Leitin að partíbát Kaligúla

Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur rýndi í dularfulla leit að báti Kaligúla.

Kristinn Haukur Guðnason
kaligúla partíbátur
Auglýsing

Flestir tengja nafnið Kalígúla við þá úrkynjun Róm­ar­veldis sem seinna leiddi til falls þess. Orð­spor keis­ar­ans batn­aði ekki þegar kvik­mynd um valda­tíð hans var frum­sýnd árið 1979. Sú mynd var klám­feng­inn í meira lagi og sýndi alla þá mann­legu galla sem hann hefur verið vændur um. Nú stendur yfir leit í litlu stöðu­vatni nálægt Róm að skipi sem Kalígúla á að hafa látið smíða. Skip sem gæti hafa verið sögu­svið nautna­fýsnar keis­ar­ans alræmda.

Óvænt tæki­færi

Þann 3. apríl hófu vís­inda­menn að rann­saka hið fræga Nemi vatn til að reyna að finna hið umtala þriðja skip keis­ar­ans Kalígúla. Nemi vatn, sem er aðeins um 1,5 fer­kíló­metri að flat­ar­máli og 33 metra djúpt, liggur í eld­fjalla­gíg um 30 km suð-austan af Róm­ar­borg, nálægt Albano vatni sem er þó tölu­vert stærra. Austan við vatnið situr bær­inn Nemi þar sem búa um 2000 manns sem byggja lífs­af­komu sína aðal­lega á jarð­ar­berja­rækt. Sá bær var þó ekki til fyrir tæpum tveim árþús­undum þegar Nemi vatn var helsti sum­arán­ing­ar­staður keis­ar­ans. 

Rann­sóknin er sam­vinnu­verk­efni margra aðila á svæð­inu, t.d. umhverf­is­stofn­ana, hafn­ar­stjóra Róm­ar­borgar og sam­taka kaf­ara. Jarð­fræð­ing­ur­inn Luigi Datt­ola hjá nátt­úru­vernd­ar­sam­tökum Cali­bríu-hér­aðs er einn af þeim sem leiðir rann­sókn­ina en hann segir að vís­indi hafi ekki verið kveikjan að henni.

„Rann­sóknin byrj­aði sem leit að ólög­legri losun sorps og skað­legra efna í vatn­inu. En svo var ákveðið að kafa dýpra og leita að þessu dul­ar­fulla skipi.“

Maf­ían stýrir sorp­hirðu á mörgum stöðum í Ítalíu og það hefur valdið gríð­ar­legum vanda­mál­um. Asbestos og önnur stór­hættu­leg eit­ur­efni hafa verið losuð á við­kvæmum stöðum og valdið bæði fólki og dýrum heilsutjóni. Mikið púður hefur verið sett í rann­sókn­ina sem hefur þó reynst tölu­vert erf­ið. Vatns­botn­inn er mjög laus í sér og því mikið af ögnum í vatn­inu sem gerir köf­urum erfitt fyr­ir. Oft sjá þeir ekki nema um 3 metra frá sér.. Datt­ola og félagar hafa því gripið til þess að nota sér­stök ómskoð­un­ar­tæki sem kort­leggja vatns­botn­inn. Slík tæki eru einnig notuð til að leita að eit­ur­efna­úr­gangi.Sad­isti, per­vert og spreð­ari

Fáar per­sónur úr mann­kyns­sög­unni hafa fengið jafn slæm eft­ir­mæli og Gaius Julius Caesar Augustus German­icus, betur þekktur sem  Ka­lígúla (litla stíg­vél). Hann var fæddur árið 12 e.Kr og 24 ára gam­all varð hann þriðji keis­ari Róm­ar­veld­is. Hann var myrtur af líf­vörðum sínum tæpum 4 árum seinna í mis­heppn­uðu sam­særi nokk­urra stjórn­mála­manna og hirð­manna um að koma aftur á lýð­veldi. En þó að valda­tíð hans hafi verið stutt var hún ákaf­lega við­burð­ar­rík, ekki síst vegna hans eigin per­són­u. 

Kaligúla var grimmur stjórnandi. Ka­lígúla var sagður vera sad­isti, grimmur og óút­reikn­an­leg­ur, veru­leikafirrt­ur, kyn­ferð­is­legur per­vert og óheflaður eyðslu­segg­ur. Sagt var að hann hafi látið taka fólk af lífi án umhugs­un­ar, að hann hafi sængað hjá þremur systrum sín­um, að hann hafi talað við karl­inn í tungl­inu og að hann hafi gert upp­á­halds hest sinn að ræð­is­manni. Mest er haft eftir seinni tíma sagna­rit­urum eins og Svetón­í­usi sem skrif­aði um 80 árum eftir dauða Kalígúla

Margir þeirra höfðu horn í síðu Kalígúla vegna ein­ræð­istil­burða hans og því verður að taka öllum frá­sögnum um hann með vissum fyr­ir­vara. Mikið af því er aug­ljós­lega hrein og klár lygi. Það sem er hins vegar óum­deilt er eyðslu­semi hans. Kalígúla tæmdi fjár­hirslur rík­is­ins til að fram­kvæma metn­að­ar­fullar bygg­ingar og smíðar af ýmsum toga. Þær voru þó ekki allar gerðar af ein­tómum hégóma. Hann lét reisa stórar vatns­veit­ur, vegi, hafn­ir, leik­hús og must­eri handa almenn­ingi og hélt þeim vel við. En hann byggði einnig fyrir sjálfan sig og þá var hvergi til spar­að. Þekkt­ustu smíð­arnar sem hann lét gera voru skipin í Nemi vatni.

Við norð­ur­bakka Nemi vatns stóð must­eri gyðj­unnar Díönu (rúst­irnar standa enn) og þar var mið­stöð veg­sömun henn­ar. Nemi vatn hefur því oft verið kallað speg­ill Díönu og hátíðir henni til heið­urs voru haldnar um árhund­ruða skeið. Þessar hátíðir voru óvenju­legar innan Róm­ar­veldis þar sem mann­fórnir voru stund­aðar þar. Kalígúla var hrif­inn af þessum söfn­uði og gerði stað­inn að dval­ar­stað sínum yfir sum­ar­mán­uð­ina þegar hit­inn í Róm­ar­borg var yfir­gengi­leg­ur. Fyr­ir­myndin að skip­unum sem hann lét smíða voru unaðspramm­arnir sem kon­ungar Egypta­lands áttu. Skipin hans voru þó langt um stærri og íburð­ar­meiri en hin egyp­sku. Hann fékk fær­ustu verk­fræð­inga og skipa­smiði Róm­ar­veldis til að hanna skipin sem hýstu bæði must­eri og litlar hall­ir, allt strjáð gim­stein­um, gulli, marm­ara og list­mun­um. Á skip­unum dvaldi hann ásamt hirð sinni og sagt er að þar hafi verið stund­aður geig­væn­legur ólifn­aður og kyns­vall.

Auglýsing

Flökin í vatn­inu

Þegar Kalígúla var myrtur árið 41 e.Kr hurfu skip­in. Að öllum lík­indum var þeim sökkt í vatnið í til­raun til þess að eyða arf­leið hans úr sög­unni. En vit­neskjan um þau hvarf þó aldrei. Fisk­veiði­menn á svæð­inu vissu af þeim og þeir sem gátu kafað hvað dýpst gátu séð flök­in. Engar alvar­legar til­raunir til að rann­saka flökin voru gerðar fyrr en um miðja 15. öld. Arkítekt­inn Leon Battista Alberti nýtti sér þekk­ingu kaf­ar­anna og komst að því að tvö skip lægju á um 20 metra dýpi í aust­an­verðu vatn­inu. Kaf­ar­arnir höfðu stundum notað króka til að ná bútum af flök­unum og Alberti not­aði þessa aðferð við rann­sókn sína. Frek­ari rann­sóknir voru þó ómögu­legar vegna dýp­is­ins og stærðar skip­anna. 

Á næstu öldum voru margar frek­ari til­raunir gerðar til að ná flak­inu eða hlutum af því á land, t.d. með sér­stökum köf­un­ar­klefa sem var í lag­inu eins og kirkju­klukka. Mikið af verð­mætum málm­hlut­um, list­munum og timbri náð­ist á land og var síðan selt. Á þessum tíma var áhug­inn á flök­unum fyrst og fremst fjár­hags­leg­ur. En um alda­mótin 1900 fór ítalska ríkið að sína flök­unum áhuga og forn­muna­fræð­ing­ur­inn Eliseo Borghi var sendur til að rann­saka þau. Hann sá að annað skipið inni­hélt umtals­vert magn af trú­ar­legum munum og hlaut að hafa þjónað öðrum til­gangi en hitt. Ekki reynd­ist þó mögu­legt að ná skip­unum á þurrt land til frek­ari rann­sókna. 

Það var ein­ræð­is­herr­ann Benito Mus­sol­ini sem tók málið föstum tökum í lok þriðja ára­tug­ar­ins. Ómögu­legt var að hífa svo stór flök upp í heilu lagi og gam­all við­ur­inn myndi senni­lega molna við slíka til­raun. Því ákvað hann að ræsa fram vatnið til að lækka yfir­borð þess. Aðgerðin var risa­vaxin en haustið 1928 byrj­aði vatnið að grynnka. Hálfu ári síðar kom annað flakið í ljós og eftir fjögur ár hafði yfir­borð vatns­ins lækkað um 20 metra og bæði flökin á föstu land­i.[htt­p://hi­storybecau­seits­her­e.weebly.com/rom­an-emper­or-caligu­la-and-his-­legend­ar­y-la­ke-­nem­i-s­hips.html] Þá kom einnig í ljós lít­ill fylgi­bátur sem hafði verið fylltur stein­um. Rétt­mæti þess­arar aðgerðar er umdeil­an­legt í ljósi umhverf­is­á­hrif­anna. Líf­ríki vatns­ins hefur enn ekki náð sér fylli­lega á strik eftir aðgerð­ina og tölu­vert jarð­rask átti sér einnig stað.Skemmti­ferða­skip forn­aldar

Skipin voru ótrú­legur fundur og hval­reki fyrir vís­inda­menn. Þau litu í raun frekar út eins og risa­stórir flekar eða prammar heldur en venju­leg skip. Annað var 67 metrar á lengd og 19 breidd og hit 71 metri á lengd og 24 á breidd. Þil­förin voru klædd glæsi­legum marm­ara og mósaík mynd­um. Ýmsar styttur og  munir úr bronsi fund­ust víðs veg­ar, t.d. úlfs­höfuð við hvert ræð­ar­a­op. Vís­inda­menn áætla að annað skipið hafi verið must­er­is­skip, senni­lega til að veg­sama gyðj­una Díönu, og það hefur verið knúið áfram með afli 100 ræð­ar­a. 

Á hinu hefur staðið lítil höll og verið svo þungt að það hafi ekki haft neina burði til að knúa sig áfram heldur verið dreg­ið. Í ljósi þess hversu smátt Nemi vatnið er hefur verið lítil ástæða fyrir mikla sigl­inga­getu skip­anna og þau hafa senni­lega verið kyrr mest allan tím­ann sem þau voru í notk­un. Akk­eri skip­anna fund­ust en lík­legt er að skipin hafi einnig verið fest við bakk­ann með keðjum og að hægt hafi verið að kom­ast um borð eftir langri brú. Í hall­ar­skip­inu hafa Kalígúla og hirð hans senni­lega varið mestum tíma (ef sagan er sönn) við veislu­hald, söngva, kapp­leiki og kyns­vall. Sagan segir einnig að þar hafi Kalígúla látið taka fólk af lífi. En það kom margt fleira í ljós sem sem gerði vís­inda­menn kjaft­stopp. Ýmis konar pumpur og dælur sem héldu hita í gólfum og veittu far­þegum bæði heitu bað­vatni og köldu drykkj­ar­vatni. Tækni sem glat­að­ist og upp­götv­að­ist ekki aftur fyrr en á mið­öld­um. Skipin minntu í raun á lúxus skemmti­ferða­skip nútím­ans. Svetón­íus segir:

„Hann byggði einnig líbúrískar [svæði við Adría­haf] galeiður með tugi ræð­ara, með skut fylltan gim­stein­um, marg­litum segl­um, stórum og rúm­góðum böð­um, súlna­röðum og veislu­söl­um, og meira að segja úrvali af vín­jurtum og ávaxta­trjám.“

Mus­sol­ini lét reisa hús yfir flökin og árið 1936 var opnað safn á staðn­um. En safnið stóð ekki lengi því aðeins þremur árum síðar hófst seinni heims­styrj­öldin og sum­arið 1943 hófust miklir bar­dagar á Ítal­íu­skaga milli Þjóð­verja ann­ars vegar og Breta og Banda­ríkja­manna hins veg­ar. Ári seinna brann safnið í Nemi til kaldra kola og með því unaðsprammar Kalígúla. Óvíst er hver bar ábyrgð á brun­an­um. Þjóð­verjar kenndu banda­ríska stór­skota­lið­inu um en Banda­ríkja­menn töldu að Þjóð­verjar hefðu vilj­andi kveikt í safn­inu þegar þeir flúðu af svæð­inu. Það litla sem bjarg­að­ist úr bruna­rúst­unum var flutt til Napolí borgar til varð­veislu. 

Um ára­tuga skeið gerð­ist ekk­ert í mál­efnum skip­anna en um miðjan tíunda ára­tug­inn stefndu bæj­ar­yf­ir­völd í Nemi á að end­ur­gera annað skipið í fullri stærð, þ.e. utan hall­ar­innar sjálfrar sem eng­inn vissi nákvæm­lega hvernig leit út. Félag var sett á lagg­irnar til að halda utan um verk­efnið en það hefur síðan fjarað út og ekk­ert varð af end­ur­gerð­inni.Þriðja skipið

Örlög skip­anna tveggja eru vel þekkt en hvaðan kemur sagan um þriðja skip­ið? Hvorki Svetón­íus né aðrir sagna­rit­arar segja hversu mörg skipin á Nemi vatni voru. Hingað til hefur kast­ljósið ein­ungis verið á þeim tveim skipum sem fund­ust við aust­ur­bakk­ann. En í gegnum ald­irnar hafa fisk­veiði­menn haldið þeim orðrómi á lofti að þriðja skipið liggi við vest­ur­bakk­ann og forn­munir hafa fund­ist þeim meg­in. Sagt er að það skip sé umtals­vert stærra en hin tvö, eða rúm­lega 120 metrar á lengd. Vitað er þó að tölu­vert jarð­rask og aur­skriður hafa átt sér stað þeim megin í vatn­inu og ef skipið er til, verður erfitt að finna það. Luigi Datt­ola er þó nokkuð bjart­sýnn hvað það varð­ar.

„Þó að það virð­ist und­ar­legt að þrjú risa­stór skip hafi flotið á svona litlu vatni, þá verður það þó að telj­ast lík­legt í ljósi þess að Kalígúla átti þau. Ef skipið er þarna ættum við að geta séð það.

Teymi hans rann­sak­aði vatns­botn­inn sam­fleytt í tvær vikur og fundu ýmis­legt sem vakti grun­semdir þeirra. Kaf­arar eru til staðar og þeir munu verða að störfum a.m.k. fram í júní­lok. Datt­ola er ekki sann­færður um að þeir finni skipið strax, það gæti verið grafið undir djúpu lagi af jarð­vegi. En það er vel mögu­legt að ýmsar minjar, jafn­vel úr skip­inu geti fund­ist á svæð­inu. Ef þriðja skip Kalígúla finnst í vatn­inu yrði það einn af merki­leg­ustu forn­leifa­fundum sög­unn­ar. Með nútíma verk­tækni yrði auð­veld­ara að koma því upp á yfir­borðið án þess að ræsa fram vatnið aftur með til­heyr­andi umhverf­is­spjöllum og einnig auð­veld­ara að varð­veita skipið sjálft. Það yrði líka góð sára­bót fyrir skipin tvö sem voru eyðilögð 12 árum eftir að þau voru afhjúpuð í fyrsta skipti í 2000 ár.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar