Er Reykjavík meðal dýrustu borga heims?

Samkvæmt hagsjá Landsbankans sem birt var í gær lítur út fyrir að Reykjavík sé í flokki dýrustu borga heims. Aðrar greiningar sýna sömu niðurstöðu, en hátt verðlag hérlendis er aðallega vegna sterks gengis krónunnar.

Samkvæmt gagnagrunni Expatistan er Reykjavík fjórða dýrasta borg í heimi.
Samkvæmt gagnagrunni Expatistan er Reykjavík fjórða dýrasta borg í heimi.
Auglýsing

Verð­lag í Reykja­vík telst með því hæsta í heimi, sam­kvæmt þremur alþjóð­legum mæli­kvörðum á verð­lag eftir borg­um. Hins vegar er sam­an­burður á verð­lagi milli gjald­miðla og tíma vara­samur þar sem miklar breyt­ingar á nafn­gengi skekkja mynd­ina.

Greint var frá því í hag­sjá Lands­bank­ans í dag að Reykja­vík sé orðin hlut­falls­lega dýr­ari en áður. Borgin er dýr­ust allra á Norð­ur­löndum og meira að segja dýr­ari en New York

Í grein­ing­unni var not­ast við gagna­grunn Num­beo sem skoðar ýmsar hag­stærðir í 6.500 borgum og ber þær sam­an. Sam­kvæmt gagna­grunn­inum þá er Reykja­vík í 8. sæti yfir borgir eftir fram­færslu­kostn­aði. Mat­vara og veit­inga­húsa­þjón­usta virð­ist einnig vera dýr, en borgin er í 8. sæti ef litið er á mat­ar­verð og í 4. sæti ef horft er til verð á veit­inga­hús­um. 

Eins og segir í grein­ing­unni ber að taka eft­ir­far­andi tölum með fyr­ir­vara, þar sem mis­mun­andi aðferðir eru oft not­aðar til þess að bera saman verð­lag milli tveggja staða. Samt sem áður virð­ast aðrir grein­ing­ar­að­ilar vera sam­mála um að Reykja­vík sé meðal dýr­ustu borga heims.

Auglýsing

Aðrar grein­ingar sam­mála

Vef­ur­inn Expatistan heldur úti svip­uðum gagna­grunni fyrir verð­lag á milli borga. Þar er verð­lag hverrar borgar áætlað út frá fastri neyslukörfu vöru og þjón­ustu. Neyslukarfan er sögð sér­hæfð fyrir útlend­inga sem hyggj­ast flytja til lands­ins og gefur því ágæta mynd af því hversu ákjós­an­leg borgin er fyrir hugs­an­lega inn­flytj­end­ur. Sam­kvæmt þeim gagna­grunni er Reykja­vík í 4. sæti yfir dýr­ustu borgir heims­ins, einu borgir sem telj­ast dýr­ari en hún eru Zurich, Grand Cayman og Genf

Reykjavík er orðin dýrari en New York, samkvæmt Numbeo.Grein­ing­ar­deild tíma­rits­ins The Economist heldur einnig úti verð­lagskönnun milli borga, en þar eru verð á yfir 160 vörum í hverri borg borin saman og kostn­að­ur­inn met­inn í Banda­ríkja­döl­um. Sam­kvæmt könn­un­inn­i ­fyrir árið 2017 er Reykja­vík 16. dýrasta borg heims­ins. Borgin var meðal þeirra sem varð vitni að mestri verð­hækkun milli ára, en hún stökk upp um 13 sæti frá síð­asta ári. 

Ekki full­kom­inn kvarði

Grein­ing þess­ara þriggja gagna­grunna er nyt­sam­leg að mörgu leyti. Þótt þær séu fram­kvæmdar af einka­að­ilum og ekki alþjóð­legum sam­tökum geta þær gefið góða mynd af verð­lags­breyt­ingum milli landa. Hins vegar inni­halda kostn­að­ar­körf­urnar geng­is­breyt­ingar hverrar heima­myntar þar sem allur kostn­aður er birtur í Banda­ríkja­döl­um. Því gagn­ast mæli­kvarð­inn best þeim sem fá tekjur sínar í erlendum gjald­eyri, helst doll­ur­um.

Eins og segir í hag­sjá Lands­bank­ans er eng­inn sam­an­burður full­kom­inn og því nær alltaf hægt að benda á atriði sem orka tví­mæl­is.  Þar sem umrædd verð­hækkun sem átt hefur sér stað í Reykja­vík á síð­asta ári er að mestu leyti vegna geng­is­styrk­ingar finna íslenskir laun­þegar ekki fyrir henni. Verð­bólga hefur verið lág, kaup­máttur launa auk­ist og verð­lag á mat­vöru­mark­aði lækkað hér á land­i. Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar