Íslenski hertoginn Dunganon sem lifði utan við kerfið

Flökkukindin Karl Einarsson. Hver var það? Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér merkilega sögu hans.

Kristinn Haukur Guðnason
einar
Auglýsing

Karl Ein­ars­son eða Dunga­non var skáld og mynd­lista­mað­ur, tón­list­ar­maður og heim­spek­ing­ur, dul­spek­ingur og lífskúnstner. Hann var flökku­kind sem lítið til spurð­ist hér á landi en fékkst við ólík­leg­ustu hluti víðs vegar um Evr­ópu. Hann titl­aði sig sjálfan her­toga af Sankti Kildu þó að fæstir við­ur­kenndu þá tign eða kærðu sig um að vita hvar sá staður er á landa­kort­inu. En í kringum þann stað bjó hann til drauma­heim sem öll hans list byggð­ist á.

Seyð­is­fjörð­ur, Fær­eyjar og heim­ur­inn

Karl Kjer­úlf Ein­ars­son fædd­ist þann 6. maí árið 1897 í þorp­inu Vests­dals­eyri við Seyð­is­fjörð sem síðar lagð­ist í eyði. For­eldrar hans voru Magnús Ein­ars­son úrsmiður og Krist­jana Guð­munds­dóttir sem ráku verslun á staðn­um. Um alda­mótin þegar Karl var aðeins þriggja ára gam­all fluttu þau til Kaup­manna­hafnar um skamma stund og síðan til Þórs­hafnar í Fær­eyjum þar sem þau ráku mat­vöru­verslun í 20 ár.

Á æsku­árum sínum hreifst Karl af listum og umgekkst unga menn sem voru eins þenkj­andi og hann. Hann fór að yrkja og tók upp lista­manna­nafnið Dunga­non eftir hús­inu sem fjöl­skylda hans bjó í, Dunga. Honum fannst nafnið svo­lítið gei­l­ískt og því nokkuð sér­stakt en einnig þannig að allir gætu borið það fram.

Auglýsing

Eftir ver­una í Fær­eyjum ákvað fjöl­skyldan að flytja aftur til Kaup­manna­hafnar og Karl skyldi sendur í versl­un­ar­nám. En hann strauk úr því námi og hélt til Spánar þar sem flökku­líf hans hófst. Á næstu 30 árum bjó hann m.a. í Frakk­landi, Ítal­íu, Þýska­landi, Belg­íu, Pól­landi og á Norð­ur­löndum og sjald­ast lengi á hverjum stað. Hann ferð­að­ist um með járn­braut­ar­lestum og skipum sem laumu­far­þegi því honum var meinilla við að borga fyrir sam­göng­urn­ar. Hefð­bundin vinna var eitt­hvað sem hann hafði megna óbeit á en hann vildi heldur ekki lifa á kerf­inu. Dunga­non þurfti því að beita óvenju­legum aðferðum til að hafa í sig og á.

Her­togi sjó­fugl­anna

Dunga­non var ekki eina við­ur­nefnið sem Karl Ein­ars­son gekk und­ir. Hann kall­aði sig stundum Lord of Hecla, Pró­fessor Emar­son eða Carolus Africanus ganda­kall­ur. Á fjórða ára­tugnum fór hann að kalla sig Cor­mor­ant XII Imper­ator av Atl­ant­is, her­toga af Sankti Kildu. Sankti Kilda er klasi sjö eyja vestur af Suð­ur­eyjum í Skotlandi sem þá höfðu nýlega verið rýmdar af öllu fólki. Íbú­arnir voru þá ein­ungis 36 tals­ins en höfðu mest verið um 200 í um 2000 ára byggð­ar­sögu eyj­anna. Enn þá standa þar hús eyja­skeggja og sum nokkuð heil­leg en eng­inn dvelur þar nú allt árið um kring og erfitt er að kom­ast þang­að.

Karl Einarsson Dunganon.Dunga­non dáð­ist að harð­gerðum íbúum eyj­anna sem höfðu lifað í mik­illi ein­angr­un, utan við skatta og skyld­ur, og dregið fram lífið með því að borða lunda og fýl. Þegar þeir fóru upp á land sló hann eign sinni á eyj­arnar og titl­aði sig sem aðals­mann. En fólkið var farið frá eynni og með því sauð­féð og öll önnur hús­dýr, meira að segja mýsnar dóu út. Einu þegnar her­tog­ans voru því sjáv­ar­fugl­arnir og aldrei gerð­ist hann svo frægur að ferð­ast til eyj­anna og hitta þá.

En það hindr­aði hann ekki í því að skapa umgjörð um ríki­dæmi sitt og koma því til vegs og virð­ing­ar. Hann teikn­aði upp skjald­ar­merki eyj­anna að fyr­ir­mynd merkja Odda­verja á Rang­ár­völl­um. Sjálfur sagð­ist hann vera beinn afkom­andi Jóns Lofts­son­ar, höfð­ingja þeirra á 12. öld, sem er senni­lega rétt (eins og allir aðrir Íslend­ing­ar). Dunga­non kunni einnig sitt fyrir sér í tón­smíð og samdi því þjóð­söng eyj­anna sem hann söng sjálfur inn á band. Text­inn var á tungu­máli Atl­ant­is, A-Má­hla Máhnu, sem hann bjó sjálfur til og er merki­leg­asta fram­lag her­tog­ans til eyj­anna.

Dunga­non orti mikið á þeirri tungu en hún var þó ekki við­ur­kennd nema af mjög þröngum hópi fólks og sjálf­sagt hefur eng­inn skilið hana nema Dunga­non sjálf­ur. En her­toga­dæmið var ekki aðeins til í höfð­inu á honum sjálfum því í nokkur skipti fékk hann við­ur­kenn­ingu frá opin­berum stofn­unum og aðil­um. Dunga­non gekk um með vega­bréf frá Sankti Kildu sem hann fékk nokkrum sinnum stimplað af landamæra­vörð­um. Hann teikn­aði frí­merki með skjald­ar­merk­inu og gat sent bréf milli staða. Hann fékk meira að segja við­ur­kenn­ingu sína á her­toga­dæm­inu stað­festa af yfir­völdum þegar hann bjó í Berlín á fimmta ára­tugn­um. Það er þó ekki hægt að úti­loka að slæm landa­fræði­kunn­átta sumra opin­berra starfs­manna hafi valdið því að hann komst upp með þetta.

Adolf Hitler og Hall­dór Lax­ness

Saga Dunga­non er full af goð­sögnum og hálf­kveðnum vísum og því ekki alltaf gott að segja hvað sé satt og hvað log­ið, eða a.m.k. ýkt. Þegar hann bjó í Brus­sel átti hann að hafa rekið hóru­hús. En þar lét hann sér ekki ver­ald­lega heim­inn duga því að hann rak einnig and­lega hjú­skap­ar­miðl­un, eða eins og hann kall­aði það „astró-eró­tískan ekta­skaps­kontór“.

Hann kall­aði sig þá Doktor Ana­kan­anda og leiddi unga menn á miðl­is­fundum til að finna sál­ar­maka til trú­lof­un­ar. Ósagt er hversu margir þáðu þessa hjálp eða hversu vel hún gekk. Hann seldi á ein­hverjum tíma­punkti dropa sem hann kenndi við Sankti Kildu en óvíst er hvað var í þeim elixír og hvaða til­gangi hann átti að þjóna. Hann stund­aði einnig hús­næð­is­miðl­un, bæði í Dan­mörku og í Þýska­landi á stríðs­ár­un­um.

Dunganon er sagður hafa beðið Adolf Hitler persónulega um einkaflugvél til þess að komast aftur heim til eyjanna sinna.Sam­band Dunga­non við nas­istana er hvað mest á huldu. Vitað er að hann fékk stað­fest­ingu sína á her­togatign­inni á þessum tíma en einnig sagð­ist hann hafa per­sónu­lega beðið Adolf Hitler um einka­flug­vél til að kom­ast til eyj­anna. Vitað er að Dunga­non starf­aði fyrir nas­istana í útvarpi, nauð­ugur eða vilj­ug­ur, við það að lesa áróður á fær­eysku. Hann sjálfur sagð­ist þó ein­ungis hafa lesið upp ljóð á Atl­ant­is-­tungu sinni sem eng­inn Fær­ey­ingur ku hafa skilið og því ekki komið neinum áróðri til skila. Ljóð sín kall­aði Dunga­non reyndar galdra og það var það sem hann var þekkt­astur fyrir framan af. Hann gaf út tvær ljóða­bækur á dönsku í Kaup­manna­höfn, Var­tegn (1931) og Enemod (1935), að hans sögn til þess að kenna dönskum skáldum að yrkja. Þessum bókum var vel tekið af gagn­rýnendum en umstangið í kringum útgáf­una og skatt­greiðsl­urnar fóru í skapið á Dunga­non svo hann hætti að gefa út hjá for­lög­um.

Eftir það prent­aði hann sjálfur ljóð undir merkjum Sankti Kilda og gaf vinum sín­um. Í krafti aðals­tign­ar­innar sló hann einnig marga þeirra til ridd­ara og veitti þeim skreytt og stimpluð bréf því til stað­fest­ing­ar. Einn af vinum hans var Hall­dór Lax­ness sem hann kynnt­ist í Kaup­manna­höfn. Lax­ness hreifst af visku, sér­visku og kænsku Dunga­non og gerði hann að fyr­ir­mynd sögu­per­són­unnar Karls Ein­fer í smá­sög­unni Völu­spá á hebr­esku (1942). Líkt og Ein­fer í sög­unni sagð­ist Dunga­non geta útvegað Hall­dóri nóbels­verð­launin en þó gegn gjaldi. Hall­dór neit­aði þjón­ust­unni en fékk verð­launin þó eins og allir vita árið 1955, án hjálpar Dunga­nons.

Myndir af Sankti Kildu

Tveimur árum eftir seinni heims­styrj­öld flutti Dunga­non til Kaup­manna­hafnar þar sem hann festi loks ræt­ur, fimm­tugur að aldri. Þá hóf hann fyrst þá iðju sem hann átti eftir að verða lang­þekkt­astur fyr­ir, þ.e. lista­verka­mál­un. Myndir hans eru flestar gerðar með olíu­krít í naí­vískum og draum­kenndum stíl. Sjálfur kall­aði hann myndir sínar „draum­ver­aldar dimen­sjón“ og eru þær að miklu leyti byggðar á hug­mynd hans sjálfs um hina sokknu borg Atl­antis og Sankti Kildu sem var alla tíð mið­stöð drauma­heims hans.

Málverk eftir Dunganon.Mynd­irnar eru af ýmsum toga t.d. af fólki og lands­lagi en þekktastar eru myndir hans af dýr­um. Dunga­non bjó rétt hjá dýra­garð­inum í Kaup­manna­höfn og dvaldi þar löngum stundum við að skoða dýr­in. Dýrin sem hann mál­aði voru nokk­urs konar fantasíu-út­færslur af þeim og ver­öldin í kring einnig. Þekkt­ustu verk hans eru mynda­röð sem hann nefndi Véfréttir og er einnig kölluð Véfréttir frá Sankti Kildu. En þó að Dunga­non hafi fundið sér nýja útrás fyrir sköp­un­ar­gáf­unni þá hætti hann ekki að yrkja. Þvert á móti þá tvinn­aði hann saman mynd­list og ljóð­list, þ.e. hann mál­aði margar af sínum myndum eftir ljóð­um.

Dunga­non orti á ótal tungu­mál­um, s.s. fær­eysku, dönsku, frönsku, forn-frönsku, hebr­esku, hindústani, maórí og auð­vitað Atl­ants­hafstung­unni. Erfitt reynd­ist hins vegar að nálg­ast ljóð hans, ef frá eru talin nokkur ljóð sem birt­ust í dönskum sjérrí og vindla­aug­lýs­ing­um. Á þessu var gerð brag­ar­bót árið 1961 þegar Ásbjörn Ólafs­son stór­kaup­maður styrkti Dunga­non til Íslands­farar en það var í fyrsta og eina skiptið sem hann heim­sótti Ísland eftir að hann flutti út árið 1900. Með í för voru mál­verk sem voru sýnd í einka­húsi í Bjark­ar­hlíð við Bústaða­veg og þá var einnig haf­ist handa við útgáfu ljóða­safns að und­ir­lagi Ásbjörns. Corda Atl­ant­ica: Poes­ias peregrinas St. Kilda kom út árið 1962 og inni­hélt ljóð á 20 tungu­mál­um, þ.á.m. Atl­ants­hafs-tung­unni. Dunga­non naut ver­unnar hér á landi. Sagt er að hann hafi gengið um stræti eins og vitr­ingur og rætt aust­ræna dul­speki og jóga við þá sem hann hitti.

Erfitt að vera ekk­ert

Síð­ustu 10 ár ævinnar bjó hann í Dan­mörku í sárri en jafn­framt sjálfs­skip­aðri fátækt líkt og fyrr. Hann vildi helst ekki láta mál­verkin frá sér og ekki selja þau í hlut­um. Ein­staka mynd var þó seld eða gefin og eru þau nú til í einka­söfn­um. En bróð­ur­part­inum af verk­un­um, ríf­lega 250 tals­ins, vildi hann halda saman og verð­lagði þau því vilj­andi allt of hátt. Hann stóð lengi vel í stappi við dönsk skatta­yf­ir­völd sem skildu ekki á hverju hann lifði. Fyrstu föstu tekj­urnar sem hann hafði voru elli­líf­eyr­ir­inn. En þessi afstaða hans að standa utan við kerfið var lyk­il­þáttur í að skil­greina per­sónu hans. Hann sagði:

„Ég hef alla ævina leit­azt við að verða að engu og vera ekk­ert, og það er miklu erf­ið­ara heldur en að vera eitt­hvað“.

Hann var mikið upp á aðra kom­inn, t.d. systur sína sem bjó í Sví­þjóð. Hann var mjög félags­lyndur og naut mik­illar kven­hylli en þau mál eru að miklu leyti á huldu. Sjálfur sagð­ist hann hafa kvænst nokkrum sinnum og átti a.m.k. eina dóttur í Dan­mörku.

Hann reykti og drakk fín vín en stundum liðu heilu dag­arnir án þess að hann borð­aði nokk­uð. Um tíma var hann heim­il­is­laus og hélt til í graf­hýsi. En hann stund­aði mikið jóga og hélt lík­am­legri og and­legri heilsu að mestu leyti út líf­ið. Dunga­non lést 24. febr­úar árið 1972 í Kaup­manna­höfn, 74 ára að aldri. Hann arf­leiddi Lista­safn Íslands að mál­verk­unum 250 og Þjóð­skjala­safnið að öllum papp­írum og skjölum sem hann átti.

Hann leit fyrst og fremst á sig sem Íslend­ing og var enn íslenskur rík­is­borg­ari þó að hann hafi dvalið nán­ast alla sína ævi erlend­is. Verk hans hafa verið sýnd nokkrum sinnum hér á landi og einnig í Dan­mörku. Árið 1992 var sett upp leik­rit um lista­mann­inn í Borg­ar­leik­hús­inu sem bar heitið Dunga­non. Leik­ritið skrif­aði vinur hans Björn Th. Björns­son og ger­ist það í Berlín á árunum 1942-1947. Nafn hans heyr­ist enn í dag því að elektróníska rokk­hljóm­sveitin Dunga­non nefnd eftir lista­mann­in­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar