Eldri kjósendur réðu niðurstöðum kosninga í Englandi

Samkvæmt niðurstöðum könnunar YouGov réðu atkvæði eldri kjósenda úrslitum í nýafstöðnum kosningum á Englandi. Gífurlegur munur er á kjörsókn og kjörfylgi eftir aldurshópum.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands
Auglýsing

 Mikill munur er á kosninganiðurstöðum og kjörsókn eftir aldri í nýafstöðum allsherjarkosningunum til enska þingsins. Eru þetta niðurstöður úr könnun bresku greiningastofnunarinnar YouGov, sem birt var á dögunum. Niðurstöðurnar virðast vera í takt við þróun sem hefur átt sér stað á Vesturlöndum.

Í kjölfar allsherjarkosninganna sem fóru fram í Englandi 8. júní síðastliðinn framkvæmdi breska greiningastofnunin  YouGov könnun á kosninganiðurstöðum og kjörsókn eftir aldri, stétt, kyni, menntun og stöðu á vinnumarkaði. Úrtak könnunarinnar var stórt, en tæp 53 þúsund kjósenda svöruðu henni.

Samkvæmt könnuninni er gífurlegur munur á kosninganiðurstöðum eftir aldurshópum. Aðeins 19% kjósenda undir tvítugu kusu Íhaldsflokkinn, á meðan sama hlutfall meðal kjósenda yfir sjötugu er 69%. Svo sterk er fylgnin milli aldurs og atkvæða til Íhaldsflokksins að með hverju aldursári jukust líkur bresks kjósenda á að kjósa Íhaldsflokkinn um tæpt 1%.

Auglýsing

Bein fylgni var einnig milli kjörsóknar og aldurs, en hún var aðeins 57% kjósenda undir tvítugu, miðað bið 84% kjósenda yfir sjötugt. Þar sem mikill munur hafi verið á kjörsókn og stjórnmálaskoðunum eftir aldri er ljóst að sigur Íhaldsflokksins hafi aðallega verið tilkominn vegna eldri kjósenda, en flokkurinn hlaut um 44% atkvæða í kosningunum.

Þrátt fyrir að kjörsókn ungra kjósenda hafi verið undir meðallagi var hún meiri en búist var við í aðdraganda kosninganna. Samkvæmt niðurstöðum YouGov er hægt að álykta að óvænt kjörsókn ungra kjósenda hafi verið ein af meginástæðum þess að Verkamannaflokkurinn hafi fengið mun meiri atkvæði en búist var við. Þegar blásið var til kosninga 18. apríl mældist flokkurinn í 25%, en fékk svo rúmlega 40% atkvæða á kjördag.

Samhliða kjörsókn og aldri einnig virtist menntunarstig einnig tengjast kosninganiðurstöðum með marktækum hætti. Kjósendur með lægra menntunarstig voru mun líklegri til að hafa kosið Íhaldsflokkinn, 55% kjósenda sem höfðu lokið GCSE-próf (ígildi gagnfræðaprófs) eða minna kusu hann, samanborið við 32% kjósenda með háskólagráðu. Kosningaúrslit voru einnig skoðuð eftir kyni og þjóðfélagsstöðu, en ekki reyndist mikill munur á kjörfylgi flokka milli þeirra hópa.

Svipuð þróun á Vesturlöndum

Niðurstöður könnunarinnar samrýmast ágætlega niðurstöðum annarra kannanna, bæði í Englandi (hér og hér) og í Bandaríkjunum. Kjörsókn eldri kjósenda hefur að jafnaði verið meiri en yngri kjósenda og eru þeir einnig líklegri til að kjósa íhaldssama flokka. Niðurstaða þessara tveggja þátta gæti þannig leitt til aukins vægis íhaldssamari flokka á þingi en endurspegli stjórnmálaskoðunum allra sem eru kjörgengir. Vægi eldri kjósenda hefur einnig aukist samhliða hækkandi meðalaldurs á Vesturlöndum á síðustu áratugum, en ástandið hefur orðið að hugtaki innan stjórnmálafræðinnar,  sem á ensku er kallað „gerontocracy”. 

Kjörsókn eftir aldri í Alþingiskosningum 2016. Heimild: Hagstofa

Sennilegt er að slíkt ástand ríki að einhverju leyti á Íslandi líka, en líkt og Kjarninn greindi frá fyrir tveimur árum voru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn langvinsælastir meðal kjósenda 68 ára og eldri. Einnig virðast eldri kjósendur vera mun duglegri að skila sér á kjörstað á Íslandi. Í síðustu Alþingiskosningum kusu 69% kjósenda undir tvítugu, samanborið við 90% kjósenda á aldursbilinu 65-69 ára, eins og sést á mynd að ofan. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiErlent