Íslenski hertoginn Dunganon sem lifði utan við kerfið

Flökkukindin Karl Einarsson. Hver var það? Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér merkilega sögu hans.

Kristinn Haukur Guðnason
einar
Auglýsing

Karl Ein­ars­son eða Dunga­non var skáld og mynd­lista­mað­ur, tón­list­ar­maður og heim­spek­ing­ur, dul­spek­ingur og lífskúnstner. Hann var flökku­kind sem lítið til spurð­ist hér á landi en fékkst við ólík­leg­ustu hluti víðs vegar um Evr­ópu. Hann titl­aði sig sjálfan her­toga af Sankti Kildu þó að fæstir við­ur­kenndu þá tign eða kærðu sig um að vita hvar sá staður er á landa­kort­inu. En í kringum þann stað bjó hann til drauma­heim sem öll hans list byggð­ist á.

Seyð­is­fjörð­ur, Fær­eyjar og heim­ur­inn

Karl Kjer­úlf Ein­ars­son fædd­ist þann 6. maí árið 1897 í þorp­inu Vests­dals­eyri við Seyð­is­fjörð sem síðar lagð­ist í eyði. For­eldrar hans voru Magnús Ein­ars­son úrsmiður og Krist­jana Guð­munds­dóttir sem ráku verslun á staðn­um. Um alda­mótin þegar Karl var aðeins þriggja ára gam­all fluttu þau til Kaup­manna­hafnar um skamma stund og síðan til Þórs­hafnar í Fær­eyjum þar sem þau ráku mat­vöru­verslun í 20 ár.

Á æsku­árum sínum hreifst Karl af listum og umgekkst unga menn sem voru eins þenkj­andi og hann. Hann fór að yrkja og tók upp lista­manna­nafnið Dunga­non eftir hús­inu sem fjöl­skylda hans bjó í, Dunga. Honum fannst nafnið svo­lítið gei­l­ískt og því nokkuð sér­stakt en einnig þannig að allir gætu borið það fram.

Auglýsing

Eftir ver­una í Fær­eyjum ákvað fjöl­skyldan að flytja aftur til Kaup­manna­hafnar og Karl skyldi sendur í versl­un­ar­nám. En hann strauk úr því námi og hélt til Spánar þar sem flökku­líf hans hófst. Á næstu 30 árum bjó hann m.a. í Frakk­landi, Ítal­íu, Þýska­landi, Belg­íu, Pól­landi og á Norð­ur­löndum og sjald­ast lengi á hverjum stað. Hann ferð­að­ist um með járn­braut­ar­lestum og skipum sem laumu­far­þegi því honum var meinilla við að borga fyrir sam­göng­urn­ar. Hefð­bundin vinna var eitt­hvað sem hann hafði megna óbeit á en hann vildi heldur ekki lifa á kerf­inu. Dunga­non þurfti því að beita óvenju­legum aðferðum til að hafa í sig og á.

Her­togi sjó­fugl­anna

Dunga­non var ekki eina við­ur­nefnið sem Karl Ein­ars­son gekk und­ir. Hann kall­aði sig stundum Lord of Hecla, Pró­fessor Emar­son eða Carolus Africanus ganda­kall­ur. Á fjórða ára­tugnum fór hann að kalla sig Cor­mor­ant XII Imper­ator av Atl­ant­is, her­toga af Sankti Kildu. Sankti Kilda er klasi sjö eyja vestur af Suð­ur­eyjum í Skotlandi sem þá höfðu nýlega verið rýmdar af öllu fólki. Íbú­arnir voru þá ein­ungis 36 tals­ins en höfðu mest verið um 200 í um 2000 ára byggð­ar­sögu eyj­anna. Enn þá standa þar hús eyja­skeggja og sum nokkuð heil­leg en eng­inn dvelur þar nú allt árið um kring og erfitt er að kom­ast þang­að.

Karl Einarsson Dunganon.Dunga­non dáð­ist að harð­gerðum íbúum eyj­anna sem höfðu lifað í mik­illi ein­angr­un, utan við skatta og skyld­ur, og dregið fram lífið með því að borða lunda og fýl. Þegar þeir fóru upp á land sló hann eign sinni á eyj­arnar og titl­aði sig sem aðals­mann. En fólkið var farið frá eynni og með því sauð­féð og öll önnur hús­dýr, meira að segja mýsnar dóu út. Einu þegnar her­tog­ans voru því sjáv­ar­fugl­arnir og aldrei gerð­ist hann svo frægur að ferð­ast til eyj­anna og hitta þá.

En það hindr­aði hann ekki í því að skapa umgjörð um ríki­dæmi sitt og koma því til vegs og virð­ing­ar. Hann teikn­aði upp skjald­ar­merki eyj­anna að fyr­ir­mynd merkja Odda­verja á Rang­ár­völl­um. Sjálfur sagð­ist hann vera beinn afkom­andi Jóns Lofts­son­ar, höfð­ingja þeirra á 12. öld, sem er senni­lega rétt (eins og allir aðrir Íslend­ing­ar). Dunga­non kunni einnig sitt fyrir sér í tón­smíð og samdi því þjóð­söng eyj­anna sem hann söng sjálfur inn á band. Text­inn var á tungu­máli Atl­ant­is, A-Má­hla Máhnu, sem hann bjó sjálfur til og er merki­leg­asta fram­lag her­tog­ans til eyj­anna.

Dunga­non orti mikið á þeirri tungu en hún var þó ekki við­ur­kennd nema af mjög þröngum hópi fólks og sjálf­sagt hefur eng­inn skilið hana nema Dunga­non sjálf­ur. En her­toga­dæmið var ekki aðeins til í höfð­inu á honum sjálfum því í nokkur skipti fékk hann við­ur­kenn­ingu frá opin­berum stofn­unum og aðil­um. Dunga­non gekk um með vega­bréf frá Sankti Kildu sem hann fékk nokkrum sinnum stimplað af landamæra­vörð­um. Hann teikn­aði frí­merki með skjald­ar­merk­inu og gat sent bréf milli staða. Hann fékk meira að segja við­ur­kenn­ingu sína á her­toga­dæm­inu stað­festa af yfir­völdum þegar hann bjó í Berlín á fimmta ára­tugn­um. Það er þó ekki hægt að úti­loka að slæm landa­fræði­kunn­átta sumra opin­berra starfs­manna hafi valdið því að hann komst upp með þetta.

Adolf Hitler og Hall­dór Lax­ness

Saga Dunga­non er full af goð­sögnum og hálf­kveðnum vísum og því ekki alltaf gott að segja hvað sé satt og hvað log­ið, eða a.m.k. ýkt. Þegar hann bjó í Brus­sel átti hann að hafa rekið hóru­hús. En þar lét hann sér ekki ver­ald­lega heim­inn duga því að hann rak einnig and­lega hjú­skap­ar­miðl­un, eða eins og hann kall­aði það „astró-eró­tískan ekta­skaps­kontór“.

Hann kall­aði sig þá Doktor Ana­kan­anda og leiddi unga menn á miðl­is­fundum til að finna sál­ar­maka til trú­lof­un­ar. Ósagt er hversu margir þáðu þessa hjálp eða hversu vel hún gekk. Hann seldi á ein­hverjum tíma­punkti dropa sem hann kenndi við Sankti Kildu en óvíst er hvað var í þeim elixír og hvaða til­gangi hann átti að þjóna. Hann stund­aði einnig hús­næð­is­miðl­un, bæði í Dan­mörku og í Þýska­landi á stríðs­ár­un­um.

Dunganon er sagður hafa beðið Adolf Hitler persónulega um einkaflugvél til þess að komast aftur heim til eyjanna sinna.Sam­band Dunga­non við nas­istana er hvað mest á huldu. Vitað er að hann fékk stað­fest­ingu sína á her­togatign­inni á þessum tíma en einnig sagð­ist hann hafa per­sónu­lega beðið Adolf Hitler um einka­flug­vél til að kom­ast til eyj­anna. Vitað er að Dunga­non starf­aði fyrir nas­istana í útvarpi, nauð­ugur eða vilj­ug­ur, við það að lesa áróður á fær­eysku. Hann sjálfur sagð­ist þó ein­ungis hafa lesið upp ljóð á Atl­ant­is-­tungu sinni sem eng­inn Fær­ey­ingur ku hafa skilið og því ekki komið neinum áróðri til skila. Ljóð sín kall­aði Dunga­non reyndar galdra og það var það sem hann var þekkt­astur fyrir framan af. Hann gaf út tvær ljóða­bækur á dönsku í Kaup­manna­höfn, Var­tegn (1931) og Enemod (1935), að hans sögn til þess að kenna dönskum skáldum að yrkja. Þessum bókum var vel tekið af gagn­rýnendum en umstangið í kringum útgáf­una og skatt­greiðsl­urnar fóru í skapið á Dunga­non svo hann hætti að gefa út hjá for­lög­um.

Eftir það prent­aði hann sjálfur ljóð undir merkjum Sankti Kilda og gaf vinum sín­um. Í krafti aðals­tign­ar­innar sló hann einnig marga þeirra til ridd­ara og veitti þeim skreytt og stimpluð bréf því til stað­fest­ing­ar. Einn af vinum hans var Hall­dór Lax­ness sem hann kynnt­ist í Kaup­manna­höfn. Lax­ness hreifst af visku, sér­visku og kænsku Dunga­non og gerði hann að fyr­ir­mynd sögu­per­són­unnar Karls Ein­fer í smá­sög­unni Völu­spá á hebr­esku (1942). Líkt og Ein­fer í sög­unni sagð­ist Dunga­non geta útvegað Hall­dóri nóbels­verð­launin en þó gegn gjaldi. Hall­dór neit­aði þjón­ust­unni en fékk verð­launin þó eins og allir vita árið 1955, án hjálpar Dunga­nons.

Myndir af Sankti Kildu

Tveimur árum eftir seinni heims­styrj­öld flutti Dunga­non til Kaup­manna­hafnar þar sem hann festi loks ræt­ur, fimm­tugur að aldri. Þá hóf hann fyrst þá iðju sem hann átti eftir að verða lang­þekkt­astur fyr­ir, þ.e. lista­verka­mál­un. Myndir hans eru flestar gerðar með olíu­krít í naí­vískum og draum­kenndum stíl. Sjálfur kall­aði hann myndir sínar „draum­ver­aldar dimen­sjón“ og eru þær að miklu leyti byggðar á hug­mynd hans sjálfs um hina sokknu borg Atl­antis og Sankti Kildu sem var alla tíð mið­stöð drauma­heims hans.

Málverk eftir Dunganon.Mynd­irnar eru af ýmsum toga t.d. af fólki og lands­lagi en þekktastar eru myndir hans af dýr­um. Dunga­non bjó rétt hjá dýra­garð­inum í Kaup­manna­höfn og dvaldi þar löngum stundum við að skoða dýr­in. Dýrin sem hann mál­aði voru nokk­urs konar fantasíu-út­færslur af þeim og ver­öldin í kring einnig. Þekkt­ustu verk hans eru mynda­röð sem hann nefndi Véfréttir og er einnig kölluð Véfréttir frá Sankti Kildu. En þó að Dunga­non hafi fundið sér nýja útrás fyrir sköp­un­ar­gáf­unni þá hætti hann ekki að yrkja. Þvert á móti þá tvinn­aði hann saman mynd­list og ljóð­list, þ.e. hann mál­aði margar af sínum myndum eftir ljóð­um.

Dunga­non orti á ótal tungu­mál­um, s.s. fær­eysku, dönsku, frönsku, forn-frönsku, hebr­esku, hindústani, maórí og auð­vitað Atl­ants­hafstung­unni. Erfitt reynd­ist hins vegar að nálg­ast ljóð hans, ef frá eru talin nokkur ljóð sem birt­ust í dönskum sjérrí og vindla­aug­lýs­ing­um. Á þessu var gerð brag­ar­bót árið 1961 þegar Ásbjörn Ólafs­son stór­kaup­maður styrkti Dunga­non til Íslands­farar en það var í fyrsta og eina skiptið sem hann heim­sótti Ísland eftir að hann flutti út árið 1900. Með í för voru mál­verk sem voru sýnd í einka­húsi í Bjark­ar­hlíð við Bústaða­veg og þá var einnig haf­ist handa við útgáfu ljóða­safns að und­ir­lagi Ásbjörns. Corda Atl­ant­ica: Poes­ias peregrinas St. Kilda kom út árið 1962 og inni­hélt ljóð á 20 tungu­mál­um, þ.á.m. Atl­ants­hafs-tung­unni. Dunga­non naut ver­unnar hér á landi. Sagt er að hann hafi gengið um stræti eins og vitr­ingur og rætt aust­ræna dul­speki og jóga við þá sem hann hitti.

Erfitt að vera ekk­ert

Síð­ustu 10 ár ævinnar bjó hann í Dan­mörku í sárri en jafn­framt sjálfs­skip­aðri fátækt líkt og fyrr. Hann vildi helst ekki láta mál­verkin frá sér og ekki selja þau í hlut­um. Ein­staka mynd var þó seld eða gefin og eru þau nú til í einka­söfn­um. En bróð­ur­part­inum af verk­un­um, ríf­lega 250 tals­ins, vildi hann halda saman og verð­lagði þau því vilj­andi allt of hátt. Hann stóð lengi vel í stappi við dönsk skatta­yf­ir­völd sem skildu ekki á hverju hann lifði. Fyrstu föstu tekj­urnar sem hann hafði voru elli­líf­eyr­ir­inn. En þessi afstaða hans að standa utan við kerfið var lyk­il­þáttur í að skil­greina per­sónu hans. Hann sagði:

„Ég hef alla ævina leit­azt við að verða að engu og vera ekk­ert, og það er miklu erf­ið­ara heldur en að vera eitt­hvað“.

Hann var mikið upp á aðra kom­inn, t.d. systur sína sem bjó í Sví­þjóð. Hann var mjög félags­lyndur og naut mik­illar kven­hylli en þau mál eru að miklu leyti á huldu. Sjálfur sagð­ist hann hafa kvænst nokkrum sinnum og átti a.m.k. eina dóttur í Dan­mörku.

Hann reykti og drakk fín vín en stundum liðu heilu dag­arnir án þess að hann borð­aði nokk­uð. Um tíma var hann heim­il­is­laus og hélt til í graf­hýsi. En hann stund­aði mikið jóga og hélt lík­am­legri og and­legri heilsu að mestu leyti út líf­ið. Dunga­non lést 24. febr­úar árið 1972 í Kaup­manna­höfn, 74 ára að aldri. Hann arf­leiddi Lista­safn Íslands að mál­verk­unum 250 og Þjóð­skjala­safnið að öllum papp­írum og skjölum sem hann átti.

Hann leit fyrst og fremst á sig sem Íslend­ing og var enn íslenskur rík­is­borg­ari þó að hann hafi dvalið nán­ast alla sína ævi erlend­is. Verk hans hafa verið sýnd nokkrum sinnum hér á landi og einnig í Dan­mörku. Árið 1992 var sett upp leik­rit um lista­mann­inn í Borg­ar­leik­hús­inu sem bar heitið Dunga­non. Leik­ritið skrif­aði vinur hans Björn Th. Björns­son og ger­ist það í Berlín á árunum 1942-1947. Nafn hans heyr­ist enn í dag því að elektróníska rokk­hljóm­sveitin Dunga­non nefnd eftir lista­mann­in­um.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar