Eins og að hafa ömmu sem lífvörð

Ofangreind orð eru höfð eftir yfirlögfræðingi mannréttindasamtaka í tilefni þess að ráðherra í Danmörku telur danska sendiráðsmenn á Indlandi geta gætt öryggis Danans Niels Holck sem Indverjar vilja fá framseldan. Saga Niels Holck er reyfarakennd.

Niels Holck er umdeildur maður.
Niels Holck er umdeildur maður.
Auglýsing

Hinn 17. des­em­ber árið 1995 var fimm hund­ruð rifflum og ýmis konar öðrum vopna­bún­aði, sam­tals tæpum fimm tonnum kastað, í fall­hlíf­um, úr rúss­nesk/úkra­ínskri flutn­inga­vél yfir Vest­ur- Bengal á Ind­landi. Vopnin voru ætluð upp­reisn­ar­mönn­um. Í flug­vél­inni var breskur vopna­sali, Peter Bleach að nafni, ásamt fimm Lettum (sem síðar urðu rúss­neskir rík­is­borg­ar­ar) og einum manni til við­bót­ar. Eftir að vopn­unum hafði verið varpað niður hélt flug­vélin áfram til Taílands en ind­verskar her­þotur neyddu vél­ina síðar til að lenda á ind­verskum flug­velli. Breski vopna­sal­inn og Lettarnir fimm voru hand­teknir en sjö­unda mann­inum tókst að kom­ast und­an. Þessi sjö­undi maður var Dan­inn Niels Holck.

Holck tókst með ein­hverjum hætti að kom­ast til Nepal og, nokkrum vikum síð­ar, áfram til Dan­merk­ur. Breski vopna­sal­inn og Lettarnir fimm voru dæmdir í ævi­langt fang­elsi á Ind­landi, en voru átta árum síðar náð­að­ir, eftir mik­inn þrýst­ing rúss­neskra og breskra stjórn­valda. Lengi vel vissu ind­versk stjórn­völd ekki hver sjö­undi mað­ur­inn um borð í flug­vél­inni var, vissu ein­ungis að hann gekk undir nafn­inu Kim Davy.

Það að Kim Davy héti í raun­inni Niels Holck kom ekki ljós fyrr en árið 2002 þegar sjón­varps­stöðin TV2 sendi út sjón­varps­þátt, sem rakti sögu hans. Þá hafði Niels Holck búið í Dan­mörku, undir fölsku nafni, frá árinu 1996. Þótt ind­versk stjórn­völd hefðu kom­ist að því að mað­ur­inn Kim Davy, sem gekk þeim úr greipum í des­em­ber 1995 væri Dani, héti Niels Holck og byggi í Dan­mörku, gátu þau lítið aðhaf­st, eng­inn samn­ingur um fram­sal var í gildi milli Dan­merkur og Ind­lands.

Auglýsing

Ber­fætti ræn­ing­inn

Niels Holck er fæddur árið 1961 í Aars á Jót­landi en ólst upp á Norð­ur­-­Sjá­landi. Hann fékk ungur mik­inn áhuga á Ind­landi og dvalist þar lang­dvölum frá árinu 1981. En fleira kom til. Niels Holck var hand­tek­inn í Dan­mörku árið 1980, grun­aður um að hafa tekið þátt í að ræna tveimur pen­inga­flutn­inga­bílum í Nivå, norðan við Kaup­manna­höfn. Hann hélt því síðar fram að félagi sinn hefði logið þessu upp á sig.

Eftir að Niels Holck var hand­tek­inn gaf hann við yfir­heyrslur í skyn að hann vissi hvar pen­ing­arnir úr rán­inu væru fald­ir. Þeir væru grafnir í Rung­sted-­skógi fyrir norðan Kaup­manna­höfn. Lög­reglan fór með hann þangað og til að tryggja að Niels Holck reyndi ekki að stinga af var honum skipað að fara úr skóm og sokk­um. Sú fyr­ir­byggj­andi aðgerð reynd­ist ekki full­nægj­andi og Niels Holck komst undan á hlaup­um. Fjöl­miðlar gáfu honum nafnið „ber­fætti ræn­ing­inn“ og lög­reglan varð að athlægi. Niels Holck varð sér úti um falsað vega­bréf og fimm þús­und danskar krónur (og vænt­an­lega sokka og skó) og flýði land.

Breytt lög­gjöf, beiðni um fram­sal

Í kjöl­far hryðju­verk­anna 11. sept­em­ber 2001 var danskri lög­gjöf um fram­sal danskra rík­is­borg­ara til landa utan Evr­ópu­sam­bands­ins breytt. Sam­kvæmt þeim varð heim­ilt að fram­selja danska rík­is­borg­ara væru þeir grun­aðir um hryðju­verk eða afbrot. Það var þó ekki fyrr en árið 2007 að Ind­verjar fóru fram á að Niels Holck yrði hand­tek­inn og sendur til Ind­lands þar sem hægt yrði að rétta í „vopna­mál­inu“ eins og það var nefnt. Niels Holck fór í felur en var hand­tek­inn árið 2010, eftir að dönsk stjórn­völd höfðu samið um fram­salið við stjórn­völd á Ind­landi.Tveimur árum fyrr, árið 2008 hafði þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Dana, And­ers Fogh Rasmus­sen, sagt í við­tali við ind­verska sjón­varpið að dönsk stjórn­völd væru til­búin að fram­selja Niels Holck, með ákveðnum skil­yrð­um. Í nóv­em­ber 2010 úrskurð­aði Bæj­ar­réttur í Hill­e­röd (þar sem Niels Holck bjó) að ekki bæri að fram­selja hann. Dönsk stjórn­völd áfrýj­uðu til Eystri-Lands­réttar og meðan málið var þar til með­ferðar varð Niels Holck að gefa sig fram við lög­reglu tvisvar í viku og vega­bréf hans var gert upp­tækt. Eystri-Lands­réttur stað­festi í júní 2011 dóm Bæj­ar­rétt­ar­ins í Hill­e­röd og rík­is­sak­sókn­ari ákvað að málið færi ekki fyrir Hæsta­rétt. Niels Holck fékk vega­bréfið og var frjáls mað­ur. Meg­in­rök dóm­stól­anna voru þau að ekki væri hægt að ábyrgj­ast öryggi Niels Holck á Ind­landi og að mál hans fengi rétt­láta með­ferð í ind­versku dóms­kerfi.

Ind­verjar hót­uðu öllu illu

Ind­verjar urðu æfir þegar þeir fréttu af nið­ur­stöðum danskra dóm­stóla. Til­kynntu um alls kyns hót­an­ir, við­skipta­samn­ingum yrði rift, vega­bréfaum­sóknum Dana yrði hafnað og fyr­ir­hug­aðri heim­sókn for­seta Ind­lands til Dan­merkur var aflýst. Niels Holck til­kynnti árið 2012 að hann væri til­bú­inn að mæta til yfir­heyrslu ind­verskra stjórn­valda ef slíkar yfir­heyrslur færu fram utan Ind­lands. Dönsk stjórn­völd reyndu að semja um þessa leið við stjórn­völd á Ind­landi, án árang­urs. Yfir­heyrslur og hugs­an­leg rétt­ar­höld yfir Niels Holck skyldu fara fram á Ind­landi. Punktur og basta.

Ný fram­sals­beiðni 2016

Í des­em­ber 2016 sendu Ind­verjar dönskum stjórn­völdum enn á ný kröfu um fram­sal Niels Holck. Søren Pape Poul­sen dóms­mála­ráð­herra og for­maður danska íhalds­flokks­ins fyr­ir­skip­aði rík­is­lög­manni að leita leiða til að taka málið upp að nýju og kanna mögu­leika á að verða við kröfum Ind­verja. Þegar fjöl­miðlar gengu á ráð­herr­ann og vildu fá að vita hverju þetta sætti var fátt um svör. Frétta­menn sök­uðu ráð­herr­ann um und­ir­lægju­hátt og að hann væri fyrst og fremst að hugsa um við­skipta­hags­muni. Danskir fjöl­miðlar hafa einnig rann­sakað hvort Holck mál­ið, eins og það er kall­að, hafi haft áhrif á við­skipti Dan­merkur og Ind­lands. Nið­ur­staðan er sú að áhrifin séu lítil sem eng­in.

Að hafa ömmu sem líf­vörð

Niels Holck hefur neitað að láta yfir­heyra sig í tengslum við þessa nýju kröfu Ind­verja. Hann og lög­fræð­ingur hans segja það með ólík­indum að ráð­herr­ann skuli láta sér detta í hug að reyna að ganga gegn nið­ur­stöðum dóm­stóla.

Yfir­lög­fræð­ingur mann­rétt­inda­sam­tak­anna Amnesy International segir yfir­lýs­ingar ráð­herr­ans um breytt og bætt mann­rétt­indi á Ind­landi lýsa barna­skap og kunn­áttu­leysi manns sem greini­lega þekki lítið til mála.

Við vitum mörg dæmi þess að menn sem verið er að flytja í hand­járnum milli staða hafi „dott­ið“ út úr lög­reglu­bílum beint á and­litið niður í göt­una. „Að trúa því, sem ráð­herr­ann heldur fram, að danska sendi­ráðið geti gætt öryggis Niels Holck er álíka gáfu­legt og að hafa ömmu sem líf­vörð“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar