Topp 10: Illdeilur tónlistarfólks

Það getur gengið á ýmsu í tónlistinni. Stundum lifa menn tónlistarheiminn ekki af.

Kristinn Haukur Guðnason
BIG
Auglýsing

Það er fátt sem slúð­ur­pressan elskar jafn heitt og hressi­legar rimmur milli popp­stjarna. Tón­list er mik­ill sam­keppn­is­bransi og sjálfs­á­lit stjarn­anna á pari við hnefa­leika­menn. Því blossa reglu­lega upp ill­deilur milli þeirra og gildir þá einu hvort um sé að ræða popp, rokk, rapp eða jafn­vel klass­íska tón­list. Þessar deilur geta staðið yfir ára­tugum saman og klofið aðdá­endur í fylk­ing­ar. Eftir á að hyggja virð­ast þær þó flestar afar hjá­kát­leg­ar.

10. The Cure vs The Smiths

Ein sorg­leg­asta deila tón­list­ar­sög­unnar hófst milli bresku popp­hljóm­sveit­anna The Smiths og The Cure á níunda ára­tugn­um, eða nánar til­tekið milli for­sprakka þeirra Morrissey og Robert Smith. Bæði bönd voru þekkt fyrir að spila upp­lífg­andi tón­list við nið­ur­drep­andi texta og for­sprakk­arnir báðir heims­þekktir fýlu­púk­ar. En þeir höfðu einnig munn­inn fyrir neðan nefið og voru óhræddir við að láta vaða gagn­vart öðrum tón­list­ar­mönn­um, sér­stak­lega Morriss­ey. Það var einmitt hann sem byrj­aði deil­una með því að segja (úr hörð­ustu átt) að Robert Smith væri vælu­kjói og að The Cure hefðu fundið upp nýja vídd á hug­tak­inu skít. Eftir nokkur álíka skot til við­bótar gat Smith ekki hamið sig og svar­aði en þó á frekar aumkunn­ar­verðan hátt. Hann sagði að þó að þeir hefðu fundið upp nýja vídd á skít þá væri tón­listin þeirra ekki byggð á skít……eins og vænt­an­lega tón­list Morriss­ey. Einnig sagð­ist Smith borða kjöt ein­göngu vegna þess að Morrissey væri á móti því. Þessi vand­ræða­lega keppni um að vera kon­ungur fýlu­púkanna blossar reglu­lega upp og mun senni­lega gera það þar til yfir lýk­ur.

9. Mich­ael Jackson vs Prince

Deila Jackson og Prince hófst á níunda ára­tugnum þegar báðir voru að ryðja sér til rúms sem stærstu popp­stjörnur heims. Deilan var knúin áfram af öfund á báða bóga. Jackson öfund­aði Prince af því að vera tal­inn frá­bær laga­höf­undur og fram­úr­skar­andi tón­list­ar­maður af flestum gagn­rýnend­um. Prince öfund­aði Jackson af frægð­inni og sölu­töl­un­um. Þeir brugð­ust þó við þess­ari öfund sinni á mis­mun­andi hátt. Jackson reyndi ítrekað að fá Prince með sér í verk­efni eins og t.d. Bad og We Are the World en Prince hafn­aði því ávallt. Prince hafði mikið keppn­is­skap og baun­aði reglu­lega á Jackson t.d. í lag­inu Life ´O´ the Par­ty. Þá breytti hann einnig tón­list­inni á plöt­unni Purple Rain til að gera hana sölu­væn­legri, gagn­gert til að reyna að skáka Jackson. Und­ar­leg­asta sena deil­unnar átti sér stað á tón­leikum Prince í Las Vegas árið 2006. Jackson var boðið á tón­leik­ana og Prince gekk að honum með bassagítar og spil­aði fyrir framan hann á mjög ágengan hátt. Jackson sárn­aði þetta allt saman og sagði Prince vera bæði and­styggi­legan og dóna­leg­an.

Auglýsing8. Elton John vs Madonna

Popp­goðsagn­irnar tvær hafa starfað í marga ára­tugi en deila þeirra hófst árið 2002 þegar Elton John sagði að lag Madonnu úr kvik­mynd­inni Die Another Day væri versta Bond-lag allra tíma. En hann lét ekki þar við sitja og næstu 10 árin eða svo sendi hann söng­kon­unni reglu­lega svæsin skot bæði í fjöl­miðlum og á sviði. Hann sak­aði hana um að syngja ekki á tón­leikum heldur ein­ungis hreyfa varn­irn­ar, sem að hans mati er glæpur sem ætti að refsa með aftöku. Einnig kall­aði hann hana hæfi­leika­lausa, ömur­lega kú og tívolí-fata­fellu. Þá hjálp­aði eig­in­maður hans, David Furn­ish, honum við að ausa sví­virð­ingum yfir hana. Madonnu sárn­aði þetta vita­skuld en hún lagð­ist hins vegar aldrei niður á sama plan og Elton John. Hún sagð­ist hins vegar vor­kenna honum og von­ast til þess að hann jafn­aði sig í fram­tíð­inni. Margir töldu hana hafa haft sigur á Elton John þegar hún sigr­aði hann í bar­áttu um Gull­hnött­inn árið 2012. Hún til­eink­aði sig­ur­lag­ið, Masterpi­ece, Elton og gremja hans duld­ist eng­um.

7. Dixie Chicks vs Toby Keith

Vorið 2002 gaf country tón­list­ar­mað­ur­inn Toby Keith út lagið Courtesy of the Red, White and Blue (The Angry Amer­ican) sem við­bragð við árá­unum á tví­bura­t­urn­ana 11. sept­em­ber árið áður. Í text­anum segir hann að Sámur frændi ætti að hefna sín og sparka í rass­inn á óvinum sín­um. Natalie Maines, söng­kona hljóm­sveit­ar­innar Dixie Chicks, sagði lagið heimsku­legt og léti country-tón­list líta heimsku­lega út. Upp­hófst nú mikil rimma milli þeirra tveggja þar sem Keith sagði Maines ömur­legan laga­höf­und og á tón­leikum sýndi hann risa­stóra sam­skeytta mynd af söng­kon­unni og ein­ræð­is­herr­anum Saddam Hussa­in. Maines svar­aði með að klæð­asta stutt­erma­bol með áletrunn­inni F.U.T.K., sem fólk mátti síðan túlka að vild. Dixie Chicks urðu um tíma útskúf­aðar úr hinu íhalds­sama country-­sam­fé­lagi eftir að hafa sagst skamm­ast sín fyrir það að koma frá sama fylki og for­set­inn George W. Bush og bar­áttu þeirra var gerð skil í heim­ild­ar­mynd­inni Dixie Chicks: Shut Up and Sing.  Um tíma lá hljóm­sveitin í dvala en nú hafa þær komið fram á sjón­ar­sviðið á ný og tekið upp þráð­inn sem stærsta country-­band ver­ald­ar.

6. Johannes Brahms vs Ric­hard Wagner

Brahms og Wagner voru tveir af lyk­il­mönnum róm­an­tísku bylgj­unnar um miðja 19. öld en komu þó úr sitt hvorri átt­inni. Wagner var 20 árum eldri en fylgj­andi hinnar nýstár­legu stefnu Franz Liszt, þ.e. að tón­list ætti að vera tengd ljóð­list og segja sögu. Ópera væri æðsta form tón­list­ar. Brahms fylgdi gamla skóla sin­fón­íu­tón­listar þar sem tón­list þurfti ekki að vera neitt annað en fal­legir tón­ar. Fólk skipt­ist í fylk­ingar og sýndi fyr­ir­litn­ingu sína í verki t.a.m. í blöð­um, rit­gerðum og tón­verk­um. Sumir mættu á upp­færslur gagn­gert til þess að flissa upp­hátt. Þjóð­verjarnir tveir hitt­ust aðeins einu sinni, árið 1863 og var sá fundur ekki óvin­gjarn­leg­ur. En eftir það var kalt á milli þeirra, sér­stak­lega hjá Wagner sem réðst ítrekað á Brahms í greina­skrifum sín­um. Þrátt fyrir að vera and­stæðir pólar í tón­list sagði Wagner að frægð Brahms væri honum að þakka fyrir að hafa rutt veg­inn. Brahms var vita­skuld sár og neit­aði að láta af hendi dýr­mætt hand­rit af Tann­hauser, óperu Wagners, þegar höf­und­ur­inn bað um það fyrir upp­færslu í Munchen. Deilan hefur verið kölluð stríð róm­an­tíker­anna.

5. Nir­vana vs Guns n´ Roses

Ein orð­ljótasta hljóm­sveita­deila síð­ustu aldar átti sér stað milli Guns n´ Roses og Nir­vana í upp­hafi tíunda ára­tug­ar­ins. G.N.R. voru þá stærsta rokk­hljóm­sveit heims en Nir­vana á leið­inni að verða það. G.N.R.-liðar voru miklir aðdá­endur Nir­vana og þá sér­stak­lega bassa­leik­ar­inn Duff McKagan sem kom frá Seattle líkt og Nir­vana. Axl Rose þrá­bað Kurt Cobain að hita upp fyrir G.N.R. á tón­leika­ferða­lagi og að spila á þrí­tugs afmæl­inu sínu snemma árs 1992. En Cobain neit­aði og sagði að G.N.R væru þýð­ing­ar­laust band og hluti af kerf­inu. Rose fékk loks nóg og reif Nir­vana í sig á sviði. Hann sagði Nir­vana vera fíkla­band og að nýfædd dóttir Cobain og söng­kon­unnar Court­ney Love væri van­sköpuð vegna eit­ur­lyfja­notk­unar móð­ur­inn­ar. Hápunkti deil­unnar var náð á MTV tón­list­ar­há­tíð­inni árið 1992 þegar Love stríddi Rose með því að segja að hann væri guð­faðir dótt­ur­inn­ar. Rose sagði Cobain þá að halda konu sinni á mott­unni. Það var þó ekki endir deil­unnar því að Cobain hélt áfram að senda Rose pillur í fjöl­miðlum og kall­aði hann m.a. kyn­þátta­hat­ara og karl­rembu. Eftir að Cobain féll frá vorið 1994 hefur sam­bandið milli með­lima hljóm­sveit­anna verið mjög gott og hafa þeir t.a.m. spilað saman á tón­leik­um.

4. Metall­ica vs Mega­deth

Árið 1981 gekk gít­ar­leik­ar­inn Dave Must­aine til liðs við hina nýstofn­uðu þung­arokks­hljóm­sveit Metall­ica í Los Ang­el­es. Hann stóð sig vel bæði á tón­leikum og í laga­smíð. En tveimur árum seinna, rétt áður en fyrsta platan Kill ´em All kom í búð­ir, var hann rek­inn úr hljóm­sveit­inni eftir tón­leika í New York. Opin­bera ástæðan var óhóf­leg drykkja og notkun eit­ur­lyfja en raun­veru­lega ástæðan var sú að Must­aine var hroka­fullur og erf­iður í sam­skiptum við flest alla. Nið­ur­brot­inn var hann sendur heim til Kali­forníu með rútu. Í þess­ari 4 daga rútu­ferð lagði hann á ráðin um stofnun sinnar eigin hljóm­sveit­ar, Mega­deth. Báðar hljóm­sveit­irnar urðu risar í þung­arokk­inu á níunda ára­tugnum en frægð Metall­ica var þó alltaf langt um meiri en Mega­deth. Þetta sárn­aði Must­aine aug­ljós­lega og hann sendi sínum gömlu félögum ítrekað pillur í fjöl­miðl­um. Metall­ica liðar reyndu að láta þetta sem vind um eyru þjóta eða þá lýsa vor­kunn sinni á Must­aine og stöðu hans. Á síð­ustu árum hefur sam­bandið lag­ast umtals­vert og Must­aine spil­aði meira að segja á sviði með Metall­ica árið 2011. Það er þó alls ekki um heilt gróið á milli þeirra.

3. Kanye West vs Taylor Swift

Haustið 2009 steig country-­söng­konan Taylor Swift á svið á MTV tón­list­ar­há­tíð­inni til að taka á móti verð­launum fyrir besta tón­list­ar­mynd­band í kvenna­flokki. Í miðri ræðu stökk rapp­ar­inn Kanye West inn á svið­ið, reif af henni hljóð­nem­ann og til­kynnti að Beyonce, sem einnig var til­nefnd, hefði átt eitt besta mynd­band allra tíma. West var rek­inn út úr hús­inu og fékk hol­skeflu af gagn­rýni næstu daga á eft­ir, m.a. frá Obama for­seta sem kall­aði hann asna. West baðst afsök­unar og mál­inu virt­ist lok­ið. En ári seinna gaf Swift út lagið Inn­ocent sem var gagn­rýni á fram­ferði West á verð­launa­af­hend­ing­unni. Þá dró West afsök­un­ar­beiðni sína til baka og sagð­ist ekki sjá eftir neinu, Swift hafi ekki átt verð­launin skilið og hún hefði nýtt sér athygl­ina eftir atvik­ið. Nokkrum árum seinna virt­ist allt leika í lyndi milli þeirra og meira að segja var farið að tala um sam­starf stjarn­anna. En árið 2016 gaf hann út hið alræmda lag Famous þar sem hann sagð­ist “hafa gert tík­ina (Swift) fræga”. Í mynd­bandi lags­ins mátti sjá naktar vax­styttur af frægu fólki, þar á meðal Swift. Swift svar­aði svo fyrir sig á Gram­my-verð­launa­at­höfn­inni þar sem hún tók við verð­launum fyrir plötu árs­ins í annað skiptið á ferl­in­um. Þess­ari rimmu er hvergi nærri lok­ið.2. Oasis vs Blur

Um miðjan tíunda ára­tug­inn reið Brit­pop bylgjan yfir og Blur urðu vin­sælasta hljóm­sveit Bret­lands, með Damon Albarn í far­ar­broddi. En þá rudd­ust Oas­is, með bræð­urna Liam og Noel Gallag­her inn­an­borðs, inn á sjón­ar­sviðið og skor­uðu Blur á hólm. Þann 12. ágúst árið 1995 gáfu báðar sveit­irnar út smá­skífur og fjallað var um atburð­inn eins og heims­meist­ara­bar­daga í hnefa­leikum og sölu­tölur myndu ráða úrslit­um. Blur lagið Country House vann Oasis lagið Roll With It og Gallag­her bræður tóku því afar illa. Skömmu síðar kom hins vegar (What´s the Story) Morn­ing Glory, önnur plata Oas­is, út og þar með var tek­inn af allur vafi hver hefði unnið stríð­ið. Albarn reyndi að standa í lapp­irnar en gíf­ur­yrði Gallag­her bræðra í fjöl­miðlum voru slík að aur­inn slett­ist á alla við­kom­andi. Deilan risti einnig djúpt í breska þjóð­ar­sál í ljósi þess að Blur voru háskóla­strákar frá London en Oasis úr verka­manna­stétt í Manchest­er. Að lokum fennti yfir deil­una og Gallag­her bræðrur fóru að bít­ast sín á milli uns Oasis hættu árið 2009. Albarn fór að ein­beita sér meira að tölvu­popp­grúpp­unni sinni Gorillaz og nýverið kom út lagið We Got The Power í sam­starfi við Noel Gallag­her. Liam hraun­aði vita­skuld yfir það.

1. Tupac Shakur vs Biggie Smalls

Tupac og Biggie kynnt­ust í Los Ang­eles árið 1993 og urðu strax mestu mát­ar. Tupac var þá rísandi stjarna í rapp­heim­inum en Biggie að stíga sín fyrstu skref í Brook­lyn. Í hvert sinn sem þeir hitt­ust grill­uðu þeir, reyktu dóp og höfðu gam­an. Tupac kenndi Biggie fáein trix, fékk hann á svið með sér og kom honum á fram­færi. Biggie bað þá Tupac um að ger­ast umboðs­maður sinn en Tupac hafn­aði því. Í nóv­em­ber árið 1994 var Tupac rændur og skot­inn af þremur mönnum í upp­töku­veri við Times-­torg í New York. Tupac komst á snoðir um að Biggie hefði vitað af árásinni og fannst hann svik­inn en Biggie þvertók fyrir það. Á þeim tíma var Tupac aura­laus og í fang­elsi fyrir kyn­ferð­is­brot en Biggie á leið­inni upp. Upp­hófst þá stríð í rapp­heim­in­um. Austur vs vest­ur, Biggie vs Tupac, Bad Boy Records vs Death Row Records. Í upp­hafi var stríðið háð með ljóð­um, þ.e. skotin gengu á víxl í textum rapp­ar­anna. Biggie hleypti af fyrsta skot­inu með lag­inu Who Shot Ya? og illindin mögn­uð­ust svo með hverju lag­inu. En deilur rapp­ara eru yfir­leitt alvar­legri en í öðrum geirum tón­list­ar. Þann 7. sept­em­ber árið 1996 var Tupac skot­inn í Las Vegas og hann lést skömmu síð­ar. Hálfu ári síðar var Biggie myrtur í Los Ang­el­es. Morðin eru enn óleyst.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None