Topp 10: Íþróttafélög á Íslandi

Íþróttafélög gegna afar mikilvægu hlutverki í samfélagi okkar, og þau eru líka mörg og ólík. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur tókst á við það ómögulega verkefni, að taka saman topp 10 lista yfir íslensk íþróttafélög.

Kristinn Haukur Guðnason
Sunna Davíðsdóttir
Auglýsing

Í fyr­ir­spurn til Íþrótta­sam­bands Íslands árið 2015 kom það fram að hér á landi væru starf­andi 516 íþrótta­fé­lög, eða u.þ.b. 1 félag á hverja 640 íbúa. Virkni þeirra og starf­semi er aftur á móti mis­mikil og flest eru þau bundin við eina ákveðna íþrótta­grein. Engu að síður er þetta ótrú­legur fjöldi félaga og má t.d. nefna að í Mývatns­sveit þar sem búa um 400 sálir eru 3 íþrótta­fé­lög. Áhugi, virkni, félaga­fjöldi og aðstaða er for­senda árang­urs og hér eru þau félög sem hafa skarað fram úr á Íslandi á síð­ast­liðnum 100 árum eða svo.

10. Breiða­blik

Ung­menna­fé­lagið Breiða­blik í Kópa­vogi (UBK) var stofnað árið 1950 en þá hafði verið mikil ládeyða í íþrótta­starfi bæj­ar­ins um langa hríð. Breiða­blik hefur lengst af verið þekkt sem góður upp­eld­is­klúbbur og lið þeirra hafa unnið ótal titla í yngri flokkum í knatt­spyrnu. Stjörnur eins og Gylfi Þór Sig­urðs­son og Alfreð Finn­boga­son hafa komið upp úr ung­linga­starfi Blika. En það hefur ekki skilað sér í meist­ara­flokk karla sem hefur rokkað milli deilda og aðeins unnið Íslands­meist­ara­tit­il­inn einu sinni (2010). Árangur kvenna­liðs­ins er hins vegar allt ann­ar. Kvenna­lið Blika hefur unnið 16 Íslands­meist­aratitla (mest allra) og á árunum 1979 til 2010 lenti liðið aðeins einu sinni neðar en 4. sæti, árið 1987 þegar þær féllu óvænt um deild. Árið 2007 komst liðið í 8-liða úrslit Evr­ópu­keppn­innar en töp­uðu þar fyrir verð­andi meist­urum Arsenal. Margar af bestu knatt­spyrnu­konum Íslands spil­uðu með Blikum á gull­ald­arárun­um, t.d. Olga Fær­seth og Ást­hildur Helga­dótt­ir. Blika­konur hafa einnig unnið einn titil í körfu­bolta, árið 1995. Í Kópa­vogi búa rúm­lega 33.000 manns. Breiða­blik er stað­sett í Smára­hverf­inu og fær stuðn­ing úr vest­ur­hluta bæj­ar­ins en HK úr aust­ur­hlut­an­um.

9. Mjölnir

Mjölnir sem sér­hæfir sig í bar­daga­í­þróttum opn­aði nýverið æfinga­að­stöðu í Öskju­hlíð­inni (gömlu Keilu­höll­inn­i). Félagið var stofnað árið 2005 og hefur starf­semi þess verið víðs vegar síðan þá, lengst af í Loft­kast­al­an­um. Hjá félag­inu er hægt að æfa t.d. hnefa­leika, kick­box og brasil­ískt jiu-jitsu en bland­aðar bar­daga­listir (MMA) er það sem hefur komið félag­inu á kort­ið. Stór þáttur í vel­gegni félags­ins er árangur Gunn­ars Nel­son, atvinnu­manns í MMA, og tengsl­anna við heims­meist­ar­ann Conor McGregor sem iðu­lega æfir hjá Mjölni. Fjöldi iðk­enda hefur rokið upp og telur nú um 1400 manns. Yngri stjörnur eru farnar að láta ljós sitt skína eins og t.d. Sunna Dav­íðs­dóttir sem hefur nú þegar unnið tvo bar­daga sem atvinnu­mað­ur. MMA kemst í reglu­lega í þjóð­mála­um­ræð­una (yf­ir­leitt eftir bar­daga Gunn­ars) og heyr­ast þá oft gagn­rýn­is­radd­ir. Íþróttin er eins og er ekki lög­leg hér á landi sem keppn­is­grein, en miðað við áhuga almenn­ings er lík­legt að það breyt­ist á næstu árum. Mjöln­is­menn sitja ekki einir að kötl­unum því stofnuð hafa verið MMA félög í Kópa­vogi (VBC) og á Akur­eyri (Fenrir).

Auglýsing



8. Fram

Nokkrir ung­lings­piltar tóku sig saman og stofn­uðu knatt­spyrnu­fé­lagið Fram árið 1908. Liðið vann sinn fyrsta Íslands­meist­ara­titil 5 árum seinna án þess að spila leik. Vegna deilna um fyr­ir­komu­lag móts­ins var Fram eina liðið í deild­inni og ári seinna vörðu þeir tit­il­inn með sama hætti. Þó að Fram hafi fengið fyrstu titl­ana gef­ins voru þeir yfir­burða­lið á upp­hafs­árum Íslands­móts­ins og unnu alls 10 titla til árs­ins 1925. Alls hefur Fram unnið 18 titla en kvenna­liðið engan og hefur ekki verið í efstu deild í 30 ár. Kvenna­liðið í hand­knatt­leik er hins vegar það sig­ur­sælasta af öllum með 21 tit­il, þar af 13 á árunum 1974 til 1990. Til­raunir voru gerðar með körfuknatt­leik og blak en nú er þar starf­rækt blóm­leg taekwondo og skíða­deild. Fram var upp­runa­lega mið­bæj­ar­lið í Reykja­vík en árið 1972 fluttu þeir í Safa­mýr­ina. Laug­ar­dal­ur­inn og Bústaða­hverfið hafa verið bæki­stöðvar Fram­ara en þeir hafa þurft að deila svæðinu með Þrótti og Vík­ingi. Það hefur staðið til að flytja liðið austur í Graf­ar­holt (íbúa­fjöldi ca 7.000) og félagið hefur þegar komið þar upp íþrótta­skóla.

7. Kefla­vík

Ung­menna­fé­lag Kefla­víkur (UM­FK) var stofnað árið 1929 og Knatt­spyrnu­fé­lag Kefla­víkur (KFK) árið 1950. Frá árinu 1956 kepptu liðin undir fána Íþrótta­banda­lags Kefla­víkur (ÍBK) og núver­andi félag var stofnað árið 1994 við sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga á norð­an­verðu Reykja­nesi. Karla­liðið í knatt­spyrnu átti sinn stór­veld­is­tíma á sjö­unda og átt­unda ára­tugnum þegar það vann 4 titla en félagið er fyrst og fremst þekkt fyrir körfuknatt­leik. Á upp­hafs­árum körfuknatt­leiks­deild­ar­innar í kringum 1950 voru starfs­menn Kefla­vík­ur­flug­vallar öfl­ug­astir og 40 árum síðar hófst sig­ur­ganga ÍBK. Karla­liðið hefur nú unnið alls 9 Íslands­meist­aratitla og kvenna­liðið 16 titla (mest allra liða). Erki­fj­end­urnir af Suð­ur­nesjum, Njarð­vík og Grinda­vík, hafa þó veitt þeim mikla sam­keppni síð­ustu ára­tugi. Íþrótta og ung­menna­fé­lag Kefla­víkur starf­rækir fleiri deildir s.s. í blaki, fim­leikum og sundi. Þá er skot­fim­ideildin þeirra ákaf­lega sterk. Í Reykja­nesbæ búa rúm­lega 15.000 manns en Í Kefla­vík sjálfri rúm­lega 8.000.

6. ÍBV

Hart var barist þegar knatt­spyrnu­liðin Þór og Týr tók­ust á í Vest­manna­eyjum um ára­tuga skeið. En leik­menn sneru bökum saman þegar þeir öttu kappi við land­krabbana. Árin 1903 til 1945 hét sam­eig­in­legt lið þeirra Knatt­spyrnu­fé­lag Vest­manna­eyja (KV) en eftir stríð hét það Íþrótta­banda­lag Vest­manna­eyja (ÍBV). ÍBV er banda­lag margra smærri íþrótta­fé­laga (sund, golf, blak o.fl.) en knatt­spyrnu­fé­lögin tvö voru lögð niður árið 1996. Knatt­spyrna er það sem Eyja­menn eru lang­þekkt­astir fyr­ir. Í þrí­gang hefur karla­liðið hampað Íslands­meist­aratitl­in­um, þar af tvö ár í röð 1997 og 1998. Her­mann Hreið­ars­son og Mar­grét Lára Við­ars­dóttir eru meðal lands­þekktra leik­manna úr Eyj­um. Þá spil­aði David Moyes, fyrrum stjóri Everton og Manchester United með lið­inu sum­arið 1978 og David James, fyrrum lands­liðs­mark­vörður Eng­lands, sum­arið 2013. Sig­ur­sælasta lið ÍBV er þó kvenna­liðið í hand­knatt­leik sem varð meist­ari í fjórgang á árunum 2000 til 2006. Hinn góða árangur Eyja­manna má að miklu leyti þakka stuðn­ings­mönn­un­um. Í Eyjum búa aðeins rúm­lega 4.000 manns en ákaf­lega góð mæt­ing er á alla leiki ÍBV, bæði í Eyjum og uppi á landi.



5. ÍA

Knatt­spyrnu­hefð Skaga­manna er hálf­ó­trú­leg í ljósi þess að ein­ungis tæp­lega 7.000 manns búa í bæn­um. “Skaga­menn skor­uðu mörk­in” og “gulir og glað­ir” eru hug­tök sem flestir lands­menn þekkja. Liðið hefur einnig löngum verið það við­kunn­an­leg­asta frá sjón­ar­hóli hlut­lausra. Liðið var stofnað árið 1946 þegar Knatt­spyrnu­fé­lag Akra­ness (KA) og Knatt­spyrnu­fé­lagið Kári sam­ein­uð­ust undir merkjum Íþrótta­banda­lags Akra­ness (ÍBA). 40 árum seinna voru þau að fullu sam­einuð í ÍA. Skag­inn varð fyrsta liðið utan Reykja­víkur til að vinna Íslands­meist­ara­tit­il­inn árið 1951. Þrenn gull­ald­ar­skeið runnu svo upp á Akra­nesi á sjötta, átt­unda og tíunda ára­tugn­um. Liðið hefur alls unnið 18 Íslands­meist­aratitla í karla­flokki, þar af 5 í röð 1992-1996, og 3 í kvenna­flokki. Sumir segja að árangrinum sé krefj­andi æfingum á Langa­sandi að þakka. Knatt­spyrna er þó ekki það eina sem Skaga­menn stunda. ÍA býður m.a. upp á körfuknatt­leik, blak, kraft­lyft­ing­ar, keilu og hnefa­leika. Þá er ein­stak­lega sterk sund­deild á staðn­um.

4. Stjarnan

Ung­menna­fé­lagið Stjarn­an, sem stofnuð var árið 1960 í Garða­bæ, var lengi vel félag sem gerði ekki mik­inn usla í íslensku íþrótta­lífi. En á síð­ustu árum hefur orðið alger sprengja í starf­inu hjá þeim og árang­ur­inn sést hjá þeim liðum teflt er fram. Í knatt­spyrnu hefur kvenna­liðið þeirra unnið 4 titla á síð­ustu 6 árum. Karla­liðið vann sinn fyrsta titil árið 2014 eftir fræk­inn sigur gegn FH í Kaplakrika í loka­um­ferð­inni þar sem sig­ur­markið kom í upp­bót­ar­tíma. Þetta sama ár fór liðið langt í Evr­ópu­deild­inni og spil­aði m.a. við stór­liðið Inter Mil­an. Á leið­inni lærðu þeir hið fræga vík­inga­klapp af stuðn­ings­mönnum skoska liðs­ins Motherwell. Þá hefur kvenna­lið Stjörn­unnar í hand­knatt­leik unnið alls 7 Íslands­meist­aratitla. Fram­tíðin er björt því að í dag er félagið það eina á land­inu sem á lið í efstu deild í knatt­spyrnu, hand­knatt­leik og körfuknatt­leik, bæði í karla­flokki og kvenna­flokki. Félagið skartar einnig sterkri fim­leika­deild sem hefur unnið ótal titla. Í Garðabæ búa nú rúm­lega 15.000 manns. Bróð­ur­part­ur­inn af bænum styður Stjörn­una en um 2.500 búa á Álfta­nesi sem hefur eigið ung­menna­fé­lag.

3. Valur

Fót­bolta­fé­lag KFUM, seinna Val­ur, var stofnað árið 1911 fyrir til­stuðlan sér Frið­riks Frið­riks­son­ar. Félagið hóf göngu sína í vest­ur­bænum en árið 1939 sett­ust Vals­menn að við rætur Öskju­hlíð­ar. Starfið hefur að mestu leyti verið bundið við bolta­í­þrótt­irnar en til­raunir hafa verið gerðar með aðrar grein­ar, s.s. skíði og bad­mint­on. Vals­menn eiga sam­an­lagt 30 titla í knatt­spyrnu karla og kvenna og mesti stór­veld­is­tími karla­liðs­ins var á árunum 1930-1945 þegar liðið vann 11 titla. Valur er þó frekar þekkt fyrir hand­knatt­leikslið sín. Kvenna­lið þeirra vann 10 titla árin 1964-1975 og karla­liðið hefur unnið alls 22 titla, fleiri en nokk­urt annað félag. Valsliðið á tíunda ára­tugnum sem inni­hélt m.a. Ólaf Stef­áns­son, Geir Sveins­son og Dag Sig­urðs­son er oft talið það besta í sög­unni. Körfu­bolta­starfið hefur setið eftir en engu að síður hefur Valur orðið meist­ari í tvígang í karla­flokki. Hjarta Vals er í hlíðunum en mið­bær­inn telst einnig vera svæði þeirra að mestu. Alls búa um 20 þús­und manns á svæð­inu.



2. FH

Það var að und­ir­lagi Hall­steins Hin­riks­sonar íþrótta­kenn­ara að Fim­leika­fé­lag Hafn­ar­fjarðar (FH) var stofnað árið 1929 sem klofn­ingur úr hinu nú horfna Íþrótta­fé­lagi Hafn­ar­fjarðar (ÍH). Auk fim­leika var lögð áhersla á frjálsar íþróttir í upp­hafi. Fim­leika­starfið dó út (og var yfir­tekið af kvenna­fé­lag­inu Björk) en félagið hélt þó nafn­inu af sögu­legum ástæð­um. Þess í stað varð hand­knatt­leikur flagg­skip félags­ins. Með kempur á borð við Geir Hall­steins­son, Krist­ján Ara­son og Þor­gils Óttar Mathiesen í far­ar­broddi vann liðið 16 Íslands­meist­aratitla í karla­flokki auk þriggja í kvenna­flokki. Karla­liðið í knatt­spyrnu var mik­ill eft­ir­bátur framan af og komst ekki í efstu deild fyrr en árið 1979. Mikið gull­ald­ar­skeið rann hins vegar í garð í upp­hafi 21. ald­ar­innar og hefur liðið nú unnið 8 Íslands­meist­aratitla á 13 árum. Sam­fara því hefur frjáls­í­þrótta­deildin vaxið gríð­ar­lega og er nú sú sterkasta á landinu. Í Hafn­ar­firði búa nú um 28 þús­und manns og FH er stað­sett í norð­ur­hluta bæj­ar­ins en erki­fj­end­urnir Hauk­arnir í suðr­inu.

1. KR

Knatt­spyrnu­fé­lag Reykja­víkur (KR) er það lið sem fólk annað hvort elskar eða hat­ar, senni­lega vegna árang­urs­ins. Það var stofnað árið 1899 sem Fót­bolta­fé­lag Reykja­víkur (FR) og voru krýndir fyrstu Íslands­meist­ar­arnir í knatt­spyrnu karla árið 1912. Síðan hafa þeir unnið alls 26 deild­ar­titla, fleiri en nokkuð annað félag, auk 6 titla í kvenna­flokki. Þó runnu upp 30 titla­laus ár milli 1968 og 1999. Vert er að nefna að KR hefur spilað gegn báðum bítla­borg­ar­fé­lög­un­um, Liver­pool og Everton, í Evr­ópu­keppni. KR er auk þess sterkasta körfuknatt­leiks­fé­lag lands­ins með 16 titla í karla­flokki, þar af síð­ustu 4, og 14 í kvenna­flokki. Hand­knatt­leiks­deildin hefur verið mik­ill eft­ir­bátur en félagið er sterkt á mörgum öðrum svið­um. Má þar helst nefna frjálsar íþróttir og glímu þar sem hinn goð­sagna­kenndi Sig­tryggur Sig­urðs­son keppti undir fána KR. Félagið hefur aðsetur í vest­urbæ Reykja­víkur þar sem um 17.000 manns búa og er það vin­sælasta á öllu land­inu. Hinar frægu hvítu og svörtu rendur félags­ins voru fengnar að láni frá enska knatt­spyrnu­lið­inu Newcastle United.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar