Topp 10: Illdeilur tónlistarfólks

Það getur gengið á ýmsu í tónlistinni. Stundum lifa menn tónlistarheiminn ekki af.

Kristinn Haukur Guðnason
BIG
Auglýsing

Það er fátt sem slúð­ur­pressan elskar jafn heitt og hressi­legar rimmur milli popp­stjarna. Tón­list er mik­ill sam­keppn­is­bransi og sjálfs­á­lit stjarn­anna á pari við hnefa­leika­menn. Því blossa reglu­lega upp ill­deilur milli þeirra og gildir þá einu hvort um sé að ræða popp, rokk, rapp eða jafn­vel klass­íska tón­list. Þessar deilur geta staðið yfir ára­tugum saman og klofið aðdá­endur í fylk­ing­ar. Eftir á að hyggja virð­ast þær þó flestar afar hjá­kát­leg­ar.

10. The Cure vs The Smiths

Ein sorg­leg­asta deila tón­list­ar­sög­unnar hófst milli bresku popp­hljóm­sveit­anna The Smiths og The Cure á níunda ára­tugn­um, eða nánar til­tekið milli for­sprakka þeirra Morrissey og Robert Smith. Bæði bönd voru þekkt fyrir að spila upp­lífg­andi tón­list við nið­ur­drep­andi texta og for­sprakk­arnir báðir heims­þekktir fýlu­púk­ar. En þeir höfðu einnig munn­inn fyrir neðan nefið og voru óhræddir við að láta vaða gagn­vart öðrum tón­list­ar­mönn­um, sér­stak­lega Morriss­ey. Það var einmitt hann sem byrj­aði deil­una með því að segja (úr hörð­ustu átt) að Robert Smith væri vælu­kjói og að The Cure hefðu fundið upp nýja vídd á hug­tak­inu skít. Eftir nokkur álíka skot til við­bótar gat Smith ekki hamið sig og svar­aði en þó á frekar aumkunn­ar­verðan hátt. Hann sagði að þó að þeir hefðu fundið upp nýja vídd á skít þá væri tón­listin þeirra ekki byggð á skít……eins og vænt­an­lega tón­list Morriss­ey. Einnig sagð­ist Smith borða kjöt ein­göngu vegna þess að Morrissey væri á móti því. Þessi vand­ræða­lega keppni um að vera kon­ungur fýlu­púkanna blossar reglu­lega upp og mun senni­lega gera það þar til yfir lýk­ur.

9. Mich­ael Jackson vs Prince

Deila Jackson og Prince hófst á níunda ára­tugnum þegar báðir voru að ryðja sér til rúms sem stærstu popp­stjörnur heims. Deilan var knúin áfram af öfund á báða bóga. Jackson öfund­aði Prince af því að vera tal­inn frá­bær laga­höf­undur og fram­úr­skar­andi tón­list­ar­maður af flestum gagn­rýnend­um. Prince öfund­aði Jackson af frægð­inni og sölu­töl­un­um. Þeir brugð­ust þó við þess­ari öfund sinni á mis­mun­andi hátt. Jackson reyndi ítrekað að fá Prince með sér í verk­efni eins og t.d. Bad og We Are the World en Prince hafn­aði því ávallt. Prince hafði mikið keppn­is­skap og baun­aði reglu­lega á Jackson t.d. í lag­inu Life ´O´ the Par­ty. Þá breytti hann einnig tón­list­inni á plöt­unni Purple Rain til að gera hana sölu­væn­legri, gagn­gert til að reyna að skáka Jackson. Und­ar­leg­asta sena deil­unnar átti sér stað á tón­leikum Prince í Las Vegas árið 2006. Jackson var boðið á tón­leik­ana og Prince gekk að honum með bassagítar og spil­aði fyrir framan hann á mjög ágengan hátt. Jackson sárn­aði þetta allt saman og sagði Prince vera bæði and­styggi­legan og dóna­leg­an.

Auglýsing8. Elton John vs Madonna

Popp­goðsagn­irnar tvær hafa starfað í marga ára­tugi en deila þeirra hófst árið 2002 þegar Elton John sagði að lag Madonnu úr kvik­mynd­inni Die Another Day væri versta Bond-lag allra tíma. En hann lét ekki þar við sitja og næstu 10 árin eða svo sendi hann söng­kon­unni reglu­lega svæsin skot bæði í fjöl­miðlum og á sviði. Hann sak­aði hana um að syngja ekki á tón­leikum heldur ein­ungis hreyfa varn­irn­ar, sem að hans mati er glæpur sem ætti að refsa með aftöku. Einnig kall­aði hann hana hæfi­leika­lausa, ömur­lega kú og tívolí-fata­fellu. Þá hjálp­aði eig­in­maður hans, David Furn­ish, honum við að ausa sví­virð­ingum yfir hana. Madonnu sárn­aði þetta vita­skuld en hún lagð­ist hins vegar aldrei niður á sama plan og Elton John. Hún sagð­ist hins vegar vor­kenna honum og von­ast til þess að hann jafn­aði sig í fram­tíð­inni. Margir töldu hana hafa haft sigur á Elton John þegar hún sigr­aði hann í bar­áttu um Gull­hnött­inn árið 2012. Hún til­eink­aði sig­ur­lag­ið, Masterpi­ece, Elton og gremja hans duld­ist eng­um.

7. Dixie Chicks vs Toby Keith

Vorið 2002 gaf country tón­list­ar­mað­ur­inn Toby Keith út lagið Courtesy of the Red, White and Blue (The Angry Amer­ican) sem við­bragð við árá­unum á tví­bura­t­urn­ana 11. sept­em­ber árið áður. Í text­anum segir hann að Sámur frændi ætti að hefna sín og sparka í rass­inn á óvinum sín­um. Natalie Maines, söng­kona hljóm­sveit­ar­innar Dixie Chicks, sagði lagið heimsku­legt og léti country-tón­list líta heimsku­lega út. Upp­hófst nú mikil rimma milli þeirra tveggja þar sem Keith sagði Maines ömur­legan laga­höf­und og á tón­leikum sýndi hann risa­stóra sam­skeytta mynd af söng­kon­unni og ein­ræð­is­herr­anum Saddam Hussa­in. Maines svar­aði með að klæð­asta stutt­erma­bol með áletrunn­inni F.U.T.K., sem fólk mátti síðan túlka að vild. Dixie Chicks urðu um tíma útskúf­aðar úr hinu íhalds­sama country-­sam­fé­lagi eftir að hafa sagst skamm­ast sín fyrir það að koma frá sama fylki og for­set­inn George W. Bush og bar­áttu þeirra var gerð skil í heim­ild­ar­mynd­inni Dixie Chicks: Shut Up and Sing.  Um tíma lá hljóm­sveitin í dvala en nú hafa þær komið fram á sjón­ar­sviðið á ný og tekið upp þráð­inn sem stærsta country-­band ver­ald­ar.

6. Johannes Brahms vs Ric­hard Wagner

Brahms og Wagner voru tveir af lyk­il­mönnum róm­an­tísku bylgj­unnar um miðja 19. öld en komu þó úr sitt hvorri átt­inni. Wagner var 20 árum eldri en fylgj­andi hinnar nýstár­legu stefnu Franz Liszt, þ.e. að tón­list ætti að vera tengd ljóð­list og segja sögu. Ópera væri æðsta form tón­list­ar. Brahms fylgdi gamla skóla sin­fón­íu­tón­listar þar sem tón­list þurfti ekki að vera neitt annað en fal­legir tón­ar. Fólk skipt­ist í fylk­ingar og sýndi fyr­ir­litn­ingu sína í verki t.a.m. í blöð­um, rit­gerðum og tón­verk­um. Sumir mættu á upp­færslur gagn­gert til þess að flissa upp­hátt. Þjóð­verjarnir tveir hitt­ust aðeins einu sinni, árið 1863 og var sá fundur ekki óvin­gjarn­leg­ur. En eftir það var kalt á milli þeirra, sér­stak­lega hjá Wagner sem réðst ítrekað á Brahms í greina­skrifum sín­um. Þrátt fyrir að vera and­stæðir pólar í tón­list sagði Wagner að frægð Brahms væri honum að þakka fyrir að hafa rutt veg­inn. Brahms var vita­skuld sár og neit­aði að láta af hendi dýr­mætt hand­rit af Tann­hauser, óperu Wagners, þegar höf­und­ur­inn bað um það fyrir upp­færslu í Munchen. Deilan hefur verið kölluð stríð róm­an­tíker­anna.

5. Nir­vana vs Guns n´ Roses

Ein orð­ljótasta hljóm­sveita­deila síð­ustu aldar átti sér stað milli Guns n´ Roses og Nir­vana í upp­hafi tíunda ára­tug­ar­ins. G.N.R. voru þá stærsta rokk­hljóm­sveit heims en Nir­vana á leið­inni að verða það. G.N.R.-liðar voru miklir aðdá­endur Nir­vana og þá sér­stak­lega bassa­leik­ar­inn Duff McKagan sem kom frá Seattle líkt og Nir­vana. Axl Rose þrá­bað Kurt Cobain að hita upp fyrir G.N.R. á tón­leika­ferða­lagi og að spila á þrí­tugs afmæl­inu sínu snemma árs 1992. En Cobain neit­aði og sagði að G.N.R væru þýð­ing­ar­laust band og hluti af kerf­inu. Rose fékk loks nóg og reif Nir­vana í sig á sviði. Hann sagði Nir­vana vera fíkla­band og að nýfædd dóttir Cobain og söng­kon­unnar Court­ney Love væri van­sköpuð vegna eit­ur­lyfja­notk­unar móð­ur­inn­ar. Hápunkti deil­unnar var náð á MTV tón­list­ar­há­tíð­inni árið 1992 þegar Love stríddi Rose með því að segja að hann væri guð­faðir dótt­ur­inn­ar. Rose sagði Cobain þá að halda konu sinni á mott­unni. Það var þó ekki endir deil­unnar því að Cobain hélt áfram að senda Rose pillur í fjöl­miðlum og kall­aði hann m.a. kyn­þátta­hat­ara og karl­rembu. Eftir að Cobain féll frá vorið 1994 hefur sam­bandið milli með­lima hljóm­sveit­anna verið mjög gott og hafa þeir t.a.m. spilað saman á tón­leik­um.

4. Metall­ica vs Mega­deth

Árið 1981 gekk gít­ar­leik­ar­inn Dave Must­aine til liðs við hina nýstofn­uðu þung­arokks­hljóm­sveit Metall­ica í Los Ang­el­es. Hann stóð sig vel bæði á tón­leikum og í laga­smíð. En tveimur árum seinna, rétt áður en fyrsta platan Kill ´em All kom í búð­ir, var hann rek­inn úr hljóm­sveit­inni eftir tón­leika í New York. Opin­bera ástæðan var óhóf­leg drykkja og notkun eit­ur­lyfja en raun­veru­lega ástæðan var sú að Must­aine var hroka­fullur og erf­iður í sam­skiptum við flest alla. Nið­ur­brot­inn var hann sendur heim til Kali­forníu með rútu. Í þess­ari 4 daga rútu­ferð lagði hann á ráðin um stofnun sinnar eigin hljóm­sveit­ar, Mega­deth. Báðar hljóm­sveit­irnar urðu risar í þung­arokk­inu á níunda ára­tugnum en frægð Metall­ica var þó alltaf langt um meiri en Mega­deth. Þetta sárn­aði Must­aine aug­ljós­lega og hann sendi sínum gömlu félögum ítrekað pillur í fjöl­miðl­um. Metall­ica liðar reyndu að láta þetta sem vind um eyru þjóta eða þá lýsa vor­kunn sinni á Must­aine og stöðu hans. Á síð­ustu árum hefur sam­bandið lag­ast umtals­vert og Must­aine spil­aði meira að segja á sviði með Metall­ica árið 2011. Það er þó alls ekki um heilt gróið á milli þeirra.

3. Kanye West vs Taylor Swift

Haustið 2009 steig country-­söng­konan Taylor Swift á svið á MTV tón­list­ar­há­tíð­inni til að taka á móti verð­launum fyrir besta tón­list­ar­mynd­band í kvenna­flokki. Í miðri ræðu stökk rapp­ar­inn Kanye West inn á svið­ið, reif af henni hljóð­nem­ann og til­kynnti að Beyonce, sem einnig var til­nefnd, hefði átt eitt besta mynd­band allra tíma. West var rek­inn út úr hús­inu og fékk hol­skeflu af gagn­rýni næstu daga á eft­ir, m.a. frá Obama for­seta sem kall­aði hann asna. West baðst afsök­unar og mál­inu virt­ist lok­ið. En ári seinna gaf Swift út lagið Inn­ocent sem var gagn­rýni á fram­ferði West á verð­launa­af­hend­ing­unni. Þá dró West afsök­un­ar­beiðni sína til baka og sagð­ist ekki sjá eftir neinu, Swift hafi ekki átt verð­launin skilið og hún hefði nýtt sér athygl­ina eftir atvik­ið. Nokkrum árum seinna virt­ist allt leika í lyndi milli þeirra og meira að segja var farið að tala um sam­starf stjarn­anna. En árið 2016 gaf hann út hið alræmda lag Famous þar sem hann sagð­ist “hafa gert tík­ina (Swift) fræga”. Í mynd­bandi lags­ins mátti sjá naktar vax­styttur af frægu fólki, þar á meðal Swift. Swift svar­aði svo fyrir sig á Gram­my-verð­launa­at­höfn­inni þar sem hún tók við verð­launum fyrir plötu árs­ins í annað skiptið á ferl­in­um. Þess­ari rimmu er hvergi nærri lok­ið.2. Oasis vs Blur

Um miðjan tíunda ára­tug­inn reið Brit­pop bylgjan yfir og Blur urðu vin­sælasta hljóm­sveit Bret­lands, með Damon Albarn í far­ar­broddi. En þá rudd­ust Oas­is, með bræð­urna Liam og Noel Gallag­her inn­an­borðs, inn á sjón­ar­sviðið og skor­uðu Blur á hólm. Þann 12. ágúst árið 1995 gáfu báðar sveit­irnar út smá­skífur og fjallað var um atburð­inn eins og heims­meist­ara­bar­daga í hnefa­leikum og sölu­tölur myndu ráða úrslit­um. Blur lagið Country House vann Oasis lagið Roll With It og Gallag­her bræður tóku því afar illa. Skömmu síðar kom hins vegar (What´s the Story) Morn­ing Glory, önnur plata Oas­is, út og þar með var tek­inn af allur vafi hver hefði unnið stríð­ið. Albarn reyndi að standa í lapp­irnar en gíf­ur­yrði Gallag­her bræðra í fjöl­miðlum voru slík að aur­inn slett­ist á alla við­kom­andi. Deilan risti einnig djúpt í breska þjóð­ar­sál í ljósi þess að Blur voru háskóla­strákar frá London en Oasis úr verka­manna­stétt í Manchest­er. Að lokum fennti yfir deil­una og Gallag­her bræðrur fóru að bít­ast sín á milli uns Oasis hættu árið 2009. Albarn fór að ein­beita sér meira að tölvu­popp­grúpp­unni sinni Gorillaz og nýverið kom út lagið We Got The Power í sam­starfi við Noel Gallag­her. Liam hraun­aði vita­skuld yfir það.

1. Tupac Shakur vs Biggie Smalls

Tupac og Biggie kynnt­ust í Los Ang­eles árið 1993 og urðu strax mestu mát­ar. Tupac var þá rísandi stjarna í rapp­heim­inum en Biggie að stíga sín fyrstu skref í Brook­lyn. Í hvert sinn sem þeir hitt­ust grill­uðu þeir, reyktu dóp og höfðu gam­an. Tupac kenndi Biggie fáein trix, fékk hann á svið með sér og kom honum á fram­færi. Biggie bað þá Tupac um að ger­ast umboðs­maður sinn en Tupac hafn­aði því. Í nóv­em­ber árið 1994 var Tupac rændur og skot­inn af þremur mönnum í upp­töku­veri við Times-­torg í New York. Tupac komst á snoðir um að Biggie hefði vitað af árásinni og fannst hann svik­inn en Biggie þvertók fyrir það. Á þeim tíma var Tupac aura­laus og í fang­elsi fyrir kyn­ferð­is­brot en Biggie á leið­inni upp. Upp­hófst þá stríð í rapp­heim­in­um. Austur vs vest­ur, Biggie vs Tupac, Bad Boy Records vs Death Row Records. Í upp­hafi var stríðið háð með ljóð­um, þ.e. skotin gengu á víxl í textum rapp­ar­anna. Biggie hleypti af fyrsta skot­inu með lag­inu Who Shot Ya? og illindin mögn­uð­ust svo með hverju lag­inu. En deilur rapp­ara eru yfir­leitt alvar­legri en í öðrum geirum tón­list­ar. Þann 7. sept­em­ber árið 1996 var Tupac skot­inn í Las Vegas og hann lést skömmu síð­ar. Hálfu ári síðar var Biggie myrtur í Los Ang­el­es. Morðin eru enn óleyst.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None