#viðskipti#nýsköpun

Elon Musk: Hröð innreið gervigreindar kallar á betra regluverk

Frumkvöðullinn Elon Musk heldur áfram að vara við því, ef regluverk um gervigreind verður ekki unnið nægilega vel og af nákvæmni, áður en hún fer að hafa enn meiri áhrif á líf okkar.

Frum­kvöð­ull­inn Elon Musk, sem meðal ann­ars er stofn­andi Pay Pal, Tesla Motors (Solar City dótt­ur­fé­lag), og SpaceX, var­aði rík­is­stjóra í Banda­ríkj­unum við því, ef reglu­verk um gervi­greind yrði ekki búið til með nægi­lega vönd­uðum hætti, áður en hún færi að hafa enn meira afger­andi áhrif á sam­fé­lög. 

Á ráð­stefnu í Rhode Island sagði hann að með­höndlun á gervi­greind­inni, og þeim miklu tækni­fram­förum sem hún myndi leysa úr læð­ingi, fæli í sér „mestu áhættu sem við stæðum frammi fyr­ir“, að því er fram kemur í frá­sögn Wall Street Journal

Musk end­ur­flutti við­var­anir sín­ar, um að stjórn­mála­menn þyrftu að hraða vinnu sinni við að setja betri og nákvæm­ari lög og reglur varð­andi gervi­greind­ina. Hann hefur beitt sér fyrir því að hugað sé sér­stak­lega að öryggi, þegar kemur að gervi­greind­inni, þar sem um við­kvæma tækni er að ræða sem geti bein­línis verið hættu­leg. 

Auglýsing

„Eins og staða mála er núna þá hefur rík­is­valdið ekki einu sinni inn­sýn í stöðu mála[...] Um leið og fólk áttar sig, þá verður það hrætt, eins og það ætti að ver­a,“ sagði Musk í ræðu sinn­i. 

Hann sagði margar hættur leyn­ast í þróun gervi­greind­ar­inn­ar, og að hún geti, í versta falli, skapað mik­inn ófrið og jafn­vel leitt til stríðs­átaka, ef ekki er vandað til verka við gerð reglu­verks og laga. 

Hann sagð­ist vera bjart­sýnn að eðl­is­fari og að hans köllun væri sú að hafa góð áhrif á sam­fé­lag­ið, og sjá fyrir breyt­ingar í fram­tíð­inni. Hann sagði tím­ana sem framundan væru, með til­komu meiri gervi­greind­ar, væri sér­stak­lega spenn­andi, ekki síst fyrir Banda­rík­in. Það væri þjóð sem ætti rætur hjá land­könn­uð­um, sem leit­uðu nýrra tæki­færa. Þetta væri það sem mynd­aði „sjálf“ Band­ríkj­anna, og að hluta mætti líkja þessu saman við þá tíma sem framundan væru, með gríð­ar­legum breyt­ingum sem gervi­greind muni leysa úr læð­ingi.

(Musk ræddi um stöðu mála í við­tals­formi. Hann byrjar að tala á 43. mín­útu í mynd­band­inu hér að ofan).

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Joanne Rowling, höfundur Harry Potter- bókanna.
Tvær nýjar galdrabækur væntanlegar frá J.K. Rowling
Útgáfufyrirtæki J.K. Rowling birti yfirlýsingu um að tvær bækur tengdar Harry Potter- seríunni yrðu gefnar út þann 20. október næstkomandi.
22. júlí 2017
Sean Spicer stjórnar blaðamannafundi.
Sean Spicer hættur sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins
Spicer var fjölmiðlafulltrúi Trumps í sex mánuði og var margsinnis uppvís að augljósum rangfærslum. Hann hættir vegna ágreinings við nýskipaðan yfirmann sinn.
21. júlí 2017
Elon Musk er forstjóri fyrirtækisins Tesla.
Áhætta fólgin í fjárfestingu í Tesla
Neikvætt fjárstreymi Tesla gerir það að verkum að Citi-bankinn telur mikla áhættu fólgna í fjárfestingu í rafbílaframleiðandanum.
21. júlí 2017
Eignir Skúla í Subway kyrrsettar
Lögmaður Skúla og félags hans mótmælir kyrrsetningunni kröftuglega og segir að málinu verði vísað fyrir dóm.
21. júlí 2017
Norður-Kórea hleypir fáum ferðamönnum til landsins á hverju ári og þeir sem fá að heimsækja landið þurfa að uppfylla allskyns skilyrði.
Bandaríkjamönnum bannað að ferðast til Norður-Kóreu
Bandarískir ferðamenn verða að drífa sig ef þeir ætla að ferðast til Norður-Kóreu því brátt verður þeim bannað að fara þangað.
21. júlí 2017
Björn Teitsson
Um Borgarlínu, snakk og ídýfu og bíla sem eru samt bílar
21. júlí 2017
Reykjanesbær var skuldsettasta sveitarfélagið árið 2015.
Skuld Reykjanesbæjar var 249% af eignum
Skuldahlutfall A og B- hluta Reykjanesbæjar var 249% árið 2015, hæst allra sveitarfélaga. Gerð var sérstök grein fyrir stöðu þeirra í skýrslu innanríkisráðuneytisins.
21. júlí 2017
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Augljósar deilur ríkisstjórnarflokka um krónuna
Innan ríkisstjórnarinnar eru augljóslega deildar meiningar um gjaldmiðlamál.
21. júlí 2017
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiErlent