í tak­inu gleymdi hann aldrei draumnum um raf­bíl­inn. Eftir að hafa gengið með hug­mynd­ina í mag­anum í nokkur ár á átt­unda ára­tugnum keypti hann lít­inn Fíat, fjar­lægði bens­ín­vél­ina og setti raf­mótor í stað­inn. Þetta fyrsta skref (ef frá er tal­inn kassa­bíll­inn) tókst ekki sér­lega vel og Fíat­inn end­aði úti í skurði, ljós­laus í myrkri. Thure Bar­søe er ekki maður sem leggur árar í bát og hélt til­raunum sínum áfram og árið 1982 réð hann fjóra menn í vinnu og tók á leigu gam­alt verk­stæð­is­hús skammt frá Hadsund, þar höfðu verið fram­leiddir tommu­stokkar og þvottaklemmur en húsið stóð nú autt. 

Í kapp­hlaupi við tím­ann

Thure Bar­søe vissi að árið 1983 átti að halda stóra bíla­sýn­ingu í Forum í Kaup­manna­höfn, þar vildi hann frum­sýna nýja raf­bíl­inn. Sjálfur var hann búsettur í Kaup­manna­höfn en Henn­ing Bitch, sem var raf­virki að mennt, stjórn­aði verk­stæð­inu. Þar var unnið í kapp við tím­ann, oft 12 til 14 tíma á sól­ar­hring. Danskir fjöl­miðlar fylgd­ust grannt með og köll­uðu Hadsund „Detroit Dan­merk­ur“. Hvorki Thure Bar­søe né þeir sem unnu að smíði bíls­ins þekktu mikið til slíkra hluta og á ýmsu gekk. Fyrst var ætl­unin að bíll­inn yrði ein­ungis með einu aft­ur­hjóli en síðar var ákveðið að hverfa frá því og hafa aft­ur­hjólin tvö, eins og fram­hjól­in. „Þetta verður fjög­urra manna, tveggja dyra, fjöl­skyldu­bíll, sann­kall­aður fram­tíð­ar­bíll“. Þótt smíði bíls­ins gengi þokka­lega var eitt vanda­mál óleyst: raf­hlað­an, eða rétt­ara sagt tæknin til að hlaða raf­hlöð­una. En Thure Bar­søe hafði ekki þungar áhyggjur af þeim málum, það myndi redd­ast. Bíla­sýn­ingin í Forum átti að hefj­ast 14. októ­ber 1983 og allt mið­að­ist við það.

100 kíló­metra á hleðsl­unni

Kostn­að­ur­inn var nú far­inn að valda Thure Bar­søe áhyggj­um. Hann lagði því ofurá­herslu á að aug­lýsa þennan „bylt­ing­ar­kennda bíl“ eins og það var orð­að. Og þar skorti ekki lof­orð­in: það yrði hægt að aka 100 kíló­metra á hleðsl­unni og bíll­inn gæti náð 80 kíló­metra hraða.      „Ég svitn­aði þegar ég sá lof­orð­in“ sagði verk­stæð­is­for­mað­ur­inn Henn­ing Bitch. Í lit­skrúð­ugum aug­lýs­inga­bæk­lingum var líka til­greint hvað bíll­inn, Hope Whisper, myndi kosta. 

Nótt við dag

14. októ­ber nálg­að­ist og ennþá mörg mál óleyst. Thure Bar­søe til­kynnti sínum mönnum að hvað sem taut­aði og raulaði yrði bíll­inn að vera til­bú­inn til kynn­ingar þegar bíla­sýn­ingin í Forum hæf­ist. Vinnu­dag­ur­inn á verk­stæð­inu varð sífellt lengri og ekki lengur talað um 12 til 14 tíma á sól­ar­hring. Verk­stæð­is­for­mað­ur­inn Henn­ing Bitch  hætti, sagði áætl­anir for­stjór­ans algjör­lega óraun­hæf­ar. Claus Fjeld­gaard sem tók við verk­stæð­is­for­mennsk­unni svaf ekki dúr þrjá síð­ustu sól­ar­hring­ana áður en sýn­ingin hófst. Afleið­ingar þess komu síðar í ljós. Dag­inn áður en sýn­ingin átti að hefj­ast varð óhapp á verk­stæð­inu, hluti mótorfest­ingar brotn­aði. Annað boddí var til á verk­stæð­inu og mót­or­inn, hurðir og allt annað var flutt þang­að. Aðfara­nótt 14. októ­ber var bíll­inn fluttur á kerru frá Hadsund til Kaup­manna­hafn­ar. Eig­in­kona Claus Fjeld­gaard ók bílnum sem dró kerruna, treysti ekki bónd­an­um, sem ekki hafði sofið sól­ar­hringum sam­an, fyrir akstr­in­um. Þau komu til Kaup­manna­hafnar klukku­stund áður en sýn­ingin skyldi hefj­ast. Tak­mark­inu var náð.

Sýn­ingin sem aldrei gleym­ist

Nýi raf­bíll­inn, Hope Whisper, var aug­lýstur sem aðal­númer sýn­ing­ar­inn­ar. Fyrsti raf­bíll sem fram­leiddur hafði ver­ið, danskur! Á annað þús­und gesta og rúm­lega eitt hund­rað frétta­menn voru mættir til að fylgj­ast með. Sýn­ingin var opnuð kl. 10.30, Thure Bar­søe flutti ávarp og það gerði líka Poul Schluter for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur og ýmsir fleiri. Hope Whisper stóð efst í eins­konar renni­braut, hul­inn dökkri ábreiðu, með sér­staka stopp­klossa við fram­hjól­in. Undir stýri sat verk­stæð­is­for­mað­ur­inn Claus Fjeld­gaard en þegar bíll­inn hefði runnið niður af pall­inum átti hann að aka nokkra hringi. Loks var ræðu­höld­unum lok­ið, stopp­kloss­unum kippt burtu og ábreið­unni svipt af. 

Áhorf­endur fylgd­ust spenntir með þegar Hope Whisper rann af stað en öku­ferðin var stutt. Þegar bíll­inn var að verða kom­inn niður renn­una skall hann á stólpa og stöðv­að­ist þar. Claus Fjeld­gaard sem, eins og áður sagði, hafði ekki komið dúr á auga sól­ar­hringum saman hafði að lík­indum sofnað undir ræðu­höld­unum og hrökk ekki upp fyrr en um sein­an. Sjálfur sagð­ist hann hafa blind­ast af flass­ljósum frétta­manna. Við árekst­ur­inn brotn­aði stuð­ari Hope Whisper og önnur hurðin losn­aði. Starfs­menn verk­stæð­is­ins hlupu til og eftir nokkra töf gat Claus Fjeld­gaard ekið nokkra hringi í sýn­ing­ar­höll­inni. allt í einu fór bíll­inn að hökta og Claus ók rak­leiðis inn i hlið­ar­sal hall­ar­inn­ar. Í ljós kom að hjól í drif­inu hafði brotn­að. Myndir af Hope Whisper voru á for­síðum fjöl­miðla og í fréttum víða um heim (var upp­nefndur No Hope Whisper) og þótt bíll­inn vekti vissu­lega athygli var hún ekki með þeim hætti sem vonir stóðu til. 

Ekki af baki dott­inn

Óhappið í Forum var mikið áfall fyrir Thure Bar­søe. Alls voru fram­leiddir 14 Hope Whisper bílar og ein­ungis fjórir þeirra voru nokkru sinni skráðir og fengu núm­era­plöt­ur. Thure Bar­søe vildi ekki gef­ast upp og gerði samn­ing um fram­leiðslu raf­bíls við fyr­ir­tæki í Þýska­landi. Sá skyldi heita Whisper II. Ekki tókst hins­vegar að útvega nauð­syn­legt fjár­magn til fram­leiðsl­unnar og Thure Bar­søe seldi Whisper fyr­ir­tækið til Sví­þjóð­ar. Síðar var fyr­ir­tækið selt til Kali­forníu og þar var bíll­inn fram­leidd­ur, tals­vert breytt­ur, um ára­bil.

Af Thure Bar­søe er það að segja að hann er enn, 76 ára gam­all, með háleitar hug­mynd­ir. Í sam­vinnu við franskan tækni­fræð­ing hefur hann lengi unnið að þróun bíls sem gengur fyrir þrýsti­lofti, sem fram­leitt er með raf­magni. Til­rauna­bíll sem þeir félagar hafa smíðað getur að sögn keyrt 150 kíló­metra á hleðsl­unni og ein­ungis tekur tvær mín­útur að hlaða þrýsti­loft­skút­inn. „Við erum ekki komnir í mark en vel áleið­is“ sagði Thure Bar­søe í við­tali fyrir nokkrum dög­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None