Innrás Costco gott „spark í rassinn“ á íslenskri verslun

Costco mun ekki éta íslenskan verslunarmarkað með húð og hári, en líklegt er að íslensk verslunarfyrirtæki bregðist við innkomu þess með betri þjónustu og meiri fjölbreytni.

CostcoMoncton.jpg
Auglýsing

Inn­koma Costco á markað á Íslandi markar mikil tíma­mót. Ekki ein­ungis vegna þess hversu mik­ill slag­kraftur fylgir slíkum risa, heldur ekki síst vegna þess hvernig við­skipta­módel fyr­ir­tæk­is­ins virk­ar. Það að fyr­ir­tækið sé komið með 41 þús­und áskrift­ir/að­ild­ar­við­skipta­vini er með ólík­ind­um, á jafn litlum mark­aði. Og það á fyrsta deg­i. 

Það verður áhuga­vert að fylgj­ast með því hvernig íslensk versl­un­ar­fyr­ir­tæki munu bregð­ast við þess­ari inn­komu. 

Við fjöl­skyldan erum búsett á Seattle svæð­inu, þar sem hjartað í þróun smá­sölu í heim­inum slær. Hér eru Amazon og Costco bæði með höf­uð­stöðv­ar, stóran hluta hlut­hafa sinna (óvenju stóran stað­bund­inn á svæð­inu) og nýj­ungar sýni­legar hér fyrst. 

Auglýsing

Hér koma nokkrir punktar frá mér um þessa banda­rísku inn­rás á lít­inn ein­angr­aðan smá­sölu­markað sem Ísland er. 

1. Við­brögð stóru versl­ana­keðj­anna á Íslandi sem rekar versl­arnir undir merkjum Krón­unnar (Fest­i), Bón­uss og Hag­kaup (Hag­ar), verða vafa­lítið þau að reyna eftir fremsta megni að bjóða jafn­góð verð og Costco og um leið að halda í sína við­skipta­vini. Þessar versl­anir búa að löngu við­skipta­sam­bandi og góðum stað­setn­ingum á versl­un­um. 

Hér má sjá mynd sem tekin er úr einkaleyfisumsókn Amazon, sem samþykkt var í desember í fyrra. Drónasendingar með vörur eru handan við hornið, á ýmsum borgarsvæðum.Enn betri útfærsla á net­verslun - t.d. með betri yfir­sýn yfir inn­kaupin í hvert skipti sem verslað er, og upp­bygg­ingu vild­ar­kjara­kerfis - er eitt­hvað sem íslensku verslanka­keðj­urnar gætu þurft að útfæra nánar og bet­ur. Þar er hægt að horfa til Amazon Prime (Now) og Amazon Fresh, þar sem not­endur greiða mán­að­ar­gjald sem nemur um 1.500 krónum og fá í stað­inn aðgengi að góðum verð­um, betra vöru­úr­vali og betri þjón­ustu, þar á meðal styttri afhend­ing­ar­tíma á vöru heima að dyr­um.

Þessi áskrift­ar­hugsun í verslun snýst að miklu leyti um það, að styrkja og dýpka við­skipta­sam­bandið milli versl­un­ar­innar og við­skipta­vina, og leyfa þeim að njóta þess þegar fram í sæk­ir. 

Inn­koma Costco gæti ýtt við íslenskum versl­unum hvað þetta varð­ar, og leitt til þess að þær fari að bjóða fjöl­breytt­ari þjón­ustu fyrir sína við­skipta­vini.

2. Heild­versl­anir með ýmsan varn­ing, eins og bíldekk, verk­færi, hús­gögn og ýmis­legt fleira, gætu fundið ræki­lega fyrir inn­komu Costco, og þyrftu þá að reyna að bjóða aðrar vörur en Costco býður upp á. Verð­mun­ur­inn er lík­legur til að verða mik­ill á mörgum vöru­teg­und­um, en ekki öll­um.

Eitt af því sem hefur blómstrað í smá­sölu und­an­farin ár eru sér­hæfðar versl­anir með til­teknar vöru­teg­und­ir, t.d. ein­hverja til­tekna mat­vöru (kjöt, fisk, osta, græn­meti, líf­rænan mat) eða gjafa­vöru. Ekki er ólík­legt að inn­koma Costco geti skerpt enn meira á mögu­leikum sér­hæfðrar versl­un­ar, og þá sér­hæfðra heild­versl­ana. 

3. Til fram­tíðar litið gætu þessi gríð­ar­legu sterku við­brögð við­skipta­vina, með yfir 40 þús­und áskrift­ir, leitt til opn­unar á fleiri versl­unum Costco hér á landi. Bestu versl­anir Costco í Evr­ópu hafa verið að velta allt að 15 millj­örðum króna, og má til sam­an­burðar nefna að heild­ar­velta Haga á síð­asta ári var 80 millj­arð­ar. Þrátt fyrir að inn­koma Costco verði kröftug og eft­ir­tekt­ar­verð, og sé það nú þeg­ar, þá verður hún tak­mörkuð til lengri tíma við þessa eina stað­setn­ingu í Kaup­túni. Hún gæti orðið magninn­kaupa­búð fjöl­skyldna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, til fram­tíð­ar, sé horft til reynsl­unnar á öðrum mörk­uð­um, þar sem sam­keppnin milli versl­ana er dínamísk. Þar hefur sýnt sig að Costco býður ekki endi­lega bestu verð­in, heldur frekar góð til­boð á til­teknum vörum, og lætur við­skipta­vini veru­lega njóta þess að vera að greiða fyrir Costco aðild­ina. 

En Costco mun ekki „éta“ mark­að­inn með húð og hári, því ein stað­setn­ing getur það ekki og veltan verður alltaf tak­mörkuð vegna þessa. Góðar stað­setn­ingar versl­ana eru mikil verð­mæti, enda eru þær grunn­ur­inn að við­skipta­tengsl­un­um.

Mark­aðsvirði félags­ins er 76 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um átt­faldri upp­hæð mark­aðsvirðis allra félaga í kaup­höll Íslands, eða um átta þús­und millj­örðum króna.

Árlegar tekjur fyr­ir­tæk­is­ins námu um 121 millj­arði Banda­ríkja­dala í fyrra, eða sem nemur um 13 þús­und millj­örðum króna. Í skjóli þess­arar miklu stærðar getur fyr­ir­tækið náð fram miklu hag­ræði við inn­kaup og tekið þátt í verð­sam­keppni af mik­illi festu og þol­in­mæði. Allar stærðir í sam­hengi við íslenskan veru­leika eru yfir­þyrm­andi, og mun tím­inn leiða í ljós hvernig fyr­ir­tækið mun haga sinni verð­stýr­ingu þegar fram í sæk­ir.

Á þess­ari stöðu hagn­ast íslenskir neyt­end­ur, sem er mikið gleði­efni, og það sem meira er; þetta er líka hollt spark í rass­inn fyrir íslensk versl­un­ar­fyr­ir­tæki sem þurfa nú að velta við stein­um, styrkja þjón­ustu sína og jafn­vel að stíga enn stærri skref í átta að nútíma­legum versl­un­ar­hátt­um. Til dæmis með dýpri og betri útfærslu á net­við­skipt­u­m. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar