Stærsti skandall síðustu áratuga

Áætlun Dana um breytta innheimtu á sköttum vakti upp efasemdir hjá mörgum þegar í hana var ráðist 2004. Tölvukerfið sem tók við hlutverkinu hefur verið nefnt dýrasti tölvuleikur sögunnar. Og nú á að rannsaka þetta kostnaðarsama klúður.

 Lars Løkke Rasmussen og Anders Fogh Rasmussen voru tveir af þeim fjórum mönnum sem tóku ákvörðun um hið nýja fyrirkomulag á innheimtu skatta.
Lars Løkke Rasmussen og Anders Fogh Rasmussen voru tveir af þeim fjórum mönnum sem tóku ákvörðun um hið nýja fyrirkomulag á innheimtu skatta.
Auglýsing

„Jeg har en plan,“ er ein þekktasta setn­ing í danskri kvik­mynda­sög­u. Egon Olsen, for­sprakki þre­menn­ing­anna í Olsen banden, sem margir þekkja, hafði alltaf „en plan“ sem átti að tryggja þeim félögum áhyggju­laust líf. Þær stór­kost­legu áætl­anir fóru und­an­tekn­inga­laust á sama veg: lög­reglan batt enda á þessa sjálfs­bjarg­ar­við­leitni þre­menn­ing­anna og Egon Olsen, sem ætíð kenndi félögum sínum um að allt fór út um þúf­ur, fékk fría ferð í stein­inn. Þar sem hann upp­hugs­aði nýja áætl­un, nýtt plan. 

Í apríl árið 2004 kynntu fjórir danskir ráð­herrar nýtt og breytt fyr­ir­komu­lag, sem eins og plönin hjá Egon Olsen, átti ekki að geta brugð­ist. Þessir fjórir menn voru And­ers Fogh Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra, Lars Løkke Rasmus­sen inn­an­rík­is- og heil­brigð­is­ráð­herra, Thor Ped­er­sen fjár­mála­ráð­herra og Bendt Bendt­sen efna­hags- og atvinnu­mála­ráð­herra. Þetta nýja fyr­ir­komu­lag sem fjór­menn­ing­arnir kynntu með pomp og prakt var breytt fyr­ir­komu­lag á inn­heimtu skatta og gjalda hins opin­bera, ríkis og sveit­ar­fé­laga. Skatt­tekjur eru ein helsta stoð sam­fé­lags­ins og þess vegna skilj­an­legt að breytt fyr­ir­komu­lag inn­heimt­unnar þætti frétt­næmt. Skattar varða alla borg­ara og miklu skiptir að allt „kerf­ið“ í kringum það sé vandað og full­kom­ið.  

Frá sveit­ar­fé­lögum til rík­is­ins

Auglýsing

Í stuttu máli gekk þetta nýja fyr­ir­komu­lag sem ráð­herr­arnir kynntu í apríl 2004 út á að inn­heimtan yrði færð frá inn­heimtu­mönnum á vegum sveit­ar­fé­lag­anna til stofn­unar á vegum rík­is­ins, SKAT.

Lars Løkke Rasmus­sen, sem hafði stjórnað und­ir­bún­ings­vinn­unni, hafði orð fyrir ráð­herr­un­um. Hann sagði að til­gang­ur­inn væri að ein­falda og sam­ræma inn­heimt­una með nýju tölvu­kerfi. Því full­kom­asta sem völ er á sagði Lars Løkke. Þegar frétta­menn spurðu hvort nýja fyr­ir­komu­lagið hefði auk­inn kostnað í för með sér var því svarað til að þótt til­gang­ur­inn væri ekki sparn­aður yrði hann samt nokk­ur. Færra fólk þyrfti til að vinna verk­in.

Margar efa­semd­aradd­ir 

Þótt ráð­herr­arnir teldu þetta breytta fyr­ir­komu­lag „mikið fram­fara­skref“  eins og þeir margend­urtóku á kynn­ing­ar­fund­inum voru ekki allir á sama máli. Margir úr hópi inn­heimtu­manna, og ýmsir fleiri, höfðu miklar efa­semd­ir, töldu und­ir­bún­ingnum ábóta­vant og margt ófrá­geng­ið. Vel þyrfti að vanda til verka við svona stórt og yfir­grips­mikið verk­efni og hnýta alla lausa enda. Ráð­herrar gáfu lítið fyrir slíkar „úr­töluradd­ir“ eins og þeir komust að orð­i. 

Umdeilt í þing­inu

Í sum­ar­byrjun 2004 var frum­varpið um flutn­ing inn­heimt­unnar komið til þings­ins. Þar urðu miklar deilur um frum­varpið og ekki tókst að ljúka afgreiðslu þess fyrr en í maí árið eft­ir, 2005.  ­Mjótt var á munum í atkvæða­greiðsl­unni, stjórn­ar­flokk­arn­ir Ven­stre og Konservative nutu stuðn­ings Danska Þjóð­ar­flokks­ins. Lögin tóku gildi 1. nóv­em­ber 2005. Krist­ian Jen­sen úr Ven­stre flokkn­um, var í milli­tíð­inni orð­inn skatta­mála­ráð­herra (2004) og gegndi emb­ætt­inu til árs­ins 2010. Þetta var hans fyrsta ráð­herra­emb­ætti en hann hafði verið þing­maður frá 1998, „dugn­að­ar­fork­ur“ sagði And­ers Fogh Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra á frétta­manna­fundi vegna breyt­inga á stjórn­inn­i. 

„Nýja tölvu­kerf­ið“ og tekj­urnar sem tap­ast hafa

Á kynn­ing­ar­fund­inum 2004 lagði Lars Løkke Rasmus­sen for­maður und­ir­bún­ings­nefnd­ar­innar sér­staka áherslu á nýja tölvu­kerfið sem myndi ein­falda inn­heimt­una og gera hana bæði mark­viss­ari og örugg­ari. Kerfið væri í mót­un, sagði Lars Løkke, og yrði tekið í notkun árið 2007. Danskir fjöl­miðlar sögðu að bjart­sýni væri vissu­lega góður eig­in­leiki en fyrir stjórn­mála­menn væri raun­sæi ekki síður mik­il­vægt, fáir tryðu því að tölvu­kerfið yrði til­búið árið 2007. 

Fljót­lega kom í ljós að tölvu­kerfið kæm­ist ekki í notkun árið 2007, um mitt ár var greint frá því að það yrði til­búið árið 2009. Það kom á dag­inn að það ártal myndi ekki stand­ast og reyndar var það ekki fyrr en árið 2013 að kerfið var loks til­bú­ið. Form­lega heitir þetta tölvu­kerfi EFI en Danir kalla það 7- 9 -13. Það hefur þó ekki dugað að þylja þessar þrjár tölur og banka í tré, kerfið var frá upp­hafi mein­gallað og árið 2016 var ákveðið að loka því. Fjöl­miðl­arnir kalla þetta dýrasta tölvu­leik sög­unn­ar, kostn­að­ur­inn við að útbúa tölvu­kerfið og að loka því kostar að minnsta kosti 1.2 millj­arða (ca. 18 millj­arðar íslenskir). Þótt það sé há upp­hæð eru það smá­munir miðað við hvað tap­ast hefur vegna klúð­urs og mis­taka sem tengj­ast EFI.

Segja má að þetta umdeilda tölvu­kerfi hafi aldrei „snú­ist réttan snún­ing“, allt mögu­legt hefur verið gert til að lappa ­upp á þennan galla­grip en allt hefur komið fyrir ekki. 

100 millj­arðar

Danski skatt­ur­inn og allt klúðrið í kringum hann hefur verið til umfjöll­unar í dönskum fjöl­miðlum nær dag­lega um langt skeið. Almenn­ingur á vart til orð yfir enda­lausum frá­sögnum af töp­uðum skatt­tekj­um, end­ur­greiddum virð­is­auka­skatti (sem aldrei hafði verið borg­að­ur) og mörgu öðru, sem á einn eða annan hátt teng­ist tölvu­kerf­inu umdeilda og vinnu­lag­inu hjá skatt­in­um. Stjórn­mála­menn hafa talað um að skatt­tekjur sem ekki hafa verið inn­heimtar nemi, var­lega áætl­að, að minnsta kosti 100 millj­örðum króna (rúm­lega 1500 millj­arðar íslenskir) og stærstur hluti þess­ara pen­inga fáist aldrei inn­heimt­ur. 

5000 upp­sagnir frá árinu 2005

Nýja tölvu­kerfið átti að vera örugg­ara og ódýr­ara. Myndi leysa manns­hönd­ina af hólmi. Manns­hönd­unum hjá skatt­inum hefur vissu­lega fækkað veru­lega. Sam­tals hefur um 5000 manns verið sagt upp á und­an­förnum árum og starfs­menn eru nú 6100. Nær árlega hefur verið skorið niður þrátt fyrir að starfs­menn, stjórn­mála­menn og margir aðrir hafi marg­sinnis varað við að komið væri í óefni, starf­semi skatts­ins væri í mol­um. Slíkar við­var­anir breyttu engu, einn stjórn­mála­skýr­andi orð­aði það svo að allir skatta­mála­ráð­herrar frá árinu 2004 (sam­tals níu) væru heyrn­ar­lausir á öðru eyra, eyr­anu sem þeir hafi snúið að gagn­rýnend­um. Almenn­ingur hefur sakað þing­menn um aðgerða­leysi, þeir haldi hlífi­skildi hver yfir öðrum og ekki hlustað á gagn­rýn­is­radd­ir. Stjórn­ar­flokk­ur­inn Ven­stre (sem er ekki vinstri flokkur þrátt fyrir nafn­ið) hefur haft tak­mark­aðan áhuga á að rann­saka allt sem miður hefur farið hjá skatt­inum og Karsten Lauritzen skatta­mála­ráð­herra hefur frekar viljað horfa fram á veg­inn en til baka. Starfs­fólki skatts­ins hefur aftur fjölgað þótt það sé enn langtum færra en þegar nið­ur­skurð­ur­inn hófst.

Alls­herjar rann­sókn

Fyrir nokkrum dögum gerð­ist það að Mette Frederik­sen for­maður sós­í­alde­mókrata, Krist­i­an Thulesen Dahl for­maður Danska Þjóð­ar­flokks­ins og Uffe Elbæk for­mað­ur Alt­ernati­vet náðu sam­komu­lagi um að krefj­ast alls­herjar rann­sóknar á skatt­in­um. Þessir þrír flokkar hafa sam­tals 93 þing­menn (af 179) og hafa þvingað stjórn­ina til að setja rann­sókn af stað, hún hefst síðar á þessu ári. Ýmsir hafa velt vöngum yfir því hvers vegna Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn (sem er stuðn­ings­flokkur stjórn­ar­inn­ar) gangi í lið með sós­í­alde­mókrötum í þessu máli. Krist­i­an Thulesen Dahl hefur sagt að rann­sóknin sé nauð­syn­leg en ýmsir stjórn­mála­skýrendur halda því fram að Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn hafi lítið dálæti á Krist­i­an Jen­sen,sem nú er fjár­mála­ráð­herra, og hafi ekk­ert á móti því að láta hann finna til tevatns­ins. Krist­i­an Jen­sen hefur til þessa verið tal­inn lang lík­leg­astur til að taka við for­manns­emb­ætt­inu í Ven­stre þegar Lars Løkke hætt­ir, sem eng­inn veit reyndar hvenær verð­ur.

Krist­i­an Jen­sen var, eins og áður var nefnt skatta­mála­ráð­herra frá árinu 2004 til 2010, í hans tíð hófst vinna við EFI tölvu­kerf­ið. Hann er iðu­lega nefndur sem sá sem beri mesta ábyrgð, af þeirri ein­földu ástæðu að hann er sá sem lengst hefur setið sem skatta­mála­ráð­herra síðan inn­heimtu­kerf­inu var breytt. Sumir hinna átta sem gegnt hafa emb­ætt­inu sátu mjög stutt, Karsten Lauritzen, núver­andi skatta­mála­ráð­herra hefur setið næst lengst, tók við í júní 2015.

Tekst að finna Svarta Pét­ur?

Höf­uð­mark­mið rann­sóknar þings­ins er að leita skýr­inga á orsökum þess að starf­semi skatts­ins er í mol­um. Þeg­ar Mette Frederik­sen og Krist­i­an Thulesen Dahl greindu frá sam­komu­lag­inu um rann­sókn­ina lögðu þau áherslu á mik­il­vægi þess að skatt­ur­inn, og starf­semi hans, sé óum­deildur og að danska þjóðin geti treyst því að þar sé allt gert með réttum hætti. Þau lögðu líka áherslu á að draga fram hver, eða hverj­ir, beri ábyrgð­ina á því  ­sem þau köll­uðu stærsta skandal síð­ustu ára­tuga. Eins og áður sagði bein­ast spjótin fyrst og fremst að Krist­i­an Jen­sen fjár­mála­ráð­herra og vara­for­manni Ven­stre. Hvort hann situr uppi með Svarta Pét­ur, eða apann í fang­in­u, eins og D­anir segja iðu­lega, er úti­lokað að segja til um. Hins veg­ar má nokkurn veg­inn slá því föstu að hver sem nið­ur­staðan verður hefur orð­spor Krist­i­ans Jen­sen beðið skaða og hann er kannski ekki hinn sjálf­gefni erfða­prins Ven­stre flokks­ins.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar