Fimm varnarsíður vegna hrunmála

Ýmsir athafnamenn sem hafa þurft að takast á við umdeild mál síðastliðinn tæpa áratug hafa valið að setja upp sérstök vefsvæði til að koma málflutningi sínum á framfæri. Hér eru þau helstu.

Ólafur Ólafsson
Auglýsing

1.www.bt­b.is

Frum­kvöð­ull í því að setja upp umfangs­mikið vef­svæði til að koma á fram­færi sinni hlið á álita­málum tengdum hrun­inu var Björgólfur Thor Björg­ólfs­son. Hann setti í loftið vef­síð­una btb.is þann 19. ágúst 2010, þar sem hann birti gögn yfir öll sín við­skipti á Íslandi aftur til árs­ins 2002. Auk þess var greint frá því á þeim tíma að síðan myndi verða eins­konar blogg­síða Björg­ólfs Thors þegar hann fyndi hjá sér til­efni til að koma á fram­færi upp­lýs­ingum við Íslend­inga. Síðan var sett í loftið fjórum mán­uðum eftir að skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um aðdrag­anda og orsakir falls íslensku bank­anna 2008 var gerð opin­ber. Þar var Björgólfur Thor og við­skipti hans og lán­tökur til umfjöll­un­ar.Björgólfur Thor Björgólfsson.

Á síð­unni er einka­væð­inga­ferli Lands­bank­ans rakið með gögn­um, tæpt á starfs­háttum Lands­banka Íslands eftir að Björgólfur Thor og við­skipta­fé­lagar hans urðu kjöl­festu­eig­endur bank­ans  Straum­s-­Burða­r­áss rak­in, farið yfir aðkomu Björg­ólfs Thors að Act­a­vis frá upp­hafi og birt yfir­lit yfir önnur við­skipti Björg­ólfs Thors á Íslandi. Þá fer Björgólfur Thor vit­an­lega yfir hrun­ið, líkt og hann upp­lifði það.

Síðan er enn virk tæpum sjö árum eftir að hún var sett í loft­ið. Á árinu 2016 voru alls settar inn tíu færsl­ur, flestar frekar langar og ítar­leg­ar. Síð­asta færslan mar sett inn í lok mars síð­ast­lið­ins í kjöl­far þess að skýrslan um Hauck & Auf­häuser flétt­una var gerð opin­ber.

Auglýsing

Björgólfur Thor hefur ekki verið ákærður í neinu hrun­máli. Hópur fyrr­ver­andi hlut­hafa í Lands­banka Íslands lét reyna á hóp­mál­sókn gegn Björgólfi Thor og sak­aði hann um að hafa leynt upp­lýs­ingum um eign­ar­hald sitt á bank­an­um. Mál­inu var vísað frá í Hæsta­rétti í fyrra. mögu­legt er  að reynt verði að stefna Björgólfi á nýjan leik þannig að málið verði dómtækt. Ekki er til sér­stök Face­book-­síða fyrir btb.is.

2. www.einsa­er.is

Þann 18. sept­em­ber fór í loftið vef­síðan einsa­er.is. Eina efnið á henni er hug­leið­ing um refsi­dóm sem lög­mað­ur­inn Bjarn­freður Ólafs­son hlaut, auk ítar­efnis sem höf­undur hug­leið­ing­ar­inn­ar, Bjarn­freður sjálf­ur, telur að styðji við mál­flutn­ing sinn.

Bjarn­freður var dæmdur í sex mán­aða fang­elsi í Hæsta­rétti 13. mars 2014, þar af þrjá skil­orðs­bundna, og missti lög­­­manns­rétt­indi sín í eitt ár. Hann var dæmdur  fyrir að hafa sent ranga til­­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­­skrár í hinu svo­­kall­aða Exista-­­máli. Þá var til­­kynnt um hluta­fjár­­aukn­ingu upp á 50 millj­­arða í lok árs 2008, en aðeins var greitt fyrir það um einn millj­­arður króna. Einsaer.is, vefsvæði Bjarnfreðar Ólafssonar.

Lýður Guð­­munds­­son fjár­­­fest­ir, oft kenndur við Bakka­vör, var einnig dæmdur í mál­inu, í átta mán­aða fang­elsi. Þar af voru fimm mán­uðir skil­orðs­bundn­­ir. Hér­­aðs­­dómur Reykja­víkur hafði áður dæmt Lýð til að greiða tveggja millj­­óna króna sekt. Bjarn­freður var hins vegar sýkn­aður af sínum þætti máls­ins í hér­­aði.

Bjarn­freður fékk lög­manns­rétt­indi sín aftur vorið 2015. Ekki er til Face­book-­síða fyrir einsa­er.is.

3. www.­dagsljos.is (1.050 like á Face­book)

Í byrjun júlí 2016 var sett í loftið vef­síðan Dags­ljós.is. Um var að ræða sam­starfs­verk­efni Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, Sig­urðar Ein­ars­son­ar, Magn­úsar Guð­munds­sonar og Ólafs Ólafs­sonar sem allir hlutu þunga dóma í svoköll­uðu Al-T­hani máli.  Á síð­unni segir að þeir hafi allir „stöðugt haldið fram sak­leysi sínu og er málið til rann­sóknar hjá Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu sem hefur krafið íslensk stjórn­völd svara vegna máls­með­ferð sak­sókn­ara og dóm­stóla í Al-T­hani mál­in­u.“Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson eru tveir þeirra sem standa að Dagsljósi.

Freyr Ein­ars­son, fyrr­ver­andi yfir­­­maður sjón­­varps, frétta og íþrótta hjá 365, var feng­inn til að halda utan um verk­efnið fyrir fjór­menn­ing­anna. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Freyr: „Þetta verður hugsað sem gagna­veita. Við erum að byggja upp ákveð­inn gagna­grunn með þeim mikla fjölda gagna sem til­­heyra í mál­inu og von­­ast til þess í leið­inni að ný gögn líti dags­ins ljós.“ Næstu mán­uði fór mikið fyrir Dags­ljósi. Tugir frétta voru birtar og stuðn­ings­greinar við mál­stað mann­anna sem birtar voru í öðrum fjöl­miðlum voru end­ur­birtar á síð­unn­i. 

Í kringum frétta­flutn­ing af fjár­fest­ingum dóm­ara við Hæsta­rétt, í des­em­ber 2016, birt­ust á annan tug frétta á síð­unni bara um það mál. Síð­asta frétt sem birt­ist á Dags­ljósi var birt­ing á end­ur­upp­töku­beiðni Magn­úsar Guð­munds­sonar í Al-T­hani mál­inu eftir að end­ur­upp­töku allra sem sótt­ust eftir slíkri í mál­inu var hafn­að. Það gerð­ist í byrjun mars 2017. Síð­asta deil­ing á frétt á Face­book-­síðu Dags­ljós, sem var mjög virk um tíma, átti sér stað 16. mars. Síðan þá hefur ríkt algjör þögn á síð­unni og á Face­book-­síðu hennar (1.050 like).

4. www.­sölu­ferli.is (9 like á Face­book)

Almanna­tengsla­fyr­ir­tækið KOM gerði vef­síð­una Sölu­ferli.is fyrir athafna­mann­inn Ólaf Ólafs­son vegna rann­sóknar nefndar á þátt­töku þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser í kaupum S-hóps­ins á Bún­að­ar­bank­an­um. Lénið var skráð í lok nóv­em­ber 2016, áður en Ólaf­ur, sem leiddi S-hóp­inn, hafði gefið skýrslu fyrir nefnd­inni. Síðan var hins vegar ekki sett í loftið fyrr en 17. maí, sama dag og Ólafur kom fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd til að svara spurn­ingum vegna skýrsl­unn­ar.

Rann­­­sókn­­­ar­­­nefnd sem rann­sak­aði aðkomu þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser að kaupum á 45,8 pró­­­sent hlut í Bún­­­að­­­ar­­­bank­­­anum í jan­úar 2003 skil­aði af sér skýrslu 29. mars síð­­­ast­lið­inn. Helstu nið­­­ur­­­stöður nefnd­­­ar­innar voru þær að stjórn­­­völd, almenn­ingur og fjöl­miðlar hefðu verið blekktir við söl­una. Ítar­­­leg gögn sýni með óyggj­andi hætti að þýski bank­inn Hauck & Auf­häuser, Kaup­­­­þing hf. á Íslandi, Kaupt­hing Bank Lux­em­bo­urg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafs­­­­sonar not­uðu leyn­i­­­­lega samn­inga til að fela raun­veru­­­­legt eign­­­­ar­hald þess hlutar sem Hauck & Auf­häuser átti í Bún­­­­að­­­­ar­­­­bank­­­­anum í orði kveðnu.

Á vef­síð­unni býður Ólafur upp á aðra skýr­ingu. Á henni er hægt að skoða málið líkt og það horfið við hon­um. For­saga þess er rak­in, sölu­ferlið, eft­ir­málar og ýmis gögn birt. Mið­punktur síð­unnar er 50 mín­útna langt ávarp Ólafs Ólafs­sonar þar sem hann fer yfir málið eins og það horfir við hon­um. Kjarn­inn í þeim mál­flutn­ingi er að ðkoma erlends fjár­­­mála­­fyr­ir­tækis hafi ekki verið grund­vall­­ar­­for­­senda fyrir sölu rík­­is­ins á hlut í Bún­­að­­ar­­bank­an­­um. Þá liggi það fyrir að Hauck & Auf­häuser hafi verið raun­veru­­legur hlut­hafi í félag­inu Eglu, sem var hluti S-hóps­ins sem keypti ráð­andi hlut í bank­an­­um.

Sölu­ferli.is var mjög virk fyrstu dag­anna eftir að hún fór í loftið en síðan hægð­ist á flóði frétta. Virknin hefur hins vegar tekið kipp síð­ustu daga og fjórar fréttir hafa birst á síð­ustu tíu dög­um.

Ekki virð­ist vera mik­ill áhugi á Face­book-­síðu sem sett hefur verið upp til að deila boð­skapi Sölu­ferl­is.is. Ein­ungis níu manns hafa líkað við hana þrátt fyrir að keypt hafi verið aug­lýs­ing fyrir hana til að gera síð­una sýni­legri.

5. www.jonas­geirjo­hann­es­son.is (79 like á Face­book)

Vef­síðan Jónás­geirjó­hann­es­son.is var sett í loftið 18. maí 2017 til að koma á fram­færi mál­flutn­ingi Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar í ýmsum málum sem að honum snúa. Lén hennar var skráð  31. jan­úar 2017. Fyrsta færslan sem þar birt­ist var vegna máls sem Jón Ásgeir og Tryggvi Jóns­son unnu gegn íslenska rík­inu fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu. Nið­ur­staðan var sú að ekki mætti refsa þeim tvisvar fyrir sama lög­brot­ið, en í þessu til­felli hafði þegar verið end­ur­á­lagt á þá skatta sem ekki voru rétt greiddir og þeir síðan ákærðir og dæmdir fyrir sömu atvik.

Jón Ásgeir Jóhannesson.Aðrar fréttir sem birtar hafa verið á síð­unni snú­ast um Grím Gríms­son, yfir­lög­reglu­þjón hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Jón Ásgeir birti opið bréf í Frétta­­blað­inu, dag­­blaði sem er að mestu í eigu eig­in­­konu hans, fyrir þremur árum síð­­­an. Í bréf­inu sak­aði Jón Ásgeir Grím og annan lög­­­reglu­­mann, Svein Ing­i­berg Magn­ús­­son, um óheið­­ar­­leika. Jón Ásgeir sagði menn­ina tvo hafa farið fremsta í flokki í rann­­sóknum á sér á und­an­­förnum árum. Orð­rétt sagði í bréf­inu: „Ég leyfi mér að vona að fleiri jafn óheið­­ar­­legir lög­­­reglu­­menn fyr­ir­f­inn­ist ekki hér á land­i.“ Grímur kom í við­tal á RÚV seint í maí og var þar spurður út í bréf Jóns Ásgeirs. Grímur sagði að hann hafi orðið ósáttur þegar ásökun Jóns Ásgeirs var lögð fram. „Mér lík­­aði það ekki. Hvorki ég né vinn­u­­fé­lagi minn erum óheið­­ar­­legir og mér líkar það ekki vel þegar slíkt er sagt opin­ber­­lega.“

Jón Ásgeir svar­aði á nýju vef­síð­unni sinni og sagði að Grímur hafi sýnt af sér það sem honum finnst vera „óheið­­ar­­leiki á hæsta stigi þegar rann­sak­endur halda undan gögnum sem benda til sak­­leysis þeirra sem eru ákærð­­ir. Í Banda­­ríkj­un­um ­gætu slíkir rann­sak­endur átti yfir höfði sér fang­els­is­­dóma.“  

Í byrjun maí var búin til Face­book-­síða fyrir Jón Ásgeir sem deilir fréttum um vef­síð­unni og öðrum sem tengj­ast þeim málum sem eru þar til umfjöll­un­ar. Þar var frétt síð­ast deilt 30. maí. Alls hafa 79 manns líkað við síð­una.

Jón Ásgeir er á meðal þeirra sem ákærðir eru í Aur­um-­mál­inu svo­kall­aða. Hann hlaut einnig dóm í Baugs­mál­inu svo­kall­aða.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar