Elon Musk: Hröð innreið gervigreindar kallar á betra regluverk

Frumkvöðullinn Elon Musk heldur áfram að vara við því, ef regluverk um gervigreind verður ekki unnið nægilega vel og af nákvæmni, áður en hún fer að hafa enn meiri áhrif á líf okkar.

Elon Musk um borð í Tesla-bíl
Auglýsing

Frum­kvöð­ull­inn Elon Musk, sem meðal ann­ars er stofn­andi Pay Pal, Tesla Motors (Solar City dótt­ur­fé­lag), og SpaceX, var­aði rík­is­stjóra í Banda­ríkj­unum við því, ef reglu­verk um gervi­greind yrði ekki búið til með nægi­lega vönd­uðum hætti, áður en hún færi að hafa enn meira afger­andi áhrif á sam­fé­lög. 

Á ráð­stefnu í Rhode Island sagði hann að með­höndlun á gervi­greind­inni, og þeim miklu tækni­fram­förum sem hún myndi leysa úr læð­ingi, fæli í sér „mestu áhættu sem við stæðum frammi fyr­ir“, að því er fram kemur í frá­sögn Wall Street Journal

Musk end­ur­flutti við­var­anir sín­ar, um að stjórn­mála­menn þyrftu að hraða vinnu sinni við að setja betri og nákvæm­ari lög og reglur varð­andi gervi­greind­ina. Hann hefur beitt sér fyrir því að hugað sé sér­stak­lega að öryggi, þegar kemur að gervi­greind­inni, þar sem um við­kvæma tækni er að ræða sem geti bein­línis verið hættu­leg. 

Auglýsing

„Eins og staða mála er núna þá hefur rík­is­valdið ekki einu sinni inn­sýn í stöðu mála[...] Um leið og fólk áttar sig, þá verður það hrætt, eins og það ætti að ver­a,“ sagði Musk í ræðu sinn­i. 

Hann sagði margar hættur leyn­ast í þróun gervi­greind­ar­inn­ar, og að hún geti, í versta falli, skapað mik­inn ófrið og jafn­vel leitt til stríðs­átaka, ef ekki er vandað til verka við gerð reglu­verks og laga. 

Hann sagð­ist vera bjart­sýnn að eðl­is­fari og að hans köllun væri sú að hafa góð áhrif á sam­fé­lag­ið, og sjá fyrir breyt­ingar í fram­tíð­inni. Hann sagði tím­ana sem framundan væru, með til­komu meiri gervi­greind­ar, væri sér­stak­lega spenn­andi, ekki síst fyrir Banda­rík­in. Það væri þjóð sem ætti rætur hjá land­könn­uð­um, sem leit­uðu nýrra tæki­færa. Þetta væri það sem mynd­aði „sjálf“ Band­ríkj­anna, og að hluta mætti líkja þessu saman við þá tíma sem framundan væru, með gríð­ar­legum breyt­ingum sem gervi­greind muni leysa úr læð­ingi.

(Musk ræddi um stöðu mála í við­tals­formi. Hann byrjar að tala á 43. mín­útu í mynd­band­inu hér að ofan).

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiErlent