Elon Musk: Hröð innreið gervigreindar kallar á betra regluverk

Frumkvöðullinn Elon Musk heldur áfram að vara við því, ef regluverk um gervigreind verður ekki unnið nægilega vel og af nákvæmni, áður en hún fer að hafa enn meiri áhrif á líf okkar.

Elon Musk um borð í Tesla-bíl
Auglýsing

Frum­kvöð­ull­inn Elon Musk, sem meðal ann­ars er stofn­andi Pay Pal, Tesla Motors (Solar City dótt­ur­fé­lag), og SpaceX, var­aði rík­is­stjóra í Banda­ríkj­unum við því, ef reglu­verk um gervi­greind yrði ekki búið til með nægi­lega vönd­uðum hætti, áður en hún færi að hafa enn meira afger­andi áhrif á sam­fé­lög. 

Á ráð­stefnu í Rhode Island sagði hann að með­höndlun á gervi­greind­inni, og þeim miklu tækni­fram­förum sem hún myndi leysa úr læð­ingi, fæli í sér „mestu áhættu sem við stæðum frammi fyr­ir“, að því er fram kemur í frá­sögn Wall Street Journal

Musk end­ur­flutti við­var­anir sín­ar, um að stjórn­mála­menn þyrftu að hraða vinnu sinni við að setja betri og nákvæm­ari lög og reglur varð­andi gervi­greind­ina. Hann hefur beitt sér fyrir því að hugað sé sér­stak­lega að öryggi, þegar kemur að gervi­greind­inni, þar sem um við­kvæma tækni er að ræða sem geti bein­línis verið hættu­leg. 

Auglýsing

„Eins og staða mála er núna þá hefur rík­is­valdið ekki einu sinni inn­sýn í stöðu mála[...] Um leið og fólk áttar sig, þá verður það hrætt, eins og það ætti að ver­a,“ sagði Musk í ræðu sinn­i. 

Hann sagði margar hættur leyn­ast í þróun gervi­greind­ar­inn­ar, og að hún geti, í versta falli, skapað mik­inn ófrið og jafn­vel leitt til stríðs­átaka, ef ekki er vandað til verka við gerð reglu­verks og laga. 

Hann sagð­ist vera bjart­sýnn að eðl­is­fari og að hans köllun væri sú að hafa góð áhrif á sam­fé­lag­ið, og sjá fyrir breyt­ingar í fram­tíð­inni. Hann sagði tím­ana sem framundan væru, með til­komu meiri gervi­greind­ar, væri sér­stak­lega spenn­andi, ekki síst fyrir Banda­rík­in. Það væri þjóð sem ætti rætur hjá land­könn­uð­um, sem leit­uðu nýrra tæki­færa. Þetta væri það sem mynd­aði „sjálf“ Band­ríkj­anna, og að hluta mætti líkja þessu saman við þá tíma sem framundan væru, með gríð­ar­legum breyt­ingum sem gervi­greind muni leysa úr læð­ingi.

(Musk ræddi um stöðu mála í við­tals­formi. Hann byrjar að tala á 43. mín­útu í mynd­band­inu hér að ofan).

Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Ásgerður leiðir á Seltjarnarnesi - Fimm konur í sjö efstu sætum
Sitjandi bæjarstjóri fékk örugga kosninga í efsta sætið.
21. janúar 2018
280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Falsaðir reikningar, breyttir samningar og gervilén í fjárdráttarmáli Magnúsar
Fyrrverandi forstjóri United Silicon er talinn hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um 605 milljóna króna fjárdrátt.
20. janúar 2018
Eyþór á fyrirtæki úti á Granda og vill byggja í Örfirisey
Eyþór Arnalds frambjóðandi í oddvitakjöri Sjálfstæðisflokksins vill að borgin reisi íbúabyggð í Örfirisey. Hann á sjálfur fyrirtæki í rekstri svæðinu en telur hagsmunatengslin ekki þannig að honum sé ókleift að vera talsmaður uppbyggingar á svæðinu.
20. janúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru Málin 19 - Viðar Guðhjonsen, Davíð Oddsson og Donald Trump
20. janúar 2018
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiErlent