Þögn Bjarna hans helsta pólitíska brella?

Nú er beðið eftir því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra stígi fram og kynni hvað hann hafi í hyggju varðandi stjórnarsamstarfið. Þetta er ekki fyrsta sinn sem beðið er eftir Bjarna.

Bjarni Benediktsson íhugar nú stöðu sína.
Bjarni Benediktsson íhugar nú stöðu sína.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, íhugar næstu skref sín í kjöl­far þess að Björt fram­tíð ákvað að segja sig frá þriggja flokka sam­steypu­stjórn hans.

Fjöl­miðlar sátu um fyrir Bjarna fyrir framan Val­höll í dag þar sem hann gekk á fund þing­flokks síns. Hann ætlar að ræða við fjöl­miðla um málið síðar í dag.

Ekk­ert hefur heyrst frá Bjarna síðan upp­lýst var að faðir hans hefði verið einn með­mæl­anda fyrir því að Hjalti Sig­ur­jón Hauks­son, dæmdur barn­a­níð­ing­ur, fengi upp­reist æru. Sig­ríður And­er­sen dóms­mála­ráð­herra við­ur­kenndi að hafa upp­lýst Bjarna um aðkomu föður hans í júlí.

Nú er beðið eftir því að Bjarni Bene­dikts­son stígi fram og tjái sig um atburði næt­ur­inn­ar. Óvíst er hver póli­tísk fram­tíð Bjarna er eftir þessa atburða­r­ás, eða hver afstaða hans er til nýrra kosn­inga.

Ekki þög­ull í fyrsta sinn

Bjarni Bene­dikts­son var kall­aður „Teflon-­Bjarni“ í morg­un­út­varp­inu á Rás 2 í morgun af Andr­ési Jóns­syni, almanna­tengli og ráð­gjafa. Bjarni þykir einkar fær í því að koma sér undan í erf­iðum málum enda hefur hann sloppið til­tölu­lega vel í sam­an­burði við aðra stjórn­mála­leið­toga.

Auglýsing

Bjarni hefur á margan hátt birst kjós­endum sem stönd­ugur leið­togi stærsta flokks á Íslandi. Hann hefur staðið fast með sínum málum í hinum póli­tíska slag en látið glitta í til­finn­ingar þegar þess hefur verið þörf. Án þess að draga það í efa að til­finn­ingar hans hafi verið raun­veru­leg­ar, þá var það gríð­ar­lega mik­il­vægt póli­tískt séð þegar hann grét í stjórn­mála­leið­toga­við­tali í Sjón­varp­inu í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2013.

Það er þess vegna til­efni til þess að rifja upp póli­tíska fimi Bjarna í þeim málum þar sem mest hefur legið á.

Panama­skjölin

Bjarni Bene­dikts­son var fjár­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar á síð­asta kjör­tíma­bili. Í apríl 2016 voru fluttar fréttir úr Panama­skjöl­unum svoköll­uðu þar sem hul­unni var svipt af reikn­ingum íslenskra auð­jöfra í skatta­skjól­um. Bjarni Bene­dikts­son var þar nefndur eins og Sig­mundur Dav­íð.

Á meðan Sig­mundur Davíð stóð í ströngu hér á Íslandi, og sagði síðan af sér, missti Bjarni af flug­inu sínu úr fjöl­skyldu­fríi á Flór­ída. Ekk­ert heyr­ist í honum í fjöl­miðlum fyrr en hann var kom­inn til lands­ins og á fund for­seta Íslands á Bessa­stöð­um. Þá hafði Bjarna tek­ist að afla sér nógu miklum stuðn­ingi bak við tjöldin til þess að halda velli sem mik­il­væg stoð í ann­ars flóknu stjórn­ar­sam­starfi við Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Óheppi­legar skýrslur undir stól

Það var umdeilt þegar skýrslur um áhrif Leið­rétt­ing­ar­innar svoköll­uðu voru ekki gefnar út af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu í aðdrag­anda snemm­búnu kosn­ing­anna í fyrra. Þá höfðu fjöl­miðlar gengið á eftir því að fá þessar skýrsl­ur, sem sann­ar­lega höfðu verið unn­ar.

Nið­ur­stöður skýrsln­anna voru ekk­ert sér­stak­lega kosn­inga­væn­ar. Tekju­háir og eigna­miklir fengu lang­mest í sinn hlut í Leið­rétt­ing­unni.

Vinnu við skýrslu um nið­ur­færslu verð­tryggðra fast­eigna­lána – hina svoköll­uðu Leið­rétt­ingu – lauk um miðjan októ­ber 2016, áður en síð­ustu Alþing­is­kosn­ingar fóru fram. Í jan­úar 2017 var fyrstu efn­is­grein skýrsl­unnar bætt við hana og hún í kjöl­farið birt á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins þann 18. jan­ú­ar, þremur mán­uðum eftir að vinnslu hennar lauk og nýr ráð­herra fjár­mála- og efna­hags hafði tekið við.

Vafn­ingur og Borgun

Bjarni Bene­dikts­­son fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra var lengi virkur í við­­skipta­líf­inu á Íslandi. Hann sagði skilið við það í lok árs 2008 til að ein­beita sér að því að vera stjórn­­­mála­­mað­­ur, og ekk­ert við það að athuga.

Tengsl ­fjöl­­skyldu hans við atvik í við­­skipta­líf­inu sem þykja orka tví­­­mælis eru hins vegar sífellt að vefj­­ast fyrir Bjarna á stjórn­­­mála­­ferl­in­­um. Fyrst var það Vafn­ings­­mál­ið, þar sem Bjarni skrif­aði undir veð­skjöl fyrir hönd ætt­­ingja sinna og þurfti fyrir vikið að bera vitni í saka­­máli. Næst kom Borg­un­­ar-­­málið svo­­kall­aða. Þar seldi Lands­­bank­inn, sem er í eigu rík­­is­ins, hlut sinn í greiðslu­korta­­fyr­ir­tæk­inu Borgun bak­við luktar dyr. Í kaup­enda­hópnum voru ætt­­ingjar Bjarna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar