Túristafóbía í evrópskum borgum

Ferðamennskan skapar mörg störf og miklar tekjur, þessu hafa Íslendingar kynnst vel á síðustu árum. En of mikið má af öllu gera og íbúar og yfirvöld í mörgum evrópskum borgum vilja nú draga úr ferðamannastraumnum.

Feneyjar ferðamenn túristar
Auglýsing

Flestir hafa gaman af að kynn­ast nýjum stöð­um, ferð­ast á fram­andi slóðir eða heim­sækja aftur borgir og lönd sem leiðin hefur áður legið til. Ferða­mennskan skapar mörg störf og miklar tekj­ur, þessu hafa Íslend­ingar kynnst vel á síð­ustu árum. En of mikið má af öllu gera og íbúar og yfir­völd í mörgum evr­ópskum borgum vilja nú draga úr ferða­manna­straumn­um.

Skrölt í ferða­töskum er á síð­ustu árum orðin eins konar tákn­mynd síauk­ins fjölda ferða­manna í borgum og bæj­um, ekki hvað síst í Evr­ópu. Sú tíð er löngu liðin að flug­ferðir tak­mark­ist við dag­tím­ana, nú eru flug­vélar á ferð­inni nær allan sól­ar­hring­inn. Ferða­menn­irnir streyma svo inn í borgir og bæi, eða á flug­völl­inn að lok­inni dvöl, nótt sem nýtan dag. Rútur og leigu­bílar flytja stóran hluta þessa hóps fram og til baka.

Mið­borg­irnar eru eft­ir­sótt­ustu stað­irn­ir, þar eru yfir­leitt flest hótel og gisti­heim­ili. Áður­nefnt tösku­skrölt, hróp og köll, ásamt hávaða frá far­ar­tækjum og skemmti­stöðum veldur miklu ónæði. Þótt ferða­fólk­inu þyki þetta kannski full­kom­lega eðli­legt gegnir öðru máli um íbúa við­kom­andi svæð­is, þeir þreyt­ast á skarka­l­an­um.

Auglýsing

Air­bnb og íbúða­skipti

Í ágúst 2008 varð til hús­næð­is­miðl­un­ar­fyr­ir­tækið Air­bnb. Nán­ast hvert manns­barn þekkir, eða hefur heyrt minnst á þetta leigu­fyr­ir­komu­lag, sem á skömmum tíma náði miklum vin­sæld­um. Í dag eru á þriðju milljón íbúða og her­bergja sem standa ferða­fólki til boða í nær tvö hund­ruð lönd­um. Þetta fyr­ir­komu­lag er hrein við­bót við hin hefð­bundnu gisti­hús, og er að jafn­aði tals­vert ódýr­ara. Íbúðir og her­bergi í boði eru ekki ætíð stað­sett í mið­bæj­um, heldur dreifast vítt og breitt. Hús­næðið sem býðst með þessum hætti er iðu­lega eitt­hvað sem eig­and­inn þarf ekki sjálfur að nota (kjall­ari, bíl­skúr o.þ.h) en einnig leigja margir út eigin íbúð, í gegnum Air­bnb, meðan farið er í frí, og búa þá kannski í annarri Air­bnb íbúð! Einnig má í þessu sam­bandi nefna íbúða­skipti, sem margir not­færa sér. Spán­verj­inn flytur í mánuð til Seyð­is­fjarðar og Seyð­firð­ing­ur­inn ger­ist á sama tíma Spán­verji. Ætíð leyn­ist mis­jafn sauður í mörgu fé og stundum verða árekstrar vegna ónæð­is, þeir sem eru í fríi hafa, að minnsta kosti stund­um, annan takt.

Feney­ingar riðu á vaðið

Ein þeirra borga sem lengi hefur notið mik­illa vin­sælda ferða­manna er Fen­eyj­ar. Eins og víða ann­ars staðar hefur ferða­mönnum fjölgað þar mikið á síð­ustu árum og í fyrra voru þeir rúm­lega 20 millj­ón­ir, 60 þús­und á dag. Þessi mikli og síaukni ferða­manna­straumur hefur orðið til þess að æ fleiri borg­ar­búar (voru um 270 þús­und í fyrra) hafa valið þann kost að flytja á brott. Hús­næð­is­verð, og leigu­verð, hefur rokið upp vegna mik­illar eft­ir­spurn­ar, það veldur því að færri sækj­ast eftir að setj­ast að í borg­inni. Mengun hefur líka auk­ist mjög, þar eiga risa­stór skemmti­ferða­skip stóran hlut að máli.

Þótt ferða­menn­irnir skapi mörg störf og miklar tekjur var þó svo komið að árið 2015 var íbúum borg­ar­innar nóg boðið og þeir efndu til fjöl­mennra mót­mæla, sem voru end­ur­tekin ári síðar og einnig á þessu ári. Fólkið krafð­ist þess að ein­hverjar hömlur yrðu settar á fjölda ferða­manna til borg­ar­innar og ýmsar fleiri kröfur voru á lofti, meðal ann­ars að bannað yrði, að við­lögum háum sekt­um, að draga háværar ferða­töskur um stræti og torg. Ekki hlutu þessar kröfur allar náð fyrir augum borg­ar­yf­ir­valda en þau hafa nýlega sett reglur sem­tak­marka fjölda hót­el­her­bergja og lagt bann við götu­eld­hús­um. Sér­stök deild innan lög­regl­unnar (kölluð túrist­a­lögga) ann­ast eft­ir­lit með að regl­unum sé fylgt.

Sama sagan í Barcelóna, Róm, Amster­dam, Berlín og víðar

Íbúar Barcelóna eru um 1,6 millj­ón. Á síð­asta ári komu rúm­lega átta millj­ónir ferða­manna til Barcelóna fyrir utan alla þá sem komu með skemmti­ferða­skipum (allt að 30 þús­und manns á dag) og gistu sem sagt ekki í borg­inni. Ólymp­íu­leik­arnir voru haldnir í Barcelóna árið 1992, þeir voru mikil aug­lýs­ing fyrir borg­ina og ferða­mönnum hefur síðan fjölgað jafnt og þétt. Mörgum heima­mönnum þykir nóg um þennan stríða túrista­straum og þar má iðu­lega sjá á lofti borða með slag­orðum einsog „þið eruð að eyði­leggja Barcelóna, farið heim ferða­menn.“

Borg­ar­yf­ir­völd hafa nú sett reglur sem tak­marka fjölda þeirra íbúða sem heim­ilt er að leigja út, í sumum hverfum borg­ar­innar eru tíu pró­sent íbúða leigðar út til ferða­manna. Borg­ar­stjór­inn, Ada Colau, sagði nýlega í blaða­við­tali að það væri vanda­verk að ætla sér að stýra ferða­manna­straumnum en slíkt væri nauð­syn­legt, þrátt fyrir tekj­urnar „við viljum ekki enda eins og Fen­eyj­ar“.

Berlín hefur ekki farið var­hluta af ferða­manna­straumn­um, á síð­asta ári heim­sóttu um 12 millj­ónir ferða­manna borg­ina. Þessi mikli fjöldi hefur þrýst íbúða­verð­inu upp, en þrátt fyrir það sýna kann­anir að mik­ill meiri­hluti íbú­anna er ánægður með að svo margir skuli hafa áhuga á að koma til borg­ar­innar og kynn­ast henni.

Amster­dam er ein þeirra borga sem æ fleiri ferða­menn leggja leið sína til, fjöld­inn slíkur að það veldur borg­ar­yf­ir­völdum áhyggj­um. Hol­lensk ferða­mála­yf­ir­völd leggja mikla áherslu á að kynna aðra staði í land­inu fyrir ferða­mönn­um, t.d Rott­er­dam, Haag og Utrecht. Borg­ar­stjór­inn í Amster­dam hefur viðrað þá hug­mynd að ferða­fólk geti ferð­ast ókeypis frá borg­inni og til ann­arra borga í land­inu.

Meðal evr­ópskra borga þar sem ferða­mönnum hefur fjölgað mjög á síð­ustu árum eru Róm, Mílanó, Reykja­vík, Pal­ma, Prag og Kaup­manna­höfn.

Dubrovnik og Krúnu­leik­arnir

Eina borg, eða betur sagt einn bæ, er rétt að nefna hér til við­bót­ar: Dubrovnik í Króa­tíu, íbúar þar eru tæp­lega fimm­tíu þús­und. Dubrovnik er stundum nefnd „perla Adría­hafs­ins“, og bær­inn var fyrir ára­tugum settur á heimsminja­skrá Unesco. Ástæða þess að ferða­menn streyma nú þangað er einkum talin sú að sjón­varps­þátta­röðin „Game of Thro­nes“ (Krúnu­leik­arn­ir) er að hluta tekin upp í bæn­um. Bæj­ar­yf­ir­völd ákváðu fyrir skömmu að setja reglur um hámarks­fjölda skemmti­ferða­skipa sem hverju sinni gætu verið á hafn­ar­svæð­inu. Dag­inn sem fundur bæj­ar­yf­ir­valda var hald­inn voru far­þegar sjö skemmti­ferða­skipa á gangi í gamla mið­bæn­um, „var þá þröngt set­inn Svarf­að­ar­dal­ur“.

Í þessum pistli hafa ekki verið nefndar tvær mestu ferða­manna­borgir Evr­ópu: París og London. Ástæðan er sú að þar hefur ekki orðið sama „ferða­manna­spreng­ing­in“ og í þeim borgum sem um er fjallað í pistl­in­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar