Elon Musk: Hröð innreið gervigreindar kallar á betra regluverk

Frumkvöðullinn Elon Musk heldur áfram að vara við því, ef regluverk um gervigreind verður ekki unnið nægilega vel og af nákvæmni, áður en hún fer að hafa enn meiri áhrif á líf okkar.

Elon Musk um borð í Tesla-bíl
Auglýsing

Frum­kvöð­ull­inn Elon Musk, sem meðal ann­ars er stofn­andi Pay Pal, Tesla Motors (Solar City dótt­ur­fé­lag), og SpaceX, var­aði rík­is­stjóra í Banda­ríkj­unum við því, ef reglu­verk um gervi­greind yrði ekki búið til með nægi­lega vönd­uðum hætti, áður en hún færi að hafa enn meira afger­andi áhrif á sam­fé­lög. 

Á ráð­stefnu í Rhode Island sagði hann að með­höndlun á gervi­greind­inni, og þeim miklu tækni­fram­förum sem hún myndi leysa úr læð­ingi, fæli í sér „mestu áhættu sem við stæðum frammi fyr­ir“, að því er fram kemur í frá­sögn Wall Street Journal

Musk end­ur­flutti við­var­anir sín­ar, um að stjórn­mála­menn þyrftu að hraða vinnu sinni við að setja betri og nákvæm­ari lög og reglur varð­andi gervi­greind­ina. Hann hefur beitt sér fyrir því að hugað sé sér­stak­lega að öryggi, þegar kemur að gervi­greind­inni, þar sem um við­kvæma tækni er að ræða sem geti bein­línis verið hættu­leg. 

Auglýsing

„Eins og staða mála er núna þá hefur rík­is­valdið ekki einu sinni inn­sýn í stöðu mála[...] Um leið og fólk áttar sig, þá verður það hrætt, eins og það ætti að ver­a,“ sagði Musk í ræðu sinn­i. 

Hann sagði margar hættur leyn­ast í þróun gervi­greind­ar­inn­ar, og að hún geti, í versta falli, skapað mik­inn ófrið og jafn­vel leitt til stríðs­átaka, ef ekki er vandað til verka við gerð reglu­verks og laga. 

Hann sagð­ist vera bjart­sýnn að eðl­is­fari og að hans köllun væri sú að hafa góð áhrif á sam­fé­lag­ið, og sjá fyrir breyt­ingar í fram­tíð­inni. Hann sagði tím­ana sem framundan væru, með til­komu meiri gervi­greind­ar, væri sér­stak­lega spenn­andi, ekki síst fyrir Banda­rík­in. Það væri þjóð sem ætti rætur hjá land­könn­uð­um, sem leit­uðu nýrra tæki­færa. Þetta væri það sem mynd­aði „sjálf“ Band­ríkj­anna, og að hluta mætti líkja þessu saman við þá tíma sem framundan væru, með gríð­ar­legum breyt­ingum sem gervi­greind muni leysa úr læð­ingi.

(Musk ræddi um stöðu mála í við­tals­formi. Hann byrjar að tala á 43. mín­útu í mynd­band­inu hér að ofan).

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu.Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun eins og nú er stefnt að og hugmyndir að stærri virkjun se
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiErlent