Eldri kjósendur réðu niðurstöðum kosninga í Englandi

Samkvæmt niðurstöðum könnunar YouGov réðu atkvæði eldri kjósenda úrslitum í nýafstöðnum kosningum á Englandi. Gífurlegur munur er á kjörsókn og kjörfylgi eftir aldurshópum.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands
Auglýsing

 Mikill munur er á kosninganiðurstöðum og kjörsókn eftir aldri í nýafstöðum allsherjarkosningunum til enska þingsins. Eru þetta niðurstöður úr könnun bresku greiningastofnunarinnar YouGov, sem birt var á dögunum. Niðurstöðurnar virðast vera í takt við þróun sem hefur átt sér stað á Vesturlöndum.

Í kjölfar allsherjarkosninganna sem fóru fram í Englandi 8. júní síðastliðinn framkvæmdi breska greiningastofnunin  YouGov könnun á kosninganiðurstöðum og kjörsókn eftir aldri, stétt, kyni, menntun og stöðu á vinnumarkaði. Úrtak könnunarinnar var stórt, en tæp 53 þúsund kjósenda svöruðu henni.

Samkvæmt könnuninni er gífurlegur munur á kosninganiðurstöðum eftir aldurshópum. Aðeins 19% kjósenda undir tvítugu kusu Íhaldsflokkinn, á meðan sama hlutfall meðal kjósenda yfir sjötugu er 69%. Svo sterk er fylgnin milli aldurs og atkvæða til Íhaldsflokksins að með hverju aldursári jukust líkur bresks kjósenda á að kjósa Íhaldsflokkinn um tæpt 1%.

Auglýsing

Bein fylgni var einnig milli kjörsóknar og aldurs, en hún var aðeins 57% kjósenda undir tvítugu, miðað bið 84% kjósenda yfir sjötugt. Þar sem mikill munur hafi verið á kjörsókn og stjórnmálaskoðunum eftir aldri er ljóst að sigur Íhaldsflokksins hafi aðallega verið tilkominn vegna eldri kjósenda, en flokkurinn hlaut um 44% atkvæða í kosningunum.

Þrátt fyrir að kjörsókn ungra kjósenda hafi verið undir meðallagi var hún meiri en búist var við í aðdraganda kosninganna. Samkvæmt niðurstöðum YouGov er hægt að álykta að óvænt kjörsókn ungra kjósenda hafi verið ein af meginástæðum þess að Verkamannaflokkurinn hafi fengið mun meiri atkvæði en búist var við. Þegar blásið var til kosninga 18. apríl mældist flokkurinn í 25%, en fékk svo rúmlega 40% atkvæða á kjördag.

Samhliða kjörsókn og aldri einnig virtist menntunarstig einnig tengjast kosninganiðurstöðum með marktækum hætti. Kjósendur með lægra menntunarstig voru mun líklegri til að hafa kosið Íhaldsflokkinn, 55% kjósenda sem höfðu lokið GCSE-próf (ígildi gagnfræðaprófs) eða minna kusu hann, samanborið við 32% kjósenda með háskólagráðu. Kosningaúrslit voru einnig skoðuð eftir kyni og þjóðfélagsstöðu, en ekki reyndist mikill munur á kjörfylgi flokka milli þeirra hópa.

Svipuð þróun á Vesturlöndum

Niðurstöður könnunarinnar samrýmast ágætlega niðurstöðum annarra kannanna, bæði í Englandi (hér og hér) og í Bandaríkjunum. Kjörsókn eldri kjósenda hefur að jafnaði verið meiri en yngri kjósenda og eru þeir einnig líklegri til að kjósa íhaldssama flokka. Niðurstaða þessara tveggja þátta gæti þannig leitt til aukins vægis íhaldssamari flokka á þingi en endurspegli stjórnmálaskoðunum allra sem eru kjörgengir. Vægi eldri kjósenda hefur einnig aukist samhliða hækkandi meðalaldurs á Vesturlöndum á síðustu áratugum, en ástandið hefur orðið að hugtaki innan stjórnmálafræðinnar,  sem á ensku er kallað „gerontocracy”. 

Kjörsókn eftir aldri í Alþingiskosningum 2016. Heimild: Hagstofa

Sennilegt er að slíkt ástand ríki að einhverju leyti á Íslandi líka, en líkt og Kjarninn greindi frá fyrir tveimur árum voru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn langvinsælastir meðal kjósenda 68 ára og eldri. Einnig virðast eldri kjósendur vera mun duglegri að skila sér á kjörstað á Íslandi. Í síðustu Alþingiskosningum kusu 69% kjósenda undir tvítugu, samanborið við 90% kjósenda á aldursbilinu 65-69 ára, eins og sést á mynd að ofan. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiErlent