Áhugi ferðamanna á Íslandi fer minnkandi

Skýr merki kólnunar í ferðaþjónustunni sjást víða. Eftir gríðarlega hraðan vöxt virðist sem hátt verðlag sé farið að bæla niður áhuga ferðamanna.

ferðamenn, ferðaþjónusta, suðurland, tourism 14831009322_dc79025b21_o.jpg
Auglýsing

„Við heyrum sömu raddirnar alls staðar þessi misserin. Ferðamenn eru að spara, og skýr merki samdráttar hjá mörgum,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Veitingastaðir, hótel og verslanir hafa sömu sögu að segja í samtölum við Kjarnann; svo virðist sem verulega sé farið að hægja á ferðaþjónustunni eftir gríðarlegan uppgang síðustu ára. Jafnvel þó mikil fjölgun hafi orðið á komum ferðamanna milli ára, þá hefur neysla þeirra dregist saman og þeir dvelja skemur á landinu.

Krónan versti óvinurinn

Mikil og hröð styrking krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum, á undanförnu ári, hefur haft mikil áhrif á greinina, að sögn Helgu. „Þegar þróunin er svona hröð í þessa átt, þar sem Ísland verður allt í einu mjög dýrt í alþjóðlegum samanburði, þá getur samkeppnisstaða landsins versnað og alvarleg staða komið upp,“ segir Helga.

Auglýsing

Á dögunum fundaði sérfræðingur frá einu stærsta bókunarfyrirtæki heims, Expedia, með íslenskum aðilum úr ferðaþjónustunni, og sýndu gögn frá fyrirtækinu, sem sýna áhuga notenda á bókunarsvæðum, að horfur hafa farið hratt versnandi. Þetta var eins konar hitakort, og mátti glögglega sjá á þessum gögnum að áhuginn á Íslandi fer minnkandi, miðað við stöðuna eins og hún hefur verið undanfarin ár.

Samkvæmt stöðu mála, eins og Seðlabankinn greindi hana í fjármálastöðugleikariti sínu, þá er stór hluti lána til ferðaþjónustunnar í óverðtryggðum lánum í krónum.Áhugi hefur hins vegar aukist jafnt og þétt á Noregi og Skotlandi, sem bjóða fjölbreytta útivistartengda ferðaþjónustu, svipað og býðst á Íslandi.

Helga segir að það sé eins með ferðaþjónustuna og allar aðrar atvinnugreinar; ef verð og gæði fara ekki saman, meðal annars vegna mikilla sveiflna á genginu, þá geti afleiðingarnar orðið alvarlegar.

Að undanförnu hafa sést tölur sem staðfesta tilfinningu margra viðmælenda Kjarnans, um að ferðaþjónustan sé að upplifa samdrátt víða, eins og sést í breyttu neyslumynstri frá því áður var.

Víða á landsbyggðinni hafa fyrirtæki upplifað töluverðan samdrátt frá því í fyrra.

Minni eyðsla

Rann­sókn­ar­setur versl­un­ar­innar birti korta­veltu erlendra greiðslu­korta fyrir maí­mánuð á dögunum,  en hún nam 21,3 millj­örðum króna sam­an­borið við 19,9 millj­arða í maí í fyrra. Veltan hefur því auk­ist um 7,1%,  en til sam­an­burðar jókst veltan í apríl um 27,7% miðað við apríl í fyrra. 

Mestur var sam­drátt­ur­inn í korta­veltu gjafa- og minja­gripa­versl­un­ar, en hann var um 18,9% milli ára. Mesta aukn­ingin var hins vegar í korta­veltu far­þega­flutn­inga, en hún jókst um 22,7% milli ára. Langstærsti lið­ur­inn innan þess flokks er far­þega­flug, en hluti erlendrar starf­semi inn­lendra flug­fé­laga er með­tal­inn í reikn­ing­un­um.

Bandaríkjamenn eru fjölmennastir ferðamanna.

Þá hefur Bretum fækkað mikið frá fyrra ári, og má gera ráð fyrir að mikil veikning pundsins gagnvart helstu viðskiptamyntum, í kjölfar Brexit, hafi haft þar mikil áhrif.

Ferðamenn frá Bandaríkjunum eru langfjölmennasti hópur ferðamanna, og hefur þeim haldið áfram að fjölga mikið milli ára. En eins og áður segir, þá eru blikur á lofti í greininni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar