James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, segir að Donald J. Trump, Bandaríkjaforseti, hafa brýnt fyrir sér að hætta rannsókn á þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum, Michael Flynn, og þrýst á um að rannsókn á Rússlandstengingum hans hætt. Flynn hætti sem þjóðaröryggisráðgjafi eftir 20 daga í því starfi, þar sem hann hafði ekki upplýst Trump og Mike Pence, varaforseta, um að hann hefði rætt viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Rússum á fundi hans með Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.
„Ég vona að þú getir séð þér fært að sleppa þessu og látið Flynn vera. Hann er góður náungi,“ segir Comey að Trump hafi sagt, samkvæmt yfirlýsingu sem birt hefur verið, en hún er eins konar skrifleg lýsing á því sem Comey ætlar að koma til skila í opinni yfirheyrslu fyrir njósnanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. „Forsetinn sagði, „Ég þarf hollustu, ég býst við hollustu.“ Ég hreyfði mig ekki og talaði hvorki né breytti andlitssvipnum mínum á nokkurn máta, í þeirri vandræðalegu þögn sem síðan fylgdi,“ segir Comey í yfirlýsingunni.
Hann segist hafa lagt sig fram um það, að hald nákvæmum minnisblöðum um fundi hans, sem hann skrifaði um leið og fundum þeirra tveggja lauk.
Comey segir að Trump sjálfur, hafi þrýst á um að það kæmi fram opinberlega, að hann væri ekki til rannsóknar vegna Rússlandstenginga. Comey segir að þrátt fyrir að hann hafi ekki verið það, á þeim tímapunkti í rannsókninni, þá hafi hann einungis sagt, að hann myndi fyrst og síðast fá heiðarleg svör frá honum við spurningum sem hann gæti svarað.
Trump rak Comey úr starfi, eftir að hafa fengið rökstuðning þess efnis frá Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, en hann er einn þeirra sem einnig er til rannsóknar vegna tenginga við Rússa í aðdraganda kosninga í fyrra.